Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Deild Kaupfélags Suðurnesja stofnuö í Vatnsleysustrandarhreppi Á stjórnarlundi Kaupfélags Suð- urnesja þann 12. september sl. var samþykkt að gangast fyrir stofnun sérstakrar deildar í Vatnsleysu- strandarhrcppi og leysa þannig vandamál staðarins í verslunarmál- um. Ákvörðun þessi var tekin vegna þess slæma ástands sem kann að skapast í hreppnum í kjölfar lokunar á verslun Guðmundar Sigurðssonar, kaupmanns í Vogum, 1. október nk. Þann 18. september sl. var boð- að til stofnfundar 7. deildar Kaup- félags Suðurnesja í Vatnsleysu- strandarhreppi. Fyrir hönd kaup- félagsins mættu ýmsir forystu- menn þess. Stefán Steingrímsson setti fundinn og gerði grein fyrir stöðu og þróun verslunarmála í hreppnum. Hreinn Ásgrímsson var fundarstjóri og Hilmar Þ. Hilmarsson fundarritari. Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri tók til máls og sagði m.a. eftirfarandi: „Það er skylda kaupfélaganna að leitast við að fullnægja þörfum fé- lagsmannanna og veita þeim þjón- ustu eftir því sem við verður kom- ið. Samvinnuformið er heppi- legasta leiðin enda mun það svo að samstaða og samvinna íbúanna í þessu byggðarlagi mun ráða því hvernig okkur vegnar hér.“ Á fundinn mættu um 70 manns. Rúmlega 40 gengu í kaupfélagið en ýmsir höfðu verið félagsmenn áð- ur og fá því inngöngu sjálfkrafa. Samþykkt var samhljóða að stofna umrædda deild og þvínæst kjörin stjórn og varastjórn. Eftir- taldir skipa stjórn deildarinnar: Hreiðar Guðmundsson, Brynhild- ur Jónsdóttir og Stefán Stein- grímsson. Varastjórn skipa Sæ- unn Guðjónsdóttir, Ingi Frið- þjófsson og Þóra Bragadóttir. (Fréttatilkynning) Frá stofnfundinum, f.vj Hreinn Ásgrímsson, Hilmar Þ. Hilmarsson, Stefán Steingrímsson og Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri. Réttað í Odds- staðarétt 1 lok síðustu viku var fé bænda f Lundarreykjadal og Andakfl réttaft f Oddsstaftarétt. Fremur fátt fé kom í réttina aö þessu sinni. Fyrstu réttum í Borgarfirfti er nú alls staftar lokið en seinni réttir eftir. Lömbin virftast vænni nú en undan- farin ár. Myndirnar voru teknar í Oddsstaftarétt. Morgunblaðið/Davíð Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.