Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 47

Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1985 47 sttmtm HYHDBAMPALEICA Bifreið „Phoenis Video“ sem ekur um byggðarlög á Suðurnesjum með myndbandaspólur. Mornunblaðið/E.G. Keflavík: Bíll með myndbönd um nágrannabæina Vojfum, 23. aeptember. W „PHOENIX Video“ í Keflavík, fyrir- tæki Tómasar Marteinssonar sem rekur tvær myndbandaleigur við Hafnargötuna í Keflavík, hefur tekið bifreið í sína þjónustu og ekur spólum í nágrannabæina. Bifreiðin er sérstaklega útbúin til að sinna þessari þjónustu en þar er mikið úrval mynda, bæði í VHS og BETA. Með þessari bifreið hefur tekist að koma til móts við við- skiptavini leigunnar í Sandgerði, Garði, Vogum og Höfnum. Að sögn starfsmanns í bílnum er ekki annað að sjá en viðskiptavinir fyrirtækis- ins í þessum bæjum taki þessari nýjung vel. Að undanförnu hefur þessi þjón- usta verið að þróast, en á næstunni má vænta þess að tekin verði upp föst tímaáætlun. E.G. Morgunbladid/E.G. Séð inn í bifreiðina, spólur í hillum og afgreiðshikona við afgreiðsluborðið. Björgunarsveit varnarliösins;, Þyrla tók þátt í samæfingu á Englandi ÞAÐ ER mikið um að björgun- arsveit varnarliðsins taki þátt i æfingum björgunarsveita í öðrum löndum. Um miðjan ágúst sl. fór þyrla frá björgunarsveitinni í fyrsta sinn héðan til æfinga er- lendis, en það voru æfingar er fóru fram í Englandi. Þá er algengast að björgunar- sveitir komi frá öðrum löndum til æfinga með björgunarsveit varn- arliðsins. í byrjun september kom þyrla frá Englandi ásamt áhöfn til æfinga og fyrr í sumar kom hópur frá Þýskalandi til æfinga. E.G. Bókagerðar- menn ekki á Bókaþingi VEGNA frétta um Bókaþing ’85, sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi, hefur Magnús Einar Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, óskað eftir að það komi fram, að Félagi bóka- gerðarmanna hafi ekki verið boðin þátttaka í þinginu og því hafi eng- inn fulltrúi félagsins setið þingið, þrátt fyrir að þar hafi verið rædd tæknimál og hvað framtíðin bæri i skauti sér í þessari iðn. Bæjaraland: Bílaum- ferð bönnuð í mestu menguninni \!únchen \ esiur bvskaland 2*. septembei \l» í BÆJARALANDI í Vestur- Þýskalandi ganga brátt í gildi lög, sem kveða á um takmarkað eða algert bann við bílaumferð þegar loftmengun verður svo mikil, að öldruðu fólki og sjúku stafar hætta af. Lögin, sem gilda frá 1. nóv- ember nk., munu ná til þeirra svæða í Bæjaralandi, þar sem umferðin er mest, t.d. Munc- henar, Augsborgar og Núrn- bergs, og einnig til norðvestur- hluta ríkisins þar til náðst hafa samningar um mengunarvarnir við Austur-ÞjóðverjaogTékka. Óvíða í Vestur-Þýskalandi eða Evrópu yfirleitter umferðin meiri en í Bæjaralandi enda fer þar um fólk frá gjörvallri Norð- ur-Evrópu á leið úr eða í sum- arfrí í Miðjarðarhafslöndunum. Algengt er að umferðarhnút- arnir á þjóðvegunum verði allt að 30 km langir. Þegar mengunin fer yfir ákveðin mörk verður almenn- ingur varaður við og umferð bönnuð að hluta eða alveg eftir ástandinu hverju sinni. í janúar sl. var umferð bönnuð allan sól- arhringinn um tíma í Ruhr— héraði í Norðvestur-Þýskalandi og stórlega dregið úr iðnfram- leiðslunni. Var mengunarskýið þar svo svart, að stundum sást varla út úr augum. ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.