Morgunblaðið - 26.09.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.09.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1985 47 sttmtm HYHDBAMPALEICA Bifreið „Phoenis Video“ sem ekur um byggðarlög á Suðurnesjum með myndbandaspólur. Mornunblaðið/E.G. Keflavík: Bíll með myndbönd um nágrannabæina Vojfum, 23. aeptember. W „PHOENIX Video“ í Keflavík, fyrir- tæki Tómasar Marteinssonar sem rekur tvær myndbandaleigur við Hafnargötuna í Keflavík, hefur tekið bifreið í sína þjónustu og ekur spólum í nágrannabæina. Bifreiðin er sérstaklega útbúin til að sinna þessari þjónustu en þar er mikið úrval mynda, bæði í VHS og BETA. Með þessari bifreið hefur tekist að koma til móts við við- skiptavini leigunnar í Sandgerði, Garði, Vogum og Höfnum. Að sögn starfsmanns í bílnum er ekki annað að sjá en viðskiptavinir fyrirtækis- ins í þessum bæjum taki þessari nýjung vel. Að undanförnu hefur þessi þjón- usta verið að þróast, en á næstunni má vænta þess að tekin verði upp föst tímaáætlun. E.G. Morgunbladid/E.G. Séð inn í bifreiðina, spólur í hillum og afgreiðshikona við afgreiðsluborðið. Björgunarsveit varnarliösins;, Þyrla tók þátt í samæfingu á Englandi ÞAÐ ER mikið um að björgun- arsveit varnarliðsins taki þátt i æfingum björgunarsveita í öðrum löndum. Um miðjan ágúst sl. fór þyrla frá björgunarsveitinni í fyrsta sinn héðan til æfinga er- lendis, en það voru æfingar er fóru fram í Englandi. Þá er algengast að björgunar- sveitir komi frá öðrum löndum til æfinga með björgunarsveit varn- arliðsins. í byrjun september kom þyrla frá Englandi ásamt áhöfn til æfinga og fyrr í sumar kom hópur frá Þýskalandi til æfinga. E.G. Bókagerðar- menn ekki á Bókaþingi VEGNA frétta um Bókaþing ’85, sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi, hefur Magnús Einar Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, óskað eftir að það komi fram, að Félagi bóka- gerðarmanna hafi ekki verið boðin þátttaka í þinginu og því hafi eng- inn fulltrúi félagsins setið þingið, þrátt fyrir að þar hafi verið rædd tæknimál og hvað framtíðin bæri i skauti sér í þessari iðn. Bæjaraland: Bílaum- ferð bönnuð í mestu menguninni \!únchen \ esiur bvskaland 2*. septembei \l» í BÆJARALANDI í Vestur- Þýskalandi ganga brátt í gildi lög, sem kveða á um takmarkað eða algert bann við bílaumferð þegar loftmengun verður svo mikil, að öldruðu fólki og sjúku stafar hætta af. Lögin, sem gilda frá 1. nóv- ember nk., munu ná til þeirra svæða í Bæjaralandi, þar sem umferðin er mest, t.d. Munc- henar, Augsborgar og Núrn- bergs, og einnig til norðvestur- hluta ríkisins þar til náðst hafa samningar um mengunarvarnir við Austur-ÞjóðverjaogTékka. Óvíða í Vestur-Þýskalandi eða Evrópu yfirleitter umferðin meiri en í Bæjaralandi enda fer þar um fólk frá gjörvallri Norð- ur-Evrópu á leið úr eða í sum- arfrí í Miðjarðarhafslöndunum. Algengt er að umferðarhnút- arnir á þjóðvegunum verði allt að 30 km langir. Þegar mengunin fer yfir ákveðin mörk verður almenn- ingur varaður við og umferð bönnuð að hluta eða alveg eftir ástandinu hverju sinni. í janúar sl. var umferð bönnuð allan sól- arhringinn um tíma í Ruhr— héraði í Norðvestur-Þýskalandi og stórlega dregið úr iðnfram- leiðslunni. Var mengunarskýið þar svo svart, að stundum sást varla út úr augum. ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.