Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 51 Bestu og verstu flugfélögin ___________Flug______________ Gunnar Þorsteinsson NÝLEGA rak á fjörur okkar niður- stöður úr skoðanakönnun sem al- þjóðasamtök flugfarþega, _ IAPA, gerði meðal félagsmanna. Á þriðja hundraö íslendingar eru félagar í samtökunum. f þessari nýjustu skoð- anakönnun var spurt um allt milli himins og jarðar varðandi ferðalög. M.a. var spurt um með hvaða flug- félagi menn vildu helst ferðast. Uppáhaldsflugfélagiö reyndist vera Swissair. Það óvinsælasta British Airways. Spurningalistar voru sendir til rúmlega 93.000 aðila en aðeins um 20% svöruðu — 10.054 Bandaríkja- menn og 9.072 annars staðar úr heiminum. Eins og gefur að skilja eru fé- lagsmenn þessara samtaka mikið á faraldsfæti og er flugið algeng- asti ferðamátinn, jafnt i viðskipta- sem skemmtiferðum. Karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta, flestir hámenntaðir, með tekjur í meðallagi eða þar fyrir ofan á bandarískan mælikvarða. Hér fer listi yfir fimm flugfélög sem heimsborgararnir völdu sem sín uppáhaldsfélög og einnig fimm sem þeir reyndu fyrir alla lifandi muni að forðast. Þetta er þeirra mat á bestu og versu flugfélögum heims. Eins og gefur að skilja getur margt haft áhrif á val sem þetta. Bestu flugfélögin Verstu flugfélögin Swissair Lufthansa Singapore Airlines Britis Airways 40,1% 27,5% 26,4% 21,8% British Airways .... PanAm Alitalia Aeroflot 15,8% 12,6% 12,1% 11,1% KLM .'. 2M% Saudia 8,2% Svisslendingum er fleira til lista lagt en að smíða úr. Svissnesk ná- kvsmni, gsði og snyrtimennska er líka í hávegum haft hjá Swissair, enda besta flugfélag heims að mati félaga í alþjóðasamtökum flugfarþega. Flugklúbbur í Eyjum Á landsbyggðinni hefur áhugi á einkaflugi farið sívaxandi undan farin ár og hafa víða verið stofnaðir flugklúbbar eða eigendafélög um einstakar flugvélar. Nýjast í þess- um efnum er stofnun Flugklúbbs Vestmannaeyja í sl. mánuði. f Vestmannaeyjum er tals- verður flugáhugi, að sögn Guð- mundar A. Alfreðssonar, aðal- hvatamannsins að stofnun FV og nýkjörins formanns, og því hafi verið löngu tímabært að virkja þann áhuga og hefja skipulagt starf flugáhugamanna. Til að ná sem breiðustum hópi og stuðla að eflingu flugs í Eyjum er klúbburinn opinn áhugamönn- um á öllum sviðum flugmála. Stofnfélagar FV eru sautján. Fjórtán manna virkur hópur hóf nám hjá flugskólanum Flugfar í Reykjavík í júlí sl. sem kom með vél til Eyja. Síðan fóru Eyja- skeggjar til Reykjavíkur og flugu grimmt í nokkra daga og náðu einliðsskírteini. Nú hefur hópur- inn keypt eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 150 og kenn- arar úr Reykjavík koma af og til til Eyja. Nýja flugvélin ber ein- kennisstafina TF ICE og á hún eftir 850 klst. af svokölluðu hreyfillífi. Flestir hafa þegar lokið einliðaprófi (sóló) en sam- tals hefur hópurinn flogið hátt í þrjú hundruð klst. frá því í júlí. I vetur verða klúbbfundir haldn- ir reglulega fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og eftir áramótin stendur til að halda bóklegt einkaflugmannsnámskeið. Klúb- burinn hefur aðstöðu í nýju flug- stöðinni og verið er að kanna flugskýlisaðstöðu. í Vestmanna- eyjum eru tvö flugskýli í eigu einkaaðila sem hafa hýst smá- flugvélar Eyjamanna, sem eru nú orðnar fjórar talsins. Stjórn FV skipa: Guðmundur A. Al- freðsson form., Kristján Krist- insson varaform^ Rafn Pálsson gjaldk., Stefán ólafsson ritari, og Hreinn Sigurðsson meðstj. Varamenn eru Eiríkur Guðnason og Viðar Óskarsson. Flug frá upphafi Strax árið 1919, eftir stofnun fyrsta Flugfélags íslands, var farið að huga að flugi til Vest- mannaeyja, sem þóttu afskekkt- ar og fjarri alfaraleið. f fyrstu flugferðinni varð að hætta við lendingu vegna sviptivinda og greip flugmaðurinn þá til þess ráðs að henda út pósti og var sá háttur hafður á lengi. Árið 1928 lentu fyrstu vélarnar í Eyjum, sjóflugvélar, en fyrsta landflug- vélin lenti þar ekki fyrr en árið 1938. Það var Agnar Kofoed Hansen á „Klemminum". Eftir síðari heimsstyrjöld var farið að byggja upp þann flugvöll sem er í notkun í dag og fljótlega keyptu Eyjaskeggjar sína fyrstu einka- flugvél. Ymsir aðilar hafa haft á hendi flugrekstur í Eyjum og var flugfélagið Eyjaflug langstærst og þekktast. Af öðrum aðilum má nefna Eyjaflug Bjarna Jónas- sonar og Vals Andersen. Áhugi Eyjamanna á flugi hefur lengi verið viðloðandi, en svo virðist sem einkaflug hafi átt erfitt uppdráttar og telja margir að Það er ekki að sjá að þetta flugfólk þjáist af streitu. Hins vegar er í meðfylgjandi grein greint frá niðurstöðum erlendra rannsóknar á streitu flugmanna. Á myndinni eru Flugleiðaflugfreyjur og flugþjónn frá flugfélaginu Air Algerie sem er með einkennishúfu Flugleiða á kollinum. Ljósm. Gunnar Þorsteinsson Streita í stjórnklefa Sagt frá erlendri rannsókn Einn af hverjum 50 atvinnuflug- mönnum á við andlega sjúkdóma að stríða ef marka má niðurstöður rannsóknar á streitu flugáhafna. Þetta er fyrsta stóra rannsóknin á þessu sviði. Þessar fréttir berast á sama tíma og flugmenn víða um heim mynda hópa til sjálfshjálpar gegn streitu og áfengissýki. Margir færustu sérfræðingar heims er fjalla um streitu í starfi unnu að rannsókninni. Tveir pró- fessorar við háskólana í Manc- hester og Wales skoðuðu 442 breska flugmenn og reyndust 9 haldnir kvíða, hræðslu, þrá- hyggju, geðtruflun, þunglyndi og móðursýki eftir nánari rann- sóknir á göngudeild. Niðurstöð- urnar, sem gefnar verða út bráð- lega, koma einmitt í kjölfar þess að margir eru orðnir áhyggju- fullir vegna hins sívaxandi álags á flugmenn. Önnur skýrsla, sem kemur úr síðar á árinu, unnin af sérfræðingum alþjóðasam- taka atvinnuflugmanna í lækna- vísindum, leiðir í ljós að áfengis- sýki er verulegt vandamál. Alls eru um 65 þús. félagar frá öllum heimshornum í alþjóðasamtök- um atvinnuflugmanna. Geðrænar truflanir, skortur á einbeitni vegna einkavandamála og rifrildi milli flugáhafnar hafa verið þættir er ollu flugslysum sl. 3 ár. Mistök flugmanna leiða til 45% flugslysa. Næst á eftir hjartasjúkdómum eru andlegir sjúkdómar aðalástæðan fyrir því að flugmenn í Bandaríkjunum og Bretiandi missa réttindi sín. Flugmennirnir sem bresku prófessorarnir rannsökuðu reyndust almennt vera andlega heilbrigðir og bar hlutfallslega miklu minna á geðtruflunum en meðal flestra starfsstétta. En undantekningarnar 9 eru nóg til að vekja ugg. „í áhættustarfi, sem flugmannsstarfi, er ein undantekning meira en nóg,“ v Ljósm. Hlynur Ólafsson Nokkrir stjórnarmenn Flugklúbbs Vestmannaeyja. Frá vinstri: Hreinn Sigurðsson, Kristján Kristinsson, Óskarsson og Eiríkur Guðnason. líkleg skýring á því sé, að margir hafi beinlínis verið hálf hræddir við flugvöllinn, sem hefur löng- um þótt fremur erfiður fyrir flug. Þá er ekki ólíklegt að heima- menn, sem eru þekktir fyrir vinnusemi, hafi einfaldlega ekki gefið sér tíma til flugs í frístund- um fyrr en nú seinni árin. Guðmundur A. Alfreðsson sagði ýmsar skýringar á þessari miklu drift að undanförnu: „Við fjórtánmenningarnir höfum ver- ið mjög samhentir og hvatt hvern annan til dáða. Eftir að við eign- uðumst eigin flugvél óx áhuginn til muna og nú eru jafnvel eigin- konurnar farnar að hugleiða flugnám næsta ár. Þeim leist, blessuðum, ekki alltof vel á þetta Guðmundur A. Alfreðsson, Viðar flugbrölt í upphafi, en þegar þær sjá hvað við, tilraunadýrin, stöndum okkur vel langar þær lika að geta flögrað um loftin blá. Sama má segja um fjöl- marga Eyjamenn. Því má svo ekki gleyma að góða veðrið hér sl. sumar hefur áreiðanlega ýtt við mörgum okkar." Guðmundur sagði að lokum, að ef menn vildu bregða sér í skemmtiferð til meginlandsins á góðviðrisdegi væri um tvær leiðir að velja, loftleiðina og sjóleiðina. „Maður er aðeins 5—10 mín. á flugvél upp á Suðurlandsundir- lendið en á bát tekur það miklu lengri tíma. Því er þetta engin spurning." sagði annar bresku prófessor- anna. Eitt af markmiðunum með rannsókninni var að kanna hvaða ástæður leiddu til streitu er ylli minni hæfni, verri heilsu og minni ánægju í starfi. Banda- ríski flugherinn styrkti þennan hluta sérstaklega. Niðurstöðurn- ar leiddu í ljós að þess konar streita þjakaði einkum flugmenn sem voru eldri, þreyttari, fengu ekki að fljúga eins mikið og þeir vildu og óttuðust reglubundna hæfnisþjálfun. Flugmannsstarfið hefur breyst gífurlega gegnum árin. Flugvélarnar eru orðnar miklu flóknari, flugáætlanirnar mun flóknari og nákvæmari og ábyrgð fyrir öryggi vaxið. Kunnasta dæmið um flugslys af völdum andlegra sjúkdóma var árið 1982. Japanskur flug- maður, sem hafði haft geðtrufl- anir á sjúkraskrá sinni, ýtti stýri DC 8-þotu sinnar allt í einu fram með þeim afleiðingum að vélin stakkst í Tókýóflóa. Tuttugu og fjórir létust. Ári síðar las spænskur flugmaður Boeing 747-risaþotu vitlaust á hæða- mælinn og vélin rakst á hæð í aðflugi að Madridflugvelli. Alls lést 181. Þegar slysið átti sér stað var hann að ræða um fjöl- skylduvandamál. Alþjóðasamtök atvinnuflug- manna hafa staðfest að í sjö löndum hafi verið myndaðir leynilegir ráðgjafarhópar til að fást við streituvandamálið. Samtökin hvetja nú 60 flug- mannafélög innan sinna vébanda að mynda svipaða hópa í þeim tilgangi að skapa meiri samúð með streituhrjáðum flugmönn- um. Talsmaður flugmannasam- takanna sagði um þetta: „Með smá hvíld, hjálp og ráðgjöf er oftast unnt að hefja öruggt flug áný.“ Flugmenn eru oft hræddir við að leita til trúnaðarlækna flug- félaganna af ótta við að geta misst starfið. Áfengissýki getur verið sérstaklega hættuleg í þessum efnum. í vísindagrein um streitu flugmanna, sem kemur út nú í haust, segir áðurnefndur talsmaður flugmannasamtak- anna: „Þar sem ráðgjafarhóp- arnir hafa starfað, hefur áfengis- sýki undantekningalaust verið verulegt vandamál og komið niður á starfi og líkamlegri vel- líðan fjölmargra flugmanna í mörg ár.“ Tvisvar sinnum á ári þurfa atvinnuflugmenn að gangast undir stranga læknisskoðun og flughæfnispróf. Það síðarnefnda fer fram í svokölluðum flug- hermi" (Flight Simulator) þar sem hægt er að kanna hæfnina við hinar ólíklegustu aðstæður. En andleg heilsa þeirra er ekki formlega tekin til vandlegrar athugunar. — G. Þorst. tók saman úr Sunday Times.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.