Morgunblaðið - 26.09.1985, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985
FIMMTUDAGURI FÖSTUDAGUR IlAUGARDAGURI SUNNUDAGUR
Bandaríska
blökku-
söngkonan
GAILE ^
PETERS!#
skemmtir
ásamt
tríó
ART-
HURS
MOON
Bandaríska
blökku-
söngkonan
GAILE
PETERS
skemmtir
ásamt
tríó
I ART-
HURS
MOON
Bandaríska
blökku-
söngkonan
GAILE »
PETERS W
skemmtir J
ásamt
tríó
ART-
HURS
MOON
Bandaríska
blökku-
söngkonan
GAILE
PETERS v
skemmtir A
ásamt
tríó
ART-
HURS
MOON
SYSTEM/36
OG HUGBÚNAÐURINN
ALVIS
FRÁ KERFI HF.
Skrifstofuvélar hf. bjóöa nú til sölu tölvubúnaðinn IBM
System/36 ásamt notendahugbúnaðinum ALVÍS frá Kerfi hf.
ALVÍS hugbúnaðurinn er sérhannaður fyrir íslensk fyrirtæki
á IBM System/36 tölvuna og nýtir kosti hennar til fullnustu.
í ALVÍS er m.a. að finna samtengd fjárhags- og viðskiptabók-
haldskerfi, vörukerfi og tollakerfi ásamt fjölda hjálparkerfa við
útreikninga á pantanatillögum, arðsemiseftirliti, sölugreiningu,
áætlanagerð o.fl.
Þessari auglýsingu er ekki ætlað að sannfæra þig um að hjá
okkur sé undantekningarlaust bestu tölvulausnir og þjónustu
að finna. Hins vegar vinnur allt starfsfólk fyrirtækisins ötullega
að því markmiði. Þess vegna m.a. eigum við samleið með IBM
og hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf.
Við hvetjum þig til að leita aðeins eftir því besta í tölvubúnaði
og þjónustu, hvort sem er hjá okkur eða öðrum, því gæðin
skipta öllu við rekstur tölvubúnaðar bæði í bráð og lengd.
%
GÆÐIOG GÓÐ
ÞJÓNUSTA
TRYGGJA GCTT GENGI
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560
Pósthólf 377
!
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Rudyard Kipling sagði um áhyggjur,
„kríði okkar er einhver skaðsamasti
lygari sem til er“.
Áhyggjur hverfa sem „dögg fyrir
sólu“ með næsta rétti.
— Það er með uppskriftum eins
og þessari er hér fylgir, sem Ný-
Sjálendingar koma lambakjöti sínu
á heimsmarkaðinn.
Sæt-súrar
lamba-
kótilettur
800 g lambakótilettur (u.þ.b. 10
stk.)
2 matsk. matarolía
1 matsk. smjörlíki eða smjörvi
1 laukur
1 lítil dós ananasbitar
1 matsk. edik (cider-edik)
2 matsk. púðursykur
2 matsk. kínversk soya
Vi-\ bolli ananassafi
pipar malaður (ekki nauðsynlegur)
1-2 matsk. kartöflumjöl
1. Hreinsið kótiletturnar, fjar-
lægið fituklumpa og þerrið þær
vel.
2. Hitið feitina vel á pönnu og
brúnið kótiletturnar á báðum hlið-
um.
3. Bætið því næst á pönnuna
með kótilettunum: lauknum fín-
söxuðum, ananasbitunum og anan-
assafanum, púðursykrinum, ediki,
soyu og pipar ef vill. Lok er síðan
sett á pönnuna og eru kótiletturn-
ar soðnar við vægan hita í u.þ.b.
30 mín. Snúið einu sinni.
4. Sósan er jöfnuð með kartöflu-
mjöli.
Rétturinn er tilbúinn. Hann er
einfaldur og mjög bragðgóður.
Berið hann fram með soðnum
grjónum.
Hér er önnur uppskrift, einnig frá
Nýja Sjálandi, fyrir þá sem litinn
tíma hafa til að matreiða — en
hafna ekki góðum mat.
Þetta eru grillaðar kotilettur:
Kótiletturnar eru smurðar lítil-
lega með Dijon-sinnepi og hunangi
og síðan grillaðar í 7-8 mín. á
hvorri hlið. — Einfaldara getur
það varla verið.
Verð á hráefni:
800gkótilettur kr. 235.00
1 lítil dós ananasb. kr. 50.00
xh pk grjón kr. 15.80
kr. 300.80
Fyrirspurn
neytanda.
Er ekki kominn tími til að opinber
ákvæði verði sett um það hve mikla
feiti (tólg) megi setja í lamba-
kjöts-hakkið? Hakkað kjöt er það
dýrt að kaupendur-neytendur eiga
kröfu á að fá þar ósvikna vöru.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!