Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1985, Blaðsíða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. OKTÓBER1985 Hafnarfjörður semur við Samvinnutryggingar: Iðgjöld brunatrygg- inga lækka um 56 % BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur ákveðið að semja við Samvinnutrygg- ingar um brunatryggingar á fasteignum í Hafnarfirði næstu fimm árin. Undanfarin 53 ár hefur Hafnarfjarðarbær tryggt hjá Brunabótafélagi ís- lands, en samkvæmt lögum ber sveitafélögum að semja við eitt félag um brunatryggingar á fasteignum í sveitarfélaginu. „Upp úr áramótum var ákveðið að segja upp samningnum við Brunabótafélagið og í framhaldi af því ákveðið að kanna þennan markað með útboði" sagði Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri í Hafnarfirði í samtali við Morgun- blaðið. „Fimm tilboð bárust og þau voru öll mun lægri en samningur- inn sem var í gildi. Samvinnu- tryggingar voru lægstbjóðendur og þegar borið er saman tilboð þeirra og samningurinn við Bruna- bótafélagið er um að ræða 56% lækkun á iðgjaldi að meðaltali. Þetta þýðir að iðgjöld Hafnfirð- inga, einstaklinga og fyrirtækja, lækka um tæplega fjórar milljónir króna. Auk lækkaðra iðgjalda eru tryggingar á atvinnuhúsnæði ein- faldaðar til muna. Atvinnuhús- næði var áður skipt í marga flokka, en í þessum samningi er því skipt í tvo flokka“. „Þegar þessi mál eru skoðuð kemur í ljós að þau lög og reglu- gerðir sem fjalla um brunatrygg- inar fasteigna eru orðin gömul og úrelt og er löngu orðið tímabært að breyta fyrirkomulagi þeirra. Ég tel það orðið ástæðulaust að sveit- arfélögin hafi milligöngu um brunatryggingu húsnæðis. Nauð- synlegt er þó að þetta séu áfram skyldutryggingar. En húseigendur ættu að hafa frelsi til að semja við það tryggingafélag sem þeir óska að eiga viðskipti við “ sagði Einar Ingi Halldórsson bæjar- stjóri að lokum. Athugað betur hvað er hratt eða soðið Bústaöavegsbrú malbikuð f gær var unnið við að malbika brúna yfir Kringlumýrarbraut, sem tengir Bústaðaveg saman, svo fljótlega verður hægt að aka af Miklubraut austur Skógarhlíð og áfram Bústaðaveg allt austur á Reykjanesbraut. Jafnframt því að tengja Bústaðaveginn saman yfir Kringlumýrarbraut, hefur að undanförnu verið unnið að því að gera göng undir Bústaðaveginn, skammt fyrir vestan brúna, þannig að börn úr Suðurhlíðum eiga greiða leið í Hlíðaskóla og þurfa ekki að fara yfir þá miklu umferðaræð, sem Bústaðavegurinn er og verður í auknum mæli eftir að nýja brúin verður tekin í notkun. Sjóflutningarnir til yarnarliðsins: Bandaríkjamenn spyrja grannt um farmgjöldin — og hugsanleg frávik frá skráðum gjaldskrám YFIRDÝRALÆKNIR og tollverðir í Reykjavík munu í næstu viku kanna nákvæmlega hvað af þeim 280 kflóum af kjötmeti, sem áttu að fara til varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli en gert var upptækt í fyrra mánuði, er hrávara og hvað er soðið. Talsmaður danska fyrirtækisins, sem selur varnarliðinu kjötið og sendi það hingað sjóleiðis, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðeins 40-50 kfló væru hrávara, allt annað væri soðinn matur. Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgina, að tollverðir hefðu aðeins gert upptækt það kjöt, sem yfirdýralæknir hefði úrskurðað ólöglegt samkvæmt lögum um varnir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928. Þegar upplýsingar danska fyrirtækisins voru bornar undir Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða hjá tollgæslunni, hann hefði sjálfur ekki gert annað en að tiltaka hvað á farmskránni væri bannvara og hvað ekki. Sér væri allsendis ókunnugt um magn. Þessu svarar tollgæslustjóri því til, að sé um misskilning að ræða þá sé það misskilningur yfirdýra- læknis, því tollverðir hafi ekki lagt hald á annað kjöt en það, sem hann hafi úrskurðað ólöglegt. “Við lögð- um ekkert mat á þetta sjálfir," sagði Kristinn ólafsson. “Yfirdýra- læknir tiltók hvaða vöruheiti mættu ekki fara í gegn og það reyndust vera 280 kíló. Til að ganga úr skugga um réttmæti fullyrðinga danska fyrirtækisins munum við fara yfir þetta með yfirdýralækni í næstu viku. Hafi eitthvað verið oftekið, þá verður það leiðrétt." „ÞESSI bandaríska stofnun, Federal Maritime Commission, hafði sam- band við okkur um síðustu áramót og var þá að spyrjast fyrir um ákveðn- ar skipaferðir milli íslands og Banda- ríkjanna. Þeir vildu meina að við hefðum flutt á öðrum gjöldum en þeim, sem við höfum skráð hjá þeim. Því svöruðum við neitandi, enda er ekki um slíkt að ræða,“ sagði Jón Hákon Magnússon, framkvæmda- stjóri markaðssviðs hjá Hafskip, er Morgunblaðið leitaði upplýsinga um rannsókn þá á sjóflutningum milli íslands og Bandaríkjanna, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Federal Maritime Commission, opinber stofnun í Bandaríkjunum, sem fylgist með samkeppni og verð- myndun í sjóflutningum, hefur undanfarna mánuði kannað meinta ólögmæta viðskiptahætti íslensku skipafélaganna í flutningum milli landanna. Mun rannsókn stofnun- arinnar m.a. beinast að því, hvort íslensku félögin hafa veitt afslætti eða endurgreiðslur frá skráðum farmgjöldum, en slíkt er ólöglegt vestra. FMC hefur leitað til ís- lensku félaganna og spurst fyrir um gjöld fyrir einstakar sendingar og hugsanleg frávik frá skráðum farmgjöldum. Jón Hákon kvaðst ekki telja að rannsóknin væri alvarlegt mál fyrir íslensku félögin og í sama streng tók Þórður Sverrisson, fulltrúi for- stjóra Eimskipafélags íslands. „Við höfum farið eftir þeim reglum, sem settar eru í Bandaríkjunum," sagði hann. Um upphaf rannsóknar Federal Maritime Commission sagði Þórður Sverrisson að samkvæmt sínum upplýsingum hæfi stofnunin ekki slíka rannsókn nema kæra hefði borist. Hvaðan sú kæra gæti hafa komið kvaðst hann ekki vita. Jón Hákon taldi hinsvegar víst að rannsóknin hefði hafist að und- irlagi bandaríska skipafélagsins Rainbow Navigation Inc., sem nú annast flutninga þá til bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, er íslensku skipafélögin sinntu áð- ur. Fyrir alríkisdómara í Washing- ton DC er nú kærumál bandaríska skipafélagsins gegn bandarískum stjórnvöldum til að fá ógilta ákvörðun bandaríska flotamálaráð- herrans um að flutningarnir til hersins skuli boðnir út á almennum markaði, eins og hefur verið krafa íslenskra stjórnvalda. Dómsniður- stöðu er að vænta á næstunni og sagði Jón Hákon Magnússon að „best væri að Rainbow Navigation ynni málið. Þá getur alþingi sett lög um siglingar til íslands, sem að sjálfsögðu myndu banna einok- unarflutninga útlendra skipa“. Sfldveiðin: Guðmundur Krist- inn SU kominn með 245 lestir SÍLDARBÁTURINN Guðmundur Kristinn er nú kominn með 245 iestir síðan vertíð hófst um sfðustu helgi. Aðrir bátar eru með smá- vægilegan afla. Fyrr í vikunni var hann komin með rúm 145 tonn og á föstudag fékk hann 100 tonn. Guðmundur Kristinn er með tvö- faldan kvóta, 660 lestir. Skipstjóri á skipinu er Ingvi Rafn. Sigrún Halldórsdóttir t.v. og Anna Pálsdóttir. Páll Halldórsson og Sigrún Sigurðardóttir. Morgunbladið/Arni Sæberg Milos Forman leikstjóri Amadeus á svarta listanum: „Ekki rétt að banna sýn- ingu kvikmyndarinnar“ — segja kvikmyndahúsgestir HÁSKÓLABÍÓ hóf fyrir skömmu sýningar á kvikmyndinni Amadeus. Sem kunnugt er fékk myndin samtals 8 óskarsverðlaun á þessu ári og var m.a. valin besta mynd ársins. Auk þess fék hún óskarsverðlaun fyrir besta leikarann, bestu leikstjórn og besta handritið svo eitthvað sé nefnt. Leikstjóri myndarinnar er hinn kunni Milos Forman sem m.a. hefur leikstýrt myndunum Hár- inu, Gaukshreiðrinu og Ragtime, sem Tónabíó sýnir um þessar mundir. Milos Forman er meðal þeirra sem eru á svörtum lista sem stofnun, sem berst gegn aðskiln- aðarstefnu og heyrir undir Aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið út yfir þá listamenn sem komið hafa fram í Suður-Afríku fráþví áárinu 1981. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru i Háskólabíó og hittu fyrir nokkra kvikmynda- hússgesti í hléi á sýningu myndar- innar Amadeus. Þeir voru spurð- ur hvort þeim hefði þótt rétt að banna sýningu myndarinnar þar sem leikstjóri hennar.Milos For- man, er á þessum lista. Svörin fara hér á eftir: Bergljót Þorfinnsdóttir. „Mér finnst ekki rétt að þessi mynd sé bönnuð þó leikstjórinn hafi komið til Suður-Afríku. Það er ekki rétt að banna verk þeirra sem þangað hafa komið. Bergljót Þorfinnsdóttir. Sigrún Halldórsdóttir. „Það er af og frá að banna myndina. Ef svo væri gert fyndist mér það jaðra við þær aðferðir sem notaðar eru í Rússlandi. Það er fráleitt að banna svona mynd, þó leikstjórinn hafi komið fram í Suður-Afríku". Anna Pálsdóttir. „Maður þekkir ekki þennan hugsunarhátt. Mér finnst alveg út I hött að banna myndina". Páll Halldórsson og Sigrún Sigurðardóttir. „Það er ekki rétt að banna myndina. Það er rangt að blanda þessu saman. Listir og íþróttir ættu að vera algjörlega fyrir utan alla pólitík".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.