Morgunblaðið - 05.10.1985, Side 14

Morgunblaðið - 05.10.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 Afmæliskveðja: Thorbjörn Thorláks son læknir níræður Nestor íslenskra lækna austan hafs og vestan er níræður í dag 5. október. Thor, eins og vinir og samstarfsmenn gjarnan nefna hann, á að baki óvanalega starf- sama ævi og hefur markað dýpri spor í heilbrigðisþjónustu í Kan- ada, en flestir aðrir, á undanförn- um áratugum og hlotið fyrir verð- skuldaða viðurkenningu. Hann er heiðursdoktor við Háskóla íslands og Háskóla Manitoba og annar tveggja Vestur-íslendinga, sem hefur gegnt prófessorsstarfi í skurðlækningum við þann skóla. Hinn var dr. Brandson, forveri hans, sem einnig var heiðraður með doktorsnafnbót við sömu skóla. Þegar ég kynntist Thor árið 1942 var hann á besta aldri og mjög önnum kafinn. Læknar voru þá margir í herþjónustu og mikið að gera hjá þeim er heima voru. Ennfremur var hann að koma upp Winnipeg Clinic, sem nú er orðin tólf hæða bygging og starfa þar í samvinnu fjöldi lækna undir for- ystu hans. Thor var í mörgum nefndum, sem fjölluðu um læknis- fræði og heilbrigðismál í Manitoba eða Kanada, forseti Krabbameins- félags Kanada og kanslari Háskól- ans í Winnipeg um 10 ára skeið. Thor var mikilvirkur og ná- kvæmur skurðlæknir við Winnipeg General Hospital, góður kennari og er mér sérstaklega minnisstæð fróðleg og skemmtileg kennsla hans á stofugangi á spítalanum. Afi Thors, Þorlákur bóndi og hreppstjóri á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, var kvæntur konu af norskri ætt. Hann gerðist ákveðinn stuðningsmaður vestur- ferða og tæplega fimmtugur flutt- ist hann með stóra fjölskyldu til Vesturheims og gerðist landnáms- maður, fyrst í Dakota og síðar í Kanada. Einn sona hans, Niels Steingrímur Þorlaksson, hafði stundað guðfræðinám í Noregi og kom með brúði sína Erika Rynning vestur og gerðist prestur Islend- inga vestan hafs. Þau eignuðust stóran og glæsilegan barnahóp' og er Thor eitt þeirra og á því djúpar rætur í norskri og íslenskri mold. Þegar ég kynntist Thor hafði hann ekki haft mikil afskipti af M r. þjóðræknisstarfi og menningu Vestur-íslendinga, enda ekki haft tíma til þess, en gömlu sporgöngu- mennirnir voru smám saman að hverfa. Thor gerðist æ meiri Is- lendingur er á leið og störf í þágu Vestur-íslendinga hlóðust á hann og brást hann ekki trausti þeirra. Það hafði lengi verið draumur Vestur-íslendinga að stofna kenn- arastól í íslenskri tungu og bók- menntum við Manitobaháskóla en HúsnæÖisstofnun ríkisins BREYTTUR EIMDAGI UMSOKNA UM LÁN TIL BYGGIIMGAFRAMKN/ÆMDA A ÁRIINJU 1986 1. IMÓVEMBER VERÐUR EIIMDAGI FRAMVEGIS í STAÐ 1. FEBRÚAR Þess vegna þurfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986 að berast fýrir 1. nóvember nk. Lán þau sem um ræðir eru þessi: - Til byggingar á íbúðum eða kaupa á ibúðum í smíðum. - Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraöa. - Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis. - Til ffamkvæmdaaðila í byggingariðnaði. - Til tækninýjunga í byggingariðnaði. Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir vegna væntanlegra kaupenda. Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá stofnunlnnl, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki fokhelt fyrlr 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstakfega, ella verða þær felldar úr gildi. Reykjavfk, 4. september 1985 <=§=>Húsnæðisstofnun ríkisins til þess vantaði mikið fé. Tók Thor að sér formennsku fjársöfnunar- nefndar, sem á stuttum tíma safn- aði nægilega miklu til að gera þennan draum að veruleika. Ég efast um að þetta hefði gerst, ef hans hefði ekki notið við. Elliheim- ilið Betel að Gimli við Winnipeg- vatn var nú orðið of lítið og stóð hann fyrir mikilli fjársöfnun til stækkunnar þess. Vikublöðin tvö í Winnipeg, Lögberg og Heims- kringla, voru í mikilli fjárþröng og fyrir hans tilstilli voru þau sameinuð og fjárhagur þeirra rétt- ur við og mætti hér ýmsu bæta við. Thor er mikill stuðningsmaður Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg, sem nýtur þar föður hans. A dögum Haraldar Sigurðarson- ar harðráða, er konungur var í Noregi á elleftu öld, var eitt sinn við hirð hans tíðrætt um Gissur Isleifsson, er síðar varð biskup í Skálholti og mælti konungur þá: Af Gissuri má vel gera þrjá menn. Hann má vera víkingahöfðingi og er hann vel til þess fenginn. Þá má hann vera konungur af sínu skaplyndi. Með þriðja hætti má hann vera biskup og það mun hann helst hljóta og mun vera mesti ágætismaður. Þessi saga kemur mér í hug, er ég hugsa um vin minn Thor, sem er efalaust afkomandi beggja þess- ara manna. Af honum mátti vel gera þrjá menn: lækninn og kenna- rann, framkvæmdamanninn og útvörð íslenskrar menningar í Vesturheimi og 1 fjórða lagi efa ég ekki, að hann hefði orðið ágætur biskup, ef það hefði átt fyrir hon- umaðliggja. Thor hefur oft komið til íslands og minnist ég skemmtilegrar ferð- ar með honum á sólbjörtum sum- ardegi að ættarsetrinu Stórutjörn- um við Ljósavatn. Margir íslenskir læknar hafa notið gestrisni hans í Winnipeg. Að lokum viljum við hjónin óska honum og Gladys, hans glæsilegu og mikilhæfu konu, til hamingju með mikið og gæfuríkt ævistarf og þakka vináttu þeirra á liðnum árum. Eggert Steinþórsson Hinn kunni læknir og athafna- maður, Thorbjörn Thorláksson í Winnipeg, er níræður í dag. Hann heitir raunar fullu nafni Páll Hinrik Þorbjörn Þorláksson og fæddist í Park River í Norður- Dakota 5. október 1895. Foreldrar hans voru sr. Níels Steingrímur Þorláksson, síðast prestur í Sel- kirk í Manitoba, og Erika Christ- ofa Rynning, er sr. Níels kynntist, er hann var við guðfræðinám í Ósló. Meðal náfrænda hennar í Noregi eru hinir kunnu Waaler- bræður, Erik Waller, er var rektor Óslóarháskóla 1954—60, og Rolf Waaler, rektor Norska verzlunar- háskólans 1958—64. Þriðji bróðir- inn, Georg Waaler, var prófessor f réttarlæknisfræði við Óslóar- háskóla 1938-65. Faðir sr. Níels var Þorlákur Gunnar Jónsson á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði, er fluttist vest- ur um haf ásamt fjölskyldu sinni 1873 og hafði áður ferðazt um mestallt ísland til að hvetja menn til vesturferðar. Þorlákur var sonur Jóns ívarssonar í Naustum við Akureyri og Rannveigar, syst- ur Guðlaugar, móður Péturs Guðjohnsens organista, er mikill ættbogi er frá kominn. Þær systur voru dætur sr. Magnúsar Erlends- sonar á Hrafnagili og Ingibjargar, dóttur Sveins lögmanns Sölvason- ar, en kona hans var Málmfríður, systir Þórarins Jónssonar sýslu- manns á Grund í Eyjafirði. Um sr. Magnús Erlendsson var eitt sinn þessi vísa kveðin, en höfundur er ókunnur: Séra Magnús settist upp á Skjóna, sá var ekki líkur neinum dóna. Hannvarglaður, háttaktaður höfðingsmaður, honum beraðþjóna. Thorbjörn Thorláksson hóf nám í læknisfræði við Manitoba Medical College 1914, hvarf 1917 til starfa í hjúkrunarflokki 223. herdeildarinnar á Englandi, en var brátt sendur aftur til Kanada til að ljúka námi sínu. Að því loknu 1919 fór hann til framhaldsnáms í skurðlækningum í London og á meginlandi Evrópu 1921—22. Hann stofnaði 1926 í samvinnu við kunnan skurðlækni, Neil John Mclean, læknastöð, er við þá var kennd, en 14 árum síðar kom hann á fót Winnipeg Clinic, mikilli læknamiðstöð á 6 hæðum, þar sem jafnan hafa starfað tugir lækna. Af mikilli bjartsýni, er hann sækir m.a. í ættir fram norður í sólskinið í Skagafirði, lét hann leggja svo sterkan grunn að byggingunni, að síðar mætti, svo sem og varð, bæta öðrum 6 hæðum ofan á. Thorbjörn varð prófessor (associate professor) í skurðlækn- ingum við Manitobaháskóla 1946 og sama ár yfirskurðlæknir á General Hospital í Winnipeg, þeim spítala, er hann hafði áður lengst- um starfað við sem skurðlæknir. Thorbjörn læknir hefur látið mikið að sér kveða í heilbrigðis- málum, ekki einungis í heimafylki sínu, Manitoba, heldur einnig á landsvísu og á alþjóðavettvangi. Yrði of langt mál að telja það upp hér, en um það vísað til 2. bindis Vestur-islenzkra æviskráa, þar sem gerð er nokkur grein fyrir framlagi hans til þessara mála. Þótt Thorbjörn Thorláksson sé, eins og fram hefur komið, af norsk-íslenzkum ættum, hefur hann lagt meiri rækt við íslenzka upprunann, enda alið aldur sinn í íslendingabyggðum bæði í Banda- ríkjunum og Kanada. Hann hefur og látið málefni þeirra til sín taka með ýmsum hætti. Hann varð t.a.m. eftirmaður Brands læknis Brandssonar í stjórnarnefnd Elli- heimilisins Betels á Gimli og beitti sér fyrir fjársöfnun með þeim árangri, að unnt reyndist að stækka elliheimilið að mun. í lík- um anda var stuðningur Thor- bjarnar við hið aldna vikublað Lögberg og síðar hið sameinaða blað Lögberg-Heimskringlu. Þau studdi hann ævinlega með ráðum og dáð. Þegar Ásmundur Jóhannsson byggingameistari í Winnipeg hafði á 5. tugnum gefið 50 þúsund dali til stofnunar kennarastóls í ís- lenzkum fræðum við Manitobahá- skóla og gert það í trausti þess, að aðrir landar legðu fram saman- lagt a.m.k. aðra eins upphæð, brá Thorbjöm Thorláksson skjótt við, gaf sjálfur stórfé og gerðist for- maður nefndar, er beitti sér fyrir fjársöfnun, er nægði til að koma þessu máli heilu í höfn. Sem fyrsti kennari á þessum kennarastóli 1951—1956 fékk ég að reyna, hve annt honum var um allan framgang þessa máls, því að hann hélt stöðugu sambandi við mig og bauð mér iðulega heim á hið fagra heimili sitt og Gladys Maree, en hún var af írskum og skozkum landnemaættum, hafði numið heimilishagfræði við Mani- tobaháskóla og átti um árabil sæti í háskólaráði. Þau eiga þrjú börn, tvo syni, tvíbura, Thorburn Kenn- eth og Robert Henry, sem báðir eru læknar, og Tannis Maree, er lagði stund á sömu grein og móðir hennar og gift er George Taylor Richardson, forstjóra í Winnipeg. Thorbjörn og Gladys hafa oft komið til íslands, svo sem þegar hann á 50 ára afmæli Háskóla íslands 1961 var kjörinn heiðurs- doktor við læknadeild skólans, og 1974, þegar hann var fulltrúi Kanadastjórnar á 11 alda afmælis- hátiðinni og tilkynnti, að hátíðar- gjöf Kanadamanna yrði fjölbreytt safn rita um Kanada og kanadísku þjóðina. En þeirri gjöf var, þegar hún barst, beint til Landsbóka- safns íslands. Ég vitnaði fyrr í þessu máli til vísunnar um sr. Magnús Erlends- son á Hrafnagili, forföður Thor- bjarnar, þar sem segir síðari hluta hennar: Hannvarglaður, háttaktaður höfðingsmaður, honum beraðþjóna. Þessi orð eiga ekki síður við um niðja hans, Thorbjörn lækni Thorláksson. Hann vann með glaðværð og höfð- ingsskap að mörgum góðum málefn- um og fékk aðra til liðs við sig, er voru fúsir að þjóna honum, af þvf að hann lá aldrei sjálfur á liði sínu. Ég sendi að lokum Thorbirni lækni og fjölskyldu hans beztu afmælisósk- ir. Finnbogi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.