Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 21

Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 21
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 21 AP/Simamynd Grænfridungar á leið til Mururoa hittu í gær fyrir franska freigátu skammt undan eyjunni Nukutavake. Frakkar eru ákveðnir í að hindra grænfriðunga eða aðra í að sigla of nálægt Mururoa þar sem franski herinn gerir tilraunir með kjarnorkuvopn. Fyrsta skip Green- peace-samtakanna komið til Mururoa Mururoa, Frön.sku Polynesíu, 4. okt AP. FYRSTA skip Greenpeace-flotans, seglskipið Vega, er nú komið að yfirráðasvæði Frakka á Suður-Kyrrahafi, og í dag varpaði það akkerum í um 30 sjómflna fjarlægð frá Mururoa-eyjunni, þar sem kjarnorkutil- raunirnar fara fram neðanjarðar. Franskur dráttarbátur lónaði í kringum Vega í minna en hálfs kílómetra fjarlægð. Þegar her- þyrla með fréttamenn innan- borðs flaug lágt yfir skútuna, gerði einn skipverja sér lítið fyrir og sneri út úr heiðurskveðju hermanna á hinn dónalegasta hátt. Græningjar vilja, að Frakkai hætti kjarnorkutilraununum á Murorova, en Mitterrand, forseti Frakklands, hefur skipað flota sínum að koma í veg fyrir íhlutun utanaðkomandi aðila „með valdi reynist það nauðsynlegt". Frakkar halda fram, að til- raunirnar séu algerlega skað- lausar, en leiðtogar 13 Kyrra- hafsþjóða segja, að þá sé Frökk- um í lófa lagið að gera þær heima hjá sér. Hafa þeir komið sér saman um að Kyrrahaf verði lýst kjarnorkulaust svæði. Flaggskip Greenpeace- samtakanna er væntanlegt til Mururova á næstu dögum. Sam- tökin segjast ekki hafa í hyggju að fara inn á franska yfirráða- svæðið og Frakkar hafa lýst því yfir, að þeir hyggist halda áfram tilraununum, hvað sem hver segir, enda séu þær nauðsynlegar fyrir varnir Frakklands. Vestur-Þýskaland: Herskylda lengd um þrjá STTJÓRN Vestur-Þýskalands sam- þykkti fyrr í vikunni að lengja her- skyldu um þrjá mánuði og þurfa þýskir karlmenn því að gegna átján mánaða herskyldu frá og með júlí- mánuði 1989. Þetta var ákveðið til þess að mannafli hersins minnki ekki nú þegar mannfærri árgangar verða kvaddir í herinn á tíunda ára- tuginum. Jafnhliða var samþykkt að lengja vinnuskyldu þeirra, sem neita að gegna herskyldu af sam- viskuástæðum, úr 20 mánuðum í tvö ár. Herafli Vestur-Þjóðverja, að varaherjum meðtöldum, samanst- endur af 1,34 miljónum manna og hafa þeir stærsta mannafla í við- bragðsstöðu í Vestur-Evrópu, eða um 500 þúsund hermenn. Sakir sparnaðar í fjárlögum hafa Þjóðverjar þurft að draga saman seglin í fjárveitingum til hernaðarmála. Það eykur gildi herskyldunnar fyrir Atlantshafs- bandalagið, ásamt því að herir Frakka og Breta byggja á sjálf- boðaliðum. Stjórnarandstöðuflokkarnir, Sósíaldemókrataflokkurinn og Græningjarnir, hafa lýst yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn lengingu herskyldunnar þegar hún kemur fyrir þingið. Engu að síður er talið öruggt að hún nái fram að ganga á þinginu. mánuði Stjórnin samþykkti einnig aðrar tillögur til að koma í veg fyrir mannfæð í hernum, þar á meðal að lengja tímann, sem ráðnir her- menn gegna herþjónustu og hækka hámarksaldur til herkvaðningar. Þá var einnig samþykkt að lög- reglumenn yrðu ekki undanþegnir herskyldu. Til álita kom að lögleiða her- skyldu kvenna, en þeirri hugmynd var hafnað. Konur starfa nú aðeins ísjúkrasveitum. GENGI GJALDMIÐLA London, 4. október AP. BANDARÍKJADOLLAR féll í dag og hefur gengi hans ekki verið lægra í 4 1/2 ár gagnvart japanska jeninu. Lækkaði gengi dollarans gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema sterlingspundinu. Siðdegis í dag kostaði pundið 1,4200 dollara (1,4222). Gengi doll- arans var annars þannig, að fyrir hann fengust 2,6225 vestur-þýzk mörk (2,6270), 2,1400 svissneskir frankar (2,1563), 7,9700 franskir frankar (8,0575), 2,9460 hollenzk gyllini (2,9730), 1.769,50 ítalskar lírur (1.780,00), 1,36525 kanadískir dollarar (1,3687) og 211,90 jen (213,30). Gull hækkaði og var verð þess 327,50 dollarar únsan (325,20). Holland: Stjórnin heldur sig við talningu NATO á stýriflaugum Wageningen, 4. október. Frá Eggert H. KjarUnns/ni FrétUriUra Morgunblaósins. Hollenska ríkisstjórnin sér enga ástæðu enn sem komið er til að víkja frá þeirri áætlun sinni að taka já- kvæða afstöðu til staðsetningar 48 stýriflauga 1. nóvember næstkom- andi. Þetta kemur fram í viðbrögðum ráðherra og forsvarsmanna stjórnar- flokkanna hér í viðræðu Michail Gorbatsjov, æðsta manns Sovétríkj- anna, í París á fimmtudag. Það kom m.a. fram að fjöldi SS-20-kjarnflauganna í Evrópu- hluta Sovétrikjanna væri núna sá sami og í byrjun júní 1984. Utan- ríkisráðherra Hollands, Van Den Broek, sagði m.a.: „Hvað okkur viðkemur hefur heildarfjöldi SS- 20-kjarnaflauganna í Sovétríkjun- um alltaf skipt mestu máli og það er svo enn.“ Hann lagði áherslu á að talan 243 SS-20 sem Gorbatsjov nefndi væri sá fjöldi meðallang- drægra kjarnafluga sem væru staðsettar í Evrópuhluta Sovét- rikjanna. Samkvæmt upplýsingum Bandaríkjastjórnar og NATO, en það eru þær upplýsingar sem Hollensk yfirvöld byggja ákvarð- anatöku sína á varðandi stand- setningu stýriflauganna, er heild- arfjöldi SS-20-fluganna 441. Van Den Broek benti á að það hefði komið skýrt fram í svonefndri 1. júní-ákvörðun ríkisstjórnar sinnar og því yrði ekki breytt og það yrði gengið út frá heildarfjölda SS-20- kjarnaflauganna í Sovétríkjunum. Hann bætti þvi við að SS-20-kjarn- orkuvopnin væru mjög hreyfanleg og það væri auðvelt að færa vopn frá Asíuhluta Sovétríkjanna til Evrópuhlutans. Varnarmálaráð- herrann, De Ruiter Let sagði að „það þyrfti að kanna þessar nýju upplýsingar ýtarlega og vildi lítið tjá sig frekar um málið." Á fimmtudagskvöld áttu sér stað harðar umræður í hollenska þinginu milli stuðningsmanna stjórnarinnar annarsvegar og stjórnarandstöðunnar hinsvegar um það hvenær endanlegar um- ræður fara fram í þinginu um staðsetningu stýriflauganna. Stjórnarflokkarnir vilja að um- ræðurnar fari fram sem allra fyrst því kosningabaráttan er að hefjast fyrir borgarstjórnar- (mars) og þingkosningarnar (maí). Stjórnar- flokkarnir hafa lítinn áhuga á að stýriflaugarnar verði aðalum- ræðuefni Sovétkosninganna og komi til með að skyggja á aðrar aðgerðir stjórnarinnar sem hafa hleypt nýju blóði i efnahagslíf Hollands. Veður Uegs t HmI Akurtyri 5 rigning Amtterdam 13 19 •kýjaó A|Mna 14 28 haiðaklrt Btrcekma 26 þokumóða Bertín 15 25 hmðakfrt BrOtsel 13 23 haiðakfrl Chécago 3 20 •kýjað DubHn 9 18 •kýjað Feneyiar 22 féttskýjaó Frankfurt 12 28 hafðakfrt Gmf 10 28 haiAaklri namaaai v. Hetoénki 12 13 •kýjað Hong Kong 21 28 hafðakfrt Jerútelem 14 27 haiðakfrl Keupmennah. 15 18 hatðakfrt Lm Pebnet 26 Mttakýjað Liseabon 19 25 hafðskfrt London 15 18 •kýjað Los Angelea 22 37 hafðkkfrt Lúxemborg 20 •kýjað 30 Mttskýjaó MaRorca 28 hafðskfrt Miami 27 30 •kýjað Montreai 5 15 •kýjað Moakva 10 16 •kýjað New York 12 15 rigning Oaló 13 15 haióakirt Parw 17 27 •kýjað Peklng 12 27 hafðskfrt ReykjavAi 8 •kýjað ríó de laneiro 14 26 fwiðskfrt Rómaborg 14 09 iMfðskfrt Stokkhólmur Sydnay 23 31 •kýjaö vantar Tðkýó 16 28 halóakirt Vnurborg 11 22 iMNoaain ÞórsMfn 11 rigníng

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.