Morgunblaðið - 17.10.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
Geir Hallgrímsson um Rainbow Navigation-málið:
„Utiloka ekki
lagasetningu“
Segist þó fremur kjósa aðrar leiðir
„ÞESSI ÚRSKURÐUR er mér auðvitað mikil vonbrigði, og það því fremur að
■ gærdag sagði Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna mér að ríkisstjórnin
teldi sig hafa mjög sterkan málsstað og fullvissaði mig um að þeir myndu leysa
þetta mál svo viðunandi yrði,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í
samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spuröur álits á úr-
skurði dómara í Bandarfkjunum í Rainbow Navigation málinu.
Utanríkisráðherra sagðist í gær
hafa fengið skilaboð frá Shultz þess
efnis að orðsending hans væri á
leiðinni til hans, með hans viðhorfi,
eftir þennan úrskurð. Jafnframt
sagðist Geir hafa rætt þennan úr-
skurð við sendiherra Bandaríkjanna
á fslandi og sendiherra íslands í
Washington og eftir þeim upplýs-
ingum sem hann hefði fengið, þá
væri utanríkisráðuneytið vestra
búið að leggja til að þessum úr-
skurði yrði áfrýjað. Ákvörðun þar
að lútandi væri hins vegar í höndum
dómsmálaráðuneytisins, og þeirrar
ákvörðunar væri ekki að vænta fyrr
en eftir nokkra daga, því enn væri
beðið eftir forsendum úrskurðarins.
Utanríkisráðherra var spurður
hvert yrði næsta skref íslenskra
stjórnvalda í þessu máli: „Við
munum auðvitað kanna nýjar leiðir
af okkar hálfu, enda hefur þetta
mál dregist alltof lengi. Það hefur
þó verið okkar afstaða að Banda-
ríkjamönnum sjálfum bæri að leysa
málið, með því að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Við höfum rekið mál-
ið á þeim grundvelli að íslensk
skipafélög nytu jafnréttis og bæði
Bandaríkjamenn og við, hagkvæmni
frjálsrar samkeppni og þess vegna
var ákvörðun flotamálaráðherra um
að bjóða flutningana út, í samræmi
við okkar kröfur," sagði Geir. „Þeg-
ar úrskurðurinn kemur í veg fyrir
það, a.m.k. í bili, þá er það fyrst og
fremst skyida Bandaríkjamanna að
haga svo málum heima hjá sér, að
unnt sé fyrir vinaþjóð að njóta sama
réttar í svo miklum samskiptum
sem við, þessar tvær þjóðir eigum.'
Utanríkisráðherra var spurður
hvort lagasetning sem svar við
dómsúrskurðinum kæmi til greina
í hans huga: „Ég útiloka ekki þá
leið, þótt ég kysi aðrar leiðir heldur.
Enda tel ég ef til vill ekki þörf á
slíkri lagasetningu. Það á hins vegar
eftir að koma á daginn hvort það
er rétt.“
Shultz var sagt að staðan væri sterk:
Áfrýjum ekki ef það er
fyrirsjáanleg tímasóun
— segir Edward Derwinsky
„NÚ STÖNDUM við frammi fyrir lögfræðilegu vandamáli en ekki pólitísku,“
sagði Edward Derwinsky, ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er leitað
var álits hans á lögbannsúrskurði dómara í Washington um útboð á sjóflutning-
um fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
„Lögmenn okkar munu fara ræki-
lega yfir forsendur úrskurðarins
þegar þær liggja fyrir á allra næstu
dögum. Þá verður lagt á það lög-
fræðilegt mat hvort þessum úr-
skurði verður áfrýjað. Það veltur á
niðurstöðu lögmanna utanríkis-
ráðuneytisins og flotamáiaráðu-
neytisins," sagði Derwinsky. „Hug-
ur okkar stendur til að áfrýja úr-
skurðinum en um það hefur engin
ákvörðun verið tekin ennþá. Við
munum ekki áfrýja ef allar líkur
benda til að það muni verða tímasó-
un ein.“
Spurningunni um hvort lögbanns-
úrskurðurinn hefði komið honum á
óvart svaraði Derwinsky neitandi.
„Það get ég ekki sagt,“ sagði hann.
„Hér var verið að dæma eftir rúm-
lega áttatíu ára gömlum lögum, sem
ekki hefur reynt mikið á. Það er rétt
að taka fram, að það er ekki óvenju-
legt hér í landi, að undirréttir felli
tæknilega úrskurði og dóma um
grundvallaratriði laga. Það er svo
ekki fyrr en á efri dómsstigum, sem
hægt er að fara að kljást með hár-
fínum lagatúlkunum."
- En hvernig má þá vera að utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna sagði
starfsbróður sínum á Íslandi á
þriðjudaginn, að Bandaríkjastjórn
teldi stöðu sína í málinu mjög
sterka?
„Það var vegna þess að Shultz
hafði þær upplýsingar frá sínum
lögmönnum. Það hefur ævinlega
verið stefna okkar að gera allt, sem
i okkar valdi stendur til að leysa
þetta mál í góðri samvinnu við Geir
Hallgrímsson. Ráðherrann hefur
gefið mér þau fyrirmæli að veita
utanríkisráðherra íslands alla
hugsanlega aðstoð í þessu má)i,“
svaraði Edward Derwinsky.
Ríkisstjórn íslands ásamt forseta íslands á ríkisráðsfundi í gær eftir að forseti hafði staðfest breytingar á
skipan í ráðherraembætti. Frá vinstri: Sverrir Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Alexander
Stefánsson, Geir Hallgrímsson, Vigdís Finnbogadóttir, Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson, Ragn-
hildur Helgadóttir, Albert Guðmundsson og Matthías Bjarnason.
Starfið leggst
ágætlega í mig
— sagði Þorsteinn Pálsson er hann tók við lyklum fjármálaráðuneytisins í gær
FORSETI íslands Vigdís Finn-
bogadóttir skipaði Þorstein Páls-
son formann Sjálfstæðisflokksins
til þess að gegna embætti fjármála-
ráðherra í ríkisstjórn íslands á
ríkisráðsfundi á Bessastöðum í
gær. Á fundinum veitti hún Matth-
íasi Á Mathiesen lausn frá embætti
viðskiptaráðherra og ráðherra
Hagstofu íslands.
Ríkisráðsfundurinn hófst
klukkan 11 í gærmorgun. Ganga
þurfti frá ýmsum málum ráðu-
neytanna áður en ráðherraskipt-
in fóru fram en þegar því var
lokið gekk Þorsteinn Pálson inn
á fundinn og bauð forseti hann
velkominn.
Þá tók Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra til
máls og flutti tillögu til forseta
íslands um skipun og skipting
starfa ráðherra sem forseti stað-
festi síðan. Auk þess las hann
bréf um lausn Matthíasar Á.
Mathiesen úr embætti viðskipta-
ráðherra og skipunarbréf Þor-
steins Pálssonar í embætti fjár-
málaráðherra.
Skipting starfa ráðherra í rík-
isstjórn Isiands er þannig að
Steingrímur Hermannsson fer
með forsætisráðuneytið, Geir
Hallgrímsson fer með utanríkis-
ráðuneytið, Albert Guðmunds-
son fer með iðnaðarráðuneytið,
Alexander Stefánsson fer með
félagsmálaráðuneytið, Halldór
Asgrímsson fer með sjávarút-
vegsráðuenytið, Jón Helgason fer
með landbúnaðar-, dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, Matthías
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðherraskipti í iðnaðarráduneytinu. Albert Guðmundsson tekur við lykl-
um ráðuneytisins úr hendi Sverris Hermannssonar, sem tekið hefur við
embætti menntamálaráðherra.
Bjarnason fer með samgöngu-
ráðuneytið og viðskiptaráðuney-
tið. Ragnhildur Helgadóttir fer
með heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytið, Sverrir Her-
mannsson fer með menntamála-
ráðuneytið og Þorsteinn Pálsson
fer með fjármálaráðuneytið og
Hagstofu fslands.
Þegar fundinum var lokið hélt
Albert Guðmundsson í fjármála-
ráðuneytið, þar sem hann tók á
móti nýja fjármálaráðherranum
Þorsteini Pálssyni klukkan 12.30.
Albert afhenti Þorsteini lyklana
að Arnarhváli og skrifstofu ráð-
herra og óskuðu þeir hver öðrum
velfarnaðar í njum störfum.
Aðspurður sagði Þorsteinn að
það leggðist ágætlega í sig að
taka við þessu embætti. „En
þetta verður erfitt. Er það ekki?
spurði hann. „Það verður að
minnsta kosti nóg að gera“ svar-
aði Albert. Þorsteinn sagðist
ætla að nota fyrsta daginn til
að heilsa upp á starfsfólk ráðu-
neytisins. „Eg kveð þetta ráðu-
neyti með trega" sagði Albert
Guðmundsson „og þá á' ég aðal-
lega við starfsfólkið. Þetta hefur
verið afskaplega lærdómsríkur
tími og gagnlegur að mörgu
leyti“.
Skömmu stðar fór Albert í
iðnaðarráðuneytið þar sem hann
tók við lyklum úr hendi Sverris
Hermannssonar. „Þú tekur við
góðu búi og góðu fólki" sagði
Sverrir. „Nú afhendi ég þér lykl-
ana, eins og þeir voru þegar ég
tók við þeim af Hjörleifi Gutt-
ormssyni. Sá blái gengur að
Arnarhváli, en sá rauði að því
allra helgasta, skrifstofunni. Og
hér er stóllinn þinn kominn"
sagði Sverrir. „Já“ sagði Albert.
„það tekur hann enginn af mér“.
Úrskurðurinn kom skipafélögunum ekki á óvart:
Málið þarf að leysa með
einhliða aðgerðum okkar
— segir Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips hf.
LÖGBANNSÚRSKURÐURINN í máli Rainbow Navigation Inc. gegn banda-
ríska flotamálaráðuneytinu kom forstjórum íslensku skipafélaganna, sem
áður sinntu flutningunum til varnarliðsins, ekki á óvart. Það kom fram í
samtölum, sem Morgunblaðið átti við þá í gær.
„Þetta eru engar gleðifréttir en
þessi úrskurður undirstrikar að
það er búið að draga okkur á
asnaeyrunum í hálft annað ár og
að það er enn verið að því. Nú
verða íslensk stjórnvöld að gera
upp við sig hvort siglingar milli
íslands og annarra landa eiga að
fá að þróast í skjóli útlendra einok-
unarlaga. Ég vona því að málinu
verði áfrýjað," sagði Ómar Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
skipadeildar Sambandsins. ómar
sagði að þessi niðurstaða hefði
ekki komið sér á óvart - hann hefði
haft ávæning af því í nokkra daga
að líklegast myndi Rainbow vinna
málið.
Hann minnti á, að hér heima
hefði lengi verið samstaða um að
í siglingum milli íslands og Banda-
ríkjanna ættu allir að sitja við
sama borð, frjáls samkeppni ætti
að ríkja í flutningunum til varnar-
liðsins hér. „Nú er búið að kippa
fótunum undan þeirri samkeppni
og þá veltir maður fyrir sér hvern-
ig íslensk stjórnvöld bregðast við,“
sagði Ómar.
- En á þá að grípa til lagasetn-
ingar sem bannar siglingar hingað
í skjóli útlendra einokunar- eða
verndarlaga?
„Ég á mjög erfitt með að svara
því á þessari stundu," sagði Ómar
Jóhannsson. „Þetta er í mínum
huga fyrst og fremst spurning um
hvort við ætlum að horfa aðgerðar-
lausir á að erlendir aðilar hafi
stjórn á flutningum til landsins
og frá því. Ég held að það stangist
á við hugmyndir okkar um sjálf-
stæði og fullveldi landsins.“
Ragnar Kjartansson, stjórnar-
formaður Hafskips hf., tók mjög í
sama streng í samtali við blm.
Morgunblaðsins. „Ég hef um skeið
verið þeirrar skoðunar," sagði
hann, „að þetta mál verði aðeins
leyst með einhliða aðgerðum af
hálfu íslenskra stjórnvalda - að
það verði komið í veg fyrir að út-
lent skipafélag haldi uppi áætlun-
arsiglingum hingað í skjóli er-
lendra einokunarlaga. Það hefur
lengi verið til umræðu en nú verða
íslensk stjórnvöld að taka afstöðu
til þess.“
Ragnar sagði að í hálft annað ár
hefði verið reynt að leysa málið
„eftir diplómatískum leiðum. Sú
leið hefur verið fullreynd, hún
gengur ekki. Það er komið að leiks-
lokum."
Úrskurðurinn kom Herði Sigur-
gestssyni, forstjóra Eimskipafé-
lags íslands, heldur ekki á óvart.
„Við höfum að undanförnu fengið
það mat frá kunnáttumönnum hér
heima og vestur í Bandaríkjunum,
að litlar líkur væru á sigri Banda-
ríkjastjórnar í málinu," sagði
hann.
Hörður sagðist nú hafa mestar
áhyggjur af því, að málinu yrði
áfrýjað. „Það getur tekið 3-4 mán-
uði,“ ságði hann, „og svo verður
þeim úrskurði áfrýjað til enn æðra
dómsstigs. Það getur tekið aðra
3-4 mánuði, svo ég sé fram á að
það líði allt að átta mánuðir þar
til málið fær endanlega afgreiðslu
fyrir bandariskum dómstólum.
Það hefur valdið mér miklum
vonbrigðum hversu langan tíma
þetta hefur tekið. Rainbow Nav-
igation byrjaði siglingar hingað á
fyrri hluta árs 1984 og þegar í
febrúar á síðasta ári var vitað um
áform félagsins um siglingar hing-
að. Því miður hefur ekki tekist að
leysa málið á þessum tíma.“
- Á þá að grípa til lagasetningar
hér heima til að banna flutninga
hingað í skjóli bandarísku vernd-
arlaganna frá 1904?
„Því get ég ekki svarað með
einföldu já eða nei. íslensk stjórn-
völd verða nú að íhuga með hvaða
hætti er hægt að bregðast við
þessum úrskurði," sagði Hörður
Sigurgestsson.