Morgunblaðið - 17.10.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.10.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Minning: Vilmundur Rögn- valdsson - Keflcwík Við hér á Brekkugötu 251 Ólafs- firði kveðjum í dag góðan og hollan vin okkar, Vilmund Rögnvaldsson, Sólvallagötu 47, Keflavík, og það er tregi í hjörtum. Hann fæddist 29. ágúst 1906 að Tungu í Fljótum. Foreldrar hans voru þau Rögnvaldur Rögnvaldson og Guðlaug Kristjánsdóttir er þar bjuggu. Fjögurra ára fluttist Vil- __> mundur með foreldrum sínum að Kvíabekk í ólafsfirði og þar óx hann úr grasi. Fyrri konu sína, Guðbjörgu Guðjónsdóttur, missti hann eftir stutta sambúð og sömu- leiðis ungan dreng þeirra hjóna, Rögnvald, er lést á fyrsta aldurs- ári.. Fyrsta maí 1936 gekk Vilmundur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Láru Guðmundsdóttur, sem þá var ekkja og tveggja barna móðir. Reyndist hann dætrum Láru, þeim Sigríði Egló og Pollý, hinn besti faðir. Þau eignuðust einn son, Brynjar, sem er búsettur í Kefla- vík, kvæntur Kristínu Torfadóttur og eiga þau fjögur börn. Sigríður . Eygló er gift Garðari Jónssyni 1 verkstjóra. Eiga þau tvö börn og búa í Keflavík. En eiginmaður Pollýar er Henning Bjarnason flugstjóri og eiga þau þrjú börn og búa í Garðabæ. Skólaganga Vilmundar var ekki löng, fremur en margra annarra í þá daga, en einhver barnafræðsla var þó á Kvíabekk og naut hann góðs af, var efnilegur og námfús. Lét hann ekki þar við sitja, heldur dreif sig í Héraðsskólann á Eiðum og lauk þaðan prófi og gerðist ^ síðan barnakennari á Kleifum í Ólafsfirði og kenndi reyndar víðar um sveitina. Um skeið starfaði hann við lifrarbræðslu á ólafsfirði og þegar netaverkstæði var stofn- að gerðist hann þar verkstjóri, var reyndar einn af stofnendum þess og eigandi. Síðari hluta ævinnar hafa þau Vilmundur og Lára búið í Keflavík og þar starfaði Vilmundur lengst af hjá Olíufélaginu hf. á Keflavík- urflugvelli. f hjarta sínu voru þau Lára Ól- afsfirðingar og hugurinn dvaldi hér löngum og um skeið höfðum við þann háttinn á að hittast ymist fyrir sunnan eða þá heima á Ólafs- firði. Og þá var glatt á hjalla. Því Vilmundur var einstakur maður. Hann var svo kankvís og glettinn, fræðinn og skemmtilegur. Og hann kunni þessi býsn af vísum og kvæðum. Og á milli brá fyrir alvar- legum undirtón og auðmýkt fyrir lífinu. Og við minnumst liðinna gleðistunda á gamlárskvöldum með fjöiskyldur okkar sameinaðar. Kvöddum árið og fögnuðum nýju og Vilmundur spilaði og við sung- um öll gömlu og góðu lögin, því hann hafði yndi af tónlist. Og við minnumst annarra stunda er við nutum gestrisni og höfðingsskapar þeirra hjóna, því Lára bjó manni sínum fagurt heimili og voru þau ákaflega samrýmd í öllum verkum. Vilmundur var vinmargur og vinsæil og einlægur í öllum sam- skiptum sínum við fólk. Víst er um það, að um margt væri heimurinn betri ef fleiri væru slíkir sem hann. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt hann og Láru að vinum. Og Lára mín, nú á þessari stundu er hugur okkar hjá þér í raunum þínum. Guð blessi minningu hans og styrki þig og fjölskyldu þína. Guðmundur Guðmundsson, Ólöf Ingimundardóttir og fjölskylda. t Bróðirminn, ÓLAFUR MARKÚSSON, er látinn. Einar Markússon. t Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLGRÍMUR JÓNSSON, Melgerði 13, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. október kl. 15.00. Valgerður Bílddal, Berglind Hallgrímsdóttir, Brynjar Hailgrímsson, Ævar Hallgrímsson, Jón Gunnar Hallgrímsson, Guölaug Hallgrímsdóttir, Lovísa Hallgrímsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS KR. MAGNÚSSON, Blönduhlíö 25, sem lést í Landspitalanum 10. október verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 18. októberkl. 13.30. Guðrún Lovísa Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðirokkar, SIGURGEIR FALSSON, Ljósheimum 4, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju í dag fimmtudaginn 17. október kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameins- félagiö eöa Langholtskirkju njóta þess. Rósa Falsdóttir, Mildríöur Falsdóttir, Jakob Falsson og aðrir aöstandendur. Elliþúert ekkiþung Anda Guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Svo kvað Steingrímur Thor- steinsson um haustið, en Vilmund- ur Rögnvaldsson hreifst mjög af skáldskap Steingríms og fór oft með kvæði eftir hann. Villi, eins og hann var kallaður af sfnum ættingjum og vinum, var fæddur í Tungu norður í Fljótum í Skagafirði þann 29. ágúst 1906. Hann var sonur hjónanna Rögn- valds Rögnvaldssonar bónda og Guðlaugar Kristjánsdóttur. Villi er fjögurra ára er foreldrar hans flytja og hefja búskap á Kviabekk í Ólafsfirði og þar elst hann upp í stórum systkinahópi. Bjó Villi síðar í ólafsfirði þar til að hann flytur til Keflavíkur í byrjun sjötta áratugarins, en um það leyti hefjast okkar kynni við það að ég tengist fjölskyldu hans. Villi var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir ættuð frá Seyðisfirði. Guðbjörg lést eftir stutta sambúð. Þau eign- uðust einn son er var skírður Ragnar og lést hann í bernsku. Síðari kona Villa er Lára Guð- mundsdóttir, ættuð frá ólafsfirði. Þau eignuðust ein son, Sigurgísla Brynjar, og er hann búsettur í Keflavík og er kvæntur Kristfnu Torfadóttur. Lára hafði áður verið gift Gísla Vilhjálmssyni vélstjóra, ættuðum frá Eyrarbakka. Þau Lára og Gísli eignuðust tvær dættur, Sigríði Eygló og Pollý. Gísli var vélstjóri á mótorbát og drukknaði við Hnffsdal árið 1933. Lára og Villi giftust 1. maí 1937 og reyndist Villi stjúpdætrum sínum sannur faðir. Þau hjónin voru einkar samhent um allt er þau tóku sér fyrir hend- ur. Heimili þeirra bar vott um smekkvfsi og snyrtimennsku. Það er hlýlegt og fagurt og var ávalt notalegt að koma til þeirra og hefi ég ekki i annan stað komið þar sem tekið var á móti gestum af meiri höfðingsskap og rausn. Gestrisni þeirra var viðbrugðið og má segja að hún hafi stjórnast meira af vilja en mætti hin sfðari árin er heilsa þeirra beggja var tekin að bila. Villi og Lára fluttust frá ólafs- firði til Keflavíkur árið 1952 og starfaði Villi lengst af hjá Essó á Keflavíkurflugvelli. Þótti honum gott að starfa hjá því fyrirtæki og naut hann trausts og virðingar sinna yfirmanna og samstarfsmanna og veit ég að það var gagnkvæmt frá hans hálfu. Vilmundur var netagerðarmað- ur að mennt og meistari í þeirri iðn. Það hafa sagt mér menn að hér á árum áður þegar síldveiðar voru stundaðar af kappi fyrir Norðurlandi og bátar komu oft að landi með sprungnar sildarnætur eftir stór köst, eins og það var kallað, og mikið lá við að fá viðgert strax, þá hafi Villi notið sín best. Hann var hamhleypa til vinnu og gerði miklar kröfur til sjálfs sfn sem og annarra um vandvirkni og dugnað í starfi. Hann var eftir- sóttur af útgerðarfyrirtækjum til þess að annast uppsetningu neta og nóta og til viðgerða og þótti sérlega útsjónarsamur við þau verk. Hann var upphafsmaður að stofnun netagerðarverkstæðis í Keflavík en hafði áður rekið neta- gerðarverkstæði f ólafsfirði til margra ára. Það er til marks um dugnað og viljastyrk Villa að samhliða starfi sínu hjá Esso byggði hann þrjú íbúðarhús í Keflavík, auk þess vann hann mikla aukavinnu eins og gengur og gerist í sjávarpláss- um á vertíðum. Hann vann þá ýmist við iðn sína eða þá við fisk- flatningu en við það verk þótti hann sérlega afkastamikill og vandvirkur. Hann átti því oft langan vinnu- dag að baki er heim var komið. Tómstundirnar voru ekki marg- ar, en ef tími gafst hafði Villi + Útför mannsins míns, föður og stjúpfööur, VILMUNDAR STEFÁNS ROGNVALDSSONAR, Sólvallagötu 47, Keflavík, veröur gerö frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Lára Guömundsdóttir, Brynjar Vilmundarson, Sigriöur Eygló Gisladóttir, Pollý Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts HALLDÓRS JENS ÓSK ARSSONAR. Emma Holm, Helga J. Jensdóttir, Þórunn Hanna, Óskar Halldórsson Óskar Emil og systkin. + Einlægar þakkir fyrir samúö og vinarhug í minningu HELGA HELGASONAR, Hjallavegi 3, Ytri-Njarövík. Guö biessi ykkur öll. Margrót Kristjánsdóttir, Halldór Arason, Grétar Helgason, Valgeir Helgason, Sævar Helgason, Guöjón Helgason, Jón Helgason, Béra Helgadóttir, Jenný Jónsdóttir, Guörún Þorsteinsdóttir, Guðlaug Bergman, Ragnheiöur Skúladóttir, Sveinborg Danielsdóttir, Valdis Tómasdóttir og barnabörn. gaman af þvi að grípa í spil og var hann góður bridgemaður. Hann sagði mér að á sínum yngri árum norður á ólafsfirði hefði það komið fyrir að þeir spila- félagarnir hafi sest að spilum eftir kvöldmat og spilað af svo miklum ákafa að ekki var hætt fyrr en tími var kominn til þess að skifta um föt og fara til vinnu morguninn eftir. „Það var ekki sama með hvaða formerkjum reikningurinn stóð þegar upp var staðið," sagði Villi og hló. Villi var fróður um íslenska þjóðhætti og sögu landsins. Hann hafði gaman af lestri góðra bóka og gerði mikið af því þegar tími fór að gefast til þess hin síðari ár. Einkum las hann bækur um þjóð- legan fróðleik. Hann var svo hrif- inn af aldamótaskáldunum að hann kunni flest utanbókar eftir þá Hannes, Steingrím og Matthías. Einnig gat hann farið með flest eftir Davíð. Villi var ekkert að flíka þessu við aðra en er þetta spurðist út fyrir nokkru þá var hann tvívegis fenginn til þess að flytja nokkur ljóð á fundum Rot- ary- og Lionsmanna í Keflavík, þá hátt á áttræðisaldri. Þetta var um 20 mínútna flutningur í hvort skipti og ekki þurfti hann að styðj- ast við skrifað orð eða minnis- punkta. Þótti hann flytja þetta vel og skörulega og var vel þakkað af áheyrendum. Hafði hann sérstaka ánægju af þessu vegna þess að hann óttaðist að áhugi manna á þessum skáldskap færi dvínandi. Á síðari árum hafa þau hjón bæði átt við vanheilsu að stríða. Var til þess tekið hve Villi var nærgætinn og reyndist Láru vel i hennar erfiðu veikindum. Það var Villa erfitt að halda aftur af sér i starfi og athöfnum. Það var svo andstætt honum að geta ekki gengið að hverju verki með sama krafti og hann hafði tamið sér áður. Það fór því svo að áður en honum lærðist að fara sér hægar fékk hann að kenna á endurteknum áföllum. Hann reyndi að dylja þjáningar sínar fyrir öðrum og gekk sífellt nærri sér og lét ekki segjast. Það skiftast á gleði og sorg í lífi manna og vissulega fékki Villi að reyna sitt. Þrátt fyrir allt tel ég að hann hafi verið gæfumaður, að hann hafi lifað lífinu vel, verið hamingjusamur í sínu einkalífi og kvatt þetta líf sáttur við Guð og menn. Haustkvöld eftir Steingrím Thorsteinsson var honum hjart- fólgið ljóð. Það fer því vel að hér fylgi síðasta erindi þess: Fagra haust, þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum. Bleikralaufaláttubeð að legstað verða mínum. Nú að leiðarlokum kveðjum við fjölskyldan Vilmund Rögnvalds- son með þakklæti og virðingu. Trú- arvissa hans var að líf væri að þessu loknu og biðjum við honum blessunar Guðs á nýjum leiðum. Ykkur, Lára mín og Brynjar, sendum við okkar hjartans samúð- arkveðjur. Henning Á. Bjarnason Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmalis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, scm birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- staett með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekkj birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.