Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 Af alhug þakka ég þá virðingu og vinarþel sem svo margir sýndu mér í tilefni af 75 ára afmæli mínu þann 30. sept. sl. Guðs blessun fylgi ykkur. Jón G. Sólnes. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýju hjartaþeli, glöddu mig sunnudaginn 29. sept- ember síðastliðinn. Drottinn blessi ykkur. ÓlöfAnna Björnsdóttir, Bergþórugötu 25, Reykjavík. AMERÍSKIR SNJÚHJÓLBARÐAR I Einstaklega ódýrír hjólbaröar m/hvítum hringum. Flrestone snjóhjólbarðar: t STÆRÐIR: VERÐ KR.: 8 A 78x13 (165x13) 3.231.- f B 78x14 (165x14) 3.480.- C 78x14 (175x14) 3.699.- Sólaðir amerískir snjóhjói- barðar m/hvítum hrlngum. STÆRÐIR:_________VERÐ KR.: B 78x13 (165x13) 1.380.- D 78x14 (175x14) 1.620.- E 78x14 (185x14) 1.789.- HJÓLBARÐAVIÐGERÐ KÓPAVOGS SKEMMUVEGI 6, KÓPAVOGI SÍMI 75135 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestur þinn á fagur- bókmenntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi þá skaltu drífa þig á næsta hraölestrarnámskeið sem hefst miðvikudaginn 6. nóvember nk. Skráning á kvöldin kl. 20—22 í síma 16258. HRAÐLESTRARSKÓLINN Bladburóarfólk óskast! Austurbær Fiókagata 1—51 Leifsgata Ingólfsstræti Óöinsgata Barónstígur HSÍ semur við Adidas Handknattleikssamband Is- lands hefur fengiö tilboð frá íþróttavörufyrirtækinu Adidas sem hljóöar upp á um 5 milljónir íslenskra króna. Samningur þessi á aó vera til þriggja ára, frá 1. desember 1985 aö telja. Aö sögn Jóns Hjaltalín Magnús- sonar var rætt viö forráöamenn fyrirtækisins á síöasta ári, en þar var íslenska liöiö í 6. sæti. Styrkur þessi veröur fatnaöur, skór, töskur og boltar og síöan veröur ákveöin greiösla í peningum á hverju ári og ef vel gengur í heimsmeistara- keppninni og á Ólympiuleikum veröur greitt aukalega. Samningurinn á aö gilda til 1. desember 1988 og veröur samn- ingur undirritaöur mjög fljótlega. MíÍ Alex Walker, framkvæmdastjóri Cove Rangers (t.h.) á velli félagsins ásamt Jóni Gunnlaugssyni, íþróttafulltrúa á Akranesi sem var aó skoða aöstæöur á vellinum. „Viö Skagamenn gætum mikió læræt af þessu félagi, vió þurfum einmitt að skapa svona fjölskylduandrúmsloft í kringum liðiö okkar,“ sagói Jón. Merki ÍA hefur verió sett upp á bar félagsheimilis Cove Rangers. .rr- Félagsheimili Cove Rangers. Þarna eru billjaróboró og fleiri leikir til dægrastyttingar. COVE Rangers FC nefnist knatt- spyrnufélag í Aberdeen í Skot- landi. Þetta er lítið félag, skipaö leikmönnum, sem eru í knatt- spyrnunni af áhuga fyrst og fremst en ekki vegna pening- anna, sem eru af skornum skammti. í liói félagsins eru aðallega ungir upprennandi leikmenn og svo leikmenn sem hafa lokiö ferli sínum hjá at- vinnumannalióum, en vilja vera með í nokkur ár í viðbót. Cove Rangers FC lánaöi leik- mönnum ÍA völl sinn til æfinga fyrir Evrópuleikinn viö Aberdeen á dögunum. Undirritaöur blaöa- maöur kom þangaö I heimsókn og þar sem skipulag þessa félags er á þann hátt aö íslenzk félög gætu af lært, var Alex Walker, framkvæmdastjóri félagsins og þjálfari tekinn tali. „Cove Rangers teflir fram einu aöalliöi og þremur unglingaliö- um,“ sagöi Walker. „Ennfremur leggjum viö mikla áherslu á gott samband leikmanna og stuön- ingsmanna og höfum því opið hús öll kvöld og á eftirmiödögum á laugardögum. Félagar eru 650 aö tölu, flestir úr nágrenni vallarins. f félagsheimilinu er oftast margt um manninn, menn rabba saman, spila billjarö eöa á spil og stund- um erum viö meö happdrætti, bingó og aörar uppákomur. Bar- inn er opinn hér í félagsheimilinu og menn geta rabbaö saman yfir bjórglasi eöa sterkari drykkjum. Eftir leiki á laugardögum er troö- fullt hér í heimilinu, menn ræöa saman um leikinn og biöa eftir úrslitum úr öörum leikjum. Viö leggjum mikla áherslu á aö hafa fjölskyldu-stemmningu hérna og ég fullyröi hiklaust aö þaö hefur tekist vel,“ sagöi Walker enn- fremur. Áhorfendur aö leikjum liösins eru venjulega 4—500 talsins en á stórleiki koma mest um 1000 manns. Völlurinn tekur ekki fleiri áhorfendur meö góöu móti. En forráöamenn Cove Rangers eru ekkert bangnir. Þeir ætla aö fara aö stækka félagsheimiliö og áhorfendastæöin, svo fleiri geti veriö meö. „Þaö er okkar skoðun að knatt- spyrnan sé ekki bara leikurinn á vellinum, heldur ekki síður félags- skapurinn utan vallarins," sagöi Alex Walker aö lokum. íslenzk lið gætu mikið lært af Cove Rangers FC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.