Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 56
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra:
Háskólakennsla
' á Akureyri hefst
næsta haust
SVERRIR HERMANNSSON menntamálaráðherra, sem tók við starfí
menntamálaráðherra í gær, hefur tekið ákvörðun um að kennsla á háskóla-
stigi verði hafin á Akureyri þegar á næsta ári, eða haustið 1986. Þetta stað-
festi Sverrir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær.
„Ég tel það afar brýnt að
kennsla á háskólastigi hefjist á
Akureyri hið fyrsta, og ekki síðar
en haustið 1986," sagði mennta-
málaráðherra í samtali við Morg-
unblaðið í gær. Sagðist Sverrir nú
mundu snúa sér til Háskóla ls-
lands og byðja menn þar að undir-
búa málið. Aðspurður um hvaða
kennslugreinar hann hefði í huga
að kenndar yrðu á Akureyri, sagði
Sverrir „Það hef ég ekki gert upp
við mig, en ég tel það mikilvægt
fyrir þennan skólabæ Akureyri að
efnt verði þar til kennslu á há-
skólastigi. Mér er alveg ljóst að
verkmenntun í landinu þarf að
efla. Það er góður vísir að verk-
menntaskóla á Akureyri, en það
er misskilningur hjá mönnum að
halda það að þróun og efling
slíkrar skólastarfsemi gangi á
misvíxl við háskólanám, því grein-
arnar styðja hvor aðra. Það er
Fjögur dufl
á Ströndum
UNDANFARNA daga hafa Land-
helgisgæslunni borist tilkynningar
um 4 torkennileg dufl sem rekió
hefur á Ströndum.
í fyrradag var tilkynnt um
dufl í Munaðarnesi og Árnesi í
Trékyllisvík. Gylfi Geirsson
sprengisérfræðingur Landhelg-
isgæslunnar fór til að athuga
málið ásamt manni frá sprengi-
deild Varnarliðsins. í gær barst
síðan tilkynning um tvö dufl til
viðbótar, annað í Munaðarnesi
og hitt norður við Dranga.
mjög mikilvægt fyrir Akureyri að
fá svona kennslu í bæinn, því
þannig helst henni á sínu mennt-
aða fólki."
Menntamálaráðherra var spurð-
ur hvort fjármagn til slíkrar
kennslu á Akureyri væri fyrir
hendi: „Fjármagn til undirbúnings
þessa er til. Það þarf ekki að kosta
mikið fé að undirbúa málið. Að
sinni hef ég ekki gert annað upp
við mig en að ráðist verði í þennan
undirbúning, en auðvitað stefni ég
að því að kennsla á háskólastigi
hefjist eigi síðar en næsta haust á
Akureyri," sagði Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra.
Ráðherraskipti
Morgunblaftið/Árni Sjeberg
Á ríkisráösfundi á Bessastööum í gær staðfesti forseti fslands breytingu á skipan ráðhcrraembætta í ríkistjórn
fslands.
Eftir að fundinum lauk fór Þorsteinn Pálsson, nýskipaður fjármálaráöherra, í Arnarhvol, þar sem hann tók
við lyklum að ráðuneytinu úr hendi Alberts Guðmundssonar sem nú gegnir embætti iðnaðarráðherra. Sjá frétt
ábls.4.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra um skattlagningu sparifjár:
Rætt um skattlagningu
vaxta umfram verðbólgu
„VIÐ VERÐUM að endurmeta í
heild sinni tekjuöflunarkerfi ríkisins
og það er eitt af þeim verkefnum sem
ég mun ganga í nú á næstunni. Á
þessu stigi vil ég ekki segja neitt til
um með hvaða hætti það getur orð-
ið,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra er blaðamaður Morg-
unblaðsins spurði hann í gær, hvort
það kæmi að hans mati til greina
að sparifé landsmanna yrði skattlagt
sérstaklega.
f frétt Morgunblaðsins í gær var
greint frá því að Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
sagði að aflað hefði verið upplýs-
inga frá öðrum löndum um það
með hvaða hætti sparifé væri
skattlagt, og að alls staðar þar sem
stjórnvöld hefðu fengið upplýsing-
ar væri sparifé skattlagt.
Fjármaálráðherra sagðist þó
telja að mönnum hefði ekki dottið
í hug að skattleggja sparifé sér-
staklega, heldur hefði komið til
áiita að skattleggja raunverulegar
fjármagnstekjur, með sama hætti
og tekjur fyrir vinnu, en það væri
gert í flestum löndum. Sagðist ráð-
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiðæ
herra þar einvörðungu eiga við
þann hluta vaxta sem væru um-
fram verðbólgu.
„Sem betur fer, hefur sparnaður
verið að aukast," sagði Þorsteinn,
„og við þurfum að halda okkar
striki í því efni, þannig að það
geti orðið varanlegt ástand. Það
er ein af forsendum þess að við
vinnum okkur út úr erfiðleikunum.
Við munum ekki gera neinar þær
ráðstafanir, sem draga úr mögu-
leikum okkar á þvi að auka sparn-
að.“
Flugfreyjur krefjast 126,4%
launahækkunar að meðaltali
„Leggjum megináherslu á að fá vaktaálag,“ segir formaður samninganefndar Flugfreyjufélagsins
FLUGLEIÐIR meta kröfur Flugfreyjufélagsins um hækkun á launaliöum
sem 95,9% hækkun að meðaltali en 126,4% hækkun þegar búið er að meta
aðrar kröfur til launahækkana. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði
í Morgunblaðinu í gær að ef gengið yrði að þessum kröfur kostaði það
fyrirtækið 99 milljónir kr. á ári. Flugleiðir hafa boðið flugfreyjum 15,2%
launahækkun. Stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins hefur boðað
verkfall hjá Flugleiðum frá og með næstkomandi miðvikudegi, 23. október.
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndirnar til sáttafundar klukkan
14ídag.
Sigurður Helgason sagði að
Flugfreyjufélagið hefði uppi viða-
miklar kröfur um breytingar á
kjarasamningnum, bæði á upp-
byggingu hans og fjárhæðum.
Sagði hann að kröfur þeirra um
hækkanir á launum væri á bilinu
72,1 til 167,7%, en 95,9% að meðal-
tali. Ef aðrar kröfur þeirra væru
— metnar til launahækkana væri
kröfugerðin á bilinu 111,6 til
192,8%, en 126,4% að meðaltali.
Hér er eingöngu verið að tala um
launahækkanir til 1. janúar. Sig-
urður sagði að Flugleiðir hefðu
strax boðið starfsmönnum sinum
hliðstæðar hækkanir og samdist
um á milli VSÍ og ASÍ, og hefðu
náðst samningar við alla nema
flugfreyjur.
Erla Hatlemark, formaður
samninganefndar Flugfreyjufé-
lagsins, sagðist ekki geta lagt
neinn dóm á útreikninga Flug-
leiða, hún hefði engan aðgang að
gögnum þeirra. Hún sagði þó að
þær fengju ekki sömu útkomu út
úr útreikningum sínum. Hún sagði
að flugfreyjur legðu megináherslu
á það í kröfugerð sinni að fá
vaktaálag á laun sín utan venju-
legs dagvinnutíma eins og aðrar
stéttir í þjóðfélaginu. Sagði hún
það viðurkennt að yfir 60% af
vinnutima flugfreyja væri utan
venjulegs dagvinnutíma. Þess utan
færu þær fram á leiðréttingu mála
sinna á ýmsum öðrum sviðum.
Sigurður Helgason undraðist
það að Flugfreyjufélag íslands
hefði aðeins boðað verkfall hjá
Flugleiðum en ekki Arnarflugi.
Hann sagði mjög óvenjulegt að
stéttarfélag gerði þannig upp á
milli fyrirtækja. Erla svaraði því
til þegar hún var spurð um þetta
atriði að viðræður við Arnarflug
hefðu hafist miklu seinna en við
Flugleiðir af ýmsum ástæðum og
viðræður við þá væru komnar það
skammt áleiðis að ekki hefði þótt
rétt að boða verkfall hjá Arnar-
flugi.
Sigurður vonaðist til að ekki
kæmi til verkfalls því það myndi
hafa í för með sér mikil óþægindi
fyrir landsmenn og fjárhagstap
fyrir Flugleiði. Þá myndi það hafa
mikil áhrif á markaðsstarfsemi
félagsins erlendis og verkfalls-
boðunin ein sér hefði þar mjög
slæm áhrif. Sigurður sagði að fram
til 7. nóvember væru 40 þúsund
farþegar bókaðir hjá Flugleiðum.
Hólmadrangun
47 tonn
af rækju
FRYSTITOGARINN Hólma-
drangur frá Hólmavík kom í gær
inn til Hafnarfjarðar með um 47
lestir af frystri rækju að verðmæti
um 14 milljónir króna eftir 24
daga veiðiferð. Aflann fékk skip-
ið á Dohrnbanka. Skipstjóri á
Hólmadrangi er Hlöðver Har-
aldsson.
Þorsteinn Ingason, fram-
kvæmdastjóri Hólmadrangs hf.
sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að aflinn væri allur
frystur um borð og seldur til
Japan. Þetta væri einn stærsti
rækjutúr íslenzks skips til
þessa. Hann sagði rekstur
Hólmadrangs ganga mjög vel
og væri aflaverðmæti skipsins
frá áramótum orðið 115 til 120
milljónir króna. Það hefði því
nánast tekizt að standa í fullum
skilum við stofnfjársjóði, þrátt
fyrir spár um hið gagnstæða.