Morgunblaðið - 15.11.1985, Blaðsíða 48
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
AP/Símamynd
Ungfrú heimur, Hólmfríður Karlsdóttir, með veldissprotann og kórónuna
skömmu eftir krýninguna í gærkvöldi.
Hólmfríður Karlsdóttir
kjörin Ungfrú heimur:
„Ég á ekki til
orð, ég er svo
hamingjusöm“
„ÉG ER svo hamingjusöm að ég á
ekki til orð! Ég trúi þessu varla
og veit ekki almennilega hvort
þetta er vaka eða draumur,“ sagði
Hólmfríður Karlsdóttir, 22 ára
gömul fóstra úr Garðabæ, sem í
gærkvöldi var kosin og krýnd
Ungfrú heimur (Miss World) við
hátíðlega athöfn í Royal Albert
Hall í London, í samtali við frétta-
ritara Morgunblaðsins ytra eftir
krýninguna.
Foreldrar Hólmfríðar, Ásta
Hannesdóttir og Karl Guð-
mundsson, voru ekki síður ham-
ingjusöm þegar Morgunblaðs-
menn hittu þau í gærkvöldi. „Við
erum alveg í skýjunum," sagði
Karl. „Við vonum bara að þetta
verði stúlkunni til gæfu og að
hún verði landi og þjóð til sóma.“
Hólmfríður sagðist í samtali
við AP-fréttastofuna reikna með
að hætta á dagheimilinu, þar sem
hún vinnur, því næsta árið verð-
ur hún á ferð og flugi um allan
heim við að sinna „embættis-
skyldu“ sinni - sem ljósmynda-
fyrirsæta og við kynningu á ýms-
um hlutum og fyrirtækjum. „Ég
vona bara að krakkarnir sakni
mín,“ bætti hún við á góðri
ensku, að sögn AP-fréttastofunn-
ar. „Eg mun gera mitt besta -
mér finnst afskaplega gaman að
ferðast og ekki síst vonast ég til
að geta komist í hlýrra loftslag
en ég á að venjast."
Fóstran úr Garðabæ var ekki
aðeins valin fegursta stúlka
heims - hún var einnig kjörin
fegurðardrottning Evrópu í úr-
slitakeppninni í London í gær-
kvöld. Hún brosti sínu breiðasta
þegar úrslitin voru tilkynnt fyrir
fullu húsi - og fyrir framan sjón-
varpsmyndavélar, sem færðu
keppnina inn á heimili hálfs
milljarðs manna víðsvegar um
heiminn. í öðru sæti í keppninni
varð breska stúlkan Mandy
Adele Shires, 19 ára ljósmynda-
fyrirsæta, og í þriðja sæti 22 ára
gömul háskólastúdína frá
Bandaríkjunum, Brenda Denton.
í verðlaun fékk Hólmfríður
fimm þúsund sterlingspund,
jafnvirði um 290 þúsund ís-
lenskra króna, og henni eru
tryggð að minnsta kosti 25 þús-
und pund (tæplega hálf önnur
milljón ísl. króna) fyrir fyrir-
sætu- og kynningarstörf á næstu
tólf mánuðum.
Keppnin verður sýnd í heild í
íslenska sjónvarpinu strax eftir
fréttir i kvöld.
Sjá nánar á bls. 2.
Matthías Bjarnason um Útvegsbankann og Hafskip:
Ekki ljóst hve miklum
"peningum bankinn tapar
Vantar mikið á að tryggingar bankans nægi fyrir
heildarskuldbindingum Hafskips gagnvart bankanum
SEÐLABANKINN fékk í júní sl. upplýsingar um stöðu Hafskips gagnvart
Útvegsbankanum, þar sem fram kom að nokkuð vantaði á að tryggingar
bankans nægðu fyrir heildarskuldbindingum Hafskips gagnvart bankanum.
Þetta kom m.a. fram í svari Matthíasar Bjarnasonar viðskipta- og bankaráð-
g^gþerra í Sameinuðu þingi í gær, við fyrirspurn Jóns Baldvins Hannibalssonar
um skuldastöðu Hafskips gagnvart Útvegsbankanum og um það hvernig
bankayfirvöld hefðu sinnt eftirlitsskyldu sinni í þessu máli. Jafnframt kom
fram í máli ráðherra að skýrsla frá því í októbermánuði sl. sýndi fram á
að til enn frekari rýrnunar hefði komið á tryggingum Hafskips gagnvart
Útvegsbankanum. Ráðherrann sagði að Seðlabankinn hefði fylgst náið með
framvindu þessa máls, samningaviðræðum og fleiru.
Bankaráðherra sagði að á þessu
stigi væri ekki hægt að segja til
iim hversu miklu fé Útvegsbank-
inn tapaði vegna viðskipta við
Hafskip. Það færi eftir því hvort
fyrirtækið yrði tekið til gjald-
þrotaskipta eða ekki. Jón Baldvin
hafði áður látið að því liggja að
skuldir Hafskips við Útvegsban-
kann væru nú um 700 milljónir
króna.
Jóhanna Sigurðardóttir benti á
að í nágrannalöndunum vkru regl-
ur í gildi sem bönnuðu að einu
fyrirtæki væri lánað meira en
næmi ákveðinni upphæð af bók-
færðu fé viðkomandi banka. Sagð-
ist hún hafa lagt til, þegar ný
bankalög voru samþykkt á Alþingi
sl. vor að slíkt ákvæði væri tekið
inn, en því hefði verið hafnað.
Valdimar Indriðason, formaður
bankaráðs Útvegsbankans rakti
nokkrar ástæður fyrir erfiðleikum
Hafskips. Hann sagði að bankaráð
Útvegsbankans hefði sl. vor gert
kröfu um hlutafjáraukningu Haf-
skips, upp á 80 milljónir króna.
Hlutaféð hefði verið aukið, en það
ekki nægt til.
Ræðumenn véku að því að upp-
lýsa þyrfti sérstaklega um við-
skipti Hafskips og Útvegsbankans
frá 1981 fram á mitt ár 1983, þegar
Albert Guðmundsson gegndi
stjórnarformennsku í báðum fyr-
irtækjunum. Albert sagði í ræðu
sinni: „Var það hluti af stórum
glæp að ég tók að mér að gegna
því starfi sem Alþingi kaus mig
til?“ Albert sagði að nauðsynlegt
væri að rannsaka þetta mál til
hlítar, til þess að fram kæmi hvort
þær fullyrðingar sem beindust
gegn honum, ættu við rök að stjðj-
ast.
Sjá nánar frásögn af Al-
þingi á bls. 4.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglumaður á leið um borð í
Viðey með sérþjálfaðan hund til leit-
ar á eiturlyfjum.
Amfetamín
fannst um
borð í Viðey
Einn skipverja
gengst við 40
grömmum af
amfetamíni
TOLLVERÐIR og lögreglumenn
fíkniefnadeildarinnar fundu í gær
40 grömm af amfetamíni falið um
borð í togaranum Viðey í Reykjavík-
urhöfn. Einn skipverja hefur gengist
við amfetamíninu, sem hann kveðst
hafa ætlað til eigin nota. Honum var
sleppt úr haldi í gær, þar sem málið
er talið upplýst og fleiri komi ekki
við sögu.
Amfetamínið í Viðey tengist
ekki smygli í Karlsefni og Breka
á dögunum, en hins vegar leiddi
rannsókn þeirra mála lögreglu á
slóð fíkniefnasmyglarans í Viðey.
Maðurinn hefur áður komið við
sögu fíkniefnamála hér á landi.
Amfetamínið í Viðey fannst í
þvottaherbergi uppundir lofti.
Umfangsmikil leit fór fram um
borð í togaranum. Tollverðir og
lögreglumenn leituðu dyrum og
dyngjum og notuðu hasshunda.
Togarinn Viðey var í söluferð til
Þýzkalands. Amfetamínið var
keypt þar ytra, en söluverð þess á
markaði hér á landi er talið vera
um ein milljón króna.
Á miðvikudag lagði fíkniefna-
deildin hald á 70 grömm af hassi.
Lögreglan hafði fylgst með manni,
sem grunaður er um fíkniefnamis-
ferli, og var hann handtekinn og
fannst hassið. Manninum hefur
verið sleppt úr haldi.
Leitað var nákvæmlega um borð f
skipinu og oft við erfiðar aðstæður.