Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 25
Verdi ásamt óperunni og haldið ánægður á braut. Hann varð því miður frá að hverfa er Anne-Maria Mutter kom fram með sinfóníunni, því Háskólabíó var troðfullt. Segi svo einhver að ekki sé áhugi á klassískri tónlist! „Ég fór líka á stórkostlega myndlistarsýningu um daginn. Ég þekkti ekki Kjarval fyrir, en hann er stórkostlegur málari!" Tónlistarstörfin hafa borið Barbacini víða um heim. Hann hefur starfað í Sviss, Þýskalandi og mikið í Suður-Ameríku auk heimalands sins, Ítalíu. „Jú, það fylgir böggull skamm- rifi, því þótt það sé yndislegt oft að ferðast, er maður langtímum saman fjarri fjölskyldunni. Ég er kvæntur söngkonu og starfa okkar vegna sjáumst við nánast aldrei! Ég var t.d. í fimmtíu daga að störf- um við Grímudansleik áður en hlé var gert. Ég á litla sex ára dóttur sem ég dái og það er erfitt að vera svo lengi í burtu frá henni." Héðan heldur Barbacini til Tór- ínó þar sem hann setur upp nýja ítalska óperu eftir Luigi Della Piccolla. Sveitungi Verdis Það ætti ekki að koma neinum á óvart hvaða óperuhöfundur er í mestum metum hjá Barbacini. „Verdi. Ekki aðeins vegna þess að hann er einn sá albesti eins og alkunna er, heldur og að við erum sveitungar. Mér finnst óperur Verdis standa mér nær en ella vegna þess að oft hafa heimaslóð- irnar haft mikil áhrif á hann. En auðvitað held ég mikið upp á alla snillinga ítalskrar óperu." — Telurðu að þjóðareinkenni endurspeglist í óperuhefð hvers lands? „Já, vissulega. Og ég held að Þjóðverjar hafi til dæmis sérstaka tilfinningu fyrir óperum Wagners, Austurríkismenn fyrir óperum Mozarts, Italir fyrir óperum Verd- is og svo framvegis. Ég held að það sé ávallt erfiðara að endur- skapa listaverk sem sprottið er úr öðrum jarðvegi en manns eigin. Og það var meðal annars þess vegna sem efasemdir sóttu á mig um hvort það væri mögulegt að gera Verdi góð skil á ísiandi. ís- lendingar eru sannarlega af öðru sauðahúsi en ítalir og margt ólíkt í fari þeirra. En ég komst að því að íslendingar og ítalir væru ef til vill ekki eins ólíkir og ætla mætti. Þrátt fyrir þá gjá sem tungumálaerfiðleikar mynda komst ég að raun um að hugsunar- hátturinn er ekki ólíkur. Maður kemur merkingu sinni til skila og leggur sömu merkingu í marga hluti en það get ég ekki sagt um samskipti mín við allar aðrar þjóð- ir.“ Domingo og Pavarotti eru farnir að eldast... — Telurðu að sýningin hafi þró- ast og batnað með tímanum? „Já, vafalaust hefur hún gert það. Menn eru alltaf taugaóstyrkir á frumsýningu en það hverfur smám saman. Og með hverri sýn- ijigu kynnast listamennirnir betur, og finna eitt og annað sem fer þetur. En svo er annað, að sýningin er misgóð. Margir hljóðfæraleikar- ar og söngvarar eru að vinna að öðru, og koma oft dauðþreyttir á sýningu um kvöldið. Því miður er ekkert við því að gera en sýningin verður ekki jafngóð og ella. Menn skortir einbeitingu og leika ekki eins vel þegar þeir eru þreyttir." — Það líður að lokum viðtalsins. Barbacini segist vona að hann eigi þess kost að vinna að öðrum spenn- andi verkefnum með Kristjáni Jó- hannssyni þegar sýningum á Grímudansleik ljúki. „Kristján er sérlega geðugur maður. Hann hefur frábæra rödd og möguleikar hans eru gríðarlega miklir. Hann hefur þegar sungið hjá mörgum helstu óperum heims, og margt áhugavert framundan. Og nú eru stjörnur eins og Pava- rotti og Placido Domingo farnir að eldast. Kristján gæti hagnast á því.“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 25 Nokkrar fínar ferðatillögur fyrir þig SKIÐAPARADISIN MAYRHOFEN Beint flug til Salzburg í Austurríki. Boðiö upp á 5 hótel i mismunandi veröflokkum. Mayrhofen býður upp á frábærar brekkur, ölstofur, fína veit- ingastaði og diskótek. Eins og tveggja vikna ferðir. Verd fró kr. 21.758.- (2 vikur). 0 Skemmtilegar skoðunarferðir — sleðaferð — dagsferð til Ítalíu o.fl. Far- arstjórinn vinsæli Rudi Knapp verður á staðnum. Fáðu bæklinga og nánari upplýs- ingar um ferðatilhögun hjá okkur. ARAMOTAFERÐ TIL AMSTERDAM Áramótaferð með Ferðamiðstöðinni er eitt af því sem ekki er hægt að lýsa, þú verður að upplifa það. Farið verður frá Keflavík 28. desem- ber og dvalið á hinu frábæra hóteli Pulitzer. Á gamlárskvöld verður áramóta- fagnaður á hinum einstaka skemmti- stað Lido, þar sem boðið verður upp á kalt borð, drykki, desert, dans og skemmtiatriði með heimsþekktum dönsurum og skemmtikröftum. Allir drykkir án endurgjalds, að undan- skildu kampavíni. Á nýársdag er svo „Brunch" (sam- bland af morgunverði og hádegis- verði) á hótel Pulitzer. Flogið verður heim frá Amsterdam 2. janúar. Amsterdam hefur upp á margt að bjóða, þar er gott og gaman að versla og alltaf líf og fjör — sem sagt ógleymanleg áramótaferd. Verð á mann í tvíbýli Kr. 15.645.- — aukagjald f. einbýli — 3.800.- Innifalið: Flug, gisting i 5 nætur, ferðir til og frá flugvelli að hóteli, áramótafagnður og Brunch. /L/ .M//' 4V ARAMOTAFERÐ TIL KAUPMHAFNAR 30. DESEMBER 1985 Endurtökum nú hina frábæru ára- mótaferð til Kaupmannahafnar. Gist verður á SAS ROYAL hóteli, sem er fyrsta flokks hótel í miðbæ Kaup- mannahafnar. Innifalið í verð er flug, akstur til og frá flugvelli að hóteli, og gisting á SAS ROYAL. Á gamlárskvöld verður áramótafagn- aður á hótelinu: MATSEÐILL Fordrykkur: Kampavínskokteill Forréttur: Consommé Madrilene Kjúklingaseyði Aðalréttur Saumon fumé á chaud et epinards en branch Heimareyktur lax með spínati Eftirréttur: Grand Marnier soufflé Eftir miðnætti verður boðið upp hlað- borð með blönduðu dönsku áleggi. Boðið verður upp á frönsk vín, kaffi og koníak með og eftir mat. Verð á mann: IKR. 2.990.- (DKK. 598) Kvintett Ernst Herdorff leikur. -Sannkölluð áramótastemmning- 6NT Má-Su 4NT Ma-Fö kr. 19.250 kr. 16.395 Verð á mann í tvíbýll — aukagj. v/einb. kr. 5.808 kr. 3.872 Verð miðað við skráð gengi þann 10/10/85. a Ji rs FLJUGIÐ TILKANARI Þriggja vikna ferðir til KAN ARÍ í allan ^ vetur. Beint flug eða með viðkomu í Amsterdam. fbúðir eða hótel. Verð frá kr. 29.343.- (3 vikur). SIGLING TIL KANARI 14 DAGA FERÐ MEÐ M/S BLACK PRINCE Skipafélagið FRED OLSEN LINES býð- ur þægilega 14 daga siglingu með hinu glæsilega 300 farþega skemmti- ferðaskipi frá Rotterdam til Madeira, Las Palmas, Tenerife, Lanzarote, Madeira, Tilbury/London, Rotterdam. Verð frá kr. 71.900.- 2 í klefa, 53.000,- 3 í klefa, 48.950.- 4 í klefa. Innifalið í verðinu er flug til og frá Amsterdam, ferð með m/s PRINCE með fullu fæði. Brottför: 9. og 23. janúar — 6. og 20. febrúar — 6. og 20. mars — 3. og 17. apríl. jOL 0G ARAMOT I LONDON JÓLAFERÐ TIL LONDON 23. des. til 27. des. 1985. Fimm daga ferð. Njótið jólanna í London á fyrsta flokks hóteli við Oxford Circus, ST. GEORGES. Verð í tvíbýli kr. 22.470. Innifalið í verðinu er: Flug og gisting með enskum morgunverði. Á að- fangadagskvöld verður framreiddur fimm rétta kvöldverður með for- drykk. Á jóladag fimm rétta hádegis- verður við píanóundirleik. Sannkölluð jólastemmning. Verð í tvíbýli kr. 22.470. ÁRAMÓTAFERÐ TIL LONDON 30. des. 1985 til 3. jan. '86. Fagnið nýja ár- inu í London í góðu yfirlæti á ST. GEORGES hótelinu við Oxford Circus. Innifalið ■ verði er: Flug og gisting með enskum morgunverði. Á gamla- árskvöld verður borðaður fimm rétta kvöldverður við kertaljós og hljómlist, síðan dansað. Á nýársdag, hádegis- verður í frábærum veitingasal St. Georges hótelsins. Sérstök áramótastemmning. Verð í tvíbýli kr. 21.950. m [^FEROA.. IMU MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 a vNtívre is-s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.