Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
„Aðeins fjórðungur telur að
stjórnmálamenn segi yfirleitt
sannleikann, stóð með stórri
fyrirsögn í blaðinu nýlega. Og
næstu daga mátti greina aðskilj-
anleg viðbrögð við þessari merku
niðurstöðu í skoðanakönnun,
undrun með obbolitlu hneykslun-
arívafi, jafnvel ekki laust við
ásökunarkeim í garð stjórn-
málamanna. Eins og þetta væri
þeim að kenna. Hefur þjóðin
svosem nokkurn tima látið þá
vita að hún ætlaðist til þess að
þeir segi alltaf satt? Hefur ís-
lenskur stjórnmálamaður nokk-
urn tíma verið látinn gjalda þess
að hann segði ósatt? Er það ekki
á þann veg sem stjórnmálamenn
eiga að fá að vita til hvers er af
þeim ætlast - að landsmenn veiti
þeim aðhald, eða hvað? Eru það
ekki leikreglurnar?
Mætti kannski draga fram úr
reynsluheiminum - eins og það
heitir í munni nútímakvenna -
persónulega reynslusögu, sem
reyndar vill ekki halda sig áfram
í sínu heilahólfi meðan þessi
umræða gárar sinnið. Þingmaður
og ráðherra skrökvaði nefnilega
uppá mig - á prenti. Sagði að ég
hefði skrifað frétt sem honum
líkaði ekki undir stórri fyrirsögn
á baksíðu Morgunblaðsins og það
hefði ég ekki átt að gera af því
ég ætti sæti í stjórn viðkomandi
stofnunar, hefði framið trúnað-
arbrot, eins og hann kallaði það.
Ritstjórar létu vitanlega fylgja
athugasemd um að þarna hefði
ég ekki verið að verki, enda heim-
ildarmanns getið i fréttinni. Þeir
vita nefnilega hver skrifar hvað
í blaðið og hvaðan heimildir eru
komnar. Ekki samt laust við að
maður yrði dulítið hvumsa. Ekki
af því að skrökvað væri uppá
mann án þess að leitað væri
heimilda. Enda það mál afgreitt
fyrir þá sem vildu vita. Nei, nei,
heldur af viðbrögðum þeirra sem
yfirleitt höfðu tekið eftir þessu.
Sögðu bara rétt sí svona þegar
maður rakst á þá á förnum vegi:
Hvað kom fyrir ráðherrann, var
hann fullur? Eða var þetta bara
skapofsi? Eða þá: Þú tekur nú
ekki svona alvarlega! Ekki vottur
af hneykslun. Bara alveg sjálf-
sagt. Enda fylgir ekki með í
könnuninni fyrrnefndu hvort %
þjóðarinnar finnst það ljóður á
ráði stjórnmálamanna að segja
ekki satt. Væri fróðlegt rann-
sóknarefni.
Ekki fylgir heldur í könnun-
inni hvort þarna er um heilsann-
leika eða hálfsannleika að ræða.
Alkunnur þessi hálfsannleiki,
sem iðulega er veifað og reynast
oft réttur. Hinn helmingurinn
verður þá útundan og alveg
vanræktur. En þótt menn semji
við stjórnmálamennina um að
þeir láti sér hálfsannleika nægja
í viðskiptum við þjóðina, þá leik-
ur nokkur vafi á að tveir hálfir
„sannleikar" geti nokkurn tíma
orðið að einum heilum sannleika.
Svo liggur ekkert fyrir um það
að álit þjóðarinnar á sannsögli
stjórnmálamanna sé sannleikur,
hálfur eða heill. Málið er því
flóknara en það virðist í fyrstu.
Aðrar þjóðir, a.m.k. sumar,
sýnast þó hafa alveg á hreinu
að þær ætlist til þess að stjórn-
málamenn þeirra segi þeim
sannleikann og ekkert nema
sannleikann. Skemmst að
minnast þess að aumingja Kjell
Olesen, fyrrum utanríkisráð-
herra Dana og varaformaður
danska Jafnaðarmannaflokks-
ins, taldi sig knúinn til að draga
sig í hlé úr pólitíkinni þegar hann
var staðinn að því að hafa logið.
Og það þótt hann væri í góðri
trú, upplýst að logið var að hon-
um. Og var ekki franska ráð-
herranum Hernu vikið úr stjórn-
inni þar í landi um daginn þegar
ekki var lengur stætt á því að
ljúga frönsku leyniþjónustuna út
úr því að hún hefði látið sökkva
skipi grænfriðunga, jafnvel þótt
ráðherra þeirra mála neitaði að
hafa vitað um fyrirætlunina,
hann hefði verið plataður. Hann
var ábyrgur og talinn vera að
ljúga og burt með hann. Fleiri
dæmi mætti tina til úr ýmsum
löndum þótt þessi séu nýjust og
mest áberandi. En það hlýtur að
vera mikill munur fyrir einn ráð-
herra og stjórnmálamenn yfir-
leitt að hafa á hreinu hvort og
hve mikið þeir mega skrökva.
Það er þjóðarinnar að segja til
um það og láta þá hafa það alveg
á hreinu, ekki satt? Kannski er
lygasiðgæðið bara mismunandi
eftir þjóðum?
Eins og er verða þessir sem
standa á æðsta leiksviðinu fram-
an í áhorfendum úti í þjóðfélag-
inu bara að svara eins og breski
leikritahöfundurinn og leikarinn
Noel Coward. Hann hneigði sig
á sviðinu eftir frumsýningu á
leikriti, en lófaklappið var
dræmt. í þögninni heyrðist rödd
framan úr salnum: „Við áttum
von á einhverju betra." Og hann
kallaði á móti til áheyrenda
sinna: „Ég átti líka von á ein-
hverju betra!"
í umræðu í útvarpi í vikunni
um þetta mál skýrði þingmaður
ofangreinda niðurstöðu í skoð-
anakönnuninni m.a. á þá leið að
sannleikurinn væri kannski ekki
alltaf afmarkaður og klár.
Ummæli stjórnmálamanns
þættu einum sönn og rétt og
öðrum röng og alls ekki sannleik-
anum samkvæm. Mikið rétt!
Kemur af einhverjum orsökum
fram úr hugafylgsnum sagan
hans Jónasar Hallgrímssonar
skálds, Klauflaxinn, kennslubók
í því hvernig orðsnjall maður
getur bjargað sér á því að gefa
hlutunum mismunandi nöfn.
Hún hljóðar svo:
„Sjö sinnum sjö eru 49,“ sagði
Hallur í Skollafit; „það er föstu-
tíminn og þá má enginn nefna
kjöt; - varaðu þig, maður, á að
syndga!"
Ég hefi komið að honum í
tunglsljósi, þar sem hann sat á
eldhúsglugga og seildist inn á
rárnar, og talaði við sjálfan sig
í hálfum hljóðum. - Hann sagðist
liggja á dorg og vera að veiða
og hélt það væri hverjum manni
heimilt. - Og þegar hann kom á
þingið og sýslumaðurinn sagði
hann hefði stolið, þá bar hann
ekki á móti þvi, nema hvað hann
neitaði það hefði verið kjöt. „Ég
hefi tekið klauflax," sagði þjófur-
inn, „og býst við að verða hýddur,
en það er bezt að bera sig karl-
mannlega!“ Það bar ekki heldur
á honum, að hann væri sérlega
daufur. En þegar honum var
lesin upp þingbókin og hann
heyrði þar stóð „fimm fjórðungar
af kjöti“, þá fór hann að gráta
og sagði við dómarann: „Krofið
var fimm fjórðungar; en hitt
voru ekki min orð; skrifið þér
heldur 6 fjórðunga og setjið þér
klauflax.“
En svo er til fólk sem á í mestu
erfiðleikum með að víkja agnar-
ögn frá sannleikanum, þótt bráð-
nauðsynlegt sé. Og það mann-
eskja sem alla ævi hefur verið
innan um stjórnmálamenn og í
miðjum stjórnmálastraumnum,
eins og lesa má í viðtali við Völu
Thoroddsen í Vikunni. Það er
blátt áfram fallegt þegar þessi
ærlega kona svarar spurningu
blaðamannsins: „Það er rétt, ég
á ákaflega erfitt með að segja
að einhver sem er heima sé ekki
heima. En stundum varð ég að
gera það til þess hreinlega að
Gunnar fengi starfsfrið... En
ég, jú, jú, ég sagði stundum að
Gunnar væri ekki við, en ég gat
aldrei sagt að hann væri ekki
heima.“
/
Bjartmar Guölaugsson sló í
gegn í fyrra meö laginu um
Sumarliöa o.fl. topplögum.
Nú sendir Bjartmar frá sér
aöra hljómplötu,
VENJULEGUR MAÐUR, þar
sem Bjartmar sýnir aö hann
er í hópi betri textahöfunda
landsins.
Stúdentshúfan meö Bjartmari
og Pétri Kristjáns, Hrúturinn,
UNGFRÚ ÍSLAND og sjö
önnur topplög á vandaöri
plötu.
ÞÚÆTTIRAÐ FÁ ÞÉR
EiNTAK OG GEFA EINNIG
VINUM
í
Útg. Útgáfufélagið NÚ
Dreifing STEINAR hf.