Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 44

Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 ÍSLENSK SAMHEITAORÐABÓK AD KOMA ÚT: „Á erindi til allra sem hafa áhuga á íslensku máli“ — segir Svavar Sigmundsson höfundur bókarinnar ÍSLENSK samheiUorðabók er vaentanleg á markaðinn innan skamms, hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það er Styrktarsjóður Þórbergs Þórðar- sonar og Margrétar Jónsdóttur sem gefur hiókina út, en þessi sjóður var stofnaður af þeim hjónum og gefinn Háskóla íslands sem tók við honum 1. janúar 1971. Svavar Sigmundsson, dósent í íslensku við Háskólann, hefur frá árinu 1974 haft veg og vanda af samningu bókarinnar, en það var ekki fyrr en þá sem ákvörðun var tekin um úthlutun úr sjóðnum. stofnskrá sjóðsins segir að Itilgangurinn með honum sé að styrkja samningu og útgáfu íslenskrar sam- heitaorðabókar, rímorða- bókar og stílfræði. Höfuðstóllinn var þrjár íbúðir í Reykjavík að verðmæti 3,5 milljónir króna þegar sjóðurinn var stofnaður. Skipuð var þriggja manna stjórn sjóðsins og eiga sæti í henni hverju sinni orðabókarstjóri, rektor eða full- trúi hans og fulltrúi heimspeki- deildar sem frá upphafi hefur verið Bjarni Guðnason. „Þetta fór svo fremur seint af stað. Ég tók verkið að mér árið 1974 og var þá með það sem hlutastarf samhliða sendikennarastöðu í íslenskum fræðum við Kaupmannahafnar- háskóla. Þar hóf ég efnissöfnunina og lauk henni svo um áramótin ’79-’80, eða um sama leyti og ég hætti kennslunni og sneri heim,“ segir Svavar Sigmundsson um aðdraganda og upphaf starfsins við gerð samheitaorðabókarinnar. Hann segir að fyrst hafi verið unnið að undirbúningi samheita- orðabókar á árunum upp úr 1940, og hafi Björn Sigfússon, síðar há- skólabókavörður, átt frumkvæði að því. Atvikin höguðu því þó þannig að hann hvarf frá því verki vegna annarra starfa árið 1943, en Árni Kristjánsson cand. mag. hélt undirbúningnum áfram. Bjarni Vilhjálmsson tók síðan við, en af ýmsum ástæðum féll verkið niður upp úr 1950. og nú er. Þetta var algjör frum- vinna - og unnið á seðla eftir gamla laginu. Eg kom svo heim með seðlasafnið 1980 og byrjaði þá að vinna úr og ganga frá seðlunum. Ég var að því í tvö ár í fullu starfi, en eftir áramótin ’82-’83 var svo byrjað að slá safnið inn á tölvu og var það feikileg hagræðing. Tölvuvinnslan var gerð á vegum Baldurs Jónssonar þar sem Magnús Gíslason á Reiknistofnun Háskól- ans sá um forritun. Með þessu móti var hægt að slá inn allar samheita- greinar og tölvan sá um millivísan- ir. Tölvuvinnslan hefur gert alla endurskoðun á bókinni héðan í frá miklu auðveldari viðfangs." Svavar segir að margir hafi spurt sig hvort Þórbergur hafi skilið eftir sig eitthvert safn samheita. „Það er ekki teljandi. Hann safn- aði miklu af orðum úr alþýðumáli og sýndi málinu alltaf mikinn áhuga, en svo virðist sem hann hafi ekki safnað samheitum sér- staklega. Ég hef ekki fundið í rit- stórbær —* borg. stóreflis stór sbr. mikill. stórefnamaður. stóreignamaður -♦ auðjarl. stóreignir ft —» auðœfi. stóreygður, stóreygur glámeygður. stórfeginn bráðfeginn. stórfelldinn —♦ dramblátur\ —♦ geysistór. stórfelldur —♦ mikill, sterkur 2; —♦ grófur, —♦ mikilfenglegur\ harðleikinn, ójafnaðarfullur; —♦ dramblátur. Andh: smáfelidur. stórfenginn —> mikilfenglegur\ —♦ ríkulegur. stórfenglegur, stórfengur —♦ mikilfenglegur. stórfiskaleikur hvalfiskaleikur, kaparaleikur sbr. borgarleikur; —♦ höfrungahlaup. stórfiskur —♦ golþorskur\ —♦ hvalur\ —♦ stórlax. stórfjara stórstraumsfjara. stórflón erkiflón, heimskingi. stórflæður kv —♦ háflceði. stórframkvæmdir ft —> stórræði. stórfrægur —♦ víðfrægur. stórgallaður lýtamikill, ómögulegur. stórgeðja 1 ób —♦ stórlyndur\ —> geðríkur. stórgerður flassalegur, groddalegur, grófur\ —> mikilfenglegur\ —♦ stórbeinóttur\ —> stoltur. stórgígja —> kontrabassi. stórgjöfull —♦ gjafmildur, örlátur. stórgripabein ft hnútur, hraun, +skrunkur, +skröltur. stórgrýti björg, klettar, urð. stórheppinn —♦ Ijónheppinn. stórhissa —♦ forviða. stórhlið kv langhlið. stórhrið fjármannahríð sbr. blindöskubylur. stórhuga 1 ób áhugamikill, áhugasamur, rík- lundaður, stórlyndur, stórmannlegur, stór- tækur. stórhýsi —> höll. stórhöfðingi —> burgeis, höfðingi, valdsmaður. stóriðja, stóriðnaður þungaiðnaður. \ Stórkarlahlátur —> hrossahlátur. stórkarlalegur —> grófur, klunnalegur, stór- skorinn. stórkaup ft —♦ heildsala. stórkaupmaður —♦ heildsali. stórkona —♦ tröllkerling. stórkostlegur fárlegur, gífurlegur, grófur, hremmilegur, stórlegur; —> forkostulegur mikilfenglegur. stórlax burgeis, dólpungur, höfðing/ paur, stórfiskur, valdsmaður sbr maður. stórlátur —> dramblátur, stoltur\ sk' tækur; -♦ gjafmildur\ —> heimtuj stórlega —> mjög. stórlegur —> stórkostlegur. stórleitur grófgerður, mikilleitur, stórskorinn. Stórlygari —♦ haugalygari. stórlygi —> haugalygi. stórlyndi —♦ bráðlyndi\ —> höfðingsbragur. stórlyndur bráðlyndur, geðríkur, ofsafenginn, stórbrotinn, stórgeðja, stórhuga, stórrita- samur. stórlæti —> dramb, mont\ —♦ örlæti\ —> heimtu- frekja. stórmannlegur -♦ höfðinglegur, rausnarlegur, stórhuga, örlátur. stórmeiðsli ft lemstur, slys. stórmenni —> göfugmenni, mikilmenni\ —> fyrir- fólk, höfðingjar. stórmennska —> dramb, mikillæti, mikil- mennska, —> göfgi', rausn, skörungsskapur. stórmerki ft —♦ jarteikn. stórmerkur gagnmerkur. stórmikill —> ógnarlegur. stórmæli ft —> stóryrði. stórnetla notrugras sbr. brenninetla. stórorður hvassyrtur, +kofurmá!ugur, +köpur- máll, stóryrtur, þungorður, þungyrtur; skömmóttur, tannhvass\ vera s. taka upp í sig. stórráður —> ráðríkur. stórrigning —> slagveður. stórritasamur —> fyrirferðarmikili, —> stór- lyndur. stórríkur —> vellauðugur. stórræðamaður —> framkvæmdamaður. stórræði ft stórframkvæmdir, stórverk; —♦ afrek. stórsala —> heildsala. Andh; smásala. stórsild hæringssíld sbr. sfld. stórslá. s á e-m vera meiddur; s. eftir e-u otsjór, hafrót, haugasjór, pjór, stórvelta, stórveltu- jubrim, öldurót. a gerskemma, gerspilla, ostulegur. 'fur\ hrikalegur, mikilfeng- , mikilúðugur, stórbeinótt- , stórleitur. Andh: smáfelld- Sýnishorn úr bókinni. Svavar Sigmundsson „Ég vann þetta þannig að ég fór í gegnum Orðabók Menningarsjóðs og danska orðabók Freysteins Gunnarssonar frá árinu 1926 og skráði niður samheiti á seðla jafn- framt því sem ég skráði jafnóðum millivísanir þannig að hægt er að slá upp hverju orði sem fyrirfinnst í bókinni. Orðabók Freysteins er mikil náma af samheitum, og hefur hún í raun og veru verið eina samheitaorðabókin sem nýtileg hefur verið um íslensku til þessa. Ég hafði til afnota tvö eintök af orðabók Freysteins sem Björn Franzson kennari átti. Að Birni látnum voru þau gefin Orðabók Háskólans, enda var þar feikilegur fróðleikur á spássíum sem Björn hafði skráð og ég hafði mikið gagn af og vann úr. Björn hafði ekki síst aukið við fleiryrtum samheit- um, þ.e. orðasamböndum, en við orðtöku á Orðabók Menningar- sjóðs lagði ég áherslu á einyrt samheiti, þ.e. einstök orð,“ segir Svavar. Alls verða í bókinni 44.014 uppflettiorð. Tölvuvinnsla „Á þeim árum þegar ég byrjaði að safna í bókina var ekki komin til tölvuvinna í jafn ríkum mæli um hans neitt um samheiti fyrir utan það sem fram kemur í skrif- um hans um esperanto, en það var sem kunnugt er sérstakt áhugamál hans,“ segir hann. „Ég hef haft það að aðalmark- miði við val á orðum í bókina, að taka orð úr nútímamáli, en í bók- inni er einnig að finna talsvert af fornyrðum. Eg hef ekki leitast við að safna öllu saman, enda tel ég það ekki vera tilganginn með svona bók. Þetta á að vera með- færileg bók fyrir skóla og alla alþýðu manna og ég mat það þannig, að það íþyngdi henni ef hún væri of umfangsmikil. En það er erfitt að draga mörkin, því er ekki að neita. Ég þykist þess full- viss að margir sakni einhverra orða úr bókinni, en það er þá hægt að bæta um þegar endurútgáfa verður gerð. í bókinni er heilmikið af tökuorðum sem eru almennt mál. Ég hef ekki verið að hreinsa út orð þó sumum þyki kannski að einungis ættu að vera alíslensk orð i henni. Sama gildir um slangur. Lítið er um sérfræðiorð í bókinni, ég hef ekki tekið nema það sem er á allra vörum í þeim efnum. Sjaldgæf og staðbundin orð eru merkt með piús fyrir framan, en óstaðfest nýyrði, slangur og töku- orð eru merkt með gráðumerki. Það er þá um að ræða mál sem ekki allir viðurkenna." Svavar segist hafa valið þann kostinn þegar um fleiri samheiti er að ræða en eitt, að nota stafrófs- röð í stað að hafa merkingarlík- asta orðið fremst, eins og stundum tíðkast í samheitaorða- bókum. „Maður hefur ekkert fyrir sér í þessum efnum nema máltil- finninguna þannig að ég taldi rétt að nota stafrófsröðina. Aðalatriðið er að orðin og tilvísanirnar eru þarna. Ég hafði hliðsjón af dönsku og norsku samheitaorðabókunum við gerð bókarinnar og þar er þessi lausn valin. Ég gæti hins vegar hugsað mér að einhvern tíma seinna væri hægt að vinna út frá þessari bók aðra þar sem orðin væru skýrð og þess til dæmis getið hvaða orð væri hægt að nota ná- kvæmlega í stað annars. í rauninni er sjaldnar en ekki hægt að skipta um orð án þess að merkingarblær eða stíll breytist.“ Að sögn Svavars eru allvíða tekin fram andheiti í bókinni. „Ég hef þó ekki gert það nema þar sem mér hefur fundist það liggja í augum uppi, sbr. heitur - kaldur, hvítur - svartur. Stundum skýrir maður merkingu með því að setja andheiti þegar ekkert samheiti er til. 1 þessu sambandi fór ég í kennslubækur og tók upp það sem þar er, enda vonast ég til að skólafólk geti haft mikið gagn af bókinni." Veriö aö minna á orðin „Það er eitt sem ég vil undir- strika varðandi notkun þessarar bókar og það er að ég tel nauðsyn- legt að leita til annarra orðabóka samhliða. Með þessari bók er meira verið að minna á og leið- beina fólki við að finna rétta orðið. Svo er nauðsynlegt að fletta upp í öðrum orðabókum til að fá vitn- eskju um hvernig orðið er notað, nákvæma merkingu þess og í hvaða samhengi það á við,“ segir Svavar. Hann kveðst búast við að skólafólk og þeir sem fást við skriftir, s.s. rithöfundar, þýðend- ur, blaðamenn og fleiri hafi mest not af bókinni en engu að síður eigi hún erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á íslensku máli. „Þeir sem mest hafa haft samband við MorgunblaðiÖ/Bjarni mig vegna bókarinnar núna síðari árin eru þeir sem hafa verið að gefa verslunum og fyrirtækjum nöfn. Mín reynsla er sú að alltaf sé að aukast viðleitni í þá átt að finna fyrirtækjum góð og gild ís- lensk nöfn þó því miður séu líka dæmi um annað.“ Svavar hefur að mestu leyti unnið einn að samheitaorðabók- inni, en hann kveðst hafa fengið aðstoð við efnissöfnun í Kaup- mannahöfn og einnig við tölvuinn- slátt, textasamlestur og leiðrétt- ingar hér heima. Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. las svo handritið yfir og gerði tillögur um áðurnefndar merkingar orða. Mál og menning sér um dreifingu á bókinni, en hún er prentuð í prent- smiðjunni Odda. Svavar er nú í eins árs leyfi frá kennslu til að sinna rannsóknastörfum og er viðfangsefnið íslenskt málvernd- arstarf á 19. öld. „Þetta felst m.a. í því að athuga orðafar, orðasmíð og breytingar á orðaforðanum á fyrri hluta 19. aldar. Menn þurfa ekki að kvíða verkefnaleysi í þess- um fræðum," sagði Svavar að endingu. EJ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.