Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 59

Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1986 59 Mynd 3. Framleiðni vinnuafls í iðnaöi á íslandi 1980 = 100 Atvinnii' greinanúmer 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 31 103,2 103,1 106,8 113,2 108,9 104,0 100,0 92,2 93,5 32 75,8 88,4 98,8 95,5 91,5 94,3 100,0 95,6 102,3 33 73,9 60,6 65,5 77,5 92,9 94,7 100,0 114,8 132,6 34 78,2 78,7 89,3 100,4 95,2 96,1 100,0 105,8 115,6 35 113,6 104,5 96,2 103,9 101,7 93,1 100,0 94,3 95,4 36 106,8 93,0 91,3 93,2 82,8 84,1 100,0 86,2 85,5 37 117,9 95,0 92,5 109,4 113,1 100,9 100,0 98,8 103,0 38 69,9 70,3 89,6 92,0 96,2 94,6 100,0 99,4 102,5 39 72,7 80,2 129,6 145,9 139,6 128,5 100,0 96,0 99,4 31-39 89,2 85,1 93,3 98,3 98,1 97,8 100,0 99,2 104,6 og verið hæg hér á næstliðnum árum (sjá meðfylgjandi töflu um framleiðniþróun í níu ríkjum, auk íslands, á árunum 1960-1975). Framleiðniþróun var langörust í Japan. Það er hinsvegar eðlilegt að framleiðni aukist hægar þar sem hún er hvað mest fyrir, eins og í Bandaríkjunum. En hátt fram- leiðnistig er „hvorki afsökun hægr- ar framleiðniþróunar á Bretlandi né hér á landi“, segir í greinargerð- inni. Þriðja taflan sýnir framleiðni- þróun vinnuafls í iðnaði hér á landi frá árinu 1974 til ársins 1982. Framleiðniaukning var hér um það bil 2% á ári þetta tímabil eða svipuð og í Bretlandi. Á sama tíma var framleiðniaukning í Japan, Frakklandi, V-Þýzkaiandi og Belg- íu um 4% að meðaltali á ári. Framleiðnistig á fslandi hefur því ekki hækkað - í samanburði við aðrar þjóðir - frá því sem var á árinu 1976 (sjá töflu 1). Þjóðarátak f greinargerð er meðal annars vitnað til árangurs sem náðst hefur í Japan en jafnframt Singa- pore og Hong Kong á síðastliðnum 20—30 árum. Um hina tvo síðastt- öldu staðina segir að þeir hafi „þróast af stigi almennrar örbirgð- ar upp á stig tiltölulega mikillar velmegunar, en Japanir úr rústum styrjaldar í hóp efnuðustu og tæknivæddustu þjóða heims. Sér- staklega er athyglisvert að þessum þjóðum, sem er það öllum sameig- inlegt að eiga nánast engar nátt- úruauðlindir að byggja á, hefur tekizt að halda nokkurn veginn stöðugum hagvexti og atvinnu, þrátt fyrir sviptingar og samdrátt í alþjóðaviðskiptum á undanförn- um árum.“ Samkeppni er sterkur þáttur efnahagsstefnunnar í þessum löndum, bæði milli fyrirtækja innanlands og ekki siður á alþjóða- vettvagi. Árangurinn byggist ekki hvað sízt á stjórnunaraðferðum, sem lýst hefur verið efnislega svo: 1) Viðfangsefnin vóru vel skil- greind og sett fram í formi skýrra þjóðfélagsmarkmiða, sem endur- spegluðust í aðgerðum stjórn- valda; 2) Kappkostað var að ná samstöðu meðal þjóðarinnar um þessi markmið; 3) Áherzla var lögð á samráð og samvinnu stjórnenda og starfsmanna um aðgerðir að settum markmiðum; 4) Frjáls samkeppni og verðmyndun á grundvelli einkarekstrar; 5) Fram- leiðnihreyfingin er í senn drif- kraftur og stýritæki efnahags- framfara. Efnahagsstefna stjórn- valda og stefnan í kjaramálum ráðast af þróun framleiðninnar; 6) f hverju fyrirtæki er yfirleitt starfandi verkalýðsfélag sem nær til allra starfsmanna þeirra; 7) Gæðahringar starfa í fyrirtækj- um; 8) Alþjóðleg tækniþróun er nánast gjörnýtt; 8) Menntakerfið er lagað að þörfum atvinnulífsins. f greinargerð flutningsmanna segir loks: „Það er skoðun flutningsmanna að framleiðniátak þetta (sem til- laga þeirra fjallar um) þurfi að ná til allra höfuðatvinnuvega landsmanna en ekki einskorðast við einstakar atvinnugreinar. Því er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin í heild, eða forsætisráðherra fyrir hennar hönd, hafi frumkvæðið um að skipa stjórnarnefnd til að stýra framkvæmd átaksins. Lagt er til að sú ncfnd verði skipuð þrem fulltrúum samtaka vinnuveitenda og þremur fulltrúm samtaka laun- þega, ásamt þremur fulltrúum ríkisvaldsins. Annað form á skipun stjórnarnefndar kæmi til álita ef henta þætti, enda væri þá tryggt jafnræði milli aðila f þeim anda að hér væri um þjóðarátak að ræða, sem byggðist á samstöðu þessara aðila.“ I I af léttuog stílhreinu MOBElfABRIK AjS H sófasettunum frá Danmörku. 3 geróir. I Grindin fáanleg í hvítu, gráu og svörtu. I Húsgagnasýning í dag kl. 2—5. ■ BORG/IR. kúsqöqnl Hreyfilshúsinu viö Grensásveg I ______ símar: 686070 og 685944. Smáenkná Olympia Reporter skóla-, ferða og heimilisritvél með leiðréttingarbúnaði. Léttbyggð og áreiðanleg ritvél sem þolir mikið vinnuálag og ferðalög. Leitið nánari upplýsinga um aðrar gerðir Ekjaran ÁRMÚLA 22, SÍMI83022,108 REYKJAVÍK VraM^oð I REYKTAVÍK ÞORUNN GESTSDÓTTIR Wladaniaóitr I araborga rfulItrái og formadur Eandssambands sjálfstœóiskvenna Tryggjum Þórunni öruggt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.