Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.11.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 63 hafði fengið neitt viðhald frá upphafi. „Orgelið hafði staðið í 25 ár án þess að því væri nokkuð sinnt. Það verður að líta eftir hljóðfærum," segir Ojvind Solbach til skýringar þegar vikið var að viðgerð hans á orgelinu. „Maður varð satt að segja alveg undrandi að finna hve slæmt það var, svo slæmt að fyrstu jólin urðum við að hafa jólamessurnar án þess. Komu bara óhljóð úr því. Ég ákvað þá að reyna að bæta það, þótt það verði aldrei gott. Tók það í sundur og pípurnar fengu yfirhalningu. Varð að senda þær til framleiðandans erlendis og sumum varð að skipta fyrir nýjar. Svo þurfti að setja það saman aftur. I þetta fór allt sumarið. En hú er orgelið eins gott og það getur orðið. Ég vona bara að fólki líki það núna.“ Efnt til Steingrímskvölds í fyrravetur tók svo kórafólkið og hljómsveitin sig saman og kom upp tónlistarkvöldi með skemmti- legu sniði í Félagsheimilinu undir forustu Ojvinds Solbacks og þótti takast mjög skemmtilega. „Já, þetta var sett á svið í nokkurs konar léttum óperettustíl," útskýr- ir Ojvind. „Ég hefi stjórnað óper- ettum og er ekkert óvanur að setja saman svona prógram. Eftir að ég hafði verið hér nokkurn tíma var mér sagt frá Steingrími Sigfús- syni, organista, sem var lengi á Patreksfirði og eftir að hafa heyrt tónlistina sem hann samdi, þá fannst mér mörg af lögunum hans nijög góð. Stakk þá upp á að efnt yrði til Steingrímskvölds honum til heiðurs. Við settum þetta upp á sviði með viðeigandi búningum. Lúðrasveitin, barnakórinn og kirkjukórinn tóku þátt í þessu. Ætli það sé ekki einasti kirkjukór- inn á landinu sem stendur fyrir kabarett. Annars opnuðum við skemmtunina með Steingríms- sálmum og það var mjög hátíðlegt, en síðan tók við skemmtipró- grammið. Þetta tókst ágætlega. Við ætluðum að vera með eina hljómleika, en aðsókn var svo mikil að þeir urðu þrír hér á Pat- reksfirði. Fórum líka til Bíldudals með skemmtunina. Jú, talað var um að fara lengra en af því gat ekki orðið. Við ætlum okkur að halda þessu áfram. Nú eru áform um að heiðra Jenna Jóns, sem er héðan, á sama hátt. Setja saman dagskrá með lögunum hans og færa hana upp i óperettustíl eins og hina. Höfum raunar hugsað okkur að koma upp svona skemmt- un á hverju ári.“ Við komuna höfðum við litið i gluggann á hljóðfæraversluninni, sem er til húsa á neðri hæðinni og séð þar margvísleg hljóðfæri. „Hljóðfærasalan er nú alveg fyrir utan þetta", segir Ojvind. Hún byrjaði eiginlega sem hobbý. Ég fór að panta hljóðfæri, notaði góð sambönd sem ég hafði áður og keypti þau beint. Með mér í þessu er Hilmar Árnason. Þetta hefur svo undið upp á sig. Við fáum hljóðfæri frá Japan, Hollandi, Vestur-Þýskalandi, Noregi, Tékkó- slóvakíu og eigum orðið viðskipta- vini víða um land.“ Þegar Ojvind er spurður hvort ekki sé um hönd að reka svona viðskipti frá Pat- reksfirði, segir hann að það sé ekkert vandamál. Hafi maður góð hljóðfæri sé ekkert í veginum með að senda þau hvert sem er. En hvernig skyldi nú skammdegi í djúpum firði með háum fjöllum fara í aðkomufólkið í skammdeg- inu? „Okkur líkar ákaflega vel hér á Patreksfirði," sagði Ojvind Sol- bach. „Þetta eru nú eiginlega ekki fjöll eftir mínum kokkabókum. Ég hefi búið í Sundalsöra þar sem fjöllin rísa alveg úr fjörunni og upp í 2000 metra hæð, svo að sólin hverfur í októberbyrjun og kemur ekki aftur fyrr en í byrjun mars. Maður býr bara við þetta og mér finnst engin ástæða til að kvarta. Eina sem við söknum eru skógarn- ir. En við höfum eignast hér góða vini og verið mjög vel tekið. Við þrífumst vel og erum ákveðin í að búa áfram á Patreksfirði." - E.Pá. Hinn margrómaði f jöðrunar- og beltabúnadur El Tigre El Tigre CHEETAH El Tigre er hraðskreiöasti sleðinn frá Arctco, búinn 500 cc vökvakældri Spirit vél með tveimur VM 38 Mikuni blönd- ungum. Framfjöörun er löng A arma f jöörun meö jafnvægis- stöng. Afturfjöðrun er einnig mjög löng. KITTY CAT Kitty Cat er eini barnasleöinn sem fram- leiddur er og hefur notiö mikilla vin- sælda. Vélin er mjög lítil og búin gang- ráði þannig að ekki er hægt aö aka hraö- aren 12km.Tilöryggislogastööugt fram og afturljós. Siálflýsandi boröi er hringinn um kring. Oryggislykill. Cheetah vélsleöinn hentar vel í leik og starfi, en einkum viö hinar erfiöustu aöstæöur. Hann er búinn langri A arma fjöörun aö framan. Beltiö er mjög langt (156“ eöa 396,2 cm) sem gerir þaö aö verkum aö sleöinn flýtur vel viö erfiöustu aöstæöur. Á hinn bóginn erCheetah eini „long track" sleöinn sem lætur aö stjórn eins og stuttur sleöi á haröfenni vegna þess aö ca. 1 /3 af beltinu er uppsveigt á lið aö aftan sem nýtist í mjúkum snjó. Cougar vélsleöinn er ódýr sport-sleði en jafnframt kraft- mikill og lipur meö langri A arma fjöörun að framan. Fjöörunar- möguleikar eru 7“ (17,8 cm) aö framan og 7,5“ aö aftan! JAG Jag vélsleöinn er ótrúlega ódýr miö- aö viö gæöi, en hann er búinn 2 cyl. vél meö sjálfvirkri olíubiöndun. Sam- kvæmt úrskuröi bandaríska tímarits- ins „Snow Goer" er Jag vélsleöinn sá sparneytnasti á markaönum. «Cr BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVELAR HF '11 '11* ^ cnvmvmv aAmcnn avwr 1 j m aaa SUÐURLANDSBRAUT 14 S S. SOLUDEILD: 31236 mnúsúí miiattm 0P»«riída9 “TunnudaS El Tigre árg. ’85 ca85 hö Kr. 369.534,- Cougar árg. ’86ca 60 hö Kr. 336.235,- Jag árg. '86 ca45hö Kr. 265.303,- Cheetah árg. ’86ca70hö Kr. Til björgunarsveita Kr. 378.248,- 202.318,- Cheetah árg.’86ca90hö Kr. Til björgunarsveita Kr. 449.327,- 239.003,- Kitty Cat árg. ’86 Kr. 94.082,- Ofangreint verð er miöað við gengi í dag og háð breytingum. Bifreiöarog Landbúnaöarvélar hafahafiö innflutning á þessum vinsælu vélsleöum sem reynst hafa vel hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.