Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
Kammermúsíkklúbburinn:
Tónleikar í Bú-
staðakirkju í kvöld
Kammermúsíkklúbburinn
heldur þriðju tónleika þessa
starfsárs í Bústaðakirkju í
kvöld, sunnudag, klukkan
20.30.
Á efnisskránni eru þrjú verk.
Fyrst verður fluttur strengja-
kvartett eftir Joseph Hyden, keis-
arakvartettinn. >ví næst verður
fluttur strengjakvartett eftir Béla
Bartók. Loks verður leikinn kvint-
ett fyrir 2 fiðlur, lágfiðlu og 2
knéfiðlur eftir Franz Schubert.
Flytjendur eru Guðný Guð-
mundsdóttir, fiðla, Sean Bradley,
fiðla, John Roberts Gibbons, lág-
fiðla, Carmel Russill, knéfiðla og
í kvintettinum bætist við Gunnar
Kvaran, knéfiðla.
Hljóófæraleikararnir, sem fram koma á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins.
Jólamyndin 1985
Sérstök frumsýning kl. 14.00 í dag
Allur ágóði af sýningunní rennur óskertur til
Blindrafélagsins Hamrahlíð 17
Öllu því fé sem inn kemur veröur variö til þess aö
efla atvinnumöguleika blindra og sjónskertra.
Ein dýrasta kvikmynd sem gerö hefur
veriö og hún er hverrar krónu viröi.
Mynd fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 5 og 7.
Hafnarfjörður:
Hátíðarvika
í tilefni árs
æskunnar
í tilefni að ári æskunnar gengst
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnar-
fjarðar fyrir hátíðarviku dagana 23.-
30. nóvember.
Opnuð verður sýning í Hafnarborg
í dag, laugardag, kl. 14.00. Á sýning-
unni eru myndverk og Ijósmyndir
Hafnfirðinga á aldrinu 7 til 20 ára.
Sýningin er haldin i tengslum
við samkeppni sem Æskulýðs- og
tómstundaráð hefur staðið fyrir
undanfarnar vikur á meðal barna
og unglinga í Hafnarfirði undir
kjörorðinu „Þekking, Þjálfun,
Þroski". Á níunda hundrað börn
og unglingar tóku þátt í sam-
keppninni. Bæjarstjóra og bæjar-
fulltrúum Hafnarfjarðar hefur
verið boðið til opnunar sýningar-
innar auk þess sem þingmönnum
kjördæmisins, menntamálaráð-
herra og öðrum gestum hefur verið
boðið.
Við opnun sýningarinnar verður
verðlaunaafhending og þar munu
verðlaunaritgerðir og ljóð verða
lesin. Á morgun, sunnudag, verður
haldin hljómsveitarkeppni í
íþróttahúsinu við Strandgötu og
hefst hún kl. 17.00. Þar verður
valin „Unglingahljómsveit Hafn-
arfjarðar" af áhorfendum og sér-
staklega skipaðri dómnefnd, en í
henni eiga sæti þeir Magnús Kjart-
ansson, Björn Thoroddsen og
Björgvin Halldórsson. Hljómsveit-
in „Cosa Nostra“ mun spila og að
lokinni keppninni verður haldin
flugeldasýning.
Ýmislegt annað verður á dag-
skrá vikunnar, en henni lýkur 30.
nóvember.
„Exocet-
flugskeytin“
Ný bók eftir
Jack Higgins
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur
gefið út nýja bók eftir Jack Higgins.
Nefnist hún ,,Exocet-flugskeytin“.
Efni sögunnar er sótt í Falk-
landseyjastríðið og lýsir miskunn-
arlausum átökum. „Þetta er fyrst
og fremst harðsoðin spennubók,
bók sem þú lest í einni lotu,“ segir
m.a. í frétt frá útgefanda.
Jack Higgins er m.a. kunnur hér
á landi fyrir bók sína „örninn er
sestur“, sem víða hefur verið met-
sölubók og bókin „Exocet-flug-
skeytin" hefur einnig komist í
efstu sæti yfir söluhæstu bækur.
Gissur ö. Erlendsson þýddi bók-
ina, en káputeikning er eftir
Kristján Jóhannsson. Bókin er 195
bls. að stærð.