Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Flugleiðir: 110 milljón króna hagnaður fyrstu 10 mánuði ársins Vaxandi samkeppni framundan BRÁÐABIRGÐATÖLUR um rekstr- arafkomu Flugleiða fyrstu 10 mánuði ársins benda til að hagnaður félags- ins nemi um 190 milljónum króna. Tapið fyrstu sex mánuðina var um 280 milljónir króna. Að sögn Sigurð- ar Helgasonar, forstjóra Fiugleiða, hafa síðustu mánuðir verið nokkuð góðir, en hins vegar er útlitið fram- undan ekki eins bjart. Eldsneytis- verð hefur farið hækkandi á undan- gengnum vikum og samkeppnin á Atlantshafinu er stöðugt að aukast Fundur Eimskips og Útvegsbankans í gæn Ekkert tilboð var lagt fram STJÓRNENDUR Eimskipafélags ís- lands og bankastjórar Útvegsbankans hittust að máli undir kvöld í gær, þar sem farið var yfír stöðu Hafskipsmáls- ins og það rætt á almennum grund- velli, samkvæmt upplýsingum Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafé- lags Islands. Hann sagði að engin niðurstaða hefði orðið á þessum fundi, og málið væri áfram til yfírvegunar. Hann sagði, aðspurður um tilboð frá Eimskipafélaginu, að ekkert slíkt hefði verið lagt fram, „en það var rætt um gamlar hugmyndir og nýjar,“ sagði Hörður. Lárus Jónsson, bankastjóri Út- vegsbankans, sagði að ekki hefði verið talað um neinar tölur á þess- um fundi, heldur hefði staða máls- ins almennt verið rædd. Óvíst væri um hvenær næsti fundur yrði hald- inn, en hann sagðist vonast til þess að hann yrði haldinn fljótlega. „Við höfum þurft að lækka far- gjöldin á Atlantshafinu og fella að meðaltali niður eina ferð af fjórum á viku til New York vegna samkeppninnar," sagði Sigurður. „Öll stóru bandarisku flugfélögin hafa lækkað fargjöldin, ekki síst vegna sóknar Peoples Express inn á markaðinn með mjög lágum verðtilboðum. Nýjasta dæmið hjá Peoples Express er boð þeirra frá 20. nóvember á flugfargjaldi frá San Francisco til Brussel á 99 dollara. Þetta gjald gildir þó að- eins til 11. desember, en þá hækkar það upp í 249 dollara," sagði Sig- urður. Sigurður sagði að Fiugleiða- menn fylgdust mjög vel með Peopl- es Express og því væri ekki að leyna að lág fargjöld þeirra hefðu vakið töluverða eftirtekt: „Þeir ætla sér greinilega að demba sér á fullu inn á Atlantshafið og hafa þegar náð nokkrum árangri. Önn- ur flugfélög hafa lækkað sín far- gjöld til að mæta þessari sam- keppni og hafa sum bandarisku félögin jafnvel farið út I að selja sama fargjald til Evrópu hvað- anæva frá Bandaríkjunum. Hið sama hefur þýska flugfélagið Luft- hansa gert,“ sagði Sigurður Helga- Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins sl. laugardag var Jón Hákon Magnússon sagður blaðafulltrúi Hafskips og íslenzka skipafélagsins. Hið rétta er að Jón Hákon er framkvæmdastjóri flutn- ingadeilda fyrirtækjanna. Er hann hér með beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. h . Skarphéðinn Árnason. Frá slysstað við Keflavíkurveg. Bifreiðin valt niður 8 metra háan kant. 21 árs maður lést er bifreið valt Steinar Skúlason 21 ÁRS gamail maður, Steinar Skúlason, til heimilis að Kúrlandi 18 í Reykjavík, lést þegar bifreið, sem hann var farþegi í, valt á Keflavíkurvegi til móts við Fögru- vík, skammt frá Kúagerði. Ung kona ók bifreiðinni. Hún var flutt í sjúkrahús, en er ekki talin alvar- lega slösuð. Mikil hálka var á Keflavíkurvegi þegar slysið varð, laust fyrir klukkan hálfþrjú að- faranótt mánudagsins. Til móts við Fögruvík fór bif- reiðin, Mercedes Benz, út af veginum og valt niðör átta metra háan kant. Steinar heitinn mun hafa kastast út úr bifreiðinni og var látinn þegar komið var með hann í slysadeild Borgarspítal- ans. Hann fæddist 20. apríl 1964. Nauðvörn gegn aðför að lífsafkomu okkar — segir Skarphéðinn Arnason, trillukarl á Akranesi, sem á sunnudag var tekinn fyrir ólöglegar veiðar og sektaður um 85.000 krónur „NAUÐVÖRN okkar gegn aðför sjávarútvegsráðherra að lífsafkomu okkar hefur knúið mig tii að brjóta lög. Hafí mér tekizt með landhelgis- broti mínu að vekja nægilega athygli á aðstöðu eigenda smábáta er vel. Dugi það ekki, sé ég ekki aðra leið en að flýja land og setjast að þar, sem menn eru ekki drepnir niður með reglugerðarofsóknum," sagði Fjölmennur fundur starfsmanna Hafskips: Óaðgengilegt að Eim- skip yfirtaki reksturinn A FJOLMENNUM fundi starfs- manna Hafskips í gær með fulltrúum stéttarfélaga, borgarfulltrúum og alþingismönnum kom fram fullur stuðningur stéttarfélaga við þá hug- mynd að reyna að styrkja stöðu fs- lenska skipafélagsins hf. svo það mætti halda áfram starfsemi sinni og koma þannig f veg fyrir að rúm- lega 300 manns missi atvinnuna. Valur Páll Þórðarson formaður starfsmannafélagsins sagði að mikill beygur væri í starfsmönn- um Hafskips vegna óvissu um atvinnu þeirra. 300—320 manns ættu það á hættu að missa atvinnu Siglufjörðun Báti sökkt við bryggjuna? LÍTILL bátur sökk við bryggjuna á Siglufírði aðfaranótt sunnudagsins. Á sunnudagsmorguninn þegar eigandi bátsins ætlaði aö vitja hans sá hann hvar báturinn var sokkinn við bryggjuna. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði er hugsanlegt að hér hafi verið um skemmdarverk að ræða. Vatnsrennsli var í slöngu á bryggj- unni þar sem báturinn lá og lítur út fyrir að vatn hafi verið látið renna í bátinn og hann sokkið af þeim sökum. Eigandi bátsins fékk aðstoð lögreglunnar við að ná bátnum upp. Báturinn er óskemmdur og tókst fljótlega að setja vélina í gang. sína og afkoma a.m.k. 1200 manna væri stefnt í voða. Valur sagði að aðeins tveir kostir væru nú fyrir hendi að því er virtist, sá fyrri að fslenska skipafélagið haldi áfram rekstrinum og sá seinni að Eim- skip yfirtaki reksturinn. Seinni kosturinn væri með öllu óaðgengi- legur fyrir starfsmenn Hafskips, því þá myndi þorri þeirra missa atvinnuna. Þröstur ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar upplýsti að fé- lagið hefði óskað eftir viðræðum við Sambandið um málefni Haf- skips og starfsmanna þess, en um 100 Dagsbrúnarmenn vinna hjá Hafskip. Sagði Þröstur að það hefði orðið félaginu mikil von- brigði er slitnaði upp úr viðræðum Sambandsins og íslenska skipafé- lagsins um helgina. Sjá nánar á bls. 30 „Með öllu óaðgengilegt fyrir starfsmenn Haf- skips ef Eimskip yfirtekur rekstur- inn.“ Skarphéðinn Árnason, trillukarl á Akranesi, í samtali við Morgunblað- ið, eftir að hann hafði verið staðinn að ólöglegum veiðum á trillu sinni, Rún AK 27. Það var varðskipið óðinn, sem stóð Skarphéðin að netaveiðum rétt utan Akraness á sunnudag. Honum var gert að halda til hafn- ar og hann dæmdur í 62.000 króna sekt auk þess sem afli að verðmæti 23.000 krónur var gerður upptæk- ur. Veiðar smábáta voru bannaðar með reglugerð frá og með miðjum nóvember til áramóta. I frumvarpi um stjómun fiskveiða næstu tvö ár er ákvæði þess efnis, að veiðar smábáta skuli bannaðar til 9. febr- úar með þeirri undantekningu að veiðar á línu séu heimilar þetta tímabil. Þetta hefur ekki verið samþykkt enn og veiðar þetta tímabilþví óljósar. Skarphéðinn Árnason sagði, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eig- enda smábáta hefði engin leiðrétt- ing fengist á ofstjórn veiðanna. Ekkert tillit væri tekið til mikillar fjölgunar og harðnandi sóknar þessara báta og ennfremur notaði ráðherra ekki heimildir til að bæta hlut þeirra og skilja á milli þeirra, sem hefðu af þessum veið- um fulla atvinnu og hinna, sem stunduðu þær I hjáverkum. Hann sagðist ekki geta séð réttlætið í því, að yfirbyggður bátur frá Akranesi og stærri en 10 lestir, mætti samkvæmt lögum koma á sama stað og hann hefði verið og leggja net sín i sama far og hann hafði verið neyddur til að taka þau úr, eins og gerzt hefði á sunnudag. Eigendur smábáta færu ekki fram á annað en að fá að veiða með sömu sóknartakmörkunum og aðrir. Hins vegar væri sífellt vegið að atvinnufrelsi þeirra. Árið 1984 hefðu veiðar þeirra verið bannaðar í 53 daga en á þessu ári í nær þrefalt lengri tíma. „Jafnvel geng- ur ofstjórnin svo langt, að mér er bannað að kaupa kvóta af stærri bát, sem auðvitað má halda áfram að veiða," sagði hann. Skarphéðinn sagði, að siðastlið- inn föstudag hefðu nokkrir bátar lagt net sín í Flóanum og dregið þau á laugardag án þess að at- hugasemd hefði verið gerð við það. Afli í netum hans hefði verið svo mikill, að hann hefði orðið að leggja tvær trossur aftur til að skemma ekki aflann í þeirri þriðju. Er hann sótti þær á sunnudag, hefði hann verið tekinn. „Nú hef ég orðið að láta mannorðið til að vekja athygli á málstað okkar, vonandi verður það til þess, að vekja Alþingi og almenning til umhugsunar," sagði Skarphéðinn Árnason. Vinnuslys í Eyjum UNGUR maður fótbrotnaði og úln- liðsbrotnaði 1 vinnuslysi í Vest- mannaeyjum ígærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum vildi slysið til þegar maðurinn var að fara niður af gröfu. Hann hrasaði og festi fótinn á milli þrepa á gröfunni og fótbrotnaði illa. Maðurinn féll síðan í gólf gröfunnar og úlnliðsbrotnaði. Hann var fluttur I Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.