Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER1985 23 Bandaríkjastjórn: Styður Egypta en harmar mannfallið Waflfaington, London og ví6ar, 25. nóvember. AP. Bandaríkjastjórn telur, að egypska stjórnin hafí brugðist rétt við með því að láta sérþjálfaða hermenn ráðast til atlögu við flugræningjana. Segir í tilkynningu frá henni, að hörmulegt sé hve margir létu lífíð en ekki dugi þó að taka hryðjuverkamenn neinum vettlingatókum. „Bandaríkjastjórn styður heils- hugar þá ákvörðun egypsku stjórn- arinnar að binda með hervaldi enda á flugránið en harmar jafn- framt hve margir létu lífið," sagði í yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar en nokkrum stundum áður en flug- vélinni var rænt sagði George Shultz, utanríkisráðherra, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina, að við hryðjuverkamenn ætti ekki að ræða, aðeins snúast strax gegn þeim af fullri hörku. í yfirlýsingu bresku stjórnar- innar sagði, að hún dáðist að ein- arðri afstöðu Egypta og Möltubúa og harmaði dauða margra sak- lausra manna. Yfirmaður öryggismáladeilar IATA, Alþjóðasamtaka áætlunar- flugfélaga, gagnrýndi það í gær- kvöldi, að vopnaðir verðir skyldu vera um borð í flugvélum sumra flugfélaga. Sagði hann, að eina raunverulega öryggið fælist í strangri gæslu í flughöfnunum sjálfum. Háttsettur, grískur lögreglufor- ingi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í dag, að rannsókn væri hafin á því í Aþenu hvort flugræningjarnir hefðu verið vopnaðir þegar þeir fóru þar um borð. Kvaðst hann ekki trúa, að svo hefði verið, því að tvöföld gæsla væri í flughöfninni, lögregl- unnar og flugfélagsins. Samtök breskra flugmanna hafa tekið undir þessar efasemdir en Peter Bruinvels, breskur þingmaður, telur, að bresk flugfélög eigi að velta því fyrir sér í alvöru hvort rétt sé að fljúga til Aþenu. AP/Símamynd Hermenn frá Möltu standa fyrir framan egypsku farþegaþotuna meðan verið er að skoða skemmdir eftir bandsprengjur á vélarskrokknum. PLO sver af sér aðild Kaíró, 25. nóvember. AP. FRELSISFYLKING Palestínu- raanna (PLO) sendi frá sér yfírlýs- ingu þar sem samtökin segjast enga aðild hafa átt að ráni egypsku far- þegaþotunnar, sem rænt var eftir flugtak í Aþenu og flogið var til Möltu. í yfirlýsingunni er ráni þotunn- ar lýst sem „bjánalegri aðgerð", sem væri til þess eins fallin að rýra orðstír araba. Yfirlýsingin var gefin út í höfuðborg íraks, Bagdað, þar sem helztu leiðtogar PLO eru nú samankomnir. Hvatt til flugbanns á Aþenuflugvöll Aþenu, 25. nórember. AP. STJÓRNVÖLD í Grikklandi hafa borið ákaft á móti því að þeim vopnum, sem ræningjarnir notuðu við ránið á egypsku þotunni, hafí verið smyglað um borð á flugvellinum í Aþenu. Öryggisvarsla á flugvellinum hefur verið gagnrýnd harðlega af breskum ráðamönnum og samtök franskra flugmanna hafa krafíst flugbanns á landið verði öryggisvarsla ekki bætt. Innanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, Friedrich Zimmer- mann, hvatti til þess á mánudag að flugbann yrði sett á Aþenuflug- völl. „Við getum ekki horft upp á það að hryðjuverkamenn finni svo auðveldlega smugur í öryggiseftir- litinu og komi handsprengjum um borð í flugvélar," sagði hann í samtali við þýska dagblaðið Bild. Gríska ríkisstjórnin segir í til- kynningu vegna flugránsins að vopnunum hafi e.t.v. verið komið fyrir í þotunni áður en hún fór frá Kaíró til Aþenu. Grísk stjórn- völd fullyrtu á sínum tíma að vopnum flugræninga, sem rændu þotu TWA-flugfélagsins í júní sl., hefði verið komið fyrir í flugvél- inni í Kaíró þó flugræningjarnir hefðu sjálfir farið um borð í Aþenu. Einn flugræningjanna sem handtekinn var eftir flugránið sagði hins vegar að vopnunum hefði verið komið um borð í Aþenu. Afleiðingar þessa máls urðu m.a. þær að bandarísk stjórnvöld vör- uðu þegna sína við að ferðast um flugvöllinn. Fyrir bragðið hætti mikill fjöldi Bandaríkjamanna við ferðalög til Grikklands síðastliðið sumar og grískur ferðamannaiðn- aður varð af tekjum upp á milljón- ir dollara. KjARABRÉFIN em stórmerk nýiung. Aháfuán hafa pau skilad eipendum sfnum 26,8% ÁPSÁVÖXTUN UMFRAM VERÐTRYGGNGU‘ Sérfræðingar Verðbréfasjóðsins leitast við að ná hámarksávöxtun á kjarabréfum með því að velja saman hagkvæmustu verðbréfín á hverjum tíma. Með stöðugri endurskoðun á samvali verðbréfa, yfirsýn og þekkingu á verðbréfa- markaðnum tryggja sérfræðingarnir eigendum kjarabréfa hámarksávöxtun. Kjarabréfin eru stórmerk nýjung: ■ Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. ■ Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. ■ Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. ■ Þú sparar tíma og fyrirvara. ■ Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. ■ Mafnverð kjarabréfanna er kr. 5.000 og 50.000, þannig geta allir verið með. ■ Kjarabréfin eru handhafabréf. ■ Þú getur keypt kjarabréf í næsta pósthúsi eða í Verðbréfa- markaði Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík. ÓSA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.