Morgunblaðið - 26.11.1985, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
«■
Gæóagripur
sem gleður
augao
BILDMEISTER FC 690
er
vönduö vestur-þýzk gæöavara:
27“ — PIL-S4-myndlampi
• frábær myndgæöi
• sannir litir 15W — hátalari
• mikil tóngæöi
Orkunotkun aöeins 70W
• staögreiðsluafsláttur eöa
• greiðsluskilmálar
SMITH — & NORLAND H/F
Nóatún 4 — 105 Reykjavík
sími: 28300
Troðfull búð af nýjum,
spennandi tískufatnaði!
Nýtt úrval daglega!
Tískuverslunin X-ið
Laugavegi 33
Frá stofnfundi Þróunarfélags (slands hf. sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Áskrifendur að hlutura er 59,
einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og Ríkissjóður íslands.
Þróunarfélag íslands
hf. orðið að veruleika
Hlutafé 344 milljónir króna
STOFNFUNDUR Þróunarfélags íslands hf. var haldinn síðastliðinn laugar-
dag að Hótel Sögu. Fjöldi áskrifenda að hlutum í félaginu eru 59 og nemur
hlutafjáráskrift rúmlega 344 milljónum króna. Stærsti hluthafínn er Ríkis-
sjóður íslands, 100 milljónir króna.
Aðrir hluthafar eru einstakling-
ar fyrirtæki, stofnanir og sjóðir.
Meðal staerstu hluthafanna eru:
Fiskveiðasjóður íslands (30 millj.
kr.), Iðnaðarbanki íslands ( 20
millj. kr.) Iðnlánasjóður (30 millj.
kr.), Iðnþróunarsjóður (40 millj.
kr.), Landsbanki Islands (20 millj.
kr.), Lífeyrissjóður SÍS (15 millj.
kr.), Lífeyrissjóður verslunar-
manna (20 millj. kr.), og Stofn-
lánadeild landbúnaðarins (20
millj. kr.). Samkvæmt stofnskjali
verða áskrifendur hluta að greiða
W hlutafjár 1. október 1986, sama
hlutfall ári síðar og loks eftirstöðv-
arnar 1. október 1988. Hlutafé
skiptist í hluta að nafnverði 10
þúsund krónur, 50 þúsund krónur,
100 þúsund krónur, 1 milljón kfona
og 5 milljónir króna.
í þriðju grein samþykkta fyrir
Þróunarfélagið segir að tilgangur
félagsins sé að örva nýsköpun í
íslensku atvinnulífi og efla arð-
sama atvinnustarfsemi. Til að
vinna að þessu markmiði er félag-
inu heimilt að: Fjármagna og/eða
taka þátt í gerð forkannana og
hagkvæmnisathugana. Hafa frum-
kvæði að eða tekið þátt í stofnun,
endurskipulagningu og samein-
ingu fyrirtækja. Keypt hlutafé og
skuldabréf fyrirtækja. Útvegað
áhættulán eða ábyrgðir. Tekið þátt
í og styrkt hagnýtar rannsóknir á
nýjungum í atvinnulífinu og til-
raunir með þær. Hafa frumkvæði
að samvinnu innlendra og erlendra
fyrirtækja í markaðsmálum, vöru-
þróun og á tæknisviði. Og loks
tekið lán til eigin þarfa og til
endurlána.
Sameinuðu þjóðirnar:
Jólakort Barnahjálparinn-
ar komin í bókaverslanir
JÓLAKORT Barnahjálpar Sam-
einuðu þjoðanna (UNICEF) eru
nú komin á markaðinn. Það er
Kvenstúdentafélag íslands sem í
rúmlega 30 ár hefur séð um sölu
kortanna hér á landi. Jólakortin
eru til sölu í öllum helstu bókabúð-
um landsins, auk þess sem þau
eru fáanleg á skrifstofu Kvenstúd-
entafélagsins á Hallveigarstöðum
í Reykjavík.
Jólakortin eru prýdd myndum
eftir ýmsa þekkta listamenn.
Margar myndanna hafa verið
gerðar sérstaklega fyrir Barna-
hjálpina auk þess sem sumar eru
eftir gamla meistara málaralist-
arinnar. Auk jólakortanna eru
seld kort fyrir ýmis tækifæri, s.s.
sérstök blómakort, Austurlanda-
kort og ýmis kveðjukort.
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna hefur það að markmiði að
bæta aðstæður barna og mæðra
alls staðar i heiminum. Engu að
síður leggur Barnahjálpin mesta
áherslu á starf sem stuðlar að
varanlegri lausn vandamála hvar
sem er. Því vinnur starfsfólk
Barnahjálparinnar mest að ýms-
um Iangtímaverkefnum. Starf-
semi Barnahjálparinnar byggir á
frjálsum framlögum ríkja og ein-
staklinga. Tekjur af sölu jólakor-
tanna nema um 10-12% af þeirri
fjárupphæð sem Barnahjálpin
hefur til umráða.
(Úr fréttatilkynningu)
Á stofnfundinum var kjörin
stjórn félagsins. Davíð Scheving
Thorsteinsson, Guðmundur G.
Þórarinsson, Hörður Sigurgests-
son, Jón Ingvarsson og Þorsteinn
ólafsson.
Athugasemd frá Arnarflugi:
Ámælisverður
fréttaflutningur
sjónvarpsins
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Arnar-
flugi:
Stjórn Arnarflugs hf. kom sam-
an til fundar í dag, 25. nóvember
1985, vegna fréttaflutnings af
fundi stjórnarinnar sl. fimmtudag
21. nóvember 1985 þar sem meðal
annars voru til umræðu afkoma
félagsins fyrstu sex mánuði ársins
og uppsögn framkvæmdastjóra fé-
lagsins, Agnars Friðrikssonar.
Fréttaflutningur Sjónvarpsins af
málinu þykir stjórn Arnarflugs hf.
mjög svo ámælisverður. Vill
stjórnin taka eftirfarandi fram:
1. Á stjórnarfundinum greindi
stjórnarformaður frá því að
framkvæmdastjóri félagsins
hefði fyrir nokkru tjáð sér að
hann hyggðist segja upp störf-
um sínum hjá félaginu. Voru
ástæður uppsagnarinnar ein-
göngu persónulegs eðlis og
starfslok ekki timasett. Sam-
þykkt var einróma á fundi
stjórnar Arnarflugs að kunn-
gera uppsögnina ekki opinber-
lega þar til eftirmaður hefði
fundist í framkvæmdastjóra-
stólinn, auk þess sem hún yrði
ekki tengd rekstrarafkomu á
nokkurn hátt. Leki í fjölmiðla
af uppsögninnier því skýlaust
trúnaðarbrot og harmar stjórn-
in að slíkt hafi gerst.
2. Rekstrarafkoma Arnarflugs
fyrstu sex mánuði ársins var
neikvæð um 57 milljónir króna.
Rekstur Arnarflugs eins og
annarra flugfélaga er mjög árs-
tíðabundinn. Reyndar óvenju-
lega árstíðabundinn í ár, þar
sem félagið tók að sér mjög
umfangsmikil verkefni í Mið-
austurlöndum. Rekstrarafkom-
an fyrstu sex mánuðina gefur
því á engan hátt rétta mynd af
afkomu félagsins, þegar árið í
heild er skoðað. Fréttir í fjöl-
miðlum um að rekstrartap fé-
lagsins hefði verið 80—85 millj-
ónir króna eru því tilhæfulausar
með öllu. Allt önnur mynd verð-
ur síðan á rekstrarreikningi fé-
lagsins, þegar fyrstu níu mán-
uðir ársins eru gerðir upp. Nið-
urstöður þess uppgjörs munu
liggja fyrir á stjórnarfundi 4.
desember nk.