Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 274. tbl. 72. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: 16 tankbflum Rússa grandað Islammbad, 3. desember. AP. AFGÖNSKU frelsissveitirnar eyðilögðu 16 sovézka olíuflutningabfla i Sa- lang-þjóðveginum skammt norður af Kabúl i mánudag, að sögn vestrænna sendifulltrúa. Réðust sveitirnar úr launsátri i lest sovézkra eldsneytisbfla. Þá réðust sveitirnar á sovézka birgðalest norðar í landinu, eyði- lögðu um 20 flutningabíla og lögðu hald á hluta birgðanna. Hermt er að dregið hafi úr bardögum sovézka innrásarliðsins og afganskra frels- issveita síðustu vikur og er ástæðan sú að vetur gengur nú í garð. í síðustu viku skutu frelsissveit- irnar niður tvær sovézkar herþyrl- ur nærri borginni Khost. Afganski stjórnarherinn hefur borgina á sínu valdi en frelsissveitirnar sitja uni hana og ráða nágrenni hennar. Pakistönsk yfirvöld sögðu í dag Yelena Bonner, eiginkona sovézka andófsmannsins Andrei Sakharov, með syni sínum Alexey (tv.) og tengdasyni, Efrim Yankelovich, á flugvellinum í Mflanó eftir komuna frá Sovétríkjunum. Sakharov sex mán- uði í hungurverkfaDi Róm, 3. desember. AP. að sovézki innrásarherinn yrði að hafa sig á brott úr Afganistan og að finna yrði pólitíska lausn á deilu- málum þar í landi. Fyrr gæti ekki orðið af viðræðum Pakistana og yfirvalda í Kabúl um ástandið á landamærum ríkjanna. Evrópubandalagið: Lítil bjart- sýni á mara- þonfundum Lúxemborg, 3. desember. AP. LEIÐTOGAR ríkja Evrópu- bandalagsins situ á maraþon- fundum í dag og kvöld í þeirri von að ná samkomulagi um breytingar á stofnskrá banda- lagsins, Rómarsáttmálanum. Fundum var haldið áfram fram eftir kvöldi enda þótt bjartsýni á að niðurstaða væri ekki mikil. SOVÉSK stjórnvöld breyttu I í hungurverkfalli til að knýja á símskeytum og fölsuðu mynd- um það, að konu hans, Yelenu bönd til þess að koma í veg Bonner, yrði leyft að fara til fyrir að veröldin fengi vitneskju Vesturlanda til að leita sér um að mannréttindabaráttu- lækninga við augnsjúkdómi sem maðurinn Andrei Sakharov var | þjáir hana. Þessar upplýsingar Vamarmálaráðherrar NATO: Hollendingar ákaft gagnrýndir BniMsel, 3. desember. AP. VARNARMÁLARÁÐHERRAR ríkja Atlantshafsbandalagsins gagn- rýndu Hollendinga harðlega á fundi sínum í dag og lögðu að þeim að endurskoða þá ákvörðun sína að hætta við að koma upp sveit 36 F-16 orrustuflugvéla, sem borið geta kjarnorkusprengjur, og birgðum af kjarnorkudjúpsprengjum, sem varpað er úr flugvélum. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, sagði ráðherrana óttast að ákvörðun hollenzku stjórnarinnar yrði að pólitísku fordæmi. Ráðherrarnir telja Hollendinga hafa breytt stefnu sinni í varnarmálum ein- hliða og lýstu óánægju sinni með það. Job de Ruiter, varnarmála- ráðherra Hollands, segir að stjórnin muni ekki falla frá ákvörðun sinni, hún hafi verið tekin til að tryggja þingmeiri- hluta fyrir uppsetningu 48 stýri- flauga í landinu. Ruiter kvaðst vona að banda- menn þeirra sýndu skilning á afstöðu stjórnarinnar, sem orðið hefði að yfirstíga miklar pólitísk- ar hindranir til að tryggja stuðn- ing við uppsetningu stýriflaug- anna. f þessu sambandi varð stjórnin að hætta við áform um að koma upp tveimur flugsveitum, sem bera áttu kjarnorkusprengj- ur í ófriði, og við áform um að hollenzkar eftirlitsflugvélar bæru kjarnorkudjúpsprengjur. Carr- ington segir hvort tveggja mikil- vægan hlekk í kjarnorkuvörnum NATO og því komi ákvörðun Hollendinga sér illa. Ekki hefur verið ákveðið hvaða ríki taki á sig þann lið vamanna, sem Hollend- ingar afsala sér. Ráðherrarnir hétu því á fundin- um að efla hefðbundna heri sína, að auka samstarf og samvinnu við vopnafrarnleiðslu, og að gera ráðstafanir til að verða ekki jafn háðir kjarnorkuvopnum og nú. komu fram á blaðamannafundi, þar sem sonur Bonner kom fram, en Bonner kom til Italíu í gær. Hún sagði við komuna að skilyrði fyrir ferðaleyfi hennar hefði verið að að hún ræddi ekki um heilsu Sakharovs, né líf þeirra í útlegð í borginni Gorky. Að sögn Alexey Semyonov, sonar Bonner, var Sakharov í hungurverkfalli í tæpa sex mán- uði og var hann þess vegna lagður inn á spítala og fæða neydd ofan í hann. Sakharov og Bonner reyndu ítrekað að láta fjölskyldu sína á Vesturlöndum vita af þessu. Ekkert þeirra símskeyta, sem þau sendu, komst óbrenglað í hendur viðtakenda, heldur var þeim breytt til þess að láta líta svo út sem allt væri i himnalagi. Bonner hefur látið í ljósi ótta um að henni verði ekki leyft að snúa aftur til Sovétríkjanna. Sögusagnir eru um það í ítölskum fjölmiðlum að Bonner muni hitta Jóhann Pál II páfa meðan á dvöl hennar á ftalíu stendur. Frá Ítalíu heldur Bonner til Banda- ríkjanna, þar sem hún gengst undir rannsókn vegna hjarta- sjúkdóms. Að sögn embættismanna, sem sitja leiðtogafundinn, gengu samningar um breytingar á sátt- málum „lúshægt" þar til Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, hélt mikinn reiðilestur yfir leið- togunum. Tóku hjólin þá að snú- ast hraðar. Ætian leiðtoganna var að semja um að hér eftir þyrfti aðeins meirihluta til að tillögur næðu fram að ganga, að leggja af öll þjónustu- og við- skiptahöft milli ríkja EB, auka völd Evrópuþingsins, gera stjórn- málasamstarf skyldubundið og undirbúa að taka upp sameigin- legan gjaldmiðil. Ekkja Aquínos fer fram geöi Marcos Manfla, 3. desember. AP. * KVEIKTAR voru brennur á götum Manfla og annarra borga, sprengdar voru hvellsprengjur og svörtum pappírssneplum fleygt á götum úti í mótmælaskyni við sýknun Fabians C. Ver hershöfðingja og 25 manna annarra, sem taldir voru viðriðnir morðið á Benigno Aquino. Ekkja Aquino, Corazon Aquino, lýsti í dag yfir framboði sínu við forsetakosningar á Filippseyjum 7. febrúar nk. Umfangsmiklar aðgerðir til að mótmæla sýknun Vers og annarra foringja í her landsins héldu áfram í dag og m.a. voru svartar kistur, sem á var letrað „réttar- farið — hvíl í friði“, bornar um götur Maníla. Þegar slökkviliðs- menn reyndu að slökkva í bálköst- um voru þeir grýttir og urðu undan að hverfa. Corazan Aquino nýtur mikils stuðnings meðal stjórnarand- stæðinga og vinstri hópa. Hún segist vera „þekktust" á löngum lista Marcosar forseta yfir and- stæðinga hans. Hún fer ekki í grafgötur með þá skoðun sína að Marcos sé aðal sökudólgurinn í morðinu á manni sínum. Frú Aquino segist hafa boðið Salvador H. Laurel að vera vara- forsetaefni sitt, en hann kveðst ekki kannast við boð af því tagi. Laurel hefur sjálfur í undirbún- ingi forsetaframboð. Lögmannasamtök Filippseyja og 11 þingmenn kröfðust þess af hæstarétti landsins að kosning- arnar yrðu lýstar ógildar nema Marcos segi af sér fyrst, eins og stjórnarskrá landsins gerir ráð fyrir. Marcos kveðst ekki segja af sér fyrr en sigurvegari kosn- inganna hefur tekið við embætti. Annað hvarflar ekki að honum en hann sjálfur sigri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.