Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
274. tbl. 72. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afganistan:
16 tankbflum
Rússa grandað
Islammbad, 3. desember. AP.
AFGÖNSKU frelsissveitirnar eyðilögðu 16 sovézka olíuflutningabfla i Sa-
lang-þjóðveginum skammt norður af Kabúl i mánudag, að sögn vestrænna
sendifulltrúa. Réðust sveitirnar úr launsátri i lest sovézkra eldsneytisbfla.
Þá réðust sveitirnar á sovézka
birgðalest norðar í landinu, eyði-
lögðu um 20 flutningabíla og lögðu
hald á hluta birgðanna. Hermt er
að dregið hafi úr bardögum sovézka
innrásarliðsins og afganskra frels-
issveita síðustu vikur og er ástæðan
sú að vetur gengur nú í garð.
í síðustu viku skutu frelsissveit-
irnar niður tvær sovézkar herþyrl-
ur nærri borginni Khost. Afganski
stjórnarherinn hefur borgina á sínu
valdi en frelsissveitirnar sitja uni
hana og ráða nágrenni hennar.
Pakistönsk yfirvöld sögðu í dag
Yelena Bonner, eiginkona sovézka andófsmannsins Andrei Sakharov, með syni sínum Alexey (tv.) og tengdasyni,
Efrim Yankelovich, á flugvellinum í Mflanó eftir komuna frá Sovétríkjunum.
Sakharov sex mán-
uði í hungurverkfaDi
Róm, 3. desember. AP.
að sovézki innrásarherinn yrði að
hafa sig á brott úr Afganistan og
að finna yrði pólitíska lausn á deilu-
málum þar í landi. Fyrr gæti ekki
orðið af viðræðum Pakistana og
yfirvalda í Kabúl um ástandið á
landamærum ríkjanna.
Evrópubandalagið:
Lítil bjart-
sýni á mara-
þonfundum
Lúxemborg, 3. desember. AP.
LEIÐTOGAR ríkja Evrópu-
bandalagsins situ á maraþon-
fundum í dag og kvöld í þeirri
von að ná samkomulagi um
breytingar á stofnskrá banda-
lagsins, Rómarsáttmálanum.
Fundum var haldið áfram fram
eftir kvöldi enda þótt bjartsýni
á að niðurstaða væri ekki mikil.
SOVÉSK stjórnvöld breyttu I í hungurverkfalli til að knýja á
símskeytum og fölsuðu mynd- um það, að konu hans, Yelenu
bönd til þess að koma í veg Bonner, yrði leyft að fara til
fyrir að veröldin fengi vitneskju Vesturlanda til að leita sér
um að mannréttindabaráttu- lækninga við augnsjúkdómi sem
maðurinn Andrei Sakharov var | þjáir hana. Þessar upplýsingar
Vamarmálaráðherrar NATO:
Hollendingar
ákaft gagnrýndir
BniMsel, 3. desember. AP.
VARNARMÁLARÁÐHERRAR ríkja Atlantshafsbandalagsins gagn-
rýndu Hollendinga harðlega á fundi sínum í dag og lögðu að þeim
að endurskoða þá ákvörðun sína að hætta við að koma upp sveit 36
F-16 orrustuflugvéla, sem borið geta kjarnorkusprengjur, og birgðum
af kjarnorkudjúpsprengjum, sem varpað er úr flugvélum.
Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri bandalagsins, sagði
ráðherrana óttast að ákvörðun
hollenzku stjórnarinnar yrði að
pólitísku fordæmi. Ráðherrarnir
telja Hollendinga hafa breytt
stefnu sinni í varnarmálum ein-
hliða og lýstu óánægju sinni með
það. Job de Ruiter, varnarmála-
ráðherra Hollands, segir að
stjórnin muni ekki falla frá
ákvörðun sinni, hún hafi verið
tekin til að tryggja þingmeiri-
hluta fyrir uppsetningu 48 stýri-
flauga í landinu.
Ruiter kvaðst vona að banda-
menn þeirra sýndu skilning á
afstöðu stjórnarinnar, sem orðið
hefði að yfirstíga miklar pólitísk-
ar hindranir til að tryggja stuðn-
ing við uppsetningu stýriflaug-
anna. f þessu sambandi varð
stjórnin að hætta við áform um
að koma upp tveimur flugsveitum,
sem bera áttu kjarnorkusprengj-
ur í ófriði, og við áform um að
hollenzkar eftirlitsflugvélar bæru
kjarnorkudjúpsprengjur. Carr-
ington segir hvort tveggja mikil-
vægan hlekk í kjarnorkuvörnum
NATO og því komi ákvörðun
Hollendinga sér illa. Ekki hefur
verið ákveðið hvaða ríki taki á sig
þann lið vamanna, sem Hollend-
ingar afsala sér.
Ráðherrarnir hétu því á fundin-
um að efla hefðbundna heri sína,
að auka samstarf og samvinnu
við vopnafrarnleiðslu, og að gera
ráðstafanir til að verða ekki jafn
háðir kjarnorkuvopnum og nú.
komu fram á blaðamannafundi,
þar sem sonur Bonner kom
fram, en Bonner kom til Italíu
í gær. Hún sagði við komuna að
skilyrði fyrir ferðaleyfi hennar
hefði verið að að hún ræddi
ekki um heilsu Sakharovs, né
líf þeirra í útlegð í borginni
Gorky.
Að sögn Alexey Semyonov,
sonar Bonner, var Sakharov í
hungurverkfalli í tæpa sex mán-
uði og var hann þess vegna lagður
inn á spítala og fæða neydd ofan
í hann. Sakharov og Bonner
reyndu ítrekað að láta fjölskyldu
sína á Vesturlöndum vita af
þessu. Ekkert þeirra símskeyta,
sem þau sendu, komst óbrenglað
í hendur viðtakenda, heldur var
þeim breytt til þess að láta líta
svo út sem allt væri i himnalagi.
Bonner hefur látið í ljósi ótta
um að henni verði ekki leyft að
snúa aftur til Sovétríkjanna.
Sögusagnir eru um það í ítölskum
fjölmiðlum að Bonner muni hitta
Jóhann Pál II páfa meðan á dvöl
hennar á ftalíu stendur. Frá
Ítalíu heldur Bonner til Banda-
ríkjanna, þar sem hún gengst
undir rannsókn vegna hjarta-
sjúkdóms.
Að sögn embættismanna, sem
sitja leiðtogafundinn, gengu
samningar um breytingar á sátt-
málum „lúshægt" þar til Francois
Mitterrand, Frakklandsforseti,
hélt mikinn reiðilestur yfir leið-
togunum. Tóku hjólin þá að snú-
ast hraðar. Ætian leiðtoganna
var að semja um að hér eftir
þyrfti aðeins meirihluta til að
tillögur næðu fram að ganga, að
leggja af öll þjónustu- og við-
skiptahöft milli ríkja EB, auka
völd Evrópuþingsins, gera stjórn-
málasamstarf skyldubundið og
undirbúa að taka upp sameigin-
legan gjaldmiðil.
Ekkja Aquínos fer
fram geöi Marcos
Manfla, 3. desember. AP. *
KVEIKTAR voru brennur á götum Manfla og annarra borga,
sprengdar voru hvellsprengjur og svörtum pappírssneplum fleygt á
götum úti í mótmælaskyni við sýknun Fabians C. Ver hershöfðingja
og 25 manna annarra, sem taldir voru viðriðnir morðið á Benigno
Aquino. Ekkja Aquino, Corazon Aquino, lýsti í dag yfir framboði
sínu við forsetakosningar á Filippseyjum 7. febrúar nk.
Umfangsmiklar aðgerðir til að
mótmæla sýknun Vers og annarra
foringja í her landsins héldu
áfram í dag og m.a. voru svartar
kistur, sem á var letrað „réttar-
farið — hvíl í friði“, bornar um
götur Maníla. Þegar slökkviliðs-
menn reyndu að slökkva í bálköst-
um voru þeir grýttir og urðu
undan að hverfa.
Corazan Aquino nýtur mikils
stuðnings meðal stjórnarand-
stæðinga og vinstri hópa. Hún
segist vera „þekktust" á löngum
lista Marcosar forseta yfir and-
stæðinga hans. Hún fer ekki í
grafgötur með þá skoðun sína að
Marcos sé aðal sökudólgurinn í
morðinu á manni sínum.
Frú Aquino segist hafa boðið
Salvador H. Laurel að vera vara-
forsetaefni sitt, en hann kveðst
ekki kannast við boð af því tagi.
Laurel hefur sjálfur í undirbún-
ingi forsetaframboð.
Lögmannasamtök Filippseyja
og 11 þingmenn kröfðust þess af
hæstarétti landsins að kosning-
arnar yrðu lýstar ógildar nema
Marcos segi af sér fyrst, eins og
stjórnarskrá landsins gerir ráð
fyrir. Marcos kveðst ekki segja
af sér fyrr en sigurvegari kosn-
inganna hefur tekið við embætti.
Annað hvarflar ekki að honum
en hann sjálfur sigri.