Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Davíð Oddsson, borgarstjóri, ásamt fleiri gestum við opnum Kjar- valssýningarinnar. Kjarvalsstaðir: 21.000 manns hafa séð Kjarvalssýninguna ALLS hafa tuttugu og eitt þúsund manns séð sýninguna á Kjarvals- stöðum sem sett var upp í tilefni aldarafmælis Jóhannesar S. Kjar- vals. Fjöldi skólabarna hefur komið í fylgd kennara og hefur verið stöðugur straumur gesta frá kl. 9 á morgnana til kl. 22.00. Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um eru um 200 málverk og teikn- ingar sem spanna yfir 70 ára feril Kjarvals. Flest verkin eru fengin að láni frá einkaaðilum. Á sýningunni eru einnig ýmsir munir úr fórum listamannsins svo sem bréf, bækur, málaradót o.fl. í fundarsal er sýndur mynd- bandsþáttur um Kjarval. Sýningin er opin frá kl. 14.00-22.00. Henni lýkur 15. desember. (Fréttatilkynning) Innganga Spánar og Portúgal í Eyrópubandalagið: Akvörðun um tolla á saltfiski enn ekki tekin BRUSSEL, 2. desember. Frá Önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Morgunblaðsins. Evrópubandalagið hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um inn- flutningstolla á saltfiski eftir að Spánn og Portúgal ganga í banda- lagið um áramótin. Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, sat samninga- fund um viðbótarsamning við Ev- rópubandalagið um fríverzlunarmál í dag. Hann sagði að fulltrúar bandalagsins hefðu ekki getað svar- að spurningum um saltfisktollamál- in af því þeir vissu hreinlega ekki hvað yrði ofan á í þeim efnum. Það var ákveðið á fundinum að óbreytt ástand myndi gilda fyrstu tvo mánuði ársins á meðan Ev- rópubandalagið gerir viðbótar- samninga við hvert land vegna inngöngu landanna tveggja. Stað- fest var að sömu reglur munu gilda um innflutning á flestum sjávaraf- urðum til landanna og til annarra Evrópubandalagslanda eftir inn- göngu þeirra. Þessar reglur ná ekki til saltfisks og Þórhallur sagði, að það væri íslendingum og öðrum saltfiskútflytjendum mikið áhyggjuefni ef 25.000 tonna kvóti tekur gildi og allt að 13% inn- flutningstollur verður settur á saltfisk og 20% á saltfiskflök, sem flutt eru til Spánar og Portúgal. SVFI gefur út upp- lýsingar með korti af fiskveiðilandhelginni HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra afhenti Slysavarnafé- lagi íslands kort af fiskveiðiland- helgi íslands með margvíslegum upplýsingum um hafið umhverfis landið og lífríki þess. Slysavarnafélagið selur kortið á kr. 750,- til ágóða fyrir starfsemi sína. Einnig voru gefin út 200 tölu- sett innrömmuð kort, árituð af sjávarútvegsráðherra. Enn eru til nokkru slík kort og kosta þau 10.000 krónur. f fréttatilkynningu frá Slysa- varnafélaginu segir að talsvert hafi verið um að menn hafi sent vinum og viðskiptavinum erlendis kortið að gjöf. Þess vegna hefur félagið látið gera fjórblöðung með lýsingu á kortinu á dönsku, ensku og þýsku auk íslensku. Þar er einnig stutt samantekt um starf- semi SVFÍ. SVFÍ lætur einnig í té sérstaka hólka í gjafapappír utan um kort- in. Ráðstefnan um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum: Ekkert ákveðið um frekara samstarf norrænna þingmanna — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis ENGAR ákvarðanir hafa verið tekn- ar um frekara samstarf þeirra aðila, sem stóðu að ráðstefnunnni í Kaup- mannahöfn um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Ráðstefnan var haldin á föstu- dag og laugardag í fyrri viku og ■sóttu hana þingmenn frá öllum Norðurlöndunum, þ.á m. átta al- þingismenn. Að sögn Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar, formanns utan- ríkismálanefndar alþingis, var fyrirfram gengið frá því, að þar yrðu engar samþykktir gerðar um málið, heldur væri ráðstefnan aðeins vettvangur umræðna. Eyjólfur Konráð sagði, að í ræðu sinni á ráðstefnunni hefði hann gert grein fyrir samþykkt alþingis sl vor um stefnu íslendinga í af- vopnunarmálum. Þar er hvatt til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu. Hann kvaðst hafa Eyjólfur Konráð Jónsson lagt á það áherslu, að samningar um kjarnorkuvopnalaust svæði gætu ekki einskorðast við Norðurl- öndin, heldur yrðu þeir einnig að Fjármálaráðuneytið: Óskar eftir frestun á nauðungar- uppboði í Þörungavinnslunni Fjármálaráðuneytið hefur óskað eftir að nauðungaruppboði, sem fram átti að fara á Þörungavinnsl- unni á Reykhólum í byrjun desemb- er, verði frestað um tvo mánuði. AÐ sögn Höskuldar Jónssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- •0 INNLENT neytinu, byggist ósk ráðuneytisins á því að ríkisábyrgð er á atelkröf- unum á hendur fyrirtækiau og því hagsmunir rikissjóðs að forða fyrirtækinu frá meira tjóni en ástæða sé til. Viðræður hafi ataðið yfir við félag manna úr Austur- Barðastrandarsýslu auk þess sem sænskir aðilar hafi sýnt áhuga á rekstri verksmiðjunnar. Ekki hafi enn verið kannað til hlítar hvað fælist í tilboði hinna sænsku aðila eða hvort hægt verði að mynda félag þessara beggja aðila. Því hafi ráðuneytið óskað eftir því að ekkert verði aðhafst í uppboðsmál- um fyrr en í byrjun febrúar næst- komandi. taka til hluta af Austur-Evrópu og Sovétríkjanna. Hann sagði, að ýmsir norrænir þingmenn hefðu verið þessu sjónarmiði fylgjandi og sænskir þingmenn t.a.m. lagt áherslu á að hugsanleg friðlýsing næði til Eystrasalts. „Efst í huga þakk- læti til leitarmanna“ — segir Viggó Már Eiríksson, 20 ára, sem lenti í hrakningum á Hellisheiði eystri um helgina „MÉR ER EFST í huga þakklæti til allra leitarmanna“, sagði Viggó Már Eiríksson, 20 ára frá Hólmatungu í Jökulsárhlíð í samtali við Morgunblaðið. Viggó lenti í hrakningum á Hellisheiði eystri sl. laugar- dag er hann var þar einn á ferð á vélsleða. Villtist hann af leið þegar skyndilega gerði vonskuveður og tók þá til bragðs að grafa sig í fönn. Lét hann þar fyrirberast uns leitarmenn úr nærliggjandi sveitum fundu hann heilan á húfí um tvöleytið á sunnudag. Viggó sagðist svo frá: „Eg lagði ég að bíða eftir að veðrinu slotaði af stað frá Hólmatungu um fimmleytið á laugardag og ætlaði yfir Hellisheiði í Vopnafjörð þar sem félagar mínir biðu mín í bíl norðan við heiðina. Ég reiknaði með að verða tvo til þrjá tíma á leiðinni enda hef ég oft farið þessa leið á vélsleða. Heiðin reyndist hins vegar vera illfær og ákvað ég að skilja snjósleðann eftir neðarlega í heiðinni og fara fótgangandi. Fljótlega eftir að ég var kominn upp á heiði gerði vitlaust veður. Eg sá ekki handa minna skil, tapaði alveg áttum og lenti út af leiðinni sem ég er vanur að fara. Klukkan var farin að ganga tvö um nóttina og sá ég mér þann kost vænstan að grafa mig í fönn efst í Jökuldalnum, sem er dal- verpi út úr Fagradal. Þar ætlaði og snúa svo til baka sömu leið og ég kom. Vinir mínir biðu til miðnættist í bílnum norðan heið- arinnar en þóttust þá vissir um að ekki væri allt með felldu og gerðu lögreglunni viðvart. Ég var ekkert illa haldinn þarna í snjón- um, var vel búinn og fann lítið fyrir kulda. Hins vegar fannst mér tíminn lengi að líða og var að vonum feginn þegar ég heyrði í leitarmönnunum. Mig langar til að nota tækifærið og þakka öll- um þeim sem tóku þátt í leit- inni“, sagði Viggó Már Eiríksson. Þorvaldur Jóhannesson, sýslu- fulltrúi á Seyðisfirði var meðal þeirra sem stjórnuðu leitinni og sagði hann að leitarmenn hefðu verið alls um 70 talsins. „Laust upp úr miðnætti á laugardag var farið að undrast um piltinn og lögðu menn frá Jökulsárhlíð af stað til að svipast um eftir hon- um“, sagði Þorvaldur. „Fundu þeir brátt vélsleðann og slóð frá honum sem hvarf fljótlega. Voru þá kallaðar út björgunarsveitir frá Vopnafirði, Jökuldal, Egils- stöðum, Neskaupsstað og Seyðis- firði. Leitað var fram eftir nóttu en vonskuveður gerði leitina mjög erfiða og var gert nokkurt hlé á henni yfir hánóttina. í morgunsárið voru skipulagð- ar frekari aðgerðir og talið ráð- legt að fá senda leitarhunda frá Björgunarsveitinni Ingólfi og Hjálparsveit skáta fyrir sunnan. Flugmálastjórn brást vel við beiðni okkar og var flugvél með leitarliðið innanborðs farin í loftið þegar pilturinn fannst í Jökuldal um tvöleytið. Hafði hann stungið vasaljósi efst í snjóskaflinn til að vekja á sér athygli. Var hann nokkuð blaut- ur en hresstist fljótlega eftir að hann var komin í þurrt", sagði Þorvaldur Jóhannesson að end- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.