Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Sigurður Steinar Ketilsson, stýrimaður, við skerminn þar sem hann fylgist með því sem myndavélin góða festir á fílmu. Innrauða myndavélin sem fest er á bakborðshlið þyrlunnar. Bylting í útbúnaði björgunarþyrlu hérlendis — segir forstjóri Landhelgisgæzlunnar um innrauða myndavél í nýju þyrlunni, TF-SIF, sem kynnt var í gær HIN NÝJA þyrla Landhelgisgæzl- unnar, TF-SIF, var í gær kynnt blaðamönnum, forráðamönnum hinna ýmsu björgunarsveita, yfír- mönnum flugmála í landinu og fleiri gestum. Gafst mönnum kost- ur á að fljúga með þyrlunni og sáu þá með eigin augum hvernig inn- rauð myndavél, sem í vélinni er, og er „bylting í útbúnaði björgun- arþyrlu hérlendis“, eins og Gunn- ar Bergsteinsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, orðaði þa j í gær, virkar. Þyrlan er af ge.ðinni SA 365 N Dauphin II. Hún er frönsk, frá Aerospatiale. Þess má geta að bandaríska strandgæslan hefur nú tekið í notkun 96 þyrlur eins og þessa. Nefnd innrauð myndavél skynjar af mikilli nákvæmni mismunandi hitaútgeislun hluta og gerir þar með áhöfn þyrlunnar mögulegt að greina ýmsa hluti þótt í myrkri eða slæmu skyggni sé. Sem dæmi má nefna að í 500 feta hæð á að vera hægt að sjá mann í sjónum hálfa sjómílu á hvert borð og % sjómílu fram- undan hvort sem er að nóttu eða degi. Hin nýja þyrla, TF-SIF, á flugi í gær. Morgunblaftið/Árni Sæberg Gunnar Bergsteinsson sagði m.a. er hann kynnti vélina: „TF-SIF er tæknilega mjög full- komin. í stað málma er notað mikið af trefjaefnum sem gera hana léttari, sterkari og auðveld- ari í viðhaldi. Hönnun stélhluta hennar, sem er talsvert frá- brugðin því sem gerist á þyrlum yfirleitt, gerir flugmanni kleift að hafa fulla stjórn á þyrlunni þótt stélskrúfa bili ef flughraða er haldið ofan við visst lágmark og má þá jafnvel lenda henni á flugbraut eins og venjulegri flug- vél.“ í máli Gunnars kom ennfrem- ur fram að hámarksþungi þyrl- unnar er 4.000 kg. en lyftigeta 1.600 kg. Þyrlan er knúin tveimur 700 hestafla hreyflum, sem gefa hámarkshraða 320 km á klst., en hagkvæmasti hraði er um 250 km á klst. Flugþol á hagkvæm- asta hraða er 4 klukkustundir og 15 mínútur. f almennu farþegaflugi flytur þessi gerð af þyrlum 12-13 far- þega en í útfærslu Landhelgis- gæzlunnar getur hún flutt átta farþega eða fjórar sjúkrabörur ásamt lækni. Annar sjúkrabún- aður er súrefnistæki, hitakassi fyrir ófullburða börn og skyndi- hjálpartaska, sem er gjöf Rauða kross íslands, en Borgarspítali mun annast viðhald hennar. Slysavarnafélagið færði Gæzl- unni í gær súrefnistösku að gjöf, sem vera á í vélinni. í áhöfn þyrlunnar eru 3-4 menn eftir atvikum. Þeir sem flugu í gær voru Páll Halldórsson, yfirflug- stjóri Landhelgisgæzlunnar, og Benoný Ásgrímsson, flugstjóri. Auk þeirra var í áhöfninni Sig- urður Steinar Ketilsson, stýri- maður, sem stjórnaði myndavél- inni góðu. Á þyrlunni er björgunarspil, vörukrókur og neyðarflot. Ef nauðsyn krefur er hægt að losa eldsneyti á flugi til að létta þyrluna. Gunnar sagði þyrluna útbúna venjulegum flugleiðsögutækjum, mjög fullkomnu Loran-C stað- setningartæki og radar með lita- skjá, þar sem kalla má fram ýmsar upplýsingar auk radar- myndar. „Doppler-tæki gerir flugmönnum þyrlunnar kleift að halda henni stöðugri yfir ákveðn- um stað án viðmiðunar við um- hverfið. Frá þyrlunni er einnig hægt að skjóta upp blysum á flugi til þess að lýsa upp björgun- arsvæði eða lendingarstað," sagðiforstjórinn. Það var 22. júní í fyrra sem dómsmálaráðherra, Jón Helga- son, og Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu kaupsamning að þyrlunni. Afgreiðslutími var áætlaður 14 mánuðir, en af- hendingu þyrlunnar seinkaði vegna erfiðleika við að losna við truflanir, sem fram komu á miðunartækjum, þegar gengið var frá öðrum radíóbúnaði. Þyrl- an var afhent 7. nóvember sl. í Marignane í Suður-Frakklandi. Tólf dögum síðar kom hún til Reykjavíkur og var þá strax hafist handa við að koma fyrir þeim útbúnaði, sem úr henni hafði verið tekinn áður en lagt var upp í flugið til íslands. Þyrl- an hefur nú þegar farið í eitt sjúkraflug. i í k | n NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397* 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SlMI 96-25004 Margt smátt gerir eitt stórt fyrir PC einkatölvur á aðeins kr. 15.300.— Multifunction card Okkar þekking í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN SE Innifalið í verði: ★ Minnisstækkun í 640 K ★ 2 hliðtengi (Parallel) ★ 1 raðtengi (Serial) ★ Klukka Gefur möguleika á: ★ P SPOOL ★ Ramdisk ísetning ef óskað er f I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.