Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Systir okkar, INGA HANSEN, lést í Fredriksberg Hospital, Kaupmannahöfn, sunnudaginn 1. desember sl. Halldóra Jónsdóttir, Sveinn Jónsson, Sigtryggur Jónsson, Garöar Jónsson. t Maðurinn minn og faöir okkar, EYJÓLFUR GRÍMSSON, Laskjarhvammi, Laugardal, Árnaasýslu, er látinn. Áslaug Eyjólfsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Björgólfur Eyjólfsson. t Faðir okkar, ÓLAFUR DAVÍÐ VILHJÁLMSSON, Stórholti 24, Roykjavfk, andaðist 2. desember. Sigríóur Björg Ólafsdóttir, Oddgeir Ólafsson. t GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, fré Húsavík, er látin. Dætur hinnar látnu. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, HALLDÓR ÓSKAR ÓLAFSSON, siglingafræðingur, Reynimel 80, veröur jarösunginn frá Oómkirkjunni fimmtudaginn 5. desember kl. 13.30. Helena Svanhvít Siguróardóttir, Siguróur Ó. Halldórsson, Ester Tryggvadóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Guörún Ása Brandsdóttir, Sigríóur Halldórsdóttir, Brynjólfur Guðbjörnsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Oddur Gunnarsson, Bjarni Ó. Halldórsson, Erna Böövarsdóttir og barnabörn. t Móöir okkar PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Reykjadal, Hrunamannahreppi, lést 26. nóvember. Minningarathöfn veröur í Hrunakirkju laugar daginn 7. desember kl. 13.30. Jarösett veröur í Reykjadal. Börn og fjölskyldur. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR GEIRSDÓTTUR, Barónsstíg 49, veröur gerö frá Fossvogskirkju á morgun fimmtudaginn 5. desember kl. 13.30. Jóhanna Siguröardóttir, Kristinn Á. Guðmundsson, Ólafur Á. Sigurósson, Kristín Guðjónsdóttir og barnabörn. t JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Ekru, Efstasundi 43, sem andaðist 26. nóvember, veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 5. desember kl. 15. e.h. Guöbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Þorgerður Jónsdóttir. Minning: Agústa Thorberg Fædd 16. desember 1919 Dáin 25. nóvember 1985 Ágústa Thorberg lést í Vífils- staðaspítala hinn 25. nóvember sl. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða og kom fráfall hennar því eigi á óvart. Ágústa fæddist á ísafirði. For- eldrar hennar voru hjónin Magnús Thorberg simstjóri þar og Kristín Magnúsdóttir. Magnús faðir Ágústu var bróðir Helga Helga- sonar verslunarstjóra hjá Jes Zimsen. Móðir þeirra Magnúsar og Helga var náskyld Bergi Thor- berg landshöfðingja, þau voru bræðrabörn. Þaðan er Thorbergs- nafnið komið. Kristín, móðir Ágústu, var syst- ir Magnúsar Magnússonar, skip- stjóra og útgerðarmanns í Reykja- vík. Hann var kunnur íþrótta- og atgervismaður. Magnús Thorberg var einn í hópi fjögurra íslenskra símritara, þeirra er fyrst lærðu þau störf. Voru þeir félagar sendir utan fyrir atbeina stjórnvalda og kostaðir til náms þá er Landssími íslands hóf starfsemi sína. Magnús og Gísli Ólafsson, síðar símastjóri, luku saman prófi í grein sinni vorið 1906 i Kaupmannahöfn. Frá ísafirði fluttist Ágústa með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur. Þar var stofnað glæsilegt heimili og gestum og gangandi fagnað af rausn. Fráfall Magnúsar Thorberg var fjölskyld- unni þungt áfall er hann lést langt um aldur fram. Ágústa var yngst systkinanna og mjög hænd að föður sínum. Kristín var skap- festukona, djörf og dugmikil og lét ekki bugast, en hélt hópnum sam- an. Fjöldi Reykvíkinga minnist Kristínar Thorberg frá árum þeim er hún sat í Iðnó og afgreiddi aðgöngumiða að sýningum Leik- félags Reykjavíkur af festu og myndarskap. Þar vann hún meðan kraftar leyfðu og var starfið henni kært, þótt erilsamt væri og oft á tíðum vanþakklátt. Kristín Thor- berg naut virðingar leikara og leikhúsgesta. Starfsemi Leikfélagsins í Iðnó setti mikinn svip á bæjarlifið á uppvaxtarárum Ágústu. Þar var hún tíður gestur og heimamaður, bæði í salnum og á bak við tjöldin. Þar hefir e.t.v. fæðst með henni heimsborgarinn, sem fylgdi henni alla tið. Það var fallegt og glatt á hjalla í Miðstrætinu á æskuárum Ágústu og gaman að lifa og alast þar upp. Þaðan var stutt til allra átta og Gústu litlu allir vegir færir. Svo lá leiðin i Landakotsskól- ann. Skólataskan var þung, en lundin létt og Bibliusögurnar á dönsku. Ágústa var óvenjunæm á erlend tungumál. Það var henni leikur einn að læra þau. Margur t Faöir okkar, afi og sonur, PÉTUR VALDIMARSSON, Hraunsholti, Garöabæ, veröur jarösunginn fimmtudaginn 5. desember frá Garöakirkju Álftanesi kl. 13.30. Guömundur H. Pétursson Hrönn Pétursdóttir, Hildur Pótursdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir, Sigríöur S. Guöbjörnsdóttir, Bírgir Guömundsson, Rúnar Loftsson, Valdimar Pétursson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR fré Borgarfiröi Eystra, veröur jarösungin frá Lágafellskirkju miövikudaginn 4. desember kl. 14.00. Ragna Valdimarsdóttir, Björn Ingibjartsson, Halldór Valdimarsson, Siguröur Valdimarsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, STEINUNNAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR, Hæöargaröi 22. Jón Rósmundsson Rósmundur Jónsson, Guörún Chitow, Garöar Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Bergþóra Bergþórs, William Chitow, Sigríóur Johnsen, Sigrún Kjartansdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR J. GUÐMUNDSDÓTTUR, Bjargarstíg 7, Reykjavík. Þökkum einnig læknum og starfsfólki á deild 13 D, Landsspítala og starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund færum viö sérstakar þakkir. Börnin. langskólagenginn málamaður undraðist orðaforða hennar og leikni. Kristín Thorberg tók þá ákvörð- un að senda augasteininn sinn til Danmerkur. Þar, í Kaupmanna- höfn, var Margrét, elsta dóttir Thorbergshjónanna, búsett og gekk Ágústa þar í verslunarskóla. Lagði hún aðallega stund á vélrit- un og málanám og fleira tilheyr- andi þeim fræðum. Fékk hún ágæta einkunn. Um þá forfrömun sína var hún ekki margorð, en seinna kom í ljós, að sú ferð var ekki erindisleysa. Eftir það var brautin bein. Ágústa Thorberg var þekkt sem einn ágætasti vélritari bæjarins. Fljótlega eftir heimkomuna fékk hún vinnu hjá hinu þekkta versl- unarfyrirtæki Heildverslun Garð- ars Gíslasonar. Þá var Ágústa Thorberg komin heim. Þeim sem muna eftir rödd ungu stúlkunnar sem svaraði hjá Garðari fer nú fækkandi. Forstjóri og starfsmenn fyrirtækisins minnast hennar, róma störf hennar, tryggð og vin- áttu. Ég held að þeir tímar hafi verið hamingjudagar í lífi hennar. Eftir heimsstyrjöldina sigldi Ágústa til Kaupmannahafnar og gerðist starfsmaður Eimskipafé- lags Islands. Varð hún fljótlega ritari hjá Jóni Guðbrandssyni sem hún mat afar mikils alla tíð. ófáir eru þeir íslendingar sem nutu drengilegrar fyrirgreiðslu hennar i Kaupmannahöfn. Kom þá í góðar þarfir þekking hennar á borginni, mönnum og málefnum. Veru sinnar í Kaupmannahöfn minntist hún oft með orðunum „dejlige Danmark“. Náin kynni tókust með okkur þegar Ágústa hóf ritarastörf hjá frú Teresíu Guðmundsson veður- stofustjóra í maímánuði 1951. Áð- ur höfðum við þekkt og oft kom hún til okkar systra og móður okkar á Ljósvallagötu 8 og á því mannmarga heimili vantaði aldrei áhugasama áheyrendur, og eftir- sóttur gestur var hún og vinsælar sögur hennar og hressilegir hlátr- ar. Það kom strax í ljós er Ágústa hóf störf á Veðurstofu íslands að hún var mjög vel verki farin og samvinnuþýð. Vann hún sér fljótt vináttu samstarfsfólks og yfir- manna. Það ríkti góður andi og velvild á vinnustaðnum. Auk rit- arastarfa hjá veðurstofustjóra stundaði Ágústa ýmis önnur störf svo sem símavörslu. Enn i dag minnast starfsmenn Veðurstof- unnar margra góðra stunda er þeir nutu með henni. Ágústa vann 5 ár á Veðurstofunni. Eftir að Ágústa hætti störfum á Veðurstofunni réðst hún til Hrafns Jónssonar í fyrirtæki hans í Brautarholti 22. Þar sem annars staðar vann hún störf sín af trú- mennsku, starfsgleði og húsbónda- hollustu. Auk þeirra starfa sem nefnd hafa verið vann Ágústa um skeið hjá Ragnari Jónssyni veitinga- manni. Ragnar og fjölskylda hans öll reyndust henni traustir vinir. Kom það best í ljós er hún þurfti hvað mest á vináttu og aðhlynn- ingu að halda. Systkini Ágústu eru Helga, Rannveig og Magnús. Margrét, sem var elst þeirra systkina, lést fyrir allmörgum árum. Með kærri kveðju. Birna Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.