Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1985 45 Sykurlaust appelsínu-kók? SYKURLAUST appelsínu-kók?! Nei, ekki er það nú svo að ný gos- drykkjartegund sé komin á markaðinn hér á landi. Svo gætu menn þó haldið þegar þeir reka augun í flöskuna lengst til vinstri á með- fylgjandi mynd — en hinar tvær eru með öllu eðlilegar. Svo bar við þegar starfsmenn Olís í Grafarvogi týndu appelsín upp úr kössum á dögunum að við þeim blasti undarleg sjón. Sykur- laust appelsín frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í kókflösku með appelsínmiða! Snúið ef til vill, en á auðvitað sinar skýring- ar. „Okkur fannst þetta svo fynd- ið að við stilltum flöskunni upp til sýnis fyrir gesti og gangandi," sagði Jóhannes Bachmann starfsmaður Olís (á myndinni) er blaðamaður ræddi við hann. Ekki kunni Jóhannes skýringu á þessu með flöskuna en Lárus Berg hjá ölgerðinni sagði að hér væri auðvitað um mannleg mis- tök að ræða: „Þetta getur nátt- úrulega alltaf komið fyrir. Við erum með menn sem tína úr flöskur sem ekki á að tappa á — en það kemur fyrir annað slagið að þær sleppa í gegn. Við tínum þær þá úr þegar þær koma úr átöppunarvélinni en þessi hefur bersýnilega slæðst alla leið í gegn." Holti, Eyjafjöllum: Fimmvöröu- háls enginn leikvöllur til skemmtiferða að vetri Holti, 2. deuember. AÐ KVÖLDI sunnudags barst Flug- björgunarsveit Austur-Eyjafjalla hjálparbeiðni frá lögreglunni á Hvolsvelli. Saknað var þriggja manna, sem lagt höfðu af stað yfir Fimmvörðuháls frá Skógum á laug- ardagsmorgun og ætluðu að koma niður í Þórsmörk. Alls höfðu 6 manns, þar af 12 ára unglingur, lagt af stað, en tveir með unglingnum snúið við á heiðinni hjá Skógá og komið til baka á laugardagskvöld. f hóp með Flugbjörgunarsveit- inni, sem fór á tveimur bílum, komu björgunarsveitarmenn frá slysavamadeild Dagrenningar á 4 bílum. Þegar upp á Fimmvörðu- háls kom var þar algjörlega ófært. Veðurofsi og kafaldsbylur. Björg- unarsveitarmönnum var ekki fært úr bílnum og fuku bílarnir oft sinnis til. Tóku þeir þá það ráð að bíða af sér mesta ofsann í skjóli í nokkra klukkutíma og komust síðan við illan leik alla leið upp í skála sveitarinnar efst á hálsinum. Þar voru þeir, sem leitað var, í góðu yfirlæti. Baldvin Sigurðsson í Eyvindar- hólum, formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar, taldi að marggefnu tilefni að rétt væri að íhuga að banna ferðir yfir Fimmvörðuháls að vetri, alltjent varaði hann mjög við þeim ferðum. Þessi leið væri hættuleg og veðrin þar viðsjár- verð. Eyfellingar teldu Fimm- vörðuháls engan leikvöll til skemmtiferða að vetri. Fréttaritari BOSS KEIMUR FYRIR KARLMENN Clara Laugavegi 15 — Sævar Karl Ólason — Snyrti- vörubúðin Glæsibæ — Elín Hafnarfirði — Rakara- stofan Suðurlandsbraut 10 — Apótek Keflavíkur. Gerður Ævisaga myndhöggvara eftir Elínu Pálmadóttur Æviferill Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara, var stórbrotinn. Leið hennar til heimsfrægðar, úr Handfða- og myndlistaskóla Lúðvfgs Guðmundssonar til Flórens og Parísar var bæði örðug og grýtt. Erfið einkamál áttu þar hlut að máli. Nánasta vinkona Gerðar, Elfn Pálmadóttir, segir hér sögu hennar af ástúð, virðingu og mikilli hreinskilni. Þetta er áhrifamikil og vel rituð saga um stórbrotinn æviferil mikillar listakonu, sem lést árið 1975, langt fyrir aldur fram. ----------- N Stokkseyrí: Tveir togarar fengnir til að veiða þorskkvóta báta Hraðfrystihússins Selfossi, 27. nóvember. Hraðfrystihús Stokkseyrar hefur fengið tvo togara, Sléttanes frá Þingeyri og Runólf frá Grundar- firði, til að veiða 300 tonna þorsk- kvóta báta Hraðfrystihússins, sem verið hafa í klössun á árinu. Þessi afli mun ásamt öðru halda frysti- húsinu gangandi fram í miðjan de- sember. Aflanum úr togaranum er ekið frá löndunarstað, úr Hafnarfirði þar sem Sléttanesið landar og frá Grundarfirði úr Runólfi. Til þessa ráðs var gripið þar sem ljóst var að bátarnir næðu ekki þessum afla á árinu. Þeir Einar Páll Bjarnason og Einar Sveinbjörnsson hjá Hrað- frystihúsinu sögðu, að þeir fengju 25 tonn úr hverri veiðiferð hjá Runólfi og hvor togari mundi veiða 150 tonn af þorski. Hagræðið af þessu sögðu þeir vera möguleika á að jafna vinnsluna og halda stöð- ugri atvinnu fram í miðjan des- ember. Á þessu ári hefur Hraðfrysti- húsið tekið á móti 4.262 tonnum. Til samanburðar má nefna að 1984 var tekið á móti 4.500 tonnum, 1983 5.767 tonnum og 9.140 tonnum 1982. Það eru 7 bátar sem leggja upp afla í Hraðfrystihúsið auk eins báts sem bættist við á humarver- tíðinni. „Við höfum fundið fyrir því í haust að togarinn er horfinn," sagði Einar Páll. „Á meðan hans naut við var hægt að miðla fiski og halda jafnri vinnu." Togarinn Bjarni Herjólfsson var seldur á uppboði fyrr á árinu og með honum fór 3.200 tonna kvóti sem skiptist jafnt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Mestum hluta aflans sem tekið er á móti á Stokkseyri er ekið frá Þorlákshöfn, um 4.000 tonnum það sem af er árinu. Fyrir þunga- skattshækkunina var kostnaður á hvert ekið tonn 550 kr. en eftir hækkun er gert ráð fyrir að kostn- aðurinn verði 600 krónur á hvert tonn. Einar Sveinbjörnsson sagð- ist gera ráð fyrir því að kostnaður vegna aksturs með afla yrði ekki undir 3 milljónum á árinu og heild- arkostnaður vegna aksturs hjá Hraðfrystihúsinu á þessu ári gæti farið upp í 5—6 milljónir. „Þetta er mikill aðstöðumunur miðað við þá sem geta tekið aflann beint upp af hafnarbakkanum," sagði Einar Páll, „en þetta breytist mikið með brúnni yfir Ölfusárósa." „Það er óhætt að segja að afkom- an er slærn," sagði Einar Páll um rekstur hússins. „Það er verst hvað framleiðslan gefur lítið af sér. Gengið er fast og innlendur kostn- aður hækkar hráefnið, laun og umbúðir. Það eru þessar kostnað- arhækkanir sem eru að stöðva okkur. Ljósi punkturinn í þessu er þó sá að nú má taka afurðalánin í dollurum í stað þess að vera bundinn við SDR,“ sagði Einar Páll Bjarnason. Hraðfrystihúsið er stærsti og nánast eini vinnuveitandinn á Stokkseyri með um 100 manns á launaskrá við vinnu í húsinu. Sig. Jóns. Aðventukvöld í Laugagerðisskóla Borg. Miklaholtshreppi. 2. desember. í GÆRKVÖLDI var aðventukvöld í Laugagerðisskóla. Séra Hreinn Hákonarson, sóknarprestur í Söð- ulsholtsprestakalli, sá um undir- búning þess og stjórnaði því. Mikill fjöldi fólks víðs vegar úr prestakallinu mætti á þessu að- ventukvöldi, sem f alla staði var hið ágætasta. Fjölbreytt dagskrá var og veit- ingar rausnarlega fram bornar án endurgjalds frá konum í Eyjahreppi. Dagskrá kvöldsins var þannig, að séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur á Staðarstað, sýndi helgimyndir og sagði nokkuð frá dvöl sinni í Finnlandi, þar sem hann daldist síðastliðinn vetur. Þorvaldur Halldórsson, guðfræðinemi, flutti talað mál og söng mikið við mikinn fögnuð áheyrenda. Daníel Jónsson, bóndi á Dröng- um, las frumsamda sögu. Bland- aður kór úr prestakallinu söng undir stjórn Maríu Eðvarðsdótt- ur. Þá flutti sóknarprestur ritn- ingarlestur og bæn. Veður var hið ákjósanlegasta og vegir eins og á sumardegi. Tunglið óð í skýj- um og lýsti okkur vel í húmi kvöldsins. Páll Nú ercáfn tækifærí • • • Ný snið — ný efni og litir KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 sí m 123509 Næg bílastæði KÁPUSALAN AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 88 SIMI 96-25250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.