Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR4. DESEMBER1985 3 Þetta er dulbúin baun. Vlð köllum hana JARÐHNETU af því að hún vex ofan I jörðinni. Carter gamli ræktaði heilmikið af þessum indælu hnetum. Sennilega vegna þess að þær eru fullar af eggjahvitu, steinefhum og vítamínum. Úr jarðhnetum er hnetu- smjörið unnið. Þetta er því hin gagn- legasta baun! VALHNETAN er upphaflega ættuð úr Persíu og svæðum við Kaspíahaflð. Hún er auðug af hollri oliu og ýmsum steinefnum. Á dimmum, löngum vetrarkvöldum er þjóðráð að draga fram hnotubrjótinn og spá í skamm- degið og skurnina... HESLIHNETAN vex um alla Evrópu. „Súkkulaði með hnetum" er búlð til úr heslihnetum. Það er líka búið áður en þú veist af. En heslihnetan er næringarrik með endemum, auðug af steineöium, kalki, jámi og E víta- míni. PEGAN-HNE'njRNAIt vaxa á háu tré víðsvegar í Norður-Ameríku. Kjarni þeirra líkist valhnetukj arna en bragðið er allt öðruvísi. Nafnið er komið úr indíánamáJi og þýðir „hörð skel“. Núna hefur tekist að rækta pecan-hnetur með mjúkri skel. Þú ættir því að komast auðveldlega að kjarnanum. Hann inniheldur A, B og C vítamín og mörg steinefni. RISTAÐAR PISTASÍUR eru mesta hnossgæti. Þær eru pínulitlar, dýrar en stútfullar af næringarefnum. Mið- austurlensk matargerðarlist byggir mikið á pistasíum. Þær eru líka ómissandi i paté. Pistasíurnar eru ræktaðar á Miðjarðarhafssvæðinu og vinsælar um allan heim. KASTANÍÖTRÉÐ er ein stærsta trjá- tegund sem vex í Evrópu. Nafn sitt dregur það af spænsku borginni Cast- anis. Kastaníurnar eru gjarnan borð- aðar ristaðar, einnig malaðar og jafn- vel sykurhúðaðar að frönskum sið „marron glacés“. í öllum góðum ev- rópskum borgum má að vetrarlagi sjá skemmtilega karla sem selja rist- aðar kastaníur úr stórri kolapönnu. SÓLBLÓMIÐ getur náð um 4 metra hæð. Það er því ekki mjög hentugt I blómvendi. Sólblómafræin eru hins vegar einkar hentug I munni og maga. Þau eru mjög næringarrík og sólbómaolían er ein sú hollasta og besta til matargerðar. PAPAHNETAN vex villt. En ef þú vilt parahnetu þýðir lítið að fara út í skóg að tína. Parahneturnar vaxa nefhilega 12—15 saman inni í ann- arri hnetu sem líkist mjög kókos- hnetu. Það er ekki fyrr en hneturnar eru þroskaðar sem hnetan sú arna fellur til jarðar. Ef þér flnnst þetta ruglingslegt getur þú komið í Heilsu- húsið, þvi við erum biiin að brjóta málið ... til mergjar. MÖNDLURNAR eru ættaðar úr litlu Asíu. Núna vaxa þær í kringum Mið- jarðarhaflð og vestur í Kaliforniu. í þessum heimshlutum miða menn vorkomuna ekki við lóima, heldur bleik blóm möndlutrjánna. Olíablóm- anna og mandlanna sjálfra er mikið notuð í andlitskrem og sápur. Marsi- panið gómsæta er líka búið til úr möndlum. CASHEW-HNETAN er af sígrænu tré sem vex í Suður-Ameríku, Indlandi og Afríku. Hún er eins og nýra í laginu og mjög bragðmild. Þar sem hnetan er fágæt og dýr, er oft ódýrara að kaupa hnetubrot. Cashew-hnetan er auðug af eggjahvítu, kalki og járni, einnig A-vítamíni. FURUHNETUR eru fengnar úr köngl- um vissra furutegunda. Þær þarf að geyma í nokkurn tíma til að losna við terpentínubragðið. Sterkt furu- bragð er þeirra sérkenni. Furuhnet- urnar eru vinsælar í alls konar mat, t.d. í bragðmikla hrísgrjónarétti. í þeim er mikið af eggjahvítu, olíu og steinefhum. GRASKERSFRÆ hafa töluvert verið Nú er Heilsuhúsið fúllt afhnetum. Afgreiðslufólkið er í hátíðarskapi og viðskiptavinirnir falla kylliflatir Úrrir hverri freistingunnl af annarri. 8umir kaupa kryddið i Jólábáksturinn, aðrir ósvikna kryddblöndu í glöggið. Margir gera vettvangsrannsókn oghafa á brott með sér jógúrt-húðaðar rúsínur, kandís með þræði og þurrkaða ávexti til hliðsjónar. notuð til náttúrulækninga Þau eiga rætur að rekja til Asíu og Ameríku. í þeim er karótín, B-vltamín og mikið af járni og sinki. Er það nokkur hæfa að slíkt magn af góðgæti fáist á elnum stað? Og það í miðborg Reykjavíkur? Varla, en jólin eru nú bara elnu sinni á ári. Þá er um að gera að njóta lífsins eftir bestu getu, gera vel við sjálfan sig og aðra. Betri og hollari kveðju en jólakörfu með góðgæti frá Hellsuhúsinu getum við ekkl hugsað okkur. eilsuhúsið Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavík. ÖSA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.