Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Verslunareigendur í Hagkaupshúsinu fjölmenntu sl. laugardag I Kríngluna og skoóuðu þann hluta byggingarinnar sem risinn var og hlýddu m.a. á arkitekt hússins segja frá útliti og nánasta umhverfi. Verzlunareigendur skoðuðu fram- kvæmdir í Hagkaupshúsinu FUNDUR var haldinn med verslunareigendum þeim, sem keypt hafa hús- nædi í hinu nýja Hagkaupshúsi viö Kringluna, sl. laugardag. Skýrt var frá framkvæmdum, útliti og umhverfi byggingarinnar auk þess sem gestir gengu um þann hluta sem búið er að reisa. Byrjað var á verkinu í júní sl. og er áætlað að verktakinn, Byggðaverk, skili byggingunni i nóvember 1986. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að versla þar í apríl 1987, að sögn Sigurðar Sigur- jónssonar forstjóra Byggðaverks. „Við erum með 60 manna starfs- lið í byggingu Hagkaupshússins, en það er um 60% af mannafla fyrirtækisins. Aðrir starfsmenn eru í ýmsu öðru svo sem í byggingu Mjólkursamsölunnar og í fjölbýlis- húsi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem verið er að reisa í nýja miðbænum fyrir aldraða verslunarmenn. Þá erum við að reisa nýja dreifingastöð í Garðabæ fyrir Þykkvabæjarkartöflur auk annarra smærri verkefna," sagði Sigurður. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri, sagði í samtali við blaðamann að húsið yrði alls 28.000 fermetrar en þó væri aðeins fyrirhugað að selja 11.000 fer- metra nú. „Alls hafa 7.500 fermetr- ar eða 35 verslunareiningar nú selst en ætlunin er að selja sem svarar 50 verslunareiningum og er áætlað að starfsemi hefjist samtímis í þeim öllum. Frá því að byrjað var að reisa húsið hefur sala aukist mjög í húsinu, en menn héldu að sér höndum i fyrstunni. Ætlunin er að kalla eigendur húss- ins saman við og við til að leyfa þeim að fylgjast með framkvæmd- unum. Þetta er raunar í annað sinn sem við höldum slíkan fund en sá fyrri var fyrir þremur mánuðum." Hrafnkell Thorlacius, arkitekt byggingarinnar, skýrði teikningu hússins út fyrir fundargestum. Hann sagði að alls yrðu fimm inngangar, meðai annars af bíla- stæðum, sem verða um 1.300 tals- ins vestan við húsið á tveimur og þremur hæðum. Göngugötur munu liggja endilangt eftir báðum hæð- um. Gert er ráð fyrir miklum gróðri á göngum, jafnvel háum trjám sem ná á milli hæða, en opið verður á milli þeirra að nokkru leyti. „Ætlunin er að skapa persónu- legt umhverfi í björtu og hlýju umhverfi. Á milli suðurenda Hag- kaupshússins og Borgarleikhúss- ins verður útitorg sem tengist þessari miklu verslunarbyggingu. I byggingunni er gert ráð fyrir þremur veitingastöðum og verða þeir væntanlega allir í suðurenda hússins, með glerskálum, sem snúa munu út á torgið. Nýr föstuhökull gef- inn Þingvallakirkju Haraldur Arngrímsson í dyrum vereiunar sinnar. FJÖLMENN hátíðarguðsþjónusta var haldin si. sunnudag í Þingvalla- kirkju. Einar Sigurðsson annaðist orgelleik og sóknarprestur, séra Heimir Steinsson, predikaði og þjónaði fyrir altari. Við guðsþjón- ustuna var vígður og tekinn í notk- un nýr messuhökull, sem ætlaður er til notkunar á fostu. Höklinum fylg- ir stóla og altarisdúkur. Börn og tengdabörn hjónanna Einars Halldórssonar og Guð- rúnar Sigurðardóttur á Kárastöð- um gáfu Þingvallakirkju messu- klæðin. Einar fæddist á Heiðarbæ í Þingvallasveit árið 1883, en föð- urætt hans hafði búið á Skála- brekku kynslóð eftir kynslóð. Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Hrauntúni í sömu sveit árið 1892. Þau Einar og Guðrún gengu í hjónaband 1. nóvember árið 1912 og bjuggu nær allan sinn búskap á Kárastöðum. Þau áttu ellefu börn. Einar gegndi ýmsum trúnaðar- störfum um dagana. Var hann m.a. organleikari Þingvallakirkju um hríð og hreppstjóri í Þingvalla- hreppi í aldarfjórðung. Sá sterki stofn fólks úr Þingvallasveit, sem að þeim Einari og Guðrúnu stóð, stendur enn styrkum rótum í sveit- inni. Núverandi bóndi á Kárastöð- um, Helgi Guðbjörnsson, er sonar- sonur þeirra hjóna. Helgi er hrepp- stjóri sveitarinnar eins og faðir hans og afi voru. Eiginkona Helga er Þóra Einarsdóttir. Aðalfundur Þingvallasafnaðar 1985 var settur í kirkjunni að loknu messukaffi á prestssetrinu á Þing- völlum á sunnudaginn. Þar bar á góma nauðsyn þess að færa predik- unarstól Þingvallakirkju í upp- haflegan búning, en hann er nú liðlega þriggja alda gamall. I lok safnaðarfundar fór fram kosning sóknarnefndar samkvæmt nýjum lögum um tilhögun þeirra mála. Kjörin voru þau Sveinbjörn Jóhannesson, Heiðarbæ I, Ingólfur Guðmundsson, Miðfelli, og Guðrún Kristinsdóttir, Stíflisdal. Guð- mann Ólafsson á Skálabrekku hefur setið í sóknarnefnd um þriggja áratuga skeið og var hann lengst af þess tíma meðhjálpari og hringjari við kirkjuna jafn- framt. Guðmann lætur nú af störf- um, en aðstoðar enn við endur- skoðun kirkjureikninga. Hann var af sóknarpresti kært kvaddur á fundinum, en nýir menn boðnir velkomnir til starfa. (flr fréttalilkjnninjfu) Selfoss: Fyrsta jólatréð komið upp Selfoesi, 1. deaember. FYR8TTA jólatréð var sett upp á Selfossi nokkrum dögum fyrir mán- aðamótin. Það var verslunin Blóma- hornið sem reið á vaðið og skóp um leið ákveðna stemmningu með jóla- Ijósunum við inngang verslunarinn- ar. Haraldur Arngrímsson verslun- armaður og eigandi Blómahorns- ins er enginn eftirbátur annarra blómaverslana hvað það snertir að hafa á takteinum allt sem þarf til skreytinga þegar aðventan nálgast. Og til þess að þjónusta fólkið nógu vel og gera útivinnandi húsmæðrum, sem hafa í mörg horn að líta, og öðrum kleift að njóta þess sem í boði er hefur hann verslumna opna alla daga til jóla frá kl. 9 að morgni til 9 að kveldi. Þetta sagði hann hafa komið til fyrir nokkrum árum og fólk kynni vel að meta þetta. í kaupbæti býður hann, og kona hans Klara Sæland, svo upp á munngát i skál um leið og varan er rétt yfir borðið. Sig. Jóns. Etlum að stand- ast samkeppn- ina með gæðunum — segja Gunnar Steinn Pálsson og Hörður Sigurðarson eigendur nýs bókaforlags, sem ber heitið „Nótt“ BÓKAÚTGÁFAN „Nótt“ er nú að senda frá sér sinar fyrstu bækur, en forlagið var stofnað sl. sumar og er til húsa á Laugavegi 145. Eig- endur þess eru Gunnar Steinn Pálsson og Hörður Sigurðarson. Bæk- urnar eru fjórar talsins og allt skáldsöguþýðingar og fást þær einnig sem kiljur: „Merki Samúræjans", „Hrossakaup", „Hörkutól stíga ekki dans“ og „Minningar einnar sem eftir lifði“. „Mörgum .hefur þótt þetta mikil bjartsýni hjá okkur að ætla út í þessa hörðu samkeppni sem er á milli bókaforlaganna, en við höfum hugsað okkur að standast samkeppnina fyrst og fremst með gæðunum," sögðu þeir Gunnar Steinn og Hörður í samtali við blaðamann. „Við hyggjumst leggja ofurkapp á markaðssetningu, útlit bókanna, höfunda, þýðendur og auk þess ætlum við að fara óhefðbundnar leiðir í auglýsingum sem að mestu byggist upp á því að við tökum gagnrýni upp úr blaða- dómum. öll bókaforlög verða að hafa vissan bókmenntametnað til að réttlæta tilveru sína. Þó skiptir rétt markaðssetning ótrúlega miklu og hefur það oft komið fyrir að góðar bækur hafa ekki selst, fyrst og fremst vegna lé- legrar markaðssetningar. Við höfum fengið góða þýðendur til samstarfs og ætlum við okkur einnig að vinna með innlendum höfundum í framtíðinni. Bókaút- gáfa hefur verulega þurft að sækja í sig veðrið til að standast myndbandamenninguna að und- anförnu. Þróunin hefur verið sú að gefnir hafa verið út færri titlar en þó vandaðri," sagði Gunnar Steinn. „Merki Samúræjans" er barna- og unglingabók eftir Katherine Paterson frá Bandaríkjunum í þýðingu Þuríðar Baxter. Sagan gerist á miðöldum í Japan og segir frá ungum dreng sem legg- ur af stað í leit að föður sínum, frægum stríðsmanni og hetju, samúræja. Drengurinn Muna — Hinn nafnlausi — þráir að bera nafn sem sómi er að. Leit hans ber hann til borgarinnar Kyoto, framandi heims, þar sem erfitt er að týna ekki sjálfum sér. Eftir hrakninga og reynslu finnur Muna loks gæfuna þar sem hann vænti hennar síst. Dick Francis frá Suður-Wales skrifaði „Hrossakaup" en þýð- andinn er Þuríður Baxter. Bókin segir frá ungum manni á uppleið í lánadeild voldugs banka. Hann fær yfirmenn sína til að fallast á að lána stórfé til kaupa á glæstum hlaupahesti sem ætlun- in er að nota til undaneldis. í fyrstu virðist allt ætla að ganga að óskum, en síðan dregur til tíðinda og það er fleira í húfi en fjármunir bankans og framavon- irnar. Bandaríkjamaðurinn Norman Mailer er höfundur bókarinnar „Hörkutól stíga ekki dans“ en Árni Ibsen þýddi. Bókin segir frá Tim Madden, misheppnuðum rithöfundi, sem vaknar einn morgun eftir langvarandi drykkju og man ekkert af því sem hann hefur aðhafst. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi framið morð og milli vonar og ótta hefur hann leit að vísbend- ingum um hvað hafi gerst. Doris Lessing skrifaði „Minn- ingar einnar sem eftir lifði", en henni hefur verið boðið hingað til lands næsta vor á vegum Listahátíðar. Hjörtur Pálsson þýddi bókina. Doris hefur sjálf kallað bókina tilraun til sjálfs- ævisögu, en hún er einskonar dagbók konu sem skráir hana í framtíðinni við aðstæður þegar flest það er gengið úr skorðum, sem einkennir lífsþægindaþjóð- félag nútímans. Konan, sem dagbókina skráir, hefur tekið að sér að gæta 12 ára telpu, sem lærir að laga sig að breyttum aðstæðum, á meðan fullorðna konan fylgist með úr fjarlægð og flýr raunveruleikann inn í ímyndaða fortíð. Morgunblaðið/Július Höröur Siguröarson og Gunnar Steinn Pálsson meö nýútkomnar bækur hins nýja bókaforlags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.