Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Afríka: Verður þurrkur í 50 ár til viðbótar? AFRÍKUBUAR verða að búa sig undir þurrkatíð til ársins 2040 — og stórfelldan flóttamannastraum frá þurrkasvæðunum, sagði veðurfræð- ingur á ráðstefnu, sem nýlega var haldin í London, en þar var aðallega rætt um landfræðilegar ástæður þurrkanna í Afríku. þurrkasvæðunum og gera áætlun um að jafna flóttafólkinu niður á löndin. Maurice Strong, forstöðumað- ur Afríkuhjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði í Genf, að vegna rigninganna undanfarið hefðu horfur nú batnað i vissum hlut- um álfunnar. Þó ríkti enn sultur hjá a.m.k. 25 milljónum manna og áfram væri þörf á umfangs- mikilli neyðarhjálp. — í ársbyrjun herjaði hung- ursneyðin á 35 milljónir manna, sagði hann. Löndin, sem þurfa að njóta áframhaldandi aðstoð- ar, eru Angola, Botswana, Græn- höfðaeyjar, Eþíópia, Lesotho, Mozambique og Súdan. Samkvæmt skýrslu, sem Strong kynnti, var von til, að vegna umtalsverðrar úrkomu, í fyrsta sinn í fimm ár, fengist góð uppskera í Burkina Faso, Chad, Mali, Mauritaníu og Nígeru. — Það er eins gott að vera viðbúinn hinu versta í þessu efni, sagði sérfræðingurinn, Hubert Lamb, prófessor við veðurfars- rannsóknadeild East Anglia- háskólans. Hann spáði því, að þurrkarnir, sem þjakað hafa tugmilljónir íbúa í löndunum sunnan Sahara frá því á sjöunda áratugnum, mundu vara í a.m.k. 50 ár til viðbótar. Lamb sagði, að regnsvæði staövindabeltisins við miðbaug færðust suður á bóginn á tveggja alda fresti, og hefði það í för með sér, að úrkoma yrði bæði rýr ogótrygg. Frá árinu 1965 hefur úrkoman þar verið minni en í meðallagi, og hið langæja þurrkatímabil náði hámarki á síðasta ári, sem var hið versta í mannaminnum. Lamb hvatti stjórnvöld í Afr- íkulöndum til að búa sig undir stórfelldan fólksflótta frá Sveltandi íbúar Afríku mega bú- ast við þurrki næstu 50 árin, að áliti bresks veðurfræðings. Suður-Kórea: Lögðu undir sig bandaríska menn- ingarmiðstöð Seoul, Suóur-Kóreu, 2. desember. AP. HÓPUR suður-kóreskra stúdenta lagði í dag undir sig skrifstofur bandarískrar menningarmiðstöðvar í borginni Kvangju í Suður-Kóreu, um 320 km fyrir sunnan Seoul. Að sögn bandarískra sendiráðs- manna í Seoul eru stúdentarnir níu talsins frá þremur háskólum, og hafa þeir hótað að kveikja í húsinu. Lögregla kom strax á vettvang og heldur vörð fyrir utan bygging- una. Menningarmiðstöðin er hluti af bandaríska sendiráðinu og mega lögreglumennirnir því ekki fara inn í húsið, nema stjórnvöld í Bandaríkjunum fari fram á það. Stúdentarnir hrópuðu slagorð á móti Bandaríkjunum og „harðýðg- isstjórn" Chun Doo-Hwan forseta. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa undanfarið kvartað yfir „verndar- stefnu" Bandaríkjastjórnar á við- skiptasviðinu á sama tíma og farið sé fram á greiðari aðgang að suð- ur-kóreskum markaði. Chagall-málverk selt á 734 þúsund pund Sýrland lýsir yfir London, 3. desember. AP. Olíumálverkið „La chambre jaune“ (Gula herbergið) eftir hinn þekkta málara Marc Chagall var selt á uppboði í London á dögunum fyrir 734 þúsund sterlingspund, sem er hæsta verð er fengist hefur fyrir Chagall-mynd. Chagall, sem fæddur var í Rússlandi, málaði myndina 1911 er hann var búsettur í París. Það var banki í Bandaríkjunum, Citibank, sem keypti myndina. Á uppboðinu seldust einnig málverk af blómum eftir Henri Fantin— Latour á 486 þúsund pund og landslagsmálverk eftir Henri Matisse á 453 þúsund pund. Suður-Afríka: stuðníngí víð Líbýu Neyðarástandi aflétt í átta héruðum landsins DamjLskuN, 3. desember. AP. ASSAD, forseti Sýrlands, hefur lýst yfir stuðningi við Khadafy, leiðtoga Líbýu, og fordæmt þá sem hafa í undirbúningi innrás í landið. Varaforseti Sýrlands sneri aftur frá Trípólí í gær, þar sem hann afhenti þar bréf þessa efnis. Ekki var frá því sagt í bréfinu hvaða land það væri sem hyggði á innrás í Líbýu, en Líbýjumenn ásökuðu í gær Bandaríkin og Egyptaland fyrir að hafa innrás í undirbúningi. Egyptar hafa ásakað Khadafy fyrir að hafa undirbúið ránið á egypsku þotunni fyrir rúmri viku síðan, þar sem yfir 59 farþegar létu lífið, en samskipti landanna hafa verið stirð frá því að landa- mærastríð braust út árið 1977. Það stóð í sex daga. Þá hófust í dag viðræður Egypta, ísraela og Bandaríkja- manna um deilur um landamæri á Sínaí-skaga, sem Egyptar segja að séu forsenda bættra samskipta ísraels og Egyptalands. Egyptar höfðu frestað viðræðunum vegna loftárásar ísraelsmanna á höfuð- stöðvar skæruliðahreyfingar Pal- estínuarba í Túnis 1. október síð- astliðinn. „Ljóðid er hryllileg ambögusmíð“ Deilt um ljóð eignað Shakespeare Sunford, Kaliforníu, 3. desember. AP. SKRIFAÐI Shakespeare Ijóðið, sem fannst á háskólabókasafninu í Ox- ford, eður ei? Það er spurningin. Og um hana deildu tveir fræðimenn á mánudag, annar í Oxford, hinn í Stanford í Bandaríkjunum. Gary Taylor, bókmenntafræð- ingur í Oxford, fann ljóðið og lýsti í nóvemberlok yfir því að þar hefði Svanurinn frá Avon verið að verki. Ronald Rebholz, prófessor í ensku við háskólann í Stanford er á öndverðum meiði: „Ljóðið er hryllileg ambögusmíð og örugg- lega ekki eftir Shakespeare." Reb- holz þessi hefur kennt Shakespe- are í hartnær aldarfjórðung og segir þau rök, sem Taylor færir að máli sínu, hvorki sanna eitt né neitt: „Honum hefur aðeins tekist að sannfæra sjálfan sig og ljóðið er hræðilegt, andstyggilegt." En hvað hefur Taylor um málið að segja? „Ég bið kollega mína aðeins um að sýna biðlund þar til þeir fá séðar sannanir þær, sem ég GENGI GJALDMIÐLA Loodon, 3. desember. AP. Bandaríkjadollar hækkaði nokk- uð í gær er fjörkippur kom í gjald- eyrisviðskipti eftir að hagtölur okt- óbermánaðar höfðu verið birtar op- inberlega í Bandaríkjunum. Gull hækkaði í verði. í Tókýó kostaði dollarinn 203.90 jen er gjaldeyrirsmarkaðir lokuðu í gærkvöldi en kostaði 202.70 jen á mánudag. í London kostaði doll- arinn 204.60 jen. Sterlingspundið kostaði 1.4830 dollara en kostaði 1.4855 dollara á mánudag. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var þannig að fyrir dollarann fengust: 2.5300 vestur—þýsk mörk (2.5143) 2.1115 svissneskir frankar (2.0892) 7.7225 franskir frankar (7.6525) 2.8495 hollensk gyllini (2.8220) 1.725.50 ítalskar lírur (1.710.50) 1.3914 kanadískir dollarar (1.3900) Jóhanne8arborg, 3. desember. AP. NEYÐARÁSTANDI hefur verið af- létt í átta af þeim 38 borgum og bæjarfélögum, þar sem því var upp- haflega lýst yfir og sagði P.W. Bot- ha, forsætisráðherra, við það tæki- færi að ókyrrð í hverfum svartra væri óðum að minnka. Fyrr um daginn höfðu tugir syrgjenda safnast saman á fót- boltavelli við útför tólf blökku- manna, þar á meðal fjögurra mán- aða gamals barns, sem lést í síð- asta mánuði, er átök milli mann- fjölda og lögreglu brutust út. Flest hverfin þar sem neyðar- ástandinu var aflétt eru fremur smá. Botha aflétti í október neyð- arástandi í sex bæjarfélögum, en neyðarástandinu var lýst yfir 21. júlí í sumar. Þegar það var víð- tækast náði það yfir allt Höfða- borgarsvæðisins og nær níu millj- óna manna, sem er um þriðjungur mannfjöldans í landinu. hef máli mínu til stuðnings. Stan- fordmaðurinn getur varla sagt að sannanirnar séu engar, þegar hann hefur ekki séð þær. Ég mun birta sannanir fyrir máli mínu í New York Times Rewiew of Books eftir tvær vikur." Rebholz sagði að ljóðið væri „samansett úr klisjum" og skráð í ljóðasafn eftir ýmsa höfunda árið 1630 af óþekktum skriffinni. „Tayl- or segir að líkingarnar í ljóðinu séu undanfari svipaðra líkinga Shakespears í Rómeó og Júlíu, en slíkar líkingar voru hverjum bögu- bósa, sem orti á þessum tíma, öldungis tungutamar." „Hverjum miklum skáldjöfri er skömm af því að svo klunnalegum skáldskap sé bætt í ritsafn hans. Og ljóðið er vont, það er hræði- legt," segir Rebholz. En við skulum minnast þess að þegar gagnrýnendur deila gleðjast skáldin. Flugránið: Gríski farþeginn var neyddur til samstarfs við flugræningjana ValletU, Möltu, 3. desember. AP. AÐ SÖGN yfirvalda á Möltu neyddu flugræningjarnir gríska farþegann, sem grunaður hefur verið um aðild að flugráninu, til að aðstoða sig og flugstjórinn því talið hann í vitorði með ræningjunum fyrir misskilning. Paul Mifsud, talsmaður ríkis- stjórnar Möltu, sagði að vitnis- burður farþega lciddi í Ijós að Grikkinn hefði verið neyddur til að safna saman vegabréfum og færa ræningjunum mat. Flugstjórinn, Hani Galal, hafur sagt í blaðaviðtali að flugræningj- arnir hefðu verið fimm, en Mifsud segir þá fullyrðingu augljóslega byggða á þeim misskilningi að Hani hafi talið Grikkjann í vit- orði með ræningjunum. Haft er eftir heimildum á Möltu að egypska víkingasveitin hafi notað óþarflega mikið magn sprengiefnis við að sprengja sér leið inn í þotuna og sé „mjög lík- legt" að eldsvoðinn í vélinni hafi orðið af þeim sökum. Veður víða um heim Lavgst Hntl Akureyri 0 úrkoma Amsterdam 5 13 tkýjað Aþens 9 19 heióskirt Barcelona 13 þokum. Ðerlín 5 12 skýjaó BrUtsel 3 14 skýjeó Chicago +11 +8 snjókoma Oublín 7 12 tkýjað Feneyjar Frankfurt 2 10 skýjaó Genf +2 14 tkýjaó Heltinki +18 +13 heiðtkírt Hong Kong 19 23 heiótkirf Kaupmannah. 2 5 tkýjaö Littabon 14 23 tkýjaó London 13 14 skýjað Lot Angeles 12 13 tkýjað Lúxemborg 12 skýjaó Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Miami 23 29 tkýjaö Montreal +2 7 tkýjað Moskva +16 +8 heióikírt New York 0 13 tkýjaó Otló +4 +4 skýjað Partt 10 16 skýjað Peking +5 6 heióskírt Reykjavík +1 léttskýjaó Ríó de Janeiro 18 29 skýjað Rómaborg 2 9 heióskírt Stokkhólmur +2 3 rignino Sydney 16 22 heiótkirt Tókýó 5 15 heióskírt Vinarborg 2 12 heióskirt Þórshðfn 5 rigning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.