Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Sigurkarl Stefánsson Bók með vísna- gátum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefíð út bókina Vísnagátur eftir Sigurkarl Stefánsson fyrr- um menntaskólakennara. A bókarkápu segir m.a.: „Fyrr og síóar hefur það verið vinsæl dægradvöl hjá íslendingum að ráða gátur í bundnu máli. Þetta er skemmtileg bók sem þroskar mál og hugsun og svo er einnig til nokkurs að vinna því verðlaun eru í boði fyrir réttar ráðningar á tíu gátum af þeim 157 sem í bókinni eru.“ Bókin Vísnagátur er sett og prentuð í prentstofu G. Bene- diktssonar en bundin í Arnar- felli hf. Kápu teiknaði Sigurþór Jakobsson. FORSJÁ í MEÐ- FERÐ FJÁRMUNA — eftir Ingibjörgu Sig. Kolbeins Vegna viðtals sem birtist í blaði yðar, Mbl. 24. nóvember sl., við norska hjúkrunarfræðinga sem eru við störf á Borgarspítalanum, óska ég að eftirfarandi komi fram. Það er næsta dapurlegt að það skuli þurfa umsögn og gagnrýni nýútskrifaðra norskra hjúkrunar- fræðinga um rekstur sjúkrahúsa hér uppi á íslandi til að fá það birt á prenti í flennifrásögnum dagblaða að „laun hjúkrunarfólks á íslandi séu hlægiiega lág og vinnuálag hafi löngum verið langt umfram það sem eðlilegt geti taí- ist“. Öllu íslensku hjúkrunarfólki er þetta löngu orðið ljóst, enda fæst það ekki lengur til starfa og sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæð- inu hafa ekki verið rekin nema með því sem næst hálfum afköst- um sl. ár. Þetta hefur varla farið framhjá stjórnendum ríkis og borgar, fjölmiðlum og þaðan af síður þeim fjölda fólks sem beðið hefur mánuðum og jafnvel árum saman eftir sjúkrahúsvistun. Það þarf ekki að leita fanga eftir upplýsingum um launakjör og vinnuánauð íslensks hjúkrunar- fólks og fá fram réttmæta gagn- rýni á rekstur sjúkrahúsa okkar hjá erlendu hjúkrunarfólki. Það hljóta að vera hér nógir til svars. ÖIl gagnrýni er góð sé hún sann- gjörn og umfram allt hafi við rök aðstyðjast. í umræddri grein segir svo: „Áhöld illa nýtt“ — „Pantað og keypt án tillits til hvað til er fyrir" — „Og sjaldnast spurt hvað hlut- irnir kosta“ og síðar „Hérna virð- ast fæstir hugsa um kostnaðar- hliðina". Svo mörg voru þau orð. Vegna þessara fullyrðinga þeirra stallsystra vil ég að fram komi: Innkaupastjóri eryfirmaður innkaupadeildar. Hann sér um innkaup á hjúkrunar- og lagervör- um til spítalans. Þar hefur verið unnið að því að einfalda og sam- hæfa vörustaðla. Verið reynt að komast að sem hagstæðustu kjör- um við seljendur hjúkrunarvara, því margir eru um hituna. Mér er kunnugt um að þar hefur verið haldið í, gæði og kostnaður kann- aður áður en til innkaupa hefur komið. Það er rétt að þó nokkuð er um einnotaða hluti, en við höfum hingað til talið okkur það til lofs en ekki lasts og þá með tilliti til sýkingarvarna. Dæmi: Hver vill láta bjóða sér til notkunar tann- bursta sjúklings í næsta rúmi á tímum AIDS og annarrar óáran? Til að valda ekki misskilningi á eyðslu Borgarspítalans er sjúkl- ingum ætlað koma með sína tann- bursta sjálfir. Þá má einnig koma fram að það er ekki að ástæðulausu og til þægilegheita fyrir starfsliðið að einnota hlutir eru í vaxandi mæli notaðir, því að í allflestum tilvikum er kostnaðarsamara að halda úti starfsliði við þrif á fjöl- nota hlutum, en að kaupa þá ein- nota. Þróun síðasta áratugar meðal siðmenntaðra þjóða hefur verið sú að taka einnota hluti fram yfir fjölnota, bæði af hagkvæmn- isástæðum og ekki síst vegna ör- yggis sjúklinga. Mig undrar að einnota hlutir skuli ekki vera út- breiddari í Noregi en ummæli þeirra stallsystra bera vitni um. „Okkur er gert að skyldu heima að velja ódýrustu leið í pöntunum og innkaupum." Mig undrar enn. Hér gefa þær í skyn að hinn al- menni hjúkrunarfræðingur deild- anna þurfi alla jafna að standa í pöntunum og innkaupum á norsk- um sjúkrahúsum. Hér gera hjúkr- unardeildarstjórar vikulega pönt- un að meðaltali til innkaupadeild- ar. Áætla þörf á hjúkrunar- og lagervörum miðað við hjúkrunar- þyngd deildanna. Deildarstjórar fylgjast grannt með vikulegri eyðslu og bera hana saman við hjúkrunarþyngd deildarinnar hverja viku. Það eru því deildar- stjórarnir einir sem eru í forsvari fyrir kostnaðarlið á hjúkrunar- og lagervörum. Það eru þeir sem þurfa að geta gefið skýringar á óeðlilega háum kostnaðaryfirlit- um sinna deilda ef um er beðið. Það væri sannarlega ekki ónota- legt að geta lýst af sér þeirri ábyrgð, yppt öxlum og vísað til næsta hjúkrunarfræðings. Mánaðarleg kostnaðaryfirlit koma á allar deildar um hver mánaðamót frá innkaupadeild, þau eru lögð fram á deildum, kostnaðartölur undirstrikaðar til áréttingar og umhugsunar öllu starfsfólki og hefur vart farið framhjá þeim norsku frekar en öðrum. Varðandi lyfjapantanir og lyfja- kostnað er það rangt að margar tegundir lyfja sömu eiginleika séu í umferð. Það hefur verið unnið markvisst að því að fækka lyfja- heitum og gæta hagkvæmni í inn- kaupum lyfja. Að öðru leyti þar um vil ég vísa til og taka undir svar yfirlyfjafræðings, Kristjáns Linnets, í blaði yðar miðvikudag- inn 27. nóvember sl. á bls. 29. Yfirlit yfir lyfjakostnað koma mánaðarlega á allar deildir og fá sömu meðferð og kostnaðaryfirlit innkaupadeildar. Upplýsinga- streymi til lækna um kostnaðar- hlið lyfja og dreypilyfja er nauð- synlegt og nú ábótavant. í júní sl. kom yfirlit yfir allan rekstur hverrar deildar fyrir fyrstu mánuði ársins, þar með talin laun og launatengd gjöld frá framkvæmdastjóra spítalans. Yfirlit þetta lá frammi á minni Ingibjörg Sig. Kolbeins „Annars er innflutning- ur á erlendum hjúkr- unarfræðingum til lausnar á hjúkrunar- fræðingaskorti hér lík- astur því að verið sé að moka vandamálinu upp með teskeið þar sem frekar ætti að nota skóflu.“ deild í nokkurn tíma starfsfólki til íhugunar. í sumar kom einnig uppgjör frá þvottahúsi og lá það frammi öllum til aflestrar. Varðandi notkun á rúmfatnaðaði verðum við þó ætíð að hafa í huga hollustu, hreinlæti og vellíðan sjúklings. Af öllu þessu má sjá að ekki skortir upplýsingar um rekstrar- kostnað deildanna, en starfsfólk verður sjálft að hafa fyrir því að lesa þessar upplýsingar oftast eftir hvatningu frá deildarstjóra. Þá vil ég benda á að inntaka nýrra sjúklinga er í höndum deild- arstjóra en deildarritarar sjá um skráningu þeirra. „Ábyrgð hjúkr- unarfólks virtist þeim enda meiri í Noregi.“ Ég hefi ekki orðið þess Frekar flugfreyjur eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Nú þegar flugfreyjuverkfallið hef- ur endanlega verið lagt í glatkistu fáránleikans, er óhætt að leggja orð í belg um þetta sérstæða uppá- tæki nokkurra kvenna, sem kvennasamtökin tóku síðan upp á sína arma. Það blandast engum hugur um að verkfallsréttinum fylgir mikil ábyrgð, sem snýr ekki aðeins að þeim sem beitir verkfalli, heldur engu síður að þjóðinni sjálfri. Segja má að yfirleitt séu laun- þegasamtökin farin að axla betur en áður þann vanda, sem verk- fallsréttinum fylgir. Verkföll eru ekki réttlætanleg, þegar fyrirsjá- anlegt er að afleiðing þeirra verður fremur allra tjón en ávinningur. Verkföll sem gerð eru til þess að ná miklu meiru en aðrir hafa fengið með slíkum aðgerðum eru forkastanleg. Flugfreyjuverkfallið var einmitt þess háttar. Þær töldu sig geta sett vinnuveitanda sínum stólinn fyrir dyrnar og tóku greini- lega ekki annað í mál en að fá sexfaldar mánaðartekjur á við fólk í svipuðum eða erfiðari störfum á vöktum í sjúkrahúsum, að ekki sé talað um það fólk, sem vinnur að framleiðslustörfum í fiskaðgerðar- húsum, en þar telst óhjákvæmileg snyrtingekki til vinnu. Hitt er þó öllu verst, þegar konur í þessari aðstöðu geta ekki farið með rétt mál, eins og kom t.d. fram í útvarpinu laugardaginn 19. f.m. „Þær töldu sig geta sett vinnuveitanda sínum stólinn fyrir dyrnar og tóku greinilega ekki annaö í mál en að fá sexfaldar mánaðartekj- ur á við fólk í svipuðum eða erfiðari störfum á vöktum á sjúkrahúsum, að ekki sé talað um það fólk sem vinnur að framleiðslustörfum í fiskaðgerðarhúsum, en þar telst óhjákvæmileg snyrting ekki til vinnu“. og oftar. Þar lét viðmælandi þeirra mata sig á þeim „fróðleik" að flug- freyjur stæðu 12 klst. vaktir í einu. Reyndar var reynt að taka með í vaktina „mikinn tíma sem færi í snyrtingu" og uppgjör á kassa við lok flugs. Hitt er þó vitað að venju- legt flug t.d. til Bandaríkjanna tekur um 6 klst. og að flugfreyjur eru samferða öðrum úr áhöfn flug- vélar skömmu eftir lendingu á hótel. Því má reyndar bæta yið svona til fróðleiks, að flugið vestur hefst venjulega um kl. 17-18 og að lent er á svipuðum staðartíma. Þá fá flugfreyjur US. $80.- í matarpen- inga á dag eða 160,- bandaríkja- dollara meðan staðið er við, því venjulegast eru þær komnar heim aftur um svipað leyti daginn eftir. Því má bæta við að þótt flugfreyj- ur kunni ekki vilja þann mat, sem býðst í flugvélinni, þá duga 20 bandaríkjadollarar vel fyrir holl- um og góðum mat á dag þarna vestra. Svipað var upp á teningnum um bílakostnaðinn, því flestar eiga þær sína bíla. sama er að segja um vinnutímafjöldann þar sem greinilega var reynt að rugla um fyrir almenningi. Ekki verður fram hjá því litið hve fréttamenn, sem svo oft áður voru berir að hlutdrægni í þessu máli, virtust jafnvel vera að reyna að æsa flugfreyjur upp til frekari aðgerða með leiðandi spurningum um hvort þær ætli að una því að lög hefðu verið sett til þess að stöðva verkfallið. Undirritaður hefur flogið með rúmlega 30 erlendum flugfélögum og oft þótt áberandi, hve flug- freyjur hjá nær öllum þessum ólíku flugfélögum taka okkar flug- freyjum langt fram í háttvísi og ljúfri framkomu: Þannig hefur mér fundist reginn munur á ís- lenskum flugfreyjum og t.d. frönskum, að ekki sé talað um austurlenskum. Sams konar mun- ur og á íslenskum búðarstúlkum og Parísardömum við afgreiðslu- störf, en hjá þeim gætir hvergi neins yfirlætis. Gunnlaugur Þórðarson Auðvitað eru frábærar flug- freyjur innan um. Hitt skal viðurkennt að í vissum ferðum eiga flugfreyjur tvímæla- laust skilið að fá aukaþóknun t.d. þegar þær eru langdvölum suður í löndum við pílagrímaflutninga. Ömurlegasta dæmi um frekju flugfreyja og dónaskap birtist á forsíðu eins dagblaðs okkar daginn eftir að Alþingi samþykkti lögin til að afsýra vandræðum, sem örfáar óbilgjarnar og óviðræðu- hæfar konur stefndu málum, er varða þjóðarhag í háska. Það þykir einstakur dónaskapur að benda á mann í háðungarskyni, en í téðu blaði stilltu tvær flug- freyjur sér upp fyrir framan Al- þingishúsið og bentu á löggjafar- samkomu þjóðarinnar í háðungar skyni líkt og þær væru hátt yfir löggjafarstofnun þjóðarinnar hafnar. Enda þótt Alþingi kunni að vera mislagðar hendur að dómi ein- hverra í einhverju máli, þá er það skoðun mín að þorri þjóðarinnar og allra hugsandi kvenna geri sér grein fyrir að hér var offarið, þótt kvennasamtökin hafi gert þessi mál að sínum á verkfallsdegi kvenna og berðust fyrir því að þessar konur gætu lifað í enn meiri vellystingi og pragtuglegar en áð- ur. Eins er hitt að þótt einhver skoðanakönnun hafi veitt nokkr- um öfundsjúkum mönnum, sem ekkert þekkja til starfa Alþingis, ágætan möguleika á því að halda því fram að alþingismenn séu upp til hópa lygnir, mun vera óhætt að fullyrða, að í sambandi við flugfreyjuverkfallið hafi þær, sem voru í fyrirsvari, logið meiru en flestir þingmenn á mislangri þing- mennsku. Alvarlegast er þegar svona tekst til hjá konum og það er gert undir yfirskyni þess að vera að leggja jafnréttisbaráttu kvenna lið. Undirritaður telur, að flugfreyj- ur, sem orðið hafa berar að svona dæmalausri háttsemi og því að óvirða æðstu löggjafarstofnun ís- lensku þjóðarinnar líkt og gert var, hafi frá upphafi verið óhæfar, til þess að gegna flugfreyjustarfi; þar skiptir hugarfarið máli, en ekki margra klukkutíma snyrting. Það er sannarlega von mín að þurfa ekki að njóta þjónustu þess konar flugfreyja í neinni íslenskri flugvél. Höíundur er hæstaréttarlögmadur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.