Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Launamisrétti ríkisstarfsmanna Greining á launum ríkisstarfs- manna eftir kynjum Þorsteinn Pilsson fjármálariöherra % sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi { gær að löggjöf og kjarasamningar um sömu laun fyrir sambærileg störf hefðu ekki fulltryggt jafnrétti kvenna og karla í þessu efnum. f aðalkjarasamningi rfkis- ins við viðsemjendur sína væri kynjajafn- rétti virt, en það gilti hinsvegar ekki að öllu leyti í reynd þegar kæmi að starfs- samningum. Þetta kom fram f svari ráð- herrans við fyrirspurn frá Jóhönnu Sig- urðardóttur (A). Efnisatriði úr svari ráðherrans fara hér á eftir: Spaugað á ganginum Stjóramál þykja ekki skemmtilegasta viðfangsefni mannfólksins. ekki ber þó á öðni en Árai Johnsen hafi gaman af orðum Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, sem falla hér á góðri stund í fundarlok á þingi. Alþjóða hvalyeiðiraðið: Ólíklegt að úrsögn bæti stöðu íslands — sagði Halldór Ásgrímsson HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, telur ólíklegt, að það bæti stöðu íslands gagnvart aðildarþjóðum Alþjóða hvalveiðiráðsins að fslend- ingar segi sig úr ráðinu. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni (A) í sameinuðu þingi í gær. Eiður sagði, að Alþjóða hval- veiðiráðið væri orðið að hreinni skrípasamkundu og menn gætu nú orðið keypt sér atkvæðisrétt þar. Á því væri ekki lengur mark tak- andi. í Noregi væru uppi hug- myndir um úrsögn úr ráðinu og í nýlegu viðtali við norska blaðið Fiskaren hefði verið haft eftir Árna Kolbeinssyni, ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, að íslendingar væru fúsir að ræða við aðrar þjóðir um annað stjórn- arfyrirkomulag hvalveiða, en það sem nú er rekið á vegum Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Halldór Ásgrímsson sagði, að vinnunefnd á vegum ráðsins væri nú að athuga hvalveiðar í vísinda- skyni og mundi leggja skýrslu þar að lútandi fyrir næsta ársfund ráðsins, sem haldinn verður í Malmö í Svíþjóð á næsta sumri. „Við skulum bíða eftir niðurstöðu þess fundar," sagði ráðherra, „og ræða fyrst möguleika á úrsögn að honum loknum." I kjarasamningum ríkisins við opin- bera starfsmenn er í aðalkjarasamningi samið um launastiga og í sérkjara- samningunum við einstök félög er samið um röðun starfsheita inn í þenn- an launastiga. I sérkjarasamningum við félögin er störfum og starfsheitum raðað inn í launastigann án tillits til kynferðis þess sem starfinu gegnir. Við röðun starfanna koma að sjálfsögðu til álita mjög mismunandi sjónarmið bæði hvað eðli þeirra varðar og hvaða kröfur þau gera, svo og úr umhverfinu þ.e. samanburður við hliðstæð störf hjá öðrum vinnuveitendum. f þessu efni hei'ur viðhorf viðsemjanda ríkisins þ.e. stéttarfélaganna ekki hvað minnst áhrif. Af félögum innan BSRB eru konur f meirihluta i u.þ.b. helming fé- laganna, þar af í báðum stærstu félög- unum. Pjármálaráðuneytið hefur nokkur undanfarin ár látið viðsemjendum sín- um f té mjög ýtarlega greiningu á laun- um til ríkisstarfsmanna. f greiningum þessum eru laun og aðrar starfstengdar greiðslur til ríkisstarfsmanna flokkað- ar niður eftir félögum og launaflokkum og i því efni greint á milli karla og kvenna. Nýlega fóru fram viðræður við full- trúa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um launagreiningu vegna ársins 1985 og í framhaldi af því er sú vinna nú hafin og munu niðurstöður eða hluti þeirra væntanlega liggja fyrir í kom- andi samningagerð. Til fróðleiks má geta þess að eftir samningana í sumar og reyndar einnig fyrir þá voru þau tvö félög sem hafa hæst meðaldagvinnulaun innan BSRB eingöngu skipuð konum. f tvö næstu sætin komu félög þar sem konur eru í meirihluta. Þessi félög voru: Hjúkr- unarfélag fslands, Ljósmæðrafélag fs- lands, Starfsmannafélag Rfkisútvarps- ins og Kennarasamband íslands. Hollendingar greiða allan kostnað af Orion P-3-vélinni í Keflavík Dvöl hollenskrar kafbátaleitarsveitar hér samkvæmt heimild í varnarsamningnum ALLUR kostnaður af veru hollenskrar kafbátaleitarsveitar á Keflavíkurflug- velli er greiddur af Hollendingum sjálfum. Þeir greiða varnarliðinu kostnað vegna dvalar sinnar svo sem fyrir fæði og húsnæði og eldsneyti á Orion- vélina með þeirri undantekningu að flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli fær lendingargjöld. Þetta kom fram í svari Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, við fyrirspurn frá Ólafi Ragnari Grímssyni (Abl.) í sameinuði þingi í gær. Utanríkisráðherra sagði, að sams konar reglur giltu um hol- lensku hermennina og bandaríska varnarliðsmenn hvað varðar mál er rísa kunna vegna samskipta þeirra við íslenska borgara. Hann sagði, að hollenska flugsveitin lyti stjórn yfirmanna varnarliðsins og fylgdi þeim reglum er gilda um bandaríska varnarliðsmenn. Geir Hallgrímsson sagði, að samkomulagið við Hollendinga um að veita kafbátaleitarsveit þeirra, áhöfn, viðgerðarliði og Orion P-3- flugvél, aðstöðu á Keflavíkurflug- velli væri gert á grundvelli varnar- samningsins. Samkvæmt 3. gr. samningsins og 11. gr. viðbætis við hann væri gert ráð fyrir þeim möguleika að lið frá öðrum aðild- arríkjum Atlantshafsbandalags- ins væri hér staðsett. Til þess þyrfti ekki breytingu á samningn- um eða nýja samninga við einstök ríki bandalagsins, enda lægi fyrir yfirlýsing Hollendinga um að lið þeirra væri hluti bandaríska varn- arliðsins. Samkomulagið við Hol- lendinga væri hins vegar uppsegj- anlegt án fyrirvara. Ólafur Ragnar Grímsson gagn- rýndi málsmeðferð utanríkisráð- herra. Hann benti á að málið hefði ekki verið lagt formlega fyrir Barnaslysatíöni á ís- landi sú hæsta í Evrópu Rannsókn á orsökum og skylda skal hljólreiöafólk til notkunar plasthjálma SLYSATÍÐNI barna og unglinga (drengja) á íslandi er með því hæsta sem gerist í heiminum, sagði Eiður Guðnason (A), er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær. Rúmur helmingur þeirra, sem slösuðust í umferð á höfuðborgarsvæðinu 1979 vóru yngri en 20 ára. Unglingum 15—19 ára er alit að fimm sinnum hættara við slysi í umferð en þeim sem eldri eru en 25 ára. í framhaldsskólum þar sem 500 piltar og 500 stúlkur stunda nám má gera ráð fyrir að árlega slasist 20—25 piltar og 10—12 stúlkur, sum lífshættulega. 65 af hverjum hundrað höfuðslysum í umferð verða á börnum yngri en 14 ára. Þrjú af hverjum tíu barna, fjögurra ára og yngri, á höfuðborgarsvæðinu koma á slysadeild Borgarspítala árlega vegna slysa í heimahúsum. Þetta er hæsta barnaslysatíðni í Evr- ópu. Tíðni slysa á gangandi veg- farendum er hæst meðal barna og unglinga. Eiður sagði að slysa- tíðni. á börnuro og unglingum, sem þér v^eri tíunduð, væri úr skýrslu landlæknisembættisins, og væri svo alvarleg, að ekki mætti liggja í þagnargildi. Beindi hann þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra að taka þessi alvarlegu mál til sérstakrar athugunar. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra kvað fslendinga hafa náð alilangt í heilsugæzlu og slysavörnum. Á einstökum sviðum værum við þó eftirbátar annarra Norðurlanda. Tíðni umferðarslysa og barna/ungl- ingaslysa væri hærri hér en þar. Ástæða þess væri líklega sú að við hefðum ekki tekið í jafnríkum mæli tillit til slysarannsókna. Ráðherra sagði að 7 af hverj- um 10 börnum, 6—14 ára, sem slösuðustu hér á landi, væru að leik nálægt heimili, þá slys yrðu, hlypu t.d. fyrir ökutæki. Til greina kæmi að beita meiri hraðatakmörkunum, en ákvarð- anir þar um væru m.a. á hendi sveitastjórna. Slys á börnum í heimahúsum væru og hlutfalls- lega fleiri hér en annars staðar á Norðurlöndum, þ.e. 30% barna undir fjögurra ára aldri. Reið- hjólaslys væru og algeng. Slíkum slysum hafi hraðfækkað erlendis við skyldu hjólreiðafólks til að nota létta plasthjálma á höfði. Ráðherra kvað könnun fyrir- hugaða á orsökum slysa af fram- angreindu tagi. Jafnframt að stuðla að því að lögfesta skyldu hjólreiðarfólks til að nota létta plasthjálma. Nokkrir þingmenn tóku til máls. Guórún Helgadóttir (Abl.) taldi til að mynda mikið vinnuá- lag foreldra hér á landi að hluta til skýringu á tíðni barnaslysa Kér. utanríkismálanefnd alþingis og ekki rætt í ríkisstjórn eftir að endanlegt samkomulag við Hol- lendinga lá fyrir. Hann sagði, að í ljós væri komið alvarlegt gat í stjórnskipan lýðveldisins með því utanríkisráðherra gæti upp á sitt eindæmi gert breytingar á sam- setningu varnarliðsins. Geir Hallgrímsson sagði, að beiðni HoIIendinga hefði tvívegis komið til umræðu á fundum ríkis- stjórnarinnar. Hinn 12. mars sl. hefði hann greint ríkisstjórninni frá áhuga Hollendinga á því að fá betri aðstöðu fyrir Orion P-3-vélar sínar á Norður-Atlantshafi. Hinn 11. apríl sl. hefði hann svo skýrt frá því að hollensk sendinefnd væri væntanleg til viðræðna um staðsetningu slíkrar vélar hér á landi. Kvaðst hann jafnframt hafa greint frá því, að erindi Hollend- inga yrði væntanlega svarað ját- andi og hafi engar athugasemdir verið við það gerðar. Utanríkisráðherra sagðist telja, að hann hefði skýrt frá beiðni Hollendinga í utanríkismálanefnd, en fundargerðir nefndarinnar gætu þess ekki. Skýringin gæti verið sú, að hann hefði sagt óform- lega frá þessum áhuga Hollend- inga í skoðunarferð nefndarinnar um Keflavíkurflugvöll 22. febrúar sl. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður nefndarinnar, staðfesti síð- ar að þetta væri rétt. Geir Hallgrímsson minnti á, að frá máli þessu hefði verið greint í skýrslu sinni um utanríkismál til Alþingis 10. apríl sl. og hefði málið komið til umræðu í þingsölum í framhaldi af því. Yfir því hvíldi engin leynd, þótt ólafur Ragnar Grímsson væri að reyna að gera það tortryggilegt. Kvaðst utan- ríkisráðherra reiðubúinn að leggja samkomulagið, sem gert var við Hollendinga, fyrir utanríkismála- nefnd. Það kom loks fram í svari utan- ríkisráðherra að Orion P-3-vélin á Keflavíkurflugvelli ber ekki kjarn- orkuvopn. Ráðherra kvaðst hafa fylgst ná- ið með starfi Alþjóðahvalveiði- ráðsins og hefði ýmislegt við það að athuga. Á síðasta ársfundi hefði hins vegar komið fram vilji til að breyta starfsháttum og rétt væri að láta reyna á þann vilja. Allsherjarnefnd: Enginn fundur HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl.) gagnrýndi það harölega í gær að enginn fundur hafi enn sem komið er verið haldinn í allsherjarnefnd Sameinaðs þings, ef undan væri skilinn fundur til þess eins að kjósa nefndinni formann og varafor- mann. Fimm þingmálum hafi verið vísað til nefndarinnar í októbermánuði síðastliðnum en þau hafi ekki verið tekin þar á dagskrá enn. Hjörleifur vitnaði til ákvæða í nýjum þingsköpum um eftir- litsskyldu forseta með störfum þingnefnda. Bað hann forseta að kanna hvern veg starfsleysi nefndarinnar væri til komið. ólafur Þ. Þórðarson (F), formaður nefndarinnar, kvað það rétt vera að nefndin hefði ekki annað afrekað en að kjósa sér formann. Hver nefnd hefði sitt vinnulag. Ekki væri nýtt að nefndir söfnuðu svolítið í sarpinn framan af vetri en létu síðan hendur standa rösklega fram úrermum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs þings, sagði ádrepu Hjörleifs rétt- mæta og þakkaði hana. Hann sagði þingflokka fá framvegis vikulega skýrslu um stöðu ein- stakra þingmála. ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) fór fram á að forseti léti alla þingmenn fá, áður en þeir héldu í starfshlé um jól og ára- mót, skýrslu um stöðu þing- mála, hvar þau væru á vegi stödd, hverjum send til um- sagnar, og hve margir fundir hefðu verið haldnir í einstökum þingnefndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.