Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 34

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Já, Svanhildur! Allar skoðanir skal endurmeta Otgefandl slfttfctfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoóarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Yelena Bonner í Róm eir sem lent hafa i ónáð hjá Kremlverjum eru allir sama sinnis: Stuðningur Vestur- landabúa við andófsmennina er ómetanlegur. Þótt sovéska stjórnkerfið sé tilfinningalaust og kalt, holar dropinn steininn þar eins og annars staðar. Hvatning þeirra, sem hafa flúið ógnarstjórn kommúnismans, er ætíð hin sama til okkar, sem við frelsi búum: Látið frá ykkur heyra, haldið uppi stöðugri gagn- rýni og nefnið þá einstaklinga nógu oft, sem þið berið fyrir brjósti. Yelena Bonner, eiginkona Andreis Sakharov, er nú í Róm, þar sem hún gengst undir lækn- isaðgerð vegna augnsjúkdóms. Nöfn þeirra Sakharovs og Bonn- ers eru hvað oftast nefnd nú á tímum, þegar rætt er um ill og ósanngjörn örlög einstaklinga undir ómannúðlegri stjórn kommúnista. Þetta fólk hefur ekkert til saka unnið. Það hefur hins vegar látið i ljós skoðun sína og léð þeim stuðning, sem hafa sætt ofbeldi fyrir að gera slíkt hið sama. Af þessum ástæðum hafa Sakharov-hjónin verið of- sótt og síðan dæmd í útlegð i bænum Gorki. Vegna veikinda konu sinnar hefur Sakharov orðið að fara I hungurverkfall til að knýja á stjórnvöld í von um að þau leyfðu henni að leita sér lækninga. Hefur farið tvennum sögum af heilsu Sakharovs sjálfs og um tíma var jafnvel talið, að hann væri allur. Hetjuleg barátta Sakharov- hjónanna stendur eins og fleinn í holdi sovéskra valdhafa. Hræðsla þeirra við skoðanir einstaklinga er svo mögnuð, að þeir svífast einskis til að buga þá, sem vekja hjá þeim ótta. Yelena Bonner fékk að fara úr landi með því skilyrði, að hún ritaði undir skjal, þar sem hún skuldbindur sig til að ræða ekki við fréttamenn. Hún hefur þó þegar tekið af allan vafa um að Sakharov er enn á lífi. Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að Andrei Sakharov hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hann fékk ekki að fara til Óslóar og taka við verðlaununum. Þar flutti Yelena Bonner hins vegar þakkarræðuna fyrir hans hönd. Þessir atburðir hafa verið rifjað- ir upp nú, þegar Alþjóðasamtök- um lækna gegn kjarnorkuvá hefur verið úthlutað friðarverð- laununum. Vegna tvískinnungs sovéskra forystumanna lækna- samtakanna hefur norska Nób- elsnefndin sætt harðri gagnrýni fyrir ákvöðrun sína að þessu sinni. Landflótta andstæðingur Sovétstjórnarinnar, Leonid Pliutch, sem sætti refsimeðferð sovéskra „geðlækna", hefur sagt, að sjónvarpsmyndir af Sakharov, sem Sovétstjórnin hefur sent til Vesturlanda, sýni, að hann hafi fengið „geðlyf“. Sovéskir læknar hafa þar með tekið að sér að beita Sakharov refsingu að boði stjórnvalda. Evgení Shasov, hinn sovéski formaður Alþjóðasmat- aka lækna gegn kjarnorkuvá, er í hópi þeirra lækna, sem ganga erinda Kremlverja, þegar þeir kippa í spottann. í ákalli sovéskra andófsmanna til okkar, sem búum við frelsi lýðræðisins, felst ósk um skýr og afdráttarlaus viðbrögð. Sagt hefur verið, að sovéska áróðurs- vélin hafi meðal annars haft það að markmiði með hávaðanum um hættuna á kjarnorkustríði að draga athyglina frá mannrétt- indabrotum í kommúnistaríkj- unum. Röksemdafærslan sé eitt- hvað á þennan veg: Við leggjum höfuðkapp á baráttuna gegn þeirri ógn, sem steðjar að mann- kyni öllu, kjarnorkuógninni; sú barátta ber ekki árangur nema með sameiginlegu átaki manna í austri og vestri; við megum ekki láta ólíkar skoðanir á þjóðfélags- kerfum þvælast fyrir okkur í þessari baráttu; réttindi ein- stakra manna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Því miður hefur mátt heyra enduróm þessara sovésku áróð- ursbragða hjá ýmsum þeirra, sem eru virkir í Alþjóðasamtök- um lækna gegn kjarnorkuvá á Vesturlöndum. Ýmsir stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru þeirrar skoð- unar að vinna beri að því í kyrr- þey og á bak við tjöldin að fá Kremlverja til að hætta að sýna einstaklingum grimmd. Þessi kenning stangast á við það, sem fórnarlömbin sjálf segja. Lesend- um Morgunblaðsins hefur svo oft verið færð staðfesting á þeim vilja sovéskra andófsmanna, að minnt sé á þá hvenær sem tæki- færi gefst, að krafan um leyni- makk í mannréttindamálum á áreiðanlega ekki við rök að styðj- ast. Hún byggist á þeim hags- munum Kremlverja, að þagað sé um óhæfuverkin. Að Yelenu Bonner skuli þó leyft að fara til Rómar, eftir allt sem á undan er gengið, sýnir, að mannrétt- indabarátta, sem háð er fyrir opnum tjöldum og snýst um alkunnan einstakling, ber árang- ur að lokum. Saga þeirra Sakharov-hjón- anna er hetjusaga, sem ekki er enn lokið. Einstakir þættir þess- arar sögu snerta hvern þann, sem kynnir sér hana. Mikið hefur verið skrifað um þau hjón. Áhrifamikia kvikmynd um þau hefur mátt fá á myndbandaleig- um hér á landi. Færi ve! á því, að íslenska ríkissjónvarpið sýndi nú þessa mynd, svo að sem flest- um verði ljóst fyrir hvað hetjum er refsað í Sovétríkjunum. eftir ólöfu Sigurð- ardóttur og Valgerði Eiríksdóttur Svanhildur Halldórsdóttir, skrifstofumaður hjá BSRB, skrif- aði grein í Morgunblaðið 28. nóv- ember síðastliðinn. Tilefni þessa greinarkorns, sem bar heitið „All- ar skoðanir skal endurmeta", var, að búið er að ákveða að endurtaka atkvæðagreiðslu Kennarasam- bands íslands (KÍ) um úrsögn þess úr BSRB. Atkvæðagreiðslan mun fara fram 9. og 10. desember nk. 2. og 3. maí síðastliðinn fór fram samskonar atkvæðagreiðsla. Nið- urstöður hennar voru þær, að 69% þeirra, sem afstöðu tóku, vildu, að KÍ gengi úr BSRB. Samkvæmt lögum BSRB þarf % greiddra atkvæða til að úrsögn teljist lögleg. Stjórn BSRB og nú síðast þing BSRB hafa lýst því yfir, að þau álíti að telja beri auða seðla og ógilda sem greidd atkvæði, og þvf hafi sá meirihluti, sem samþykkti úrsögn, ekki verið nægilega stór. Það hafi nefnilega aðeins 64% þeirra, sem greiddu atkvæði, vilj- að, að KÍ gengi úr BSRB. Við ætlum ekki hér út í umræð- una um túlkun þessarar lagagrein- ar. Hins vegar viljum við benda á. að bæði fulltrúaráð og stjórn KI hafa ítrekað lýst því yfir, að kenn- arar innan KÍ hafi samþykkt úr- sögn í maí sfðastliðnum. En eftir að stór meirihluti á nýafstöðnu þingi BSRB studdi túlkun stjórnar BSRB á niðurstöð- um kosningarinnar, þá fannst okkur mörgum innan KÍ, að okkur bæri siðferðileg og félagsleg skylda til að endurtaka atkvæða- greiðsluna. Við endurmátum því fyrri afstöðu okkar í þessu máli. Og þessa dagana er því enn einu sinni verið að kynna fyrir kennur- um innnan Kl rökin með og á móti úrsögn. Hver einasti kennari er þessa dagana að endurmeta afstöðu sína. Það liggur í hlutarins eðli. Svanhildur hefði því átt að beina þeim vísdómsorðum, sem hún valdi í grein sinni, eitthvað anna en til kennara. Ástæöur fyrir úrsögn KÍ I grein sinni telur Svanhildur upp tvær „höfuðröksemdir", sem talsmenn úrsagnar haldi á loft. Þá fyrri segir hún vera, að „ekki sé á rök kennara hlustað, þegar fjallað er um kaup og kjör f aðal- kjarasamningi BSRB.“ Þessu til stuðnings vitnar hún í fundargerð- ir samninganefndar frá því f júlf og til októberloka á síðasta ári. Reyndar er erfitt að sjá, hvers vegna hún eyðir þar svo mikilli prentsvertu. Ekki minnumst við þessara full- yrðinga. Sumir talsmenn úrsagnar hafa hins vegar bent á, að einstök félög hafi ekki það svigrúm innan BSRB, sem þau þurfi til að ná fram ýmsum hagsmunamálum. Aðra höfuðröksemd úrsagnar- innar nefnir Svanhildur réttilega, þ.e. að með úrsögn KÍ sé verið að stíga skref í átt til sameiningar allra kennara f ein stór og sterk heildarsamtök. Nú eru í landinu tvenn kennarasamtök, HÍ og HÍK. Þeir, sem nú útskrifast úr Kenn- araháskóla íslands, geta valið hvort þeir vilja heldur vera í KÍ, sem er innan BSRB, eða HÍK, sem er innan BHM. I flestum skólum á landinu starfa því hlið við hlið kennarar úr KÍ og HÍK. Það er þvi augljóst mál, að það er mikil- vægt baráttumál fyrir kennara, að sameining eigi sér stað og að kennarar skipi sér f öflug heildar- samtök. Slík samtök yrðu kennur- um gífurleg lyftistöng í faglegri baráttu fyrir betri skóla. 1 grein Svanhildar svifur andi samstöðu og sameiningar yfir vötnum. Sá andi sem hrffur alla sanna verkalýðssinna með sér. I þeim anda fljúga setningar eins og þessi úr penna hennar: „Það eru engin landamæri til milli vinnandi stétta." Við furðum okkur óneitan- lega á þvf, að hún skyldi ekki sjá neitt ljós i sameiningu kennara. 1 þeim efnum er „flest heldur óljóst" segir hún og vitnar í ummæli for- manns HÍK, Kristjáns Thorlacius, og gerir hann að landamæraverði við þau landamæri, sem hún hefur dregið milli kennara i KÍ og HÍK. Hún vitnar hins vegar ekkert í þá ályktun, sem aðalfundur HIK samþykkti og sendi frá sér fyrir réttum mánuði. En þar kemur fram mjög eindreginn sameining- arvilji. Og hún lætur eins og hún viti ekki um þær greinar, sem Heimir Pálsson, stjórnarmaður í HÍK og nýkjörinn formaður BK (Bandalags kennaraféiaga), hefur Þekkingu ber að endurmeta Athugasemdir við grein Svanhildar Halldórsdóttur eftirHeimi Pálsson Svanhildur Halldórsdóttir, starfsmaður BSRB, skrifar í dag, 28. nóvember 1985, grein í Morgun- blaðið undir fyrirsögninni „Allar skoðanir skal endurmeta”. Greinin fjallar mestan part um málefni BSRB og Kennarasambands ís- lands og skal ég ekki blanda mér í þær umræður. En ég sé mig knú- inn til að gera athugasemdir við þann kafla greinarinnar þar sem ræðir undir millifyrirsögninni „Sameining ekki í sjónmáli" um horfur á sameiningu allra kennara f eitt kennarafélag. Þótt auðgert ætti að vera að afla sér traustra heimilda innan veggja á Grettis- götu 89 hefur Svanhildi láðst það í þessu sambandi. Hún vitnar í tvö blaðaviðtöl við formann Hins ís- lenska kennarafélags (HÍK) en leitar hins vegar ekki eftir sam- þykktum aðalfundar félagsins sem hefðu raunar gefið henni töluvert auknar upplýsingar. Á aðalfundi HÍK var samþykkt eftirfarandi tillaga: Þing HÍK lýsir yfir fullum stuðningi við að stofnað verði nýtt félag kennara og felur stjórn sinni að vinna áfram að smeiningu kennara innan HÍK ogKl. Þingið veitir stjórninni umboð til að skipa fulltrúa í nefnd til að gera tillögur um lög slíks fé- lags og væntir þess að hún taki fullt tillit til athugasemda og ábendinga sem fram koma. Þingið felur stjórninni að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu meðal félagsmanna um endanlegar ákvarðanir í þessu máli. Þegar einstakir liðir þessarar tillögu höfðu verið samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða var tillagan í heild borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvseðum gegn sex. Af sjötíu og fjórum atkvæðisbærum fulltrúum guldu aðeins sex nei- kvæði sitt við. Ég hygg þetta segi raunar allt sem þarf um þann hug sem ríkti á aðalfundinum. Til frek- ari skýringar vil ég þó geta þess að sú túlkun tillögunnar kom fram í ræðum margra sem ég hafði áður lýst í grein í DV: Þessi tillaga felur í sér að hið íslenska kennarafélag verður — þegar til kemur — lagt niður, og félag sem lagt hefur verið niður er ekki aðili að einum né neinum samtökum. Þess vegna var ekki talið skipta nokkru að ganga frá úrsögn úr Bandalagi háskóla- manna nú, því með samþykkt til- lögunnar væri búið að taka ákvörð- un um eiginlega útgöngu. Hins vegar er jafnljóst að á þeirri stundu sem nýtt kennarafélag væri stofnað geta félagsmenn þess vitanlega tekið ákvörðun um að leita aðildar að einhverjum sam- tökum. Um það skal ég engu spá. Fyrir aðalfundi HlK lá tillaga frá stjórn félagsins um samein- ingu kennara í bandalag skóla- stigafélaga. Sú tillaga sem sam- þykkt var fellur í sér að aðalfund- urinn taldi mjög mikilvægt að leitað yrði annarra leiða til að skipuleggja samtök kennara en Heimir Pálsson „Það er enginn bilbug- ur á mönnum og við sjáum þegar hilla undir stéttarfélag sem sam- einað geti nærfellt alla íslenska kennara í einn hóp launþega...“ þeirra að byrja á að sundra þeim eftir skólastigum. Innan Bandalags kennarafélaga, á samstarfsvettvangi KÍ og HIK, er nú unnið að tillögum um skipu- lag hins nýja kennarafélags, sem enginn sem til þekkir er í vafa um að verður að veruleika. Þar er enginn bilbugur á mönnum og við sjáum þegar hilla undir stéttarfé- lag sem sameinað geti nærfellt alla Islenska kennara í einn hóp launþega, hóp sem ætlar sér hreint ekki að troða illsakir við aðra launþegahópa en hefur þegar nokkuð bitra reynslu af baráttuað- ferðum þeim sem nú tíðkast. Höfundur er mcnnt&skólakennari og formaður Bandalags kennarafc- laga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.