Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
17
Dagur birtir lesendum sínum
ágætan boðskap í upphafi kvers:
„Það er enginn vandi að yrkja/
þegar maður kann það./ Það er
bara að raða orðunum rétt saman!"
Að raða orðunum rétt saman
hefur Dagur löngum gert með góð-
um árangri. Hann er orðhagur og
hugmyndir hans yfirleitt ferskar
eins og ný ávaxtasending. Dagur
neitar að fara hefðbundnar slóðir
og er á moti stöðnuðu mannlífi og
geldum sjónarmiðum. Ég veit ekki
hvort á að nota um hann orð eins
og uppreisnarmaður. Það segir
eiginlega of lítið. En Dagur vill
ekki vera eins og hinir.
Dagur hefur góðan grundvöll að
byggja á og það kemur fram í
verkum hans. Sá grundvöllur er
næm tilfinning fyrir íslensku máli
og ágæt menntun sem hann hefur
aflað sér án þess að vera límdur
við klístraða skólabekki. Dagur er
einlægur og barnslegur í góðri
merkingu orðsins. Hann er ekki
beinlínis næf.
Það er alltaf athyglisvert að lesa
það sem Dagur skrifar. Texti hans
hefur merkingu og hann vill storka
umhverfinu með honum án þess
að verða um of billegur.
Fyrir Laugavegsgos er ekki
dæmi um Dag þegar hann er best-
ur. En hann er alveg nógu góður
til þess að ástæða sé til að þrykkja
hann. Lítum á ljóð eftir skáldið:
Éghef tapað
óteljandi orustum
en ég er víst að vinna stríðið.
Égermeðörútumallt
og heyrnardaufur eftir fallbyssudyninn
en víst er ég að vinna stríðið.
Ekki sliga mig með orðum og borðum.
Sýngið fyrir mig sigurljóð.
Ég get það ekki sjálfur.
Röddin er brostin af að gefa skipanir.
Fáum okkur frið
(Gamall herforíngi)
Þetta er að mínu viti miklu
meiri friðaráróður en Félag fyrr-
verandi og núverandi friðarsinna
var að birta okkur um daginn. Ég
veðja á Dag sem friðarleiðtoga.
Dagur hefur soldið sérkennilegt
viðhorf til kvenna. Ég býst til
dæmis ekki við að Hagsmunasam-
tök útivinnandi húsmæðra muni
fagna ljóði hans Kvenfrelsi 1985.
Þar standa þessar hræðilegu línur:
I
Auðvitað getur gáfuð menntuð
nútímakona ekki lifað
á megrunarleikjum einum saman.
Hún þarf líka Tab
ogljóssumarföt
og silver solarium
eða kosta dellu sól
II
Svo má ekki gleyma frelsinu.
Hún þarf frelsi til að bera út börnin sín
og skapa plátraskröggum vinnu
við slátrun.
Þarna klippi ég á ljóðið því að
ritskoðarinn kemur upp í mér.
En Dagur hefur heilmikið að
segja og segir það án þess að
blikna. Aftur á móti er hinn gamli
listræni þróttur örlítið minni.
Ljósbrot, bráðskemmtileg plata
Hljómplötur
ÁrniJohnsen
Hljómplatan LJÓSBROT með lög-
um Lýðs Ægissonar og Guðjóns
Weihe frá Vestmannaeyjum er
hvort tveggja í senn bráðskemmti-
leg og hrífandi. Falslaus einlægni
og lífsgleði er eins konar aðals-
merki þeirrar stemmningar sem
ríkir á plötunni sem er bæði fjöl-
breytt og vönduð. Það er klárt að
þessi fyrsta plata Lýðs bróður
Gylfa á eftir að verða vinsæl og
þeir félagar Lýður og Guðjón koma
út sem stórgóður dúett, því textar
Guðjóns eru með því betra sem
komið hefur lengi á dægurlaga-
plötu. Þeir byggjast á góðri með-
ferð íslenskrar tungu og skynsam-
legri hugsun, en samt sem áður
eru þeir léttir og skemmtilegir.
Lýður Ægisson er einn af harð-
sæknustu skipstjórum Vest-
mannaeyja, tilheyrir þeim þjóð-
flokki skipstjóra sem sækir hvað
mest í djúpkantinn á Eyjamiðun-
um. Stundum hefur báturinn hans,
ófeigur, verið eins konar útvarps-
stöð fyrir Kantarana, því Lýður
hefur oft spilað fyrir félaga sína
á öðrum bátum upptökur á eigin
tónlist og reyndar hafa þeir marg-
ir hverjir hvatt Lýð til þess að
koma tónlistinni í varanlegt form
á plötu. Árangurinn á plötunni
sýnir að þessir harðskeyttu skip-
stjórar hafa góðan smekk fyrir
fleiru en fiskinum i sjónum.
Lýður Ægisson
Guðjón Weihe er ungur Eyja-
maður sem um árabil hefur samið
mikið af textum úr lífsflóru Vest-
mannaeyja, en hvergi á landinu
er árlega samið jafn mikið af lög-
um og ljóðum beinlínis tengd
Vestmannaeyjum. Má segja að það
séu tugir Eyjalaga sem koma fram
á ári hverju, en flest lögin tengjast
þó að einhverju leyti Þjóðhátíð
Vestmannaeyja.
Á Ljósbroti er til dæmis síðasta
Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja, í
skjóli fjalla, en það small á Þjóð-
hátíðinni 1985 og menn lærðu það
samstundis.
Lýður er snjall lagasmiður og
hefur sinn eigin stíl í þeim efnum,
sígildan stíl í dægurlagagerð, en
mjög ljóðrænan og lagvissan og
hann blæs úr ýmsum áttum eins
og veðrið á hafinu í kring um
Vestmannaeyjar. Ágætir lista-
menn aðstoða við söng og undirleik
á Ljósbroti, söngvararnir Pálmi
Gunnarsson sem fer á kostum í
gullfallegu lagi og sama er að segja
um Rut Reginalds i bráðfjörugu
lagi sem heitir Eigum við Dísa og
laginu um Kirkjubæjar-Tóta, en
texti þess lags fjallar um hinn sér-
stæða og milda persónuleika Tóta
á Kirkjubæ, Ellireying og bjarg-
veiðimann sem nú er kominn á
efri ár. Það hefur löngum verið
sérstætt í textagerð Eyjamanna
að semja lög og ljóð um sérstæða
persónuleika úr daglegu lífi Vest-
mannaeyja. Það er Rafn Sigur-
björnsson sem hefur annast út-
setningar að mestu leyti, leikið á
ýmis hljóðfæri og hann syngur
einnig flest laganna ljómandi vel,
með tilþrifum. Þá syngur Lýður
tvö lög á sinn látlausa en mark-
vissa hátt. Aðrir sem koma við
sögu söngs og hljóðfæraleiks eru
Ágúst Ragnarsson, Sigurður
Rúnar Jónsson og Reynir Jónas-
son, en hann leikur m.a. Spærl-
ingspolka Lýðs á nikku, sem er
aðalhljóðfæri Lýðs á eftir orgelinu.
Ljósbrot er brot af lífsgleði sem
höfðar til alls þorra fólks, bráð-
skemmtileg plata.
Gódar og vandadai bœkur
Árni Óla
Reykjavík
íyrri tíma II
Tvœi cil Reykjavíkuibókum Áma Óla
Skuggsjá ReykjavQmi og Horít á
Reykjavík enduiútgeínai í einu bindi
Saga og sögustaðii veiða ríkir aí lííi og
íiá síðum bókanna gefui sýn til íortídai
og íiamtíöai - nútímamaðurinn öðlast
nýjan skilning á höíuðborg landsins og
forverunum ei hana byggðu. Eíni bók-
anna er íróðlegt fjölbreytt og skemmti-
legt. Fjöldi mynda frá Reykjavík íyrri
tíma og al persónum sem mótuðu og
settu svip á bœinn prýða þessa vönd-
uðu útgáíu.
Pétui Zophoníasson
Víkingslœkjarœtt II
Þetta er annað bindið í endurútgáíu á
hinu mikla œttírœðiriti Péturs, niðjatali
hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttur og
Bjama HaUdórssonai hreppstjóia á
Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar
Höskulds, Biands, Eiríks, Lofts og Jóns
eldia Bjamasona. Fyrsta bindið kom út
1983, en œtlunin er að bindin veiði alls
íimm í þessu bindi, eins og því fyista
em fjölmaigai myndir af þeim sem í
bókinni em nefndii.
PÉTUR
ZOPMONÍASSON
VfKINGS
IÆKJARÆmi
NIÐUATAL GUOfllÐAR EYJÓLFSDÖTTUR
OG BJAHNAHALLOORSSONAR
HREPPSTJÓRA A VtKINGSLÆK
Birtan ad handan
Saga Gudrúnar
Siguröardóttur
írá Torfuíelli
Sverrír Pálsson skrádi
Guðnín Sigurðaidóttii vai landsþekkt-
ur miðill og hér er saga hennai sögð
og lýst skoðunum hennai og líísvið-
hoiíum Hún helgaði sig þjónustu við
aðia til hjálpar og huggunai og not-
aði til þess þá hœíileika sem henni
vom gefnii í svo ríkum mœli, skyggni-
gáíuna og miðilshœíileikana. Þetta ei
bók, sem á erindi til allra.
Ásgeir Jakobsson
Einars saga
Gudíinnssonar
Þetta er endurútgáía á œvisögu
Einais Guðíinnssonar, sem verið hefui
ófáanleg í nokkui ár, en hlaut óspart
lot er hún kom fyist út 1978. Þetta er
baiáttusaga Einais Guðíinnssonai íiá
Bolungaivík og lýsir einstökum
dugnaðarmannt sem baiðist við
ýmsa ertiðleika og þuifti að yíirstíga
maigai hindianii, en gafst aldiei upp;
vai gœddur ódiepandi þrautseigju,
kjarki og áiœðt Einnig ei í bókinni
mikill fióðleikui um Bolungarvík og
íslenzka sjávaiútvegssögu.
SKUGGSJÁ - BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF.