Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 18
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 18 Kvennadeild Rauða kross íslands Jólafundur fimmtudaginn 5. desember í Átthagasal Hótels Sögu. Mæting í Háteigskirkju kl. 18.30. Aöventuspjöll séra Arngrímur Jónsson. Ekiö aö Hótel Sögu kl. 19. Matur, Sigurður Jónsson leikur fyrir matargesti. Félagsvist. Félagskonur tilkynniö þátttöku á skrifstofunni, Öldugötu 4, miðvikudaginn 4. des. frá kl. 09.00- 16.00 ísíma 28222. Mætiðvel. Konunglega Verðtryggöar og varanlegar gjafir AfsláttarhiIIan: Kjörgripir ávallt á afsláttarveröi. Það er konunglegt hjá Hverfisuötu 49, sími 13313. — Blómin við bæjarvegginn Bókmenntir Jenna Jensdóttir Eövarð Ingólfsson Sextán ára í sambúð Skáldsaga Æskan 1985 Fimmtán ára á föstu var ein vin- sælasta unglingabókin sem kom út fyrir jólin I fyrra. Þessi saga er beint framhald af henni. Unglingarnir Lísa og Árni flytja í Efstasundið í íbúð sem flugstjór- inn, faðir hennar á. Lísa ætlar sér að ljúka haust- önninni í MH en Árni vinnur í verslun í vesturbænum. Bæði líta þau á það sem spenn- andi ævintýri að hefja sambúð og þau hlakka mikið til að eignast barnið sem Lísa ber undir belti. Þau eru glöð og áhyggjulaus að eðlisfari og hafa ákveðnar skoðan- ir á íhlutun annarra í þeirra eigið llf. Einkum gagnvart móður Lísu, sem er fráskilin, einmana og á við geðræn vandamál að stríða. Ungl- ingarnir fara ekki varhluta af erfiðleikum í sambandi við það og raunar ná þeir erfiðleikar einnig til systkina Lísu, sem eru eldri en hún. Eðvarð Ingólfsson Sigga og Jonni eru bestu vinir unglinganna tveggja og jafnaldr- ar. Þau kynntust einnig um sumar- ið, en samband þeirra er brösótt og rofnar af og til. Þá stofna þau til skyndisambanda við aðra. Árni er ólgandi og leitandi i tilfinningum sínum gagnvart Lísu og sextán ára stúlkunni Maríönnu. Lísa er barnshafandi og sú stað- reynd leiðir hann frá freistingum — hann tilheyrir henni. Fæðing barnsins færir Árna nær raunveruleikanum en hann fullorðnast ekki hót tilfinninga- lega við aukna ábyrgð. Eftir að Lísa á barnið er ástríða hans til Maríönnu enn sterkari: „Ef hann hefði kynnst henni á undan Lísu hefði hann orðið sjúkur í hana ... Lísa er talsvert ólík hinum unglingunum i hegðun sinni og lífsviðhorfum. Henni hefur líka gefist sú reynsla sem lýsir inn í aðra og víðfeðmari veröld, en þá sem hljómsveitir, böll og skyndi- ástir veita. Fæðingu barnsins og aðdrag- anda hennar er mjög vel og ná- kvæmlega lýst. Einnig því gleði- sambandi sem myndast milli for- eldra er þau sjá barn sitt nýfætt og heilbrigt. Eðvarð Ingólfsson hefur hér ritað sögu sem verður ekki síður vinsæl meðal unglinga en sú fyrri. Vonandi á hann eftir að láta mikið í sér heyra. — Opna hliðin sem liggja til átaka og ræktandi mann- lífs og benda unglingum á að heim- urinn er stærri en það sem skemmtanalifið spannar yfir. Harmleikur, sko? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Stefanía Þorgrímsdóttir: Nótt í lífi K loru Sig. Útg. Forlagið 1985. Stefanía sendi frá sér fyrstu bók sína, Söguna um önnu, fyrir tveimur árum, óvenjulega gott byrjandaverk sem gaf fyrirheit. Ástæður fannst mér margar, efn- istök og persónulýsingar verulega vel gerðar en þó ákveðin fjarlægð frá persónunum sem átti raunar mæta vel við í þeirri bók. Þvf var ástæða til að hlakka til að iesa næstu bók Stefaníu og Nótt í lífi Klöru Sig. hefur sem sagt litið dagsinsljós. Tvenn hjón plús Klara eru á skemmtistað. Maður Klöru er á ráðstefnu og „góðu“, gömlu vinirn- ir ákveða að fara út á galeiðuna eins og Klara orðar það síðar um nóttina. Klara kynnist Jóni á dansleiknum. Hann fer með henni heim; þau hafa vitanlega hugsað sér að eiga þar stund, en eitthvað fer í vaskinn hjá Jóni aldrei þessu vant eða réttara sagt, honum rís bara ekki hold. Klara er skilnings- rík og fer að rabba við hann þarna í bólinu um fortiðina, þau drekka kaffi og að því búnu gengur allt betur. Jón steinsofnar og Klara fer að hugsa og hugsar mikið. Vekur svo Jón, því að stjúpdóttirin er væntanleg í heimsókn, þau borða morgunmat og kveðjast. Appú. Hugmynd höfundar er góð og gild; sýnum tilgangsleysi þess að „skemmta" sér. Sýnum nekt og umkomuleysi manneskjunnar. Sýnum að manneskjan er aldrei það sem hún vill láta aöra halda. Sýnum fram á blekkinguna og tómleikann og brestinn í mannleg- um samskiptum, ha? En eitthvað hefur farið í vaskinn hjá fleirum en Jóni; hið „eðlilega" og hráa talmál persónanna sem á að gera samtölin lífleg og sannfærandi verður að bölvi og ragni og sko-um og ha-um nánast í hverri setningu. Þótt þessi orð séu eðlileg í talmáli verða þau óhemju truflandi í rit- máli og persónurnar verða s^o ótrúlega leiðinlegar og svo langt frá því að vekja áhuga á þeim, jafnvel þótt okkur sé auðsýnilega ætlað að fá samúð með innantómu lífi þeirra og öllum þeirra plasttil- finningum. Ekki tekur betra við í bólinu hjá Klöru Sig. Jón bensínaf- greiðslumaður er gerður einum of kauðskur og einum of mikill ein- feldningur. Þegar Jón er nú sofnaður og hugsanirnar fara að leita á Klöru Sig. fara þessar hugsanir fram á allt öðrum nótum, hér eru hvorki ha né sko og ekki mikið bölvað. Stefanía Þorgrfmsdóttir Þetta er að vísu nokkur léttir en þó á skjön við textann þó kannski við hugsum gáfulega og á góðu máli, en látum svo vaða á súðum, þegar við tölum við aðrar mann- eskjur. Stefaníu tekst ekki heldur að gera Klöru Sig. áhugaverða og kvöl hennar vegna barnsins sem hún gaf, og vegna ofríkis föður hennar í æsku. Frásögnin ristir of grunnt til að áhrif náist. Samt finnst mér eima eftir af þeim hughrifum sem Sagan af Onnu skildi eftir í huga mér. Mikið vildi ég að ég yrði sannspá um að Stefanía geti skrifað bók sem veig- ur er í og að ég gleymi þessari. Safnaðu sólargeislum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Erla Þórdís Jónsdóttir. MALDAÐ í MÓINN. Reykjavík 1985. í bók sinni Maldað í móinn yrkir Erla Þórdís Jónsdóttir á þessa leið um hinn vitiborna mann, Homo sapiens: Þú upprétti maður sem gengur glaður með háþroskað heilabú, hvaðhugsarþú? Vonandi hærra en hundurinn og hin dýrin. Ljóðin í bók Erlu Þórdísar vitna æði oft um að vonin er aðeins von, maðurinn hugsar ekki hátt. Bókin hennar er vitnisburður um lífs- reynslu, ekki alltaf góða. Hún hefur mætt sínum erfiðleikum, sviptingum mannlegrar sambúðar og heilsuleysi. Ljóðin eru vissulega ort til hugarhægðar. Mörg þeirra eru fremur veikburða tilraunir til skáldskapar og ekki beinlínis ástæða til að setja þau á prent, en inn á milli segja þau lesandan- um ýmislegt og eru alls ekki illa ort. Erla Þórdís á margt ólært í ljóðagerð. Víða skortir tilfinningu fyrir máli og hrynjandi. Þegar yrkja skal á gamla mátann fer best á því að virða bragreglur. En þó er á stöku stað létt og lipurlega kveðið, eins og í eftirfarandi dæmi, Sólskini: Safnaðu sólargeislum og sumarsins hnossum. Mundu eftir gleðinnar gjöfum og gæfunnar kossum. Þeir munu á dimmum dögum ídauðansskugga draga sviða úr sárum, sefaoghugga. Og af hverju heitir bók Erlu Þórdísar Jónsdóttur Maldað í mó- inn? Það er af því að hún leggur áherslu á að „úr hrundum skýja- borgum" megi „reisa lítið býli“, Erla Þórdís Jónsdóttir tína saman brot lífsins og gera eitthvað jákvætt úr þeim. Boðskapur bókar hennar er þessi. Og til þess að geta af fullri einurð haldið honum fram, segir hún öðrum frá reynslu sinni og dregur ekkert undan. Hana skortir ekki kjark, en það sem hana skort- ir mest er meiri kunnátta við ljóða- gerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.