Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 2

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR4. DESEMBER1985 Trollið virkaði eins og rekakkeri — segir Pétur Bjarnason skipstjóri á Siglfirðingi SI 150 MorKunbladiö/Friðþjófur Umræða um reykingar í undirbúningi. Hér er verið að kveikja í hjá einum, sem aðeins reykir eina sígarettu ádag! Áramótaskaupið að fæðast UPPTÖKUR eru nú hafnar á ára- mótaskaupi sjónvarpsins. I skaup- inu að þessu sinni koma fram margir af fyndnustu mönnum þjóðarinnar að vanda — og raiðað við þau sýnishorn sem blaðamað- ur og Ijósmyndari Morgunblaðsins sáu er þeir litu við í sjónvarpssal Kttu landsmenn ekki að þurfa að kvíða gamlárskvöldinu. Leikstjóri skaupsins að þessu sinni er Sigurður Sigurjónsson og meðal leikara, auk hans, eru Laddi, Örn Arnarson, Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Edda Heiðrún Backman ogTinna Gunnlaugsdóttir. Að sjálfsögðu verður óspart gert grín að mönn- um og málefnum að vanda. Þeir sem laumast á upptöku á efni eins og áramótaskaupinu mega náttúrulega ekki segja orð frá því sem þar er að gerast — blaða- maður biður landsmenn því að sýna biðlund fram á gamlárs- kvöld og verður að setja punkt hér. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki reykingamanns, sem gripið hefur til örþrifaráða. Leyfi fyrir gjaldeyrisyfir- færslu hefur ekki fengist Spánarhúsin eigi að síður auglýst til sölu EKKI hefur enn fengist leyfi fyrir gjaldeyrisyfirfRrslu til kaupa á húsum á Spáni, sem mikið eru auglýst þessa dagana. Umboðsaðili fasteignasölunnar Suomi Sun Spain hér á landi bauð samtökunum Sólarsetur tilboð um að hafa milligöngu um sölu á 29 raðhúsum á meginlandi Spánar, samtals á 16 milljónir króna og mun eitt hús fylgja með í kaupbæti ef af sölunni verður. „VIÐ VORUM að toga á Slétta- grunninu þegar við urðum varir við að skipið lét ekki að stjórn. Þá ákváðum við að hífa og reyna að koma okkur í land,“ sagði Pétur Bjarnason skipstjóri á Siglfirðingi Bankar og sparisjóðir: Tölvubankar teknir í notkun um áramótin STEFNT er að því að taka í notkun um áramótin saraeiginlegt sjálfsaf- greiðslukerfi, eða tölvubanka, allra banka og sparisjóða á íslandi nema Iðnaðarbankans. Iðnaðarbankinn hefur veitt viðskiptavinum sínum þessa þjónustu um nokkurt skeið. Unnið er að uppsetningu „sjálfsaf- greiðslubankanna“, og er það verk langt komið. Tölvubankar verða settir upp á níu stöðum til að byrja með, á átta stöðum á höfuðborgar- svæðinu, og í einum banka á Akur- eyri. Ákveðið hefur verið að stað- setja tölvubanka í Borgar- og Landspítalanum. Til stóð að hefja þessa þjónustu fyrr, en að sögn Stefáns Pálssonar, bankastjóra í Búnaðarbankanum, hefur staðið á afgreiðslukortunum og verða þau ekki tilbúin fyrr en undir jól. Var því ákveðið að bíða til áramóta. Þegar kerfið verður komiö í gagnið geta viðskiptavinir hvaða banka eða sparisjóðs sem er tekið út og lagt inn í tölvubanka, óháð því hvar hann er, að sögn Stefáns Pálssonar. Fimm sækja um embætti hæsta- réttardómara FIMM sækja um embætti hæsta- réttardómara, sem veitt verður frá 1. janúar næstkomandi er Björn Sveinbjörnsson lætur af störfum. Umsækjendur eru Bene- dikt Blöndal, hrl., Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, Guðrún Erlendsdóttir, dósent við Háskóla íslands, Haraldur Henrysson, sakadómari, og Sveinn Snorrason, hrl. SI 150. Siglfirðingur missti stýrið er skipið var að veiðum á Sléttagrunni austur af Kolbeinsey um klukkan 01.00 aðfaranótt mánudagsins. Þetta var fyrsta ferð Péturs Bjarna- sonar á Siglfirðingi, en áður hefur hann verið skipstjóri á rækjubátum. „Fyrst reyndum við að stýra með toghlerunum en það gekk ekki nógu vel. Þá ákváðum við í samein- ingu, útgerðarmaðurinn, stýri- maðurinn og ég, að vera með troll- ið aftan í og nota það líka til að stýra skipinu. Við fengum leyfi til þess hjá gæslunni. Trollið virkaði eins og rekakkeri og skipið lét vel að stjórn. Ef við þurftum að beygja hífðum við vírana til skiptis. Sigl- ingin gekk ágætlega, en okkur miðaði hægt áfram. Venjulega tekur það um sjö klukkustundir að sigla þessa leið til Siglufjarðar, en það tók okkur um tuttugu tíma að komast að fjarðarkjaftinum. Þegar við komum þangað kom bátur á móti okkur og hjálpaði okkur inn fjörðinn. Það var mjög slæmt veður og því erfitt að eiga við þetta. Við hefðum sennilega komist hjálparlaust alveg inn fjörðinn ef veðrið hefði verið betra. Það tók óratíma að komast að bryggjunni vegna þess hve hvasst var inni á firðinum og komumst við ekki í land fyrr en um klukkan 04.00 aðfaranótt þriðjudagsins. Annars gekk þetta allt mjög vel og ég held að við höfum aldrei verið í hættu," sagði Pétur Bjarna- son að lokum. Stjórnarmenn Sólarseturs hafa farið fram á það við Matthías Bjamason viðskiptaráðherra að hann hlutist til um að gjaldeyris- yfirfærsla verði veitt til kaupa á húsunum og er það nú í athugun hjá gjaldeyrisdeild bankanna. Matthías sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að það væri ekki auðvelt að veita einum aðila leyfi en öðrum ekki, en það væri verið að athuga hvað hægt væri að gera. Á meðan auglýsir umboðsaðilinn, Páll Jónsson, húsin til sölu á 550 úsund íslenskar krónur hvert hús. auglýsingunni er jafnframt vak- in athygli á reglugerð Seðlabanka íslands varðandi gjaldeyrisyfir- færslu, en samkvæmt henni er óheimilt að kaupa fasteign erlend- . is nema með leyfi gjaldeyrisyfir- valda. Húsin, sem eru til sölu eru í bænum Torreviéja á Costa Blanca, sem er um 30 km fyrir sunnan Alicante. Áhugamönnum stendur til boða að fara í kynnisferð til Torreviéja til að skoða húsin þann 8. desember, og segja stjórnar- menn Sólarseturs að margir fé- lagsmenn hafi hugsað sér að fara í þá ferð. Gestur ólafsson, formað- ur stjórnar Sólarseturs, og Jóhann Einvarðsson, varaformaður, hyggjast fara sjálfir á undan til að kynna sér aðstæður og húsa- kostinn. „Ef húsin líta vel út og staðurinn hentar er ekki hægt að segja annað en að verðinu sé mjög í hóf stillt. Hingað til hafa menn haldið að það væri spurning um 1—2 milljónir að kaupa hús á Spáni," sagði Jóhann. Samtökin Sólarsetur voru stofn- uð í sumar af nokkrum áhuga- mönnum í því skyni að koma á fót dvalaraðstöðu fyrir fullorðna Is- lendinga á félagslegum grundvelli í sólarlöndum. „Við vildum gera tilraun til að koma á fót nokkurs konar fslendinganýlendu á Spáni, þar sem einstaklingum gæfist kostur á að dvelja sér til heilsubót- ar og ánægju í öruggu umhverfi," sagði Gestur. Sveinn Egilsson hf. með FIAT SVEINN Egilsson hf. hefur tekið að sér FIAT-umboðið hér á landi. Sam- komulag þar að lútandi hefur tekist milli FIAT-verksmiðjanna á ftalíu annars vegar og Sveins Egilssonar hf. og Davíðs Sigurðssonar hf. hins veg- ar. Greiðslustöðvun til handa fyrir- tækinu rann út 2. desember. „Við stöndum í samningum vegna skulda fyrirtækjanna," sagði Svein- björn Tryggvason, framkvæmda- stjóri Davíðs Sigurðssonar hf. og Egils Vilhjálmssonar, í samtali við Morgunblaðið. Fjármáiaráðherra um skuldbreytingu skammtímalána og afnám lánskjaravísitölu: Bjartsýnn á samstarf við viðskiptabankana ÞORSTEINN Pálsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur sínar um afnám lánskjaravísitölu af skammtímalánum og skuldbreytingu skamm- tímalána til lengri tíma, sem Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku. Ákveðið var að afgreiða málið ekki fyrr en fjármálaráðherra og forsætis- ráðberra hafa rætt nánar við fulltrúa viðskiptabankanna, en það verður í dag. Mun ríkisstjórnin væntanlega afgreiða málið á fundi sínum í fyrramálið. „Við ákváðum að kalla banka- menn til fundar við okkur á morgun og tökum málið á ný til umræðu og afgreiðslu á ríkis- stjórnarfundi á fimmtudag," sagði Þorsteinn Pálsson í gær. Viðskiptabankarnir hafa ekki tekið þessum hugmyndum ráð- herranna ýkja vel. Fjármálaráð- herra var spurður hvernig hann hygðist bregðast við neikvæðum undirtektum viðskiptabankanna, að því er varðar skuldbreytingu skammtímalána: „Ég hef svo sem ekkert um það að segja á þessu stigi málsins," sagði fjármála- ráðherra. Hann sagðist vilja tala við bankamenn augliti til auglit- is, en ekki í gegnum blaðayfirlýs- ingar, a.m.k. til að byrja með. Fjármálaráðherra var spurður hvort hann væri bjartsýnn á að bankarnir féllust á skuldbreyt- ingu skammtímalána: „Ég hef ekki trú á að þeir bregðist illa við því. Bankarnir hafa áður tekið þátt í samstarfi af þessu tagi með góðum árangri. Það líkaði öllum vel það sem gert var fyrr á þessu ári, af hálfu bank- anna, og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að þeir séu ekki Þorsteinn Pálsson fjármálaráó- herra. tilbúnir til samstarfs um þetta brýna úrlausnarefni,“ sagði fjár- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.