Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS í leit að réttu orði Vöndum utan- áskrift bréfa Þegar maður les ritverk karla og kvenna frá síðustu öld, slíkt hið sama texta þeirra höfunda sem voru í broddi lífsins um miðbik þessarar aldar eða fyrr, getur maður ekki annað en dáðst að fundvísi þessa fólks á rétt orð í næstum hvaða sambandi sem er. Með hrakandi máltilfinningu og vondum vinnu- brögðum blaðamanna gerist það æ oftar, að orð eru valin af handahófi eða merkingu þeirra hreinlega snúið við, stundum undir yfirskini frum- leika eða framstefnusjónarmiða. Nú eru sum íslensk orð vandmeðfarin, en það er einmitt oft höfuðprýði þeirra. Eitt af þessum vandmeðförnu orðum er vonarpeningur, en það er sá búsmali sem ekki hefur vísa von til að lifa af hinn harða íslenska vetur eða einhverjar aðrar álíka raunir. Orðabók háskólans hefur m.a. þessi dæmi: a) „og þar til vonarpeningur vegna veikinda" (1733). b) „Eg er altaf all-lasinn vonar- peningur" (Æfisaga Bjarna Pálssonar, samantekin af Sveini Pálssyni 1777). c) „Peningur sumstaðar orðinn dreginn og vonarpeningur" (Norðri 1855,39). d) „annað [lambið] var svo mikill vonarpeningur, að dýralæknir- inn tók það aldrei í öðru skyni, en rétt til reynslu" (Alþ. 1857. 830). e) „Ég óttast mest fyrir, að hann dragist með dauðann, í öllu falli er hann vonarpeningur eins og nú stendur" (Dagsett í Reykjavík 1874. Úr fórum Jóns Árnasonar, bls. 208). Ég hirði ekki um að sýna fleiri dæmi, þótt af nógu sé að taka. Svip- aðar merkingar er orðið vonargripur, og verður eitt dæmi að nægja: „Eru þá eptir óstaðfest 7 lög frá síðasta þingi-----og munu flest vera vonargripir (ísafold 1894,94). Þessar athugasemdir eru settar á blað vegna þess, að í fyrravetur, meðan skákmót stóð yfir í Noregi, var þess getið í Þjóðviljanum að pilturinn Agðasteinn (Ágdestein) mundi nú vera helsti „vonarpening- ur“ Norðmanna. Þetta orðalag kom illa við mín gömlu sveitamannseyru, en ég ákvað að halda vana mínum og stilla mig um nöldrið. En þegar rithöfundarnir í „Klippt og skorið" fara aftur á stúfana með vonarpen- inginn sinn, var mér næstum því nóg boðið (Þjóðv. 20. júní ’85): „Hannes segir Davíð borgarstjóra mikinn vonarpening, margir bíða þess „með óþreyju að Davíð setjist á þing“.“ Þó að orðið „vonarpeningur" sé eignað „Hannesi", mun það senni- lega orðalag þeirra Þjóðviljamanna. — Þetta þóttu mér ómakleg ummæli um borgarstjóra vorn, sem af mynd- um að dæma hefur ekki einu sinni fengið kvef. En það var meira blóð í kúnni. í Þjóðv. 26. nóv. síðastliðinn, bls. 4, segir svo. „Annar vonarpeningur er talinn hafa það „ferska blóð“ sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf til „að tryggja ferskleika hugmynda og fyrirbyggja stöðnun“.“ Mér dettur nú í hug: Átti allt þetta tal um vonarpening að vera aðeins meinlaus brandari eftir allt saman? En þá hefðu þeir góðu menn átt að minnast þess, að sumir brandarar eru svo rýrir í roðinu að þeir þola ekki endurtekningu. Nú eru kosningar í nánd og mun þá koma í ljós, hve margur vonar- peningurinn leynist í röðum fram- bjóðenda, eða hvort Davíð Oddsson reynist sú vonarstjarna sem þeir sjálfstæðismenn almennt búast við. Það er von mín, að eftir þessar fátæklegu upplýsingar hætti Þjóð- viljinn að stríða gömlum sveita- mönnum. M.Ó. sendi póstþjónustunni kveðju í Velvakanda þann 29. nóv. sl. Bréfið er kvörtun um seinagang í pósti, vegna bréfs frá Lánasjóði ísl. námsmanna, sem tók 9 daga að koma til viðtakanda, þrátt fyrir loforð póstsins um betri þjónustu. Póstur sem póstlagður er í póst- húsi í Reykjavík eða kominn í póst- kassa fyrir síðustu tæmingu er borinn út til viðtakenda næsta dag undir eðlilegum kringumstæðum. Því miður eru mörg bréf með ófullkominni utanáskrift eða bein- línis rangri, t.d. röngu póstnúmeri, þau bréf geta því miður tafist í pósti. Póststimpill sem M.ó. segir að hafi verið á bréfinu er ekki póstsins heldur úr frímerkingavél Lánasjóðs ísl. námsmanna. Því miður hefur það komið fyrir að bréf frá þessari stofnun hafi verið með röngum dagstimpli, og hefur póstþjónustan nokkrum sinnum kvartað yfir þessu við Lánasjóðinn. Því miður taka starfsmenn okk- ar ekki alltaf eftir þessum röngu póststimplum og gæti það t.d. verið skýring á seinkun bréfsins. Póst- þjónustan harmar þessi mistök hvort sem þau eru henni að kenna eða öðrum og hvetur fólk til þess að vanda utanáskrift á bréf til þess að þau berist fljótt og vel til viðtakenda. Virðingarfyllst Björn Björnsson, póstmeist- ari 1/1 cn HEILRÆÐI f anQ\/ f 1, b* * r ' :Á~ .. E Slysalaus jólaundirbúningur Aðventan er gengin í garð og og athafnaþrá barnanna. Leyfum undirbúningur jólanna hafinn. A þeim að vera þátttakendur og heimilunum verður því mikið að leiðbeinum þeim í leik og starfi. sýsla og að mörgu að hyggja. öll Njótum undirbúnings jólanna umsvif hinna eldri vekja forvitni með slysalausum dögum. RÍKISÚTVARPIÐ NÝ ÞJÓNUSTA SVÆÐISÚTVARP FYRIR REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Útvarpað verður daglega frá mánudegi til föstudags kl. 17.03-18.00 með tíðninni 90,1 MHz. Auglýsendur athugið! Móttaka leikinna auglysinga er í síma 687511 en lesinna í síma 22274 og 22275 til kl. 14.00 útsendingardaga. Svæðisútvarp áAkureyri lengist um30mín- útur og verður útsendingartími kl. 17.03- 18.30 alla virka daga. Móttaka leikinna og lesinna auglýsinga er í síma 26496 Fjölnisgötu 3a kl. 10.00-5.00 útsendingardaga. KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR: TÍSKAN FYRIR TÆRNAR! Sívaxandi vinsældir sanna ágæti sokkanna frá Víkur- prjóni hf. Og nú veitum við stórkostlega verðlækkun á vinsælu íþróttasokkunum okkar. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstræti 12. Sími 12800 Ingólfur Pálmason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.