Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 j Sagan af Shevchenko, grein III: Stormar alþjóðastjórnmála 1 — eftirAma Sigurðsson „Skömmu eftir að Gromyko varð utanríkisráðherra Sovétríkjanna árið 1957,“ segir Shevchenko í ævisögu sinni, „gekk ég í Komm- únistaflokk Sovétríkjanna:" Ekki var það af hugsjón einni saman því án flokksskírteinis hefði hann Saldrei hlotið samþykki flokksins | eða KGB fyrir stöðuhækkun eða starfið á vegum utanríkisþjón- j ustunnar erlendis. Hið óþægileg- asta við að vera flokksfélagi að Shevchenko fannst var sú ábyrgð og hið auðmýkjandi starf að hnýs- ast í og hafa eftirlit með einkalífi annarra flokksfélaga og fjölskyldu þeirra. Flokksfélögum var ætlað að vera fyrirmynd annarra í einu og öllu. Ef sú regla var (og er enn) brotin og þeir staðnir að óviðeig- andi hegðan — algengustu brotin eru ofdrykkja, framhjáhald og meðal diplómata, smygl á vestræn- um neysluvörum — er til þess ætlast að félagar þeirra leiði þá »aftur á rétta braut. „Flokkurinn hafði til þess ýmis ráð,“ segir Shevchenco, „allt frá því að vara viðkomandi við, þ.e. snupra (slegið með flötum lófa á úlnlið annarrar handar) til þess að reka viðkom- andi úr flokknum." Flokkurinn hefur þó tilhneigingu til þess að vilja bjarga þeim sem hægt er, þ.e. fyrirgefa yfirsjónir frekar en refsa. Segja má að því hærra sett- ur sem viðkomandi er, því ríkari verði þessi tilhneiging flokksins >að fela misgjörðir og jafnvel 'gleyma þeim. Tilgangurinn helg- ar meðalið Snemma í febrúar 1958 hitti Shevchenko Gromyko í fyrsta sinn eftir að hann hóf störf hjá utan- rfkisráðuneytinu. Þá skýrði Gro- myko frá áróðursherferð sem í undirbúningi væri af þeirra hálfu. Hann sagði að Krútsjeff teldi nauðsynlegt að þróa tillögur og áróðursherferð í framhaldi þeirra í þá átt að stöðva bæri tilraunir með kjarnorkuvopn. Shevchenko varð hissa og spurði Gromyko hvernig réttlæta bæri þær tillögur, þegar svo stutt væri um liðið frá því að Sovétríkin lýstu því yfir, að ekki væri minnsta smuga á að slíkt gæti átt sér stað þar sem slíkar ráðstafanir myndu raska jafnvægi vígbúnaðarmála miðað við Bandaríkin, á kostnað Sovét- manna. Shevchenko segir að Gro- myko hafi svarað þessu harðn- eskjulega með því að segja að lagt væri til að hann gæfi ekki gaum að fyrri ákvörðunum. Með yggli- brún bætti hann við: „Engra út- skýringa er þörf varðandi þessa ákvörðun. Það sem vegur þyngst á metunum er að þessar tillögur munu hafa víðtækar pólitískar afleiðingar. Það er okkar megin- markmið." Skyndileg heimsókn Krútsjeffs til Bandaríkjanna í september 1959 fór Krútsjeff í skyndilega heimsókn til Banda- ríkjanna. Virtist það fyrirboði þess, að spennan í alþjóðamálum væri að minnka að nýju. í ferðinni hélt hann m.a. ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og kynnti þar tillögur er hann hafði um alhliða og algjöra afvopnun. I Afleiðing alls þessa var mikill áróðurslegur sigur, sigur er hann hafði séð fyrir. Leiðtogar vest- rænna þjóða báru kennsl á þetta kænskubragð Krútsjeffs en enginn þeirra gagnrýndi það þó opinber- lega. Valdastoðirnar veiktar Næsta verkefni Krútsjeffs varð til þess að auka honum vandræði heimafyrir. Hann fyrirskipaði fækkun í herafla þjóðarinnar um 1,2 milljónir manna. Hann rök- studdi þá ákvörðun sína með þeim orðum að ekki væri þörf á þeim lengur þar sem nútímavarnir Sov- étríkjanna byggðust fyrst og fremst á skotgetu kjarnorkuvopna. Hann sagði einnig að ófriðarhætta væri nær engin vegna sinnar „sögulegu" heimsóknar til Banda- ríkjanna: „Landher og sjóher hafa misst sitt fyrra hefðbundna mikil- vægi.“ Forystumenn hersins og hergagnaiðnaðarins gátu engan veginn fellt sig við þessi orð Krútsjeffs. Mikilvægara var þó e.t.v. flemtur hugmyndafræðinga miðstjórnar sovéska kommúnista- flokksins. Með fækkun hins hefð- bundna herafla væri sú mikla aðstoð er Kremlverjar voru færir að veita „þjóðfrelsishreyfingum" og bandamönnum sínum um heim allan, stefnt í hættu. Á heildina litið voru þetta Krútsjeff dýrkeypt mistök. Snúið baki við Kína Aftur urðu Krútsjeff á dýrkeypt mistök og nú vegna ákafa síns gagnvart Vesturlöndum. Hann sneri baki við Kína. Vinur Shev- chenkos í miðstjórn kommúnista- flokksins sagði honum að þegar Krútsjeff hitti Mao Tse-tung árið 1959 í Peking hafi Kínverjar sakað hann um að fórna byltingarhug- sjón sannra kommúnista fyrir slökunarstefnu (détente) við „heimvaldasinna" (Vesturlönd). Þetta veikti kröfu Kremlverja um forystu meðal byltingarafla heimsins. Sovétríkin urðu nú að keppa við Kínverja um forystu „heimsbyltingarinnar", og varð sú samkeppni til að blása nýju lífi í harðýðgistefnu Sovétríkjanna í utanríkismálum. Ein staðfesting þessara um- sviptinga var þegar U-2-könnunar- flugvél Bandaríkjanna var skotin niður yfir sovésku yfirráðasvæði árið 1960. Bandarískar könnunar- flugvélar höfðu flogið yfir sovéskt yfirráðasvæði um nokkurra ára skeið og var Kremlverjum kunnugt um það. Gromyko hafði ráðið Krútsjeff frá því að skjóta vélarn- ar niður því það myndi hafa í för með sér óbætanlegt tjón í sam- skiptum Sovétmanna við Banda- ríkin. Hann lagði til að þess í stað yrðu lögð fram harðorð mótmæli og aðvörun. Myndi það geta komið í veg fyrir frekara könnunarflug. Krútsjeff fór ekki að ráðum utan- ríkisráðherrans og eftir að banda- rísk könnunarvél hafði verið skot- in niður, ákvað Krútsjeff að leiða Eisenhower, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í gildru og smána hann svo opinberlega. Sovétmenn höfðu náð flugmanni vélarinnar, Francis Gary Powers, lifandi á sitt vald. Þessu leyndu þeir Banda- ríkjamenn. Með þessum klækja- brögðum fengu þeir Eisenhower til að afneita opinberlega þessum atburði og að bandarískar könnun- arflugvélar flygju yfir sovéskt yfirráðasvæði. Málgleði Maliks Minnstu munaði að þetta kæm- ist upp í byrjun. I samræðum við sendiherra austantjaldsrikis stóðst aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, Yakkov Malik, ekki freistinguna að monta sig pínulítið og skýrði því sendiherranum frá því að flugmaðurinn væri á lífi, myndi senn leysa frá skjóðunni og bera vitni opinberlega. Sem betur fer fyrir Krútsjeff var sendiherr- anum annt um leynd þessa ráða- bruggs og skýrði því miðstjórn kommúnistaflokksins þá þegar frá samtalinu. Krútsjeff varð fok- vondur og ákvað að reka Malik úr flokknum og starfi aðstoðarutan- ríkisráðherra. í áheyrn hjá Krútsjeff kraup Malik frammi fyrir þjóðarleiðtoganum og grát- bað hann um að fyrirgefa sér. Ráðabrugg Krútsjeffs hafði þá þegar borið árangur svo hann gerði sig ánægðan með að skipa Malik að gera niðurlægjandi opinbera játningu á flokksfundi þar sem saman voru komnir allir starfs- menn ríkisráðuneytisins. Shev- chenko segir frá: „í fundarsal ráðuneytisins skreyttum marm- arasúlum og ræðustól var fullt út úr dyrum. Malik stóð fölur af smán í ræðustólnum og sagði 'með grát- stafinn í kverkunum, að hann hefði aldrei áður gert ríkisleyndarmál opinber. Allur salurinn rak upp skellihlátur." Á timum Stalíns hefði hann verið fangelsaður eða eitthvað þaðan af verra, en nú fékk hann aðeins það sem nefnt er á í’immta saga Anne Mather ÚT ER komin hjá Prentveri ný skáldsaga eftir Anne Mather, Leik- ur að eldi. Þetta er fimmta sagan, sem kemur út á íslensku eftir böf- undinn. I bókarkynningu segir: Susan hafði aldrei hitt glæsilegri mann, en Dominic Hallstad. Hávaxinn, frægan og ríkan. Það var ekki að undra, þó að Susan fyndist unnusti sinn blikna við hlið hans. Henni þótti David leiðinlegur og hvers- dagslegur. Smám saman skildist henni, að móðir Davids var honum Yyiikilvægari en hún og þá hófust vandræðin. Hvaða leyfi hafði hún samt til að hugsa um Dominic, þó að hún hætti við David? Hvernig dirfðist Dominic að endurgjalda tilfinningar hennar — hann, kvæntur maðurinn ... Bókin er 176 blaðsíður. LEIIWR fib ELbl Saga um strák úr niðursuðudós Út ER komin hjá Forlaginu sagan Dósastrákurinn eftir austurrísku skáldkonuna Christine Nöstlinger, en hún hefur m.a. hlotið þýsku barna- og unglingabókaverölaunin. Valdís Óskarsdóttir þýddi söguna. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Sagan segir frá frú Bertu Bartolotti. Hún hefur þann veikleika að fylla út alla pöntun- arseðla sem hún rekst á og þess vegna er hún ekkert hissa þegar hún fær stóran pakka með póstin- um dag nokkurn. í honum er niður- suðudós og upp úr henni sprettur drengur. Það er Konráð, sjö ára, verksmiðjuframleiddur, prúður og hlýðinn. Raunar alltof hlýðinn að mati frú Bertu. Dag nokkurn kemur tilkynning frá verksmiðjunni sem framleiddi Konráð. Hann hefur lent á skökk- um stað. Frú Berta verður að skila honum. Þá færisUæsingur í leikinn því henni er farið að þykja undur- vænt um drenginn." Dósastrákurinn er 128 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Svipmyndir og essemm auglýs- ingaþjónusta hönnuðu kápu. Sikileyingurinn eftir Mario Puzo FRJALST framtak hf. hefur gefið út bókina Sikileyingurinn eftir Mario Puzo í íslenskri þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. f fréttatilkynningu útgefandans segir: „Mario Puzo er þekktur höfundur ekki sist fyrir bók sína guðfaðirinn sem víðfræg kvik- mynd var gerð eftir. Þegar Sikiley- ingurinn kom út erlendis í fyrra vakti bókin mikla athygli og komst skjótt á metsölulista bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hlaut Mario Puzo mikið lof fyrir bókina og þá sérstaklega fyrir trúverðug- ar lýsingar og þekkingu á söguefni sínu. Mario Puzo byggir á atburð- um sem átt hafa sér stað og spinn- ur söguefni sitt út frá þeim. Sagan gerist að mestu á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð á Sikiley og kemur þar Mafían og valdabar- átta hennar mjög við sögu. Nær Puzo að bregða upp ljóslifandi persónum'livort sem er í baráttu og glæpum eða í ástríðufullum og hamslitlum ástum." Bókin Sikileyingurinn er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Auglýsingastofa Ernst Bachmanns. Arkady Shevchenko „í áheyrn hjá Krútsj- eff kraup Malik frammi fyrir þjóðarleiðtoganum og grátbað hann um að fyrirgefa sér. Ráða- brugg Krútsjeffs hafði þá þegar borið árangur svo hann gerði sig án- ægðan með að skipa Malik að gera niður- lægjandi opinbera játn- ingu á flokksfundi þar sem saman voru komnir allir starfsmenn ríkis- ráðuneytisins. rússnesku „strogach", stranga ofanígjöf." í næstu grein mun Kúbudeilunni verða gerð skil, en þá stóð heimur- inn á þverhnýpi kjarnorkustyrj- aldar, auk misvitra ráðstafana Krútsjeffs er leiddu til þess að hann missti völdin, en þá hófst nýtt tímabil í samskiptum risa- veldanna. Helstu heimildir: Arkady N. Shevchenko. Breaking With Moskcow. A.F. Knopf, USA 1985. Time Magazine 11. og 18. febr., 1985. Höíundur á sæti í utanríkismála- nefnd Sambands ungra sjálfstæð- ismanna. DAMDOSBORN SAMSÆRH) ,>AO V(»0U« EKKI omm ÚT arm aón I At.,. STÖtKOSTUG iAGA" AUSTA* MocUAN Skáldsaga eftir David Osborn SAMSæRIÐ, heitir ný skáldsaga eftir David Osborn, sem Prentver hefur sent frá sér. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Þetta er mögnuð spennusaga, með jöfnum og hröð- um stíganda, hraðri atburðarás og óvæntum endi. CIA og FBI koma mikið við sögu og þeim, sem þekkja til sögusviðsins í Washington, finnst margt koma kunnuglega fyrir. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Alistair MacLean skrifaði: „Það verður ekki gefin út betri bók í ár... “ Bókin er 220 blaðsíður. Ásgeir Ingólfsson íslenskaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.