Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 29 Vestfirskir trillukarlar mótmæla: Kvótakerfið heftir eðlilegt athafnafrelsi sjómanna TRILLUKARLAR á sunnanverftum Vestfjörftum telja kvótakerfift hefta eðlilegt athafnafrelsi sjómanna. Þetta kemur fram í ályktun, sera samþykkt var í stofnfundi svæftis- deildar Landssambands smábáta- eigenda í V-Barftastrandarsýslu á Patreksfirfti 24. nóvember. Ályktunin er svohljóðandi: „Mótmælt er þeirri aðferð við leyfisveitingar er kallast kvóta- kerfi. Það er álit sjómanna á Vestfjörðum, að af fenginni reynslu leiði kvótakerfið einungis til meiri miðstýringar er jafn- framt hefti mjög eðlilegt athafna- frelsi sjómanna. Sem dæmi um afleiðingar þessa kerfis má nefna að það skuli viðgangast að óveidd- ur fiskur skuli ganga kaupum og sölum milli manna. Jafnframt skal á það bent, að með mjög bættum lífsskilyrðum í sjónum hefur orðið vart við fisk innfjarða í auknum mæli. Mótmælt er þeirri ráðstöfun stjórnvalda að leyfa úthafsveiði- skipum veiðar í dragnót inná fló- um og fjörðum Vestfjarða.“ Formaður svæðisdeildarinnar er Gísli Þór Þorgeirsson á Patreks- firði en aðrir stjórnarmenn eru: Hlynur Björnsson Bíldudal, Viðar Stefánsson Tálknafirði, Marteinn Gíslason Tálknafirði og Aðal- steinn Gíslason Patreksfirði. Morffunblaðiö/Sigurgeir Björgunartækin sýnd. Vestmanneyjar: Skátar sýndu útgeröarmönnum og sjómönnum björgunarbúnað Vestmannaeyjum, 28. nóvember. UM síðustu helgi boðaði Hjálpar- sveit skáta í Vestmannaeyjum út- gerðarmenn og sjómenn á sinn fund Norðmenn sólgnir í íslenzkan í nýja skátaheimilift vift Faxastíg. Þar kynntu skátarnir margvíslegan neyftar- og björgunarbúnað sem þeir hafa á boðstólum. Skátarnir sýndu m.a. blys og rakettur, einnota línu- byssur, Ijósabaujur fyrir gúmmí- björgunarbáta og ýmiskonar sjúkra- gögn, súrefnistæki og álbúninga. Eftir sýninguna í skátaheimil- inu var haldið út á Skans þar sem skátarnir sýndu notkun búnaðar- ins. Fjölmargir útgerðarmenn og sjómenn sóttu þessa sýningu og lefu vel yfir þessu góða framtaki Hjálparsveitarskáta. —hkj. harðfisk BÓAS Emilsson á Selfossi hefur á undanförnum misserum flutt út á aðra lest af bitafiski til Noregs. Fær hann þar um 900 krónur fyrir hvert kfló, en um 1.100 hér heima. Harð- fiskurinn er seldur ytra á 86 krónur hver 45 gramma pakki, en sambæri- leg pakkning hér kostar 65 til 70 krónur. Auk þess selur hann lítils háttar af harðfiski til Færeyja. Bóas sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það væri ánægjulegt að hafa náð þeim árangri að selja Norðmönnum harðfisk, en þeir hertu einnig fisk sjálfir. Hann væri nú búinn að gera samning um sölu á 150 kílóum mánaðarlega til Noregs og taldi líklegt að það ykist upp í 400 kíló upp úr áramót- um. Hins vegar fyndist sér súrt í broti, að opinberar lánastofnanir sæju enga ástæðu til að lána fé til að vinna markaði sem þessa, en slíkt fyrirtæki væri bæði dýrt og tímafrekt. Þá fyndist sér einnig hart að þurfa að greiða útflutn- ingsgjöld, 5,5%, af þessari vöru. Það samsvaraði því, að hann þyrfti að greiða 50 krónur fyrir hvert kíló, sem hann flytti utan, en þeir, sem flyttu fisk utan í gámum þyrftu aðeins að borga 1 til 2 krón- ur á hvert kíló. „Ég hef fengið fyrirspurnir um bitafiskinn frá Kanada, Banda- ríkjunum og Egyptalandi svo nokkur lönd séu nefnd. Ennfremur hafa Norðmenn beðið mig að kenna sér þessa verkunaraðferð, en ég held ég þrauki heldur hér heima, þrátt fyrir skilningsleysi á möguleikunum, sem í þessu felast," sagði Bóas Emilsson. Vestmannaeyjar: Fjölmenni á orkunýtingarsýningu VeHtmannaeyjum, 28. nóvember. GÓÐ aðsókn var að orkunýtingar- sýningu sem iðnaðar- og félags- málaráðuneytin stóðu sameigin- lega að í húsnæði framhaldsskól- ans um síðustu helgi. Sýning þessi hefur farið vítt og breitt um landið að undanlornu en á heni sýna og kynna mörg fyrirtæki ýmiskonar búnað og tæki til orkusparnaðar í íbúðarhúsum. Auk fyrirtækja ofan af landi voru nokkur fyrirtæki úr Eyjum með sýningarbása, Ld. Fjarhitun og Rafveita Vestmanna- eyja. Orkusparnaðarátak ráðuneyt- anna beinist að upplýsingastarfi, efldri tækniþjónustu og lánafyr- irgreiðslu við eigendur íbúðar- húsa á dýrum orkusvæðum. Starfsemin nær til þeirra þátta sem snerta hagkvæma nýtingu og orkusparnað í íbúðarhúsnæði eins og t.d. einangrun, fjölföldun glers og breytinga á hitakerfum. A sýningunni var dreift margvís- legum bæklingum um alla þessa þætti og boðið var uppá ráðgjöf. Þá voru og kynntir þeir mögu- leikar sem bjóðast á lánum vegna orkusparandi framkvæmda og endurbóta. Sýningin var opin í tvo daga og sem fyrr er sagt var góð aðsókn að henni, greinilegt að Eyjabúar höfðu áhuga á þess- um málum. —hkj. Gestir á orkunýtingarsýningunni í Vestmannaeyjum. Morgunbladið/Sigurgeir "STRÍÐ OG SÖNGU R Matthías Viöar Sœmundsson —Hispurslaus frásögn litríkra listamanna Sex íslensk skáld lýsa viðhorfum sínum til lifs og dauða, trúar, ástar og listarog rekja leið sína til skáldskapar. Skáldin rekja þá reynslu sem þeim er minnisstæðust og haft hefur dýpst áhrif á þroska þeirra og lifsviðhorf. Þau eru öll fædd milli stríða og tóku út þroska sinn á miklum umbrota- tímum í sögu þjóðarinnar. Hér er margt látið fjúka sem fæstum er áður kunnugt. Guðrún Helgadóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir Thor Vilhjálmsson Indriði G. Þorsteinsson Þorsteinn frá Hamri Matthías Johannessen Verð kr. 1.280.00. FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A. SÍMI9I-25I88 4>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.