Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 33
Gullpeninga-
slátta f
Banda-
ríkjunum
Washington, 3. desember. AP.
BANDARÍSKA þingið afgreiddi sl.
mánudag lög sem heimila að gullpen-
ingar verði slegnir og seldir í
landinu. Verður um að ræða 50 doll-
ara pening, 25 dollara, 10 og fímm
og verður verðgildið ekki bundið við
nafnverð, heldur mun gullverðið ráða
gengi þeirra.
„Bandaríkjamenn, sem vilja
kaupa gullpeninga, munu nú ekki
lengur þurfa að kaupa útlenda
peninga," sagði Frank Annunzio,
þingmaður demókrata og formaður
einnar nefndarinnar, sem málið
heyrði undir.
Bandarísku gullpeningarnir
koma ekki á almennan markað fyrr
en 1. október á næsta ári og er það
gert til að spilla ekki fyrir sölu
Frelsisstyttupeninganna. Hagnað-
urinn af þeirri sölu fer til að kosta
mikla viðgerð og endurbætur á
styttunni. Bandariskir gullpening-
ar til almennrar dreifingar hafa
ekki verið slegnir í 52 ár. Búist er
við, að safnarar og fjárfestendur
muni sækjast mest eftir peningun-
um en hagnaðinum af sölunni á að
verja til að greiða niður skuldir
ríkisins.
Þegar Reagan forseti bannaði
sölu suður-afrískra Krugerrand-
gullpeninga fór hann fram á það
við fjármálaráðuneytið, að athuguð
yrði útgáfa bandarískra guilpen-
inga í staðinn. Jerry Lewis, fyrsti
flutningsmaður tillögunnar á þingi,
segir, að aðeins á árinu 1984 hafi
Bandaríkjamenn keypt útlenda
gullpeninga fyrir einn milljarð
dollara, þar af Krugerrand-peninga
fyrir 400 milljónir.
Njósnamálið:
Skaðar ekki
samskipti
við Banda-
ríkin
Jerúsaiem, 3. desember. AP.
SHIMON Peres, forsætisráðherra
ísraels, hefur sagt að mál banda-
rísks sérfræðings í sjóhernaði, sem
ákærður hefur verið um njósnir fyr-
ir ísrael, hefði aðeins takmörkuð
áhrif á samband ríkjanna. Peres
sagði að njósnamálið væri einangr-
að fyrirbæri sem ekki væri runnið
undan rifjum ísraelsstjórnar.
„Þarna er um að ræða einstök
mistök en ekki pólitísk mistök,"
sagði Peres sem sendi Bandaríkja-
stjórn afsökunarbeiðni á sunnu-
dag. Leiðarar dagblaða í tsrael
endurspegluðu vonir stjórnvalda
um að málinu yrði lokið með afsök-
unarbeiðninni og myndi ekki skaða
samskipti ísraels og Bandaríkj- ~
anna.
í leiðara íhaldsblaðsins Maariv
sagði að tilkynningar Bandaríkja-
manna og Israelsmanna virtust
stuðla að því að gera sem minnst
úr málinu þannig að ríkin gætu
aftur tekið upp vinsamleg sam-
skipti. Frjálslynt dagblað, Haar-
etz, varaði hins vegar við því að
jafnvel þó sæst hefði verið málið
milli ríkisstjórnanna „myndi mál-
ið hafa sín áhrif áfram á öðrum
sviðum og gyðingar í Bandaríkjun-
um „ættu eftir að súpa seyðið af
því“. Peres sagðist ekki búast við
því að þetta mál myndi skaða
ímynd bandarísks almennings um
Israel.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
33
Nokkrar fínar ferðatíllögur fyrir þig
SKTOAPARADISIN
MAYRHOFEN
Beint (lug til Salzburg i Austurríki.
Boðið upp á 5 hótel i mismunandi
verðflokkum. Mayrhofen býður upp á
frábærar brekkur. ölstofur. fína veit-
ingastaði og diskótek. Kins og tveggja
vikna ferðir.
Verd frá kr. 21.758,- (2 vikur). 0
Skemmtilegar skoðunarferóir —
sleðaferð —dagsferð til Ítalíuo.fl. Far-
arstjórinn vinsæli Rudi Knapp verður
á staðnum.
Fáðu bæklinga og nánari upplýs-
ingar um ferdatilhögun hjá okkur.
ARAMOTAFERÐ
TIL AMSTERDAM
Áramótaferð með Ferðamiðstöðinni
er eitt af því sem ekki er hægt að lýsa,
þú verður að upplifa það.
Farið verður frá Keflavík 28. desem-
ber og dvalið á hinu frábæra hóteli
Pujitzer.
Á gamlárskvöld verður áramóta-
fagnaður á hinum einstaka skemmti-
stað Lido, þar sem boðið verður upp á
kalt borð, drykki, desert, dans og
skemmtiatriði með heimsþekktum
dönsurum og skemmtikröftum. Allir
drykkir án endurgjalds, að undan-
skildu kampavíni.
Á nýársdag er svo „Brunch" (sam-
bland af morgunverði og hádegis-
verði) á hótel Pulitzer.
Flogið verður heim frá Amsterdam 2.
janúar.
Amsterdam hefur upp á margt að
bjóða, þar er gott og gaman að versla
og alltaf líf og fjör — sem sagt
ógleymanleg áramótaferd.
Verð á mann í tvíbýli Kr. 15.645.-
— aukagjald f. einbýli — 3.800,-
Innifalid: Flug, gisting í 5 nætur,
ferðir til og frá flugvelli ad hóteli,
áramótafagndur og Brunch.
fu .^urjik
ARAMOTAFERÐ
TIL KAUPMHAFNAR
30. DESEMBER 1985
Endurtökum nú hina frábæru ára-
mótaferð til Kaupmannahafnar.
Gist verður á SAS ROYAL hóteli, sem
er fyrsta flokks hótel í miðbæ Kaup-
mannahafnar. Innifalið í verð er flug,
akstur til og frá flugvelli að hóteli, og
gisting á SAS ROYAL.
Á gamlárskvöld verður áramótafagn-
aður á hótelinu:
MATSEÐILL
Eftir miðnætti verður boðið upp hlað-
borð með blönduðu dönsku áleggi.
Boðið verður uppá frönsk vín, kaffi og
koníak með og eftir mat.
Verð á mann: IKR. 2.990.- (DKK. 598)
Kvintett Ernst Herdorff leikur.
-Sannkölluð áramótastemmning-
Fordrykkur:
Forréttur:
Kampavínskokteill
Consommé Madrilene
Kjúklingaseydi
Aðalréttur Saumon fumé á chaud et
epinards en branch
Heimareyktur lax með spínati
Eftirréttur: Grand Marnier soufflé
6NT Má-Su 4!NT Má-Fö
kr. 19.250 kr. 16.395
— aukagj. v/einb. kr. 5.808
Verd á mann í
tvíbyli
3.872
Verð miðað við skráð gengi
þann 10/10/85.
FLJUGIÐ TIL KANARÍ
Þriggja vikna ferðir til KANARÍ í allan
^ ^ vetur. Beint flug eða með viðkomu í
Amsterdam. fbúðir eða hótel.
» / ' Verð frá kr. 29.343.- (3 vikur).
SIGLING TILIÍANARI
14 DAGA FERÐ MEÐ
M/S BLACK PRINCE
Skipafélagið FRED OLSEN LINES býð-
ur þægilega 14 daga siglingu með
hinu glæsilega 300 farþega skemmti-
ferðaskipi frá Rotterdam til Madeira,
Las Palmas, Tenerife, Lanzarote,
Madeira.Tilbury/London, Rotterdam.
Verð frá kr. 71.900,- 2 í klefa, 53.000,-
3 í klefa, 48.950.- 4 í klefa.
Innifalið í verðinu er flug til og frá
Amsterdam, ferð með m/s PRINCE
með fullu fæði.
Brottför: 9. og 23. janúar — 6. og 20.
febrúar — 6. og 20. mars — 3. og 17.
apríl.
J0L 0G ARAM0T I
L0ND0N
JÓLAFERÐ TIL LONDON 23. des. til
27. des. 1985. Fimm daga ferð. Njótið
jólanna i London á fyrsta flokks hóteli
við Oxford Circus, ST. GEORGES.
Verð í tvíbýli kr. 21.040.
lnnifalið í verðinu er: Flug og gisting
með enskum morgunverði. Á að-
fangadagskvöld verður framreiddur
fimm rétta kvöldverður með for-
drykk. Á jóladag fimm rétta hádegis-
verður við píanóundirleik.
Sannkölluð jólastemmning.
ÁRAMÓTAFERD TIL LONDON 30.
des. 1985 til 3. jan. ’86. Fagnið nýja ár-
inu í London í góðu yfirlæti á ST.
GEORGES hótelinu við Oxford Circus.
Innifalið í verði er: Flug og gisting
með enskum morgunverði. A gamla-
árskvöld verður borðaður fimm rétta
kvöldverður við kertaljós og hljómlist,
síðan dansað. Á nýársdag, hádegis-
verður i frábærum veitingasal St.
Georges hótelsins.
Sérstök áramótastemmning.
Verð í tvíbýli kr. 20.350.
IgjtjFERDA..
Elll mkjstodin
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
<r$S*
AUGLST. BJARNA D.