Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 59 Hjördís Antonsdóttir. Morgunblaðið/Emella HJÖRDÍS ANTONSDÓTTIR FYRSTA KONAN SEM KOSIN ER í STJÓRN SAL „Leiðin hefur opnast, þær fylgja fleiri á eftir...“ Sem betur fer er nær dag- lega unnt að flytja fréttir af því að konur hasli sér völl á fleiri sviðum en áður. Fyrsta konan í stjórn Sambands al- mennra lífeyrissjóða, Hjördís Antonsdóttir, var kosin fyrir stuttu og situr þar ásamt 19 karlmönnum. Frá upphafi hafa 75.000 konur greitt í lífeyrissjóði og 83.000 karlmenn samkvæmt skýrslu er fjármálaráðuneytið gaf út í fyrra. — Var ekki kominn tími til, Hjördís, að konur eignuðust full- trúa í stjórninni? „Vitaskuld, konur eru það stór hluti af meðlimum í SAL að það má merkilegt heita að svo lengi skuli hfa viðgengist að þær hafi verið settar hjá.“ — Ekkert kvíðin að taka sæti með herrunum? „Nei, síður en svo, enda eru þetta allt miklir ágætismenn hvort sem þeir verða nú allir hressir með að fá konu inn á gafl í aðalstjórn." — Hefurðu gegnt stjórnunar- störfum í þínu stéttarfélagi? „Ég er Sóknarkona og vil endi- lega að fá að koma því fyrst að hversu dugandi formann við eigum, hana Aðaiheiði, en hún var kjörin árið 1976. Og nú erum við að koma upp myndarlegu húsi yfir okkur. Ég hef setið í stjórn Sóknar í ein 10 ár og verið gjald- keri þetta árið.“ — Áttu einhverja draumsýn varðandi lífeyrissjóðina? „Líklega helst að allir lands- menn sitji þar við sama borð með sömu réttindi og að hlutur húsmæðra verði þar tekinn til greina. Einnig vildi ég gjaman að unnt væri að njóta lífeyris- réttinda við 65 ára aldur, þvi það munar um tvö ár fyrir fólk sem orðið bæði lúið og slitið, en að minnsta kosti er þannig ástatt um margar af okkar konum í Sókn, enda fjölmargar þeirra einstæðar af ýmsum orsökum og slitnar af þrældómi." — Heldurðu að þú fáir ein- hverju áorkað í þessa átt, þegar þú ferð að sitja stjórnarfundina? „Það verður að koma í ljós. Auðvitað verður auðvelt að stinga upp í eina konukind ef því er að skipta en leiðin hefur opn- ast, þær fylgja fleiri á eftir ... vonandi." COSPER — Eins og ég sagði í símanum, er það ekki glugginn, sem hefur fest. LENGSTA HJÓLÍHEIMI Safnað handa þurfandi börnum að er ýmislegt sem fólki dettur í hug. Ekki er langt síðan 22 ungmenni tóku sig til og hjóluðu frá Leicester til London með Fionu Fullerton fremsta í flokki á hjóli, sem jafnframt er það lengsta í heimi. Hjólreiðatúrinn var farinn I ákveðnum tilgangi, það er að segja, til að safna fé fyrir þurfandi börn og þegar þessari mynd var smellt af höfðu vegfarendur þegar gefið um 200.000 krónur I söfnunina. GILDIHF Er ekki kominn tími til að halda árshátíðina, starfsmannahófið eða tækifærisveisluna í glæsilegum veislusal með þjónustu eins og hún gerist best? Reyndu Átthagasal Hótels Sögu og þú átt í vændum ógleymanlegt kvöld þar sem veislugestir njóta þess besta sem 1. flokks hótel býður upp á í mat, drykk, þjónustu og umhverfi, - fyrir ótrúlega hagstætt verð. Eitt símtal og þú ert laus við frekari áhyggjur af undirbúningnum, hvort sem veislan er 20 eða 200 manna, og getur einbeitt þér að ræðu kvöldsins! Við sjáum um allt: • Matur og drykkur að eigin vali, í öllum verðflokkum. • Þjónusta faglærðra manna. • Hljómsveit, einsöngvari, plötusnúður, harmóníkuleikari... við útvegum allt sem henta þykir á góðu kvöldi. • Skemmtikraftar af öllum stærðum og gerðum. • Skemmtilegt kvöld í fallegu umhverfi. Þetta kostar allt minna en þig grunar -"og það sem meira er; þú þarft ekki að greiða sérstakt leigugjald fyrir salinn! Hafðu samband sem fyrst í síma 29900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.