Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 5

Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Sigurður Steinar Ketilsson, stýrimaður, við skerminn þar sem hann fylgist með því sem myndavélin góða festir á fílmu. Innrauða myndavélin sem fest er á bakborðshlið þyrlunnar. Bylting í útbúnaði björgunarþyrlu hérlendis — segir forstjóri Landhelgisgæzlunnar um innrauða myndavél í nýju þyrlunni, TF-SIF, sem kynnt var í gær HIN NÝJA þyrla Landhelgisgæzl- unnar, TF-SIF, var í gær kynnt blaðamönnum, forráðamönnum hinna ýmsu björgunarsveita, yfír- mönnum flugmála í landinu og fleiri gestum. Gafst mönnum kost- ur á að fljúga með þyrlunni og sáu þá með eigin augum hvernig inn- rauð myndavél, sem í vélinni er, og er „bylting í útbúnaði björgun- arþyrlu hérlendis“, eins og Gunn- ar Bergsteinsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, orðaði þa j í gær, virkar. Þyrlan er af ge.ðinni SA 365 N Dauphin II. Hún er frönsk, frá Aerospatiale. Þess má geta að bandaríska strandgæslan hefur nú tekið í notkun 96 þyrlur eins og þessa. Nefnd innrauð myndavél skynjar af mikilli nákvæmni mismunandi hitaútgeislun hluta og gerir þar með áhöfn þyrlunnar mögulegt að greina ýmsa hluti þótt í myrkri eða slæmu skyggni sé. Sem dæmi má nefna að í 500 feta hæð á að vera hægt að sjá mann í sjónum hálfa sjómílu á hvert borð og % sjómílu fram- undan hvort sem er að nóttu eða degi. Hin nýja þyrla, TF-SIF, á flugi í gær. Morgunblaftið/Árni Sæberg Gunnar Bergsteinsson sagði m.a. er hann kynnti vélina: „TF-SIF er tæknilega mjög full- komin. í stað málma er notað mikið af trefjaefnum sem gera hana léttari, sterkari og auðveld- ari í viðhaldi. Hönnun stélhluta hennar, sem er talsvert frá- brugðin því sem gerist á þyrlum yfirleitt, gerir flugmanni kleift að hafa fulla stjórn á þyrlunni þótt stélskrúfa bili ef flughraða er haldið ofan við visst lágmark og má þá jafnvel lenda henni á flugbraut eins og venjulegri flug- vél.“ í máli Gunnars kom ennfrem- ur fram að hámarksþungi þyrl- unnar er 4.000 kg. en lyftigeta 1.600 kg. Þyrlan er knúin tveimur 700 hestafla hreyflum, sem gefa hámarkshraða 320 km á klst., en hagkvæmasti hraði er um 250 km á klst. Flugþol á hagkvæm- asta hraða er 4 klukkustundir og 15 mínútur. f almennu farþegaflugi flytur þessi gerð af þyrlum 12-13 far- þega en í útfærslu Landhelgis- gæzlunnar getur hún flutt átta farþega eða fjórar sjúkrabörur ásamt lækni. Annar sjúkrabún- aður er súrefnistæki, hitakassi fyrir ófullburða börn og skyndi- hjálpartaska, sem er gjöf Rauða kross íslands, en Borgarspítali mun annast viðhald hennar. Slysavarnafélagið færði Gæzl- unni í gær súrefnistösku að gjöf, sem vera á í vélinni. í áhöfn þyrlunnar eru 3-4 menn eftir atvikum. Þeir sem flugu í gær voru Páll Halldórsson, yfirflug- stjóri Landhelgisgæzlunnar, og Benoný Ásgrímsson, flugstjóri. Auk þeirra var í áhöfninni Sig- urður Steinar Ketilsson, stýri- maður, sem stjórnaði myndavél- inni góðu. Á þyrlunni er björgunarspil, vörukrókur og neyðarflot. Ef nauðsyn krefur er hægt að losa eldsneyti á flugi til að létta þyrluna. Gunnar sagði þyrluna útbúna venjulegum flugleiðsögutækjum, mjög fullkomnu Loran-C stað- setningartæki og radar með lita- skjá, þar sem kalla má fram ýmsar upplýsingar auk radar- myndar. „Doppler-tæki gerir flugmönnum þyrlunnar kleift að halda henni stöðugri yfir ákveðn- um stað án viðmiðunar við um- hverfið. Frá þyrlunni er einnig hægt að skjóta upp blysum á flugi til þess að lýsa upp björgun- arsvæði eða lendingarstað," sagðiforstjórinn. Það var 22. júní í fyrra sem dómsmálaráðherra, Jón Helga- son, og Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu kaupsamning að þyrlunni. Afgreiðslutími var áætlaður 14 mánuðir, en af- hendingu þyrlunnar seinkaði vegna erfiðleika við að losna við truflanir, sem fram komu á miðunartækjum, þegar gengið var frá öðrum radíóbúnaði. Þyrl- an var afhent 7. nóvember sl. í Marignane í Suður-Frakklandi. Tólf dögum síðar kom hún til Reykjavíkur og var þá strax hafist handa við að koma fyrir þeim útbúnaði, sem úr henni hafði verið tekinn áður en lagt var upp í flugið til íslands. Þyrl- an hefur nú þegar farið í eitt sjúkraflug. i í k | n NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397* 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SlMI 96-25004 Margt smátt gerir eitt stórt fyrir PC einkatölvur á aðeins kr. 15.300.— Multifunction card Okkar þekking í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN SE Innifalið í verði: ★ Minnisstækkun í 640 K ★ 2 hliðtengi (Parallel) ★ 1 raðtengi (Serial) ★ Klukka Gefur möguleika á: ★ P SPOOL ★ Ramdisk ísetning ef óskað er f I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.