Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 39

Morgunblaðið - 10.12.1985, Page 39
Noregur: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 39 Eiturlyfjaflóð í fangelsunum Osló, 10. desember. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra MorgunblaAsins. Norskir fangar eiga ekki í neinum erfiðleikum með að verða sér úti um eiturlyf í fangelsinu. Algengt er, að fangaverðir geri upptækt heróín, kókaín, amfetamín og hass og þess eru ófá dæmi, að menn, sem ekki hafa verið í eiturlyfjum, hafi verið settir í fangelsi og komið þaðan helsjúkir eiturlyfjaneytendur. Lögfræðingur fanga nokkurs, sem afplánar þungan dóm, hefur skýrt frá því, að skjólstæðingur hans hafi á nokkrum mánuðum safnað saman eiturlyfjaskuld upp rúma hálfa milljón ísl. kr. í fangelsinu var hann talinn á að reyna heróín og fyrr en varði gat hann ekki án eitursins verið. Eiturlyfjasalarnir í fangelsinu hafa hótað að drepa hann ef hann ekki borgar og hefur fang- inn þess vegna beðið um að vera settur í einangrunarklefa þar sem hann telur sig óhultari. Svo mikið er um eiturlyf í fangelsunum, að fíkniefnaneyt- endur, sem ganga lausir, koma þangað í heimsókn til að verða sér úti um eitrið. Er það oft of tíðum auðveldara en að nálgast það utan múranna. Þessi mál eru nú mikið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu enda verður ekki hjá því komist að grípa í taumana. Contadora-ríkin: Friðarviðræðum slegið á frest Cartagena, Kólumbíu, 9. desember. AP. VIÐRÆÐUM Contadora-ríkjanna um frið í Mið-Ameríku hefur verið frestað um fimm mánuði að ósk Nicaragua, að því er utanríkisráð- herra Kólumbíu, Augusto Ramirez Ocampo, sagði í viðtali við AP- fréttastofuna á laugardag. Ramirez sagði, að „djúpstæður ágreiningur" Bandaríkjanna og Nicaragua hefði skemmt fyrir friðarumleitununum. Contadora-ríkin (Kólumbía, Mexíkó, Venezuela og Panama) hafa um nærri þriggja ára skeið unnið að gerð friðarsamkomulags fyrir Mið-Ameríku og notið til- styrks fimm Mið-Ameríkuríkja þ.a.l. Öcampo sagði, að Nicaragua hefði óskað eftir frestuninni á þeim grundvelli, að nýjar stjórnir tækju við stjórnartaumunum í Guatemala og Honduras í janúar- mánuði og í Costa Rica í apríl og afstaða þeirra til friðarviðræðn- anna gæti orðið önnur en stjórn- anna, sem nú sætu við völd í þess- um löndum. Noregur: Læknir fær dóm fyrir aðgæsluleysi Osló, 10. desember. Krá Jan Krik Laure, fréttaritara Morgunblaósins í FYRSTA sinn í norskri sögu hefur læknir verid dæmdur fyrir að hafa átt meó aögæsluleysi þátt í dauóa sjúklings. Var hann dæmdur í 30.000 nkr. sekt, um 163.000 ísl. kr. Um var að ræða mjög einfalda nýrnasteinaaðgerð og var við hana notað nýtt tæki að viðstöddum fulltrúa framleiðandans. Véiin var hins vegar tengd á rangan hátt þannig að í stað þess að sjúga steinana út var lofti blásið inn í sjúklinginn, sem beið næstum því samstundis bana. Læknirinn hefur neitað að fall- ast á sektardóminn og ætlar hann að áfrýja honum með fulltingi læknasamtakanna í Noregi. Segir talsmaður læknasamtakanna, að ástæðurnar fyrir þessu slysi séu margvislegar og flóknar og þvi sé nauðsynlegt að fá endanlega úr því skorið. Noregun Unglingaskíöa- pakki Barnaskíða- pakki .4735.- Barna- skíða- pakki skíði (án stálkanta) 90—110 sm. Öryggisbindingar, skíöaskór, skíða- stafir, aldur 2ja til 6 ára. Atomic-skíði m. stálköntum 90—150 sm. Caber- Unglingaskíði 130—175 sm. Atomic — Dynamic. skiðaskór. Salomon-bindingar. Atomic-stafir. Salomon-bindingar. Caber-skór. Atomic-stafir. Kr. 6.900.- Kr. 6.900.- UNGLINGASKÍÐAPAKKI Atomic-unglingaskíði 140—175 sm. Salomon-skór st. 35—45. Salomon-bindingar 30—90 kg. Atomic-stafir. .11.900.- Gönguskíða pakki Jarvinen-skíöí 190—215 sm. Salomon-skór st. 35—46. Salomon-bindingar. Jarvinen-stafir. .5.900.- Samkomulag tókst um ríkisstyrkinn 10. deoember. Frá J.n Erik Lure, frélUrit.r. MorninbU«.in& NORSK stjórnvöld og hagsmuna- samtök sjávsrútvegsins hsfa náð samkomulagi um ríkisstyrkinn á næsta ári. Verður hann 7,25 millj- arðar ísl. kr., næstum 3,8 milljörð- ERLENT um kr. lægri en sjómenn höfðu farið fram á. Hvorttveggju eru þó ánægð- ir með samkomulagið. Styrkurinn veðrur um 24 millj- ónum ísl. kr. lægri en hann er á þessu ári og er ástæðan fyrst og fremst sú, að ríkisstjórnin hefur gert mjög hagstæðan samning við Evrópubandalagið fyrir hönd sjó- manna. 65% styrksins fara til þeirra, sem stunda þorskveiðar en 35% til loðnu- og síldarsjómanna. í þessari viku verður ákveðið hvernig styrkurinn skiptist innan þessara greina. GÖNGUSKÍÐAPAKKI Atomic-skíöi meö stálköntum 190—215 sm. Salomon-skíði. Salomon-bindingar. Jarvinen-stafir, allar lengdir. Kr. 8.500.- A W" _ Bikarinn \ f Laugavegi 116 við Hlemm, símar 26690 -14390. Skólavörðustíg 14, símar 24520 -17054,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.