Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.12.1985, Qupperneq 39
Noregur: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 39 Eiturlyfjaflóð í fangelsunum Osló, 10. desember. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra MorgunblaAsins. Norskir fangar eiga ekki í neinum erfiðleikum með að verða sér úti um eiturlyf í fangelsinu. Algengt er, að fangaverðir geri upptækt heróín, kókaín, amfetamín og hass og þess eru ófá dæmi, að menn, sem ekki hafa verið í eiturlyfjum, hafi verið settir í fangelsi og komið þaðan helsjúkir eiturlyfjaneytendur. Lögfræðingur fanga nokkurs, sem afplánar þungan dóm, hefur skýrt frá því, að skjólstæðingur hans hafi á nokkrum mánuðum safnað saman eiturlyfjaskuld upp rúma hálfa milljón ísl. kr. í fangelsinu var hann talinn á að reyna heróín og fyrr en varði gat hann ekki án eitursins verið. Eiturlyfjasalarnir í fangelsinu hafa hótað að drepa hann ef hann ekki borgar og hefur fang- inn þess vegna beðið um að vera settur í einangrunarklefa þar sem hann telur sig óhultari. Svo mikið er um eiturlyf í fangelsunum, að fíkniefnaneyt- endur, sem ganga lausir, koma þangað í heimsókn til að verða sér úti um eitrið. Er það oft of tíðum auðveldara en að nálgast það utan múranna. Þessi mál eru nú mikið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu enda verður ekki hjá því komist að grípa í taumana. Contadora-ríkin: Friðarviðræðum slegið á frest Cartagena, Kólumbíu, 9. desember. AP. VIÐRÆÐUM Contadora-ríkjanna um frið í Mið-Ameríku hefur verið frestað um fimm mánuði að ósk Nicaragua, að því er utanríkisráð- herra Kólumbíu, Augusto Ramirez Ocampo, sagði í viðtali við AP- fréttastofuna á laugardag. Ramirez sagði, að „djúpstæður ágreiningur" Bandaríkjanna og Nicaragua hefði skemmt fyrir friðarumleitununum. Contadora-ríkin (Kólumbía, Mexíkó, Venezuela og Panama) hafa um nærri þriggja ára skeið unnið að gerð friðarsamkomulags fyrir Mið-Ameríku og notið til- styrks fimm Mið-Ameríkuríkja þ.a.l. Öcampo sagði, að Nicaragua hefði óskað eftir frestuninni á þeim grundvelli, að nýjar stjórnir tækju við stjórnartaumunum í Guatemala og Honduras í janúar- mánuði og í Costa Rica í apríl og afstaða þeirra til friðarviðræðn- anna gæti orðið önnur en stjórn- anna, sem nú sætu við völd í þess- um löndum. Noregur: Læknir fær dóm fyrir aðgæsluleysi Osló, 10. desember. Krá Jan Krik Laure, fréttaritara Morgunblaósins í FYRSTA sinn í norskri sögu hefur læknir verid dæmdur fyrir að hafa átt meó aögæsluleysi þátt í dauóa sjúklings. Var hann dæmdur í 30.000 nkr. sekt, um 163.000 ísl. kr. Um var að ræða mjög einfalda nýrnasteinaaðgerð og var við hana notað nýtt tæki að viðstöddum fulltrúa framleiðandans. Véiin var hins vegar tengd á rangan hátt þannig að í stað þess að sjúga steinana út var lofti blásið inn í sjúklinginn, sem beið næstum því samstundis bana. Læknirinn hefur neitað að fall- ast á sektardóminn og ætlar hann að áfrýja honum með fulltingi læknasamtakanna í Noregi. Segir talsmaður læknasamtakanna, að ástæðurnar fyrir þessu slysi séu margvislegar og flóknar og þvi sé nauðsynlegt að fá endanlega úr því skorið. Noregun Unglingaskíöa- pakki Barnaskíða- pakki .4735.- Barna- skíða- pakki skíði (án stálkanta) 90—110 sm. Öryggisbindingar, skíöaskór, skíða- stafir, aldur 2ja til 6 ára. Atomic-skíði m. stálköntum 90—150 sm. Caber- Unglingaskíði 130—175 sm. Atomic — Dynamic. skiðaskór. Salomon-bindingar. Atomic-stafir. Salomon-bindingar. Caber-skór. Atomic-stafir. Kr. 6.900.- Kr. 6.900.- UNGLINGASKÍÐAPAKKI Atomic-unglingaskíði 140—175 sm. Salomon-skór st. 35—45. Salomon-bindingar 30—90 kg. Atomic-stafir. .11.900.- Gönguskíða pakki Jarvinen-skíöí 190—215 sm. Salomon-skór st. 35—46. Salomon-bindingar. Jarvinen-stafir. .5.900.- Samkomulag tókst um ríkisstyrkinn 10. deoember. Frá J.n Erik Lure, frélUrit.r. MorninbU«.in& NORSK stjórnvöld og hagsmuna- samtök sjávsrútvegsins hsfa náð samkomulagi um ríkisstyrkinn á næsta ári. Verður hann 7,25 millj- arðar ísl. kr., næstum 3,8 milljörð- ERLENT um kr. lægri en sjómenn höfðu farið fram á. Hvorttveggju eru þó ánægð- ir með samkomulagið. Styrkurinn veðrur um 24 millj- ónum ísl. kr. lægri en hann er á þessu ári og er ástæðan fyrst og fremst sú, að ríkisstjórnin hefur gert mjög hagstæðan samning við Evrópubandalagið fyrir hönd sjó- manna. 65% styrksins fara til þeirra, sem stunda þorskveiðar en 35% til loðnu- og síldarsjómanna. í þessari viku verður ákveðið hvernig styrkurinn skiptist innan þessara greina. GÖNGUSKÍÐAPAKKI Atomic-skíöi meö stálköntum 190—215 sm. Salomon-skíði. Salomon-bindingar. Jarvinen-stafir, allar lengdir. Kr. 8.500.- A W" _ Bikarinn \ f Laugavegi 116 við Hlemm, símar 26690 -14390. Skólavörðustíg 14, símar 24520 -17054,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.