Morgunblaðið - 03.01.1986, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
Eldur í sinu við Áburðarverksmiðjuna:
Framleiðsla á
vetni stöðvuð
í Kópavogi — eldur í sinu lýsir upp nágrennid á nýársnótt. orBun al
„Mildi að ekki hlaust
stórtjón af sinubruna“
Slökkvilið verksmiðjunnar slökkti eldinn, en ekki
náðist samband við slökkviliðið í Reykjavík
ELDUR komst í sinu á lóð Áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi á nýárs-
nótt og tókst slökkviliði verksmiðj-
unnar aö slökkva eldinn. Vetnis-
framleiðsla var stöðvuð á meöan
hættuástand stóð yfir.
„Eldur fór hratt yfir undan
Nýársnótt:
Mikil ólæti
við Laugar-
dalshöll
MIKLAR annir voru hjá lögregl-
unni í Reykjavík um áramótin.
Framan af gamlárskvöldi og fram á
nótt höfðu lögreglumenn í nógu að
snúast við að slökkva í sinu, sem
kviknaði í, en síðla nætur rýmdu
lögreglumenn Laugardalshöll að
loknum dansleik þar.
Arnþór Óskarsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja það mikla
mildi að enginn hefði slasast við
Höllina. Sautján rúður voru brotn-
ar og var fordyri Hallarinnar nán-
ast eitt glerhaf. Fjöldi unglinga
var fluttur í fangageymslur og
þrír i slysadeild, en meiðsli þeirra
reyndust smávægileg. Strætis-
vagnar óku ungmennum til Hafn-
arfjarðar, Kópavogs og í Reykjavík
að loknum dansleik. „Ánægjulegt
er að engin slys urðu á ungmenn-
um við Höllina því múgsefjun var
mikil, sagði Arnþór Óskarsson.
austanáttinni og komst inn á lóð-
ina og lagði mikinn reyk yfir.
Okkur tókst að hefta útbreiðslu
hans á skömmum tíma. Allt gekk
þetta hratt fyrir sig og var afstaðið
á 10 til 15 mínútum. Sprengihætta
var ekki fyrir hendí, en við verðum
að hafa í huga að við erum með
eldfim efni hér og fuil þörf ýtrustu
aðgæslu," sagði Runólfur Þórðar-
son verksmiðjustjóri í samtali við
Morgunblaðið.
„Við reyndum árangurslaust að
ná sambandi við slökkvilið, en
lögregla kom á vettvang og aðstoð-
aði við slökkvistarf. íbúar í næstu
húsum komu og aðstoðuðu. Þetta
leiðir hugann að því, að byggð og
verksmiðjan fara ekki saman og
við verðum að draga lærdóm af
þessu atviki. Byggð í Grafarvogi
hefur teygt sig í átt að verksmiðj-
unni. Áður en hafist var handa um
að byggja í Grafarvogi var næsta
byggð í Kleppsholti - byggðin hef-
ur sem sé færst nær. Verksmiðjan
er staðreynd og gjalda verður
varhug við skipulagningu byggðar
í nágrenni verksmiðjunnar," sagði
Runólfur Þórðarson.
Hella:
Grétar Hrafn
Harðarson
héraðsdýra-
læknir
Daginn eftir var jörðin svört og börnin týndu saman flugelda sem fall
höfðu til jarðar og kveikt í kyrkingslegum gróðrinum.
Höskuldur
Jónsson
skipaður for-
stjóri ÁTVR
Fjármálaráðherra hefur skipað
Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins til að vera
forstjóra Áfengis- og tóbaksverslun-
ar ríkisins frá og með í. aprfl næst-
komandi.
Staða forstjóra ÁTVR var aug-
lýst laus til umsóknar eftir lát
Jóns Kjartanssonar forstjóra, með
umsóknarfresti til 29. desember sl.
Sex sóttu um stöðuna. Þrír óskuðu
nafnleyndar, hinir eru auk Hös-
kuldar: Geir R. Andersen auglýs-
ingastjóri og Svava P. Bernhöft
innkaupastjóri. Ragnar Jónsson
fyrrverandi skrifstofustjóri ÁTVR
er settur forstjóri stofnunarinnar
Höskuldur Jónsson
og verður það þar til Höskuldur
tekur við 1. apríl.
Höskuldur Jónsson fæddist 9.
ágúst 1937. Hann lauk viðskipta-
fræðiprófi frá Háskóla íslands
1963 og stundaði síðan framhalds-
nám í þjóðfélagsfræðum frá Instit-
ute of Social í Hollandi. Hann
hefur verið starfsmaður fjármála-
ráðuneytisins frá því 1. júní 1965,
sem fulltrúi, deildarstjóri og skrif-
stofustjóri og loks ráðuneytisstjóri
frá 1. nóvember 1977.
Landbúnaðarráðherra hefur skip-
að Grétar Hrafn Harðarson dýra-
lækni á Hellu í embætti héraðs-
dýralæknis í Helluumdæmi frá 1.
janúar. Umsækjendur voru sextán.
Grétar Hrafn fæddist 22. des-
ember 1953 í Reykjavík. Hann lauk
dýralæknisprófi frá Edinborgar-
háskóla 1978 og stundaði síðan
tveggja ára framhaldsnám við
sama skóla í fóðrun og efnaskipta-
sjúkdómum mjólkurkúa. Hann
starfaði sem dýralæknir í Hamps-
hire á Suður-Englandi 1980-82 og
frá 1982 hefur hann verið starfs-
maður Holtabúsins hf. á Ásmund-
arstöðum og Hellu auk þess sem
hann hefur starfað sjálfstætt við
dýralækningar í Rangárvallasýslu.
Grétar Hrafn er giftur Sigurlínu
Magnúsdóttur kennara og eiga þau
tvö börn.
Víða kviknaði í sinu
út frá flugeldum og
blysum. Miklar annir
slökkviliðs og
lögreglu
SLÖKKVILIÐ, lögregla og almennir
borgarar víða á höfuðborgarsvæðinu
höfðu í nógu að snúast á gamlárs-
kvöld og nýársnótt við að slökkva
eld í sinu. Slökkviliðið hafði ekki
undan að sinna útköllum, símaborð
ofhitnaði og fjölmargir náðu ekki
sambandi þegar reynt var að kalla
á aðstoð. Þeirra á meðal voru starfs-
menn áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi, sem hugðust kalla á að-
stoð þegar logaði í sinu austan við
verksmiðjuna og var vetnisfram-
leiösla í verksmiðjunni stöðvuð.
Verst var ástandið í Fossvogi,
sem bókstaflega logaði enda á
milli. Slökkviliðsmenn, lögreglu-
menn og almennir borgarar höfðu
í nógu að snúast og á nokkrum
stöðum munaði litlu að eldur
kæmist í íbúðarhús og garða.
Slökkviliðið var kallað 48 sinnum
út, en varð að neita á milli 15 og
20 beiðnum. Þá áttu sem fyrr segir
margir í erfiðleikum með að ná
sambandi við slökkvilið. Auk þess
slökktu slökkviliðsmenn elda á
fjölmörgum stöðum þar sem þeir
komu á leið í útköll.
Eldar kviknuðu í sinu út frá
flugeldum og blysum. Slökkvilið
Reykjavíkur var með um 20 manns
á þremur bílum og fóru þeir víða
um. Ástandið var verst í Fossvogs-
dal þar sem gróðursælast er í
borgarlandinu. En einnig kvikn-
uðu víða eldar í vesturbænum,
Laugardalnum og Mosfellssveit,
Kópavogi og Hafnarfirði. „Ég tel
mikla mildi að ekki hlaust stórtjón
af völdum sinubruna. Á nokkrum
stöðum var á síðustu stundu af-
stýrt að eldur kæmist í íbúðarhús,"
sagði Arnþór Óskarsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í samtali við
Morgunblaðið.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins:
ViU ekki taka neina
áhættu í öryggismálum
ísland áfram í NATO en samið við Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlöndin
ÉG VIL ekki undir neinum kringumstæðum taka neina áhættu þegar
öryggi landsins er annars vegar, segir Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, í samtali við tímaritið Þjóðlíf, en fyrsta hefti þess
kom út á dögunum. Hann segir að ísland eigi að vera áfram í Atlants-
hafsbandalaginu og tryggja eigi því sérstöðu hér á landi, varnarliðið
hverfi úr landi, en gerðir verði samningar við Sameinuðu þjóðirnar og
Norðurlöndin. Yfirlýsingar alþýðubandalagsmanna um öryggis- og varn-
armál hafa hingað til miðast við úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og
brottför varnarliðsins án þess að frekari grein hafi verið gerð fyrir því,
hvernig öryggið eigi að tryggja.
Svavar Gestsson segir Al-
þýðubandalagið munu leggja
fram skýr og ófrávíkjanleg skil-
yrði í utanríkismálum fyrir allri
ríkisstjórnarþátttöku, en gengið
verði út frá því grundvallarat-
riði, að öryggi landsins verði
tryggt. Hann kveðst sannfærður
um að hægt sé að skapa breiða
samstöðu um nýja utanríkis-
stefnu, sem ekki taki mið af
hagsmunum þeirra sem raki
saman gróða vegna veru banda-
ríska hersins á íslandi. Síðan
segir orðrétt:
„Ég er enginn ævintýramaður
í þessum efnum. Það kemur aldr-
ei til greina af minni hálfu að
taka einhverja áhættu í öryggis-
málum íslands. Þegar bandaríski
herinn fer héðan, þá þarf að
koma einhver trygging fyrir því
að fullveldi landsins verði virt,
að hver sem er geti ekki vaðið
hér inn á skítugum skónum. Við
göngum út frá því grundvallarat-
riði að tryggja öryggi landsins.
Ég vil halda þannig á hlutum að
gerðir verði samningar við Sam-
einuðu þjóðirnar og Norðurlönd-
in um að við stæðum að því
sameiginlega að tryggja öryggi
þessara þjóða hér í Norður-
Atlantshafinu. Ég vil ekki undir
neinum kringumstæðum taka
neina áhættu þegar öryggi lands-
ins er annars vegar.“
Síðan segir í viðtali Þjóðlífs
við Svavar Gestsson, að hann
telji hugsanlega unnt að ná þessu
takmarki í mörgum áföngum.
Það þurfi að einangra herinn
frá áhrifum í íslensku þjóðlífi.
Einn af síðustu áföngunum gæti
verið í líkingu við samning, sem
ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar,
þáverandi formanns Framsókn-
arflokksins, hafði fullbúinn,
þegar hún lét af völdum, um að
Island yrði áfram í NATO, sem
yrði tryggð sérstaða hérlendis
við sérstakar aðstæður.