Morgunblaðið - 03.01.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
7
Uppsagnir Granda hf.:
Viljum hafa áhrif á hvernig
staðið verður að endurráðningum
- segir Ragna Bergmann formaður Framsóknar
„VIÐ ERUM auövitað mjög óhressar með þessar uppsagnir, sem ná til um
60 af okkar félagskonum. Persónulega átti ég ekki von á því að til upp-
sagna kæmi svo fljótt, auk þess sem ég stóð í þeirri trú að samráð yrði
haft við starfsfólkið varðandi allar stærri breytingar, eins og forystumenn
verkalýðsfélaganna höfðu rætt um við forstjóra og stjórnarmenn Granda
hf. fyrir sameininguna,“ sagði Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar, um uppsagnir fyrirtækisins Granda hf. á 180 starfs-
mönnum fyrirtækisins. Fólkið, sem sagt hefur verið upp, starfar einkum í
eftirlits-, stjórnunar- og þjónustustörfum, en þó starfa um 50 manns við
saltfisks- og skreiðarverkun.
Morgunblaðið/RAX
Leigubílstjórar ræöa málin að loknum fundi borgarstjórnar í gær.
Leigubifreiða-
stjórar mótmæla
„Það er talað um að endurráða
um helminginn af þessu fólki og
við vonumst til að geta haft ein-
hver áhrif á það hvernig að því
verður staðið. Við leggjum þá
áherslu að tekið verið tillit til
starfsaldurs," sagði Ragna Berg-
JÓL og áramót voru haldin hátíðleg
um allt land og hvarvetna gerðu
menn sér eitthvað til hátíðabrigða.
Jólin eru haldin hátíðleg víðar en í
þéttbýlinu og ýmislegt annað en
upplýstar verslanir og verslunargöt-
ur setja svip sinn á jólahaldið.
1 Grímsey fór allt fram í friði
og spekt að sögn fréttaritara
Morgunblaðsins, Alfreðs Jónsson-
ar. Þar var úrkomulaust um hátíð-
irnar og veður gott. Eyjaskeggjar
héldu jólaball bæði fyrir börn og
fullorðna og einnig var dansað
mann.
Milli 40 og 50 þeirra starfs-
manna sem sagt var upp störfum
eru í Verkamannafélaginu Dags-
brún. Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar, sagðist
halda að uppsagnirnar væru fyrst
fram eftir nóttu á nýjársnótt. Þá
var dansað í kringum brennuna
og skotið upp talsverðu af flugeld-
um. Gott skyggni var á nýjársnótt
og sáu íbúar í eynni ljósadýrð á
himni er flugeldum var skotið frá
Siglufirði.
Á Grímsstöðum á Fjöllum héldu
menn messu í tilefni jólanna, en
þangað kom hópur fólks, ýmist
akandi eða fljúgandi. Veður var
gott og komu menn á bílum sínum
frá Borgarnesi og Reykjavík.
„Hér flugu mörg ljós á loft um
áramótin," sagði fréttaritari
og fremst til þess gerðar að stjórn-
endur fyrirtækisins fengju frjáls-
ari hendur til að endurskipuleggja
reksturinn. „Margir verða víst
endurráðnir, en líklega verður eitt-
hvað af eldra fólki úti í kuldanum.
Einkum það sem hefur unnið við
verkun á saltfiski, því manni skilst
að eigi að hætta að saltfisks- og
skreiðarverkun," sagði Guðmund-
ur. „Annars næ ég því ekki að þetta
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar
á landinu skuli ætla ekki ætla að
halda dyrum opnum fyrir salt-
fisksverkun, þegar frystingin ann-
ar ekki öllum afla,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson.
blaðsins, Benedikt Sigurðsson, og
aðspurður sagði hann að jóla-
sveinninn hefði komið í heimsókn
enda stutt fyrir hann að fara. Og
þeir sem gátu dönsuðu við undir-
leik Stuðmanna í áramótadansleik
sjónvarpsins.
Á Látrum var fámennt, en að
sögn Þórðar Jónssonar voru þau
aðeins fjögur þar. „Við kveiktum
á jólatrénu og borðuðum góðan
mat og síminn var mikið notaður
til að ná sambandi við kunningj-
ana um allt land.“
FJÖLMARGIR lcigubifreiðastjórar
mættu á borgarstjórnarfund í gær-
kvöldi til að hlýða á umræöur um
bókun borgarráös frá 27. des. sl. um
aöstööuleyfi Sendibíla hf. að Hafnar-
stræti 2. Engar umræður urðu hins
vegar um bókunina né um aöra
dagskrárliði fundarins og tók fund-
urinn ekki nema um þrjár mínútur.
Bókun sú sem hér um ræðir, sem
samþykkt var samhljóöa í borgar-
ráði, er á þessa leið: „Borgarráð
treystir sér ekki til að endurnýja
leyfið til staðsetningar á starfsemi
Sendibíla hf. í Hafnarstræti 2.
Hins vegar er Sendibílum hf. veitt-
ir allt að 12 mánuðir til að finna
nýjan stað í samráði við borgar-
yfirvöld."
Á fundinn mættu bæði leigubif-
reiðastjórar og bílstjórar frá
Sendibílum hf. en deilur hafa stað-
ið á milli þessara aðila um rekstur
Sendibíla hf. og hvort Sendibílar
hf. standi í ólöglegum farþega-
flutningum. Þess ber þó að geta
að borgaryfirvöld veita aðeins leyfi
til staðsetningar á starfsemi
Sendibíla hf. en aðrar leyfisveit-
ingar heyra undir dómsmálaráðu-
neytið.
Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjórnar sagði í viðtali við
Morgunblaðið að leigubifreiða-
stjórar hefðu afhent sér mót-
mælaskjal undirritað af 250 leigu-
bifreiðastjórum þar sem bókun
borgarráðs er mótmælt. „Hins
vegar vil ég taka það fram að með
þessari bókun hefur Sendibílum
hf. verið synjað um leyfið en veitt-
ur 12 mánaðar aðlögunartími til
þess að finna annan stað undir
starfsemi sína,“ sagði Magnús.
Hann sagði ennfremur að hann
myndi leggja á það áherslu í borg-
arráði að því yrði flýtt eins og
kostur væri að finna annan stað
undir starfsemi fyrirtækisins.
Jólamessa á Grímsstöðum á Fjöllum
Spjallað við fréttaritara á Látrum, Grfmsey og á Grímsstöðum
efJH
Allir geta verið með
í HAPPDRÆTTISÍBS.
Það er auðvelt að ná sér í miða
- umboðsmaður okkar er
alltaf á næstu grösum.
Umboðsmenn SÍBS1986
í Revkjavík og nágrenni eru þessir:
Aðalumboð Suðurgötu 10, sími 91 -23130.
Verslunin Grettisgötu 26, sími 91-13665.
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, sími 91 -72800.
SÍBS-deildin REYKJALUNDI, sími 91 -666200.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókabúð Olivers Steins,
sími 91-27766.
Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 91 -12400.
Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 91 -625966.
Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 91 -16814.
Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 91 -685632.
Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, sími 91-686145.
HAFNARFIRÐI, sími 91 -50045.
Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, GARÐABÆ,
sími 91-42720.
SÍBS-deildin, VÍFILSSTÖÐUM, sími 91 -42800.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI, sími 91 -42630.
Vinningaskrá Happdrættis SÍBS hefur aldrei
verið glæsilegri og vinningsmöguleikar
aldrei meiri en nú. - Nú er það meira en
fjórði hver miði sem vinnur. Hundrað og tíu
milljónum króna verður dreift til nítján
þúsund miðaeigenda á næstu 12 mánuðum
allt upp í 2 milljónir króna á einn miða
og þremur bifreiðum svona aukreitis:
PAJERO SUPERWAGON í FEBRÚAR
VOLVO 740 GLE í SEPTEMBER
PEUGEOT 205 GRÍJÚNÍ
MIÐAVERÐ ER
KR. 200.-
VIÐ DRÖGUM14. JANÚAR
HAPPDRÆTTISÍBS
GEB/SÍA