Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
9
Innilegar þakkirfyrir auðsýnda vináttu á 80
ára afmæli mínu. Bestu nýárskveðjur.
Martha Þorkelsson.
Hugheilar þakkir flyt ég öllum þeim, sem
heiðruðu mig með heimsóknum, kveðjum og
gjöfum á 85 ára afmæli mínu þann 11. desem-
ber sl. Sérstaklega þakka ég starfsfólkinu á
Kumbaravogi fyrir þeirra þátt í að gera mér
daginn ógleymanlegan.
Kristjana Steinþórsdóttir.
Álfabrenna
veröur á Víöivöllum, laugardaginn 4. janúar kl.
16.00. Álfakóngur, álfadrottning, grýla og leppa-
lúöi ásamt föruneyti mæta á hestum.
Kaffiveitingar í félagsheimilinu. Allir velkomnir.
Áramótaskemmtun
veröur í félagsheimilinu Víöivöllum, laugardaginn
4. janúar og hefst meö myndasýningu frá FM ’85.
Áramótaglaðningur fyrir þá sem mæta fyrir kl.
22.00. Miöar seldir á skrifstofunni. Símar 82355 —
672166.
Hestamannafélagið Fákur.
Utsala - Utsala
Útsala er hafin á eftirtöldu:
Vetrarkápum, úlpum, loöfóöruðum meö hettu, drögt-
um og unglingaúlpum.
Verö pr. stykki er 2.000 kr.
Áöur 3.200—4.200.
Dalakofinn,
Linnetstíg 1,
sími: 54295.
Eigendur og
vélstjórar
Caterpillar
bátavéla
Látiöskrá ykkur
strax í dag
ánámskeiö8. —10. janúar 1986.
CATERPILLAR
SALA S ÉUÚNUSTA
Caterpillar, Cat ogCBeru skrásett vörumerki
HEKIA HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
i ■ ii 111 ■■■■■■—■»«■ 11 .. ..
ÞJOÐVILJINN
Spennandi ár í vændum
Baráttan fyrir efnalegu frelsi
og sjálfstæði mikilvægust 1986
Forystugreinar um áramót
Staksteinar glugga á nýju ári í síðustu forystugreinar dag-
blaðanna á því liðna. Þar kennir margra grasa og horft er um
öxl og fram á veg frá ýmsum sjónarhólum.
Frelsið og virð-
ingin fyrir
landinu
Alþýðublaðið segir m.a. í
áramótalciðara:
„Einn kunnasti stjórn-
málamaður þjóðarinnar
orðaði þetta á skýran og
greinargóðan hátt, þegar
hann sagði: „Viðieitni til
friöar er, eins og sóknin til
frelsisins, ekkert einkamál
stórveldanna, heldur
skylda, sem hvflir ekki
síður á hinum fámennustu
en hinum mannflcstu.
Þeir, sem unna frelsinu,
verða að rnuna, að form-
legt frelsi er ekki nóg.
l*eim ber aö hjálpast að til
að gera hvcrjum og einum
mögulegt að njóta lífsins
og frelsisins og leita ham-
ingjunnar eftir vild innan
ramma laganna."
„Hluti af þessari frelsis-
boðun er trúin á landiö,
sem við byggjum, virðingin
fyrir því og ræktarsemi. Ef
þjóðin slitnar úr tegslum
við land sitt er voðinn
vís...
Skortur á samstöðu og
samvinnu kallar á ýmsar
öfgakenningar, og veitir
þcim brautargengi. l»ær
ógna síðan frelsi og lýð-
ræði. l»að er nákvæmlega
sama hvað það afl nefnist,
sem stuðlar að virðingu
manns fyrir manni, sem
stuðlar að skilningi og
virðingu á starfl hvers og
eins, og sem stuðlar að
virðingu fyrir landinu og
góðri meðferð þess. I»að
afl, sem lengst gengur á
þeirri braut, lilýtur að
njóta stuðnings allra hugs-
andi manna.
Frelsiö, lýðræðiö, menn-
ingin og viröingin fyrir
landinu er sú kjölfesta af
veraldlegum toga, sem
þjóðin á bezta á erflð-
leikatímum...“
NT verður
Tíminn
í síðustu forystugrein
NT segir m.a.:
„Með nýja árinu hitt-
umst við á ný í Tímanum.
Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í
Reykjavík hafa bundist
samtökum um útgáfu á
nýju blaði með þessu
gamla og góða nafni. Ljóst
er, að nauðsynlegt verður
að rifa seglin lítillega án
þess að það komi niður á
þeirri þjónustu sem blað-
inu er ætlað aö veita les-
endum sínum ...
Barátta á blaðamarkaði
er hörð. Blöð miðju og
vinstri flokka hafa átt við
mikla rekstrarörðugleika
að stríða undanfarin ár.
Þess vegna eru bundnar
miklar vonir viö þær um-
ræður, sem hafnar eru um
aukiö samstarf og sam-
vinnu blaöanna þriggja,
Alþýöublaðsins, Þjóðvilj-
ans og Tímans. Slíka sam-
vinnu má auka verulega
og einnig hefur komið til
tals að þeir aðilar, sem
standa að þessum blöðum
þrcm og nokkrir fleiri,
mynduðu félag um víð-
tækan rekstur á sviði fjöl-
miðlunar. Hver niðurstaöa
þeirra viðræðna verður
mun koma í Ijós á næstu
vikum.“
„Spennandi ár
í vændum“
Þjóðviljinn sagði m.a.:
„Arið 1985 var að mörgu
leyti undarlegt ár, fullt af
mótsögnum en þó þingið
þeirri spennu sem er und-
anfari nýrra tíma og verð-
ur aldrei skýrð með orðum
heldur skynjuð og upplif-
uð, numin úr hljóði vinds-
ins og viðmóti fólksins.
Það er hoggið að rótum
margra hinna skorðuðu og
mótuöu stofnana þjóöfé-
lagsins, sem samanlagt
mynda hiö flókna gang-
virki þjóðfélagsins og hafa
þá nátturu að viðhalda
stirnðuöu kerfl löngu eftir
að fólkið vill breyting-
ar...“
Síðan fjallar blaðið um
„bylgju hrokafullrar hægri
stefnu" og viðnám vinstri
hreyfíngar, sem ekki hafí
verið sem skyldi.
„]>etta hefur leitt til
þess“, segir blaðið, “að
mjög margir, einkum á
meöal hinna yngri, hafa
sett spurningarmerki viö
gildi verkalýðshreyflngar
og vinstri stefnu... Margt
bendir til þess að sinnu-
leysið sem hefur legið i
landi hjá yngri kynslóó-
inni, um mannhyggju og
samúð með þeim sem
minna mega, sé á undan-
haldi, og þá gildir að reka
flóttann á réttan hátt...
Það er vísir að endur-
reisn í loftinu. Stórtækar
umbreytingar í atvinnulífl,
frjómagn meira en áður í
listum og menningu, og
þegar saman fara bæði
þessi atriði er Ijóst að já-
kvæð umbrot eru í aðsigi.
Þess vegna lítum við með
tilhlökkun til ársins 1986.“
Flokkar stjóm-
arandstöðunnar
DV segir m.a. í áramóta-
leiðaræ „Skoðanakannanir
bentu fram eftir árinu tfl
þess, aö formannsskipti í
Alþýðuflokknum hefðu
hresst mikið upp á fylgi
flokksins. Alþýðuflokkur-
inn hafði áður veriö deyj-
andi flokkur. Valdataka
Jóns Baldvins Hannibals-
sonar breytti miklu. Þó var
síðla árs sýnt, að fylgis-
aukning Alþýðuflokksins
yrði minni en fyrstu kann-
anir höfðu geflð til kynna.
Skoðanakönnun DV á
miðju sumri benti til þess,
aö Alþýöuflokkurinn hefði
misst forskot sitt yfir
Framsókn og Alþýðu-
bandalag. l»essir þrír
flokkar eru á svipuöu róli.
Klofningur var mikill í
Alþýðubandalaginu og
Bandalagi jafnaöarmanna.
Nokkuð dró úr sundrungu
Alþýðubandalagsins á
landsfundi í haust Stríð-
andi fylkingar sættust í
bili. Nýr varaformaður var
kjörinn. Líklegt er, að
ágreiningurinn blossi upp
á nýju ári. Alþýöubanda-
laginu hefur mistekizt
margt að undanfórnu, þótt
hagur flokksins hefði átt
að vænkast við kjaraskerö-
ingar. Bandalag jafnaðar-
mann er nærri útdautL
Aðeins traust cndurskoðun
getur bjargað þeim flokki.
Sem stendur eru ekki lík-
ur til þess, að flokkurinn
hressisL"
Háþrýstislöngur
og tengí.
Atlas hf
Borgartún 24, símí 26755.
Pósthólf 493 — Reykjavík.
SKÁK
SK0LMN
Ný námskeiö hef jast 7. janúar
Sex vikna námskeiö fyrir alla aldurshópa.
Byrjendaflokkur
Framhaldsflokkur I
Framhaldsflokkurll
Framhaldsflokkur III
Börn og unglingar vikulega kl. 17—19. Úrvalsflokkur
áfimmtudögum. Þátttökugjald kr. 1.800.
Námskeið fyrir fullorðna
Eitt kvöld í viku, kl. 20—23. Ef þú ert ein(n) af þeim
sem yndi hefur af skák en þekkir lítið til skákbyrjana
og gleymir stundum grundvallaratriöunum, þá er
þetta námskeið fyrir þig. Þátttökugjald kr. 2.500.
Einnig framhaldsnámskeiö fyrir fulloröna.
Innritun í Skákskólanum, Laugavegi 51,3. hæö laug-
ardag og sunnudag kl. 14—19. Allar frekari upplýs-
ingar í dag kl. 17—19 og næstu daga í síma 25550.
Munið 10% klúbbfélaga- og systkinaafsláttinn.
SKÁKSKÓLMN
Laugavegi 51 -simi 25550
Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson Jón L. Arnason, Margeir Pétursson