Morgunblaðið - 03.01.1986, Page 16

Morgunblaðið - 03.01.1986, Page 16
16 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 „Hver er sinnar gæfu smiður“ — eftir Gunnlaug Guðmundsson í frétt í Morgunblaðinu, föstu- daginn 20. desember, segir að eðlis- fræðingur við Lawrence-tilrauna- stöðina í Berkeley hafi flett ofan af stjörnuspekingum og stjörnu- kortagerðarmönnum. 28 virtustu stjörnuspámenn heims voru próf- aðir á vísindalegan hátt og féllu á prófinu. Af þessu er síðan dregin eftirfarandi ályktun: „Tilraun þessi greinilega hrekur stjörnu- spekikenningar um að plánetur og fæðingarstaður og tími ráði örlög- um manna. Miklu líklegra er, að aðrir þættir ráði niðurstöðu stjörnuspámanna og viðskiptavin- irnir opinberi sig að meira eða minna leyti áður en kortalesturinn hefst." í lokaorðum fréttarinnar segir: „Menn geta því óhræddir gengið um gleðinnar dyr, því enn er í fullu gildi, að hver er sinnar gæfu smiður." Þar sem málið er mér óneitanlega skylt, sérstaklega vegna þess að stjörnuspeki og -spá er lögð að jöfnu, vil ég gera at- hugasemd við þessa frétt. Efnis- lega get ég ekki fjallað um rann- sóknina sem greint er frá, mér hafa enn ekki borist gögn um hana, en ég mun gera það síðar. Ég vil hér leyfa mér að gagnrýna fram- setningu fréttarinnar, sem ég tel nokkuð ábótavant, og ég vil einnig minnast á takmörk rannsókna og þann gamla málshátt að hengja ekki bakara fyrir smiö. Flett ofan af Talað er um að flett hafi verið ofan af stjörnuspekingum. Þetta er ósæmilegt og óvísindalegt orða- lag í frétt sem á að fjalla um vís- indalega rannsókn. Yfirleitt er þetta orðalag notað þegar flett er ofan af glæpum og svindli margs konar. Ég tel að ein rannsókn geti ekki sakfellt heila stétt manna. Þó það hafi kannski ekki verið tilgangur að sakfella menn, er óþarfi strax í upphafi fréttar að birta neikvæða umsögn um stjörnuspekinga. Eina rannsóknin Eftir að búið er að fletta ofan af stjörnukortagerðarmönnum er sagt frá því að vísindamenn hafi gefið lítið fyrir þessa speki og talið fyrir neðan virðingu sína að sinna henni. Einn maður, Shawn nokkur Carlson, hafi þó haft á huga á að sannprófa stjörnuspámenn á vís- indalegan hátt. Hér er gefið í skyn að svo til engar rannsóknir hafi verið gerðar á stjörnuspeki og að fyrsta rannsóknin, sú sem rædd er í fréttinni, hafi afsannað stjörnuspeki. Þetta er ekki rétt. Fjölmargar vísindalegar rann- sóknir hafa verið gerðar, sumar þeirra hafa verið neikvæðar fyrir stjörnuspeki, aðrar jákvæðar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það mál nánar vil ég benda á bók Geoffrey Dean: Recent Advances in Natal Astrology og bók Eysencks og Nias: Astrology, Science or Superstition? og þá t.d. á rannsóknir M. Gauquelin, sem hafa sýnt fram á að greinileg fylgni er á milli fæðingarstundar og stöðu pláneta og árangurs í ákveðnum starfsgreinum. Úrtakið í rannsóknum Gauquelin hefur numið tugþúsundum. 28 virtustu í fréttinni segir að 28 virtustu og fremstu stjörnuspámenn heims hafi tekið þátt í þessari tilraun. Ég vil leyfa mér að draga þá fullyrð- ingu í efa. í fyrsta lagi er ekki greint frá því hverjir þetta eru og í öðru lagi er erfitt að meta hver sé fremstur og hverjum á að sleppa. Auk þess veit ég að margir af virtustu stjörnuspekingum heims s.s. Stephen Arroyo og Liz Greene eru á móti slíkum tilraun- um sem hér greinir frá. Betra hefði verið að tala um 28 virta stjörnu- spekinga. Ég geri þetta að umtals- efni hér því í fréttinni virðist sem topparnir í stjörnuspeki hafi fallið á prófi. Nærtækt er því að hugsa: Hvað þáum hina? NiðurstaÖan Ég mun fjalla frekar um niður- stöður fréttarinnar síðar í þessari grein og rökstyðja þar nánar að ekki er hægt að draga þá ályktun útfrá einni rannsókn að heilt fag beri að dæma dautt og ómerkt. Slík ályktun er að mínu viti frétta- manninum til vansæmdar og Morgunblaðinu, sem leggur metn- að sinn í að birta vandaðar fréttir, einnig til vansa. Þegar slíkri fréttamennsku er þar á ofan gert hátt undir höfði, þ.e. fréttin er birt með feitletraðri fyrirsögn og breiður rammi er utan um hana, sem gerir hana að mest áberandi erlendri frétt þann dag á innsíðum, er málið öllu alvarlegra. Ónákvæmni Að öðru leyti er fréttin óná- kvæm. í fyrsta lagi er talað á víxl um stjörnuspámenn og stjörnu- spekinga og hvorir tveggja settir undir einn hatt. Ég vil taka það fram að um tvo ólíka hópa er að ræða, menn sem fást við ólíka hluti. Munurinn er helst sá að stjörnuspekingar fást ekki við atburðaspár og hafa t.d. ekkert með stjörnuspár dagblaðanna að gera. Stjörnuspeki er stórt fag sem hefur innan sinna vébanda marga anga og stefnur, Jíkt og heimspeki eða sálarfræði og því er ótækt að setja alla undir einn hátt og draga fram eina rannsókn sem afgerandi fyrir allt fagið*. Hvaða félag „stjörnuspádómarannsóknarfélag Bandaríkjanna" er veit ég ekki. Þetta félag á að hafa lýst því yfir að prófið væri sanngjarnt. Eftir því sem ég best veit heitir virtasta félag bandarískra stjörnuspekinga AFA, American Federation of Astrologers, sem útleggst Samtök amerískra stjörnuspekinga. Einn- ig vil ég gera athugasemd við lok fréttarinnar: Stjörnuspekingar hafa aldrei haldiö því fram að hver sé ekki sinnar gæfu smiður. Stjörnuspekin segir einmitt: Þekktu sjálfan þig og þá getur þú unnið með líf þitt á jákvæðari hátt en áður. Gagnrýni á stjörnu- spámenn Ekki var það ætlun mín að gera einungis athugasemd við fram- setningu fréttarinnar. Ég vil einn- ig gagnrýna þá stjöruspámenn sem tóku þátt í þessari rannsókn og einnig rannsóknina sjálfa, útfrá þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar. Ég tel að þessum 28 „fremstu og virtustu" stjörnu- spámönnum hafi verið mislagðar hendur er þeir tóku þátt í þessu prófi. Sú fullyrðing stéttarfélags- ins: „að þeir gætu og myndu skil- greina nákvæmlega eðli og skap- gerð fólks, án þess nokkurn tíma að hitta viðkomandi, en eingöngu með því að teikna og lesa úr stjörnukortum hvers og eins“, er „Talað er um að flett hafi verið ofan af stjörnuspekingum. Þetta er ósæmilegt og óvísindalegt orðalag í frétt sem á að fjalla um vísindalega rannsókn.“ hæpin. Þeir stjörnuspekingar sem ég þekki til telja þetta illfram- kvæmanlegt, sérstaklega þegar um slíka ópersónulega rannsókn er að ræða. Stjörnuspeki er gagnlegt tæki til sjálfsþekkingar en erfðir, umhverfi og uppeldisáhrif hafa töluverð áhrif á líf manna. Stjörnuspeki fjallar um orku mannsins. Umfjöllun um þá orku er að sjálfsögðu best framkvæmd í samvinnu við viðkomandi aðila. Þó við ætlum okkur að vera vís- indaleg, er ekki hægt að komast framhjá þeirri staðreynd að mann- legt eðli er órætt og óvísindalegt. Það er að mínu viti erfitt að setja hið mannlega í vísindalegan og staðlaðan tölfræðilegan ramma. Ég vil taka það fram að persónu- lega tek ég fegins hendi á móti gagnrýni á stjörnuspeki. Gagnrýni leiðir til frjórra skoðanaskipta og hún hreinsar andrúmsloftið en hún verður að vera málefnaleg til að mark sé á takandi. Takmörk rannsókna ímyndum okkur 28 virta lækna- heims taka þátt í þeim leik að sjúk- LAUGARDAGINN 4. janúar kl. 16.00, kveður Belcanto-kórinn jólin með tón- lcikum í Garðakirkju. Efnisskráin verður sú sama og á tónleikum kórsins í llveragerðiskirkju 22. desember sl. Meðal verkefna verða „Das neuge- borne Kindelein", kantata fyrir kór, strengi og orgel eftir Buxtehude, dómsgreina 126 sjúklinga, blind- andi eða á skömmum tíma í ein- hverju prófi. Ég held að slíkt próf gæfi allskrýtnar niðurstöður. Ég veit ekki betur en að flestir telji það sjálfsagt að ganga vikum saman á milli sérfræðinga áður en meinsemdin er fundin. Ég vil því segja, gott á stjörnuspámenn- ina, fyrir fljótfærnina og hrokann. Það er þessi hroki stjörnuspá- manna, sem birtist í forsendum rannsóknarinnar, sem fellir þá. Stjörnuspekingar og -spámenn verða að læra að þekkja takmörk sín og fólk almennt að læra að þekkja takmörk stjörnuspekinnar. Kollhnís yfir Niagarafossa Ef við þekkjum takmörk fagsins er hægt að birta málefnalega gagnrýni en sleppa því að gagn- rýna stjörnuspekinga fyrir það að geta ekki farið kollhnís yfir Niag- arafossa. Bláókunnugt fólk kemur inn af götu til stjörnuspekings og segir: „Hvernig er ég?“ Stjörnu- spekingurinn á að svara á fimm mínútum, umhugsunarfrestur 30 sekúndur. Ef hann svarar ekki rétt, þá er ekkert að marka stjörnuspeki. Fólk fer til sálfræð- ings, það er látið mæta í 10—20 tíma, þylur upp ævisöguna og tekur nokkur próf. Þá fyrst liggur niðurstaðan fyrir. Er þetta sann- gjarnt gagnvart stjörnuspeking- um? Nei, og að þessu ættu þeir að huga. Þeir ættu ekki að láta hafa sig út í marklitlar tilraunir. Að þessu leyti á slík frétt sem birtist í Morgunblaðinu fullan rétt á sér. Stjörnuspámenn létu hafa sig út í þessa rannsókn, þeir féllu á próf- inu og því er fyllsta ástæða til að hlæja að þeim. Hvaða ályktun skal af því draga er annað mál. Og í guðanna bænum, ef verið er að gagnrýna efnafræðinga, sleppum því að flækja veðurfræðinga í þá umræðu. Vinsamleg ábending Ég vil að endingu gefa frétta- riturum þá vinsamlegu ábendingu að draga ekki of stórar ályktanir útfrá of litlum gögnum. Þó ákveðin rannsókn sýni fram á neikvæða fylgni afsannar hún ekki heilt fag. Ég vil taka heimatilbúið dæmi: 28 lyfjafræðingar unnu árum saman að því á rannsóknarstofu svissn- esks lyfjafyrirtækis að þróa lyfið penzóbótómín gegn sykursýki. Eftir tilraunir með 126 einstakl- inga kom í ljós að Iyfið hafði engin áhrif. Hljóp þá fréttaritarinn í Luzern upp til handa og fóta og símaði þá frétt heim að lyfjafræð- ingar hefðu fallið á prófinu, sú fullyrðing að lyf hefðu áhrif á sjúkdóma væri röng, sennilega væri það bara viðmót læknisins sem skipti öllu,- Við getum því óhrædd gengið lyfjalaus um gleð- innar dyr, því enn er í fullu gildi að hver er sinnar gæfu smiður. Höfundur rekur Stjörnuspekimiö- stöðina í Reykja rík. Laudate Dominum eftir Mozart og Ave María eftir DePrés. Einsöngvari á tónleikunum verð- uri Marta G. Halldórsdóttir, ein- leikari á fiðlu Hildigunnur Hall- dórsdóttir, orgelleikari Gústaf Jó- hannesson. Stjórnandi kórsins er Guðfinna D. Ólafsdóttir. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar. Ný 5 vikna námskeiö hefjast 8. janúar. Hinir vinsælu herratfmar f hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi ætingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vöðvabólgum. Vigtun mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Belcanto-kórinn heldur tónleika í Garðakirkju Stjörnuspámenn féllu á stjörnuspekiprófi •* Inwrearv^ilrani u I B> krtH. Iudk.l(ln (rlUl M i «(<• !»■(>< rn lAlrf. rm líllmui ttml Maáa *f Uuru r>*UI '**k- •' ««hi. hnnbéilnii kuu wfi Apw m a* u. • ► ui. |rrt» m. I ur»l ti* Mufk k.I. Uk. . •m.kHU. Of k,ld.. aá prrM.mi.kr... of fr.alM IMk. - I— ' ' - umni h»f. prfið lltið .tjðrnuapáirunn. veitlu fulltinpi • •.— .prki Ot t.lió fjrrir wU Stáu.rfálng þrirrt Mjðrnu- rðinitu tin. mb .inn. .pádóm.r.nnaókn»rfflwt hr»'.- crrin stjnrn- o* tálvis- Bnnd.rikj.nnn. lý»li þvl yfir mk iml. h« rr nAruvMi f.nð um prófift vari snnngjarnt. Prftfínu Sh»»r nnkkurn (’nrlson. Cnrlson vnr sndn n-tlaft nð snnnn. sft rr .1 v mnulftframnAur o* vnnn stjomusprkincar v«ru .kU fyrir srr mrft tftfrnbr««ðum. i mrft*' hann stundnði nám I rftl- Lriddir vom frnm 28 frrmstu I.frmfti vift Kalifornluháskftla stjftrnuspámmn I Evrftpu og < .11» hnffti áhufta á nð prftfn Amrrlku. pvl vnr hnldið frnm nf ttjnrnuspámrnn á vlsindnlrftnn slátUrfftlaginu. nð þrir g»tu o* h.tt t« Iritnði nnmstnrfs við myndu nkilcrrina nákvvmlr«» •trttinn sjálfa. Þvl vnr vrl trkift rðli og sknpcrrft fftlks, án þrss Vnr ákvrðið að nrmja prftf I þrasu nokkurn tlmn nð hitU viðkom- rfm llrlMu Iriðtagar ntvinnu- andi, rn rinfðncu mrð þvl nð Uikn. o* Imn ðr stjftrnukortum hvrrs o« rins Prir fftllu á prftf- inu. Sprkincnrnir rryndu hsrfi- kika sfna ft I2S rinstaklincum oft rrjrndust hafn rmngt fyrir sftr um tvonf hvrrjum þrrmur. prrindir samkvvmt nðfrrðum. srm nftilnr komu sftr snman um Nokkrir Ulfrssðin«nr úr hftpi stjðrnusprkinca hjálpuftu Carl- son vift þnnn hluU vrrknins. I*r». vnr intt. aft spurnincnr og stnft- rryndir gtncju n»(ilrf. vnikið á vlsl Þnnnic vnr trynri. nð á báftn bftfta vmrl útlloknð sð svlndln Tvmr spámnnnanna notuftu stjðrnuspátftlvur við nft kort- Irodn hinnr ftsftftu sálir Þm. vnr yfirlritt (sstt I hvlvetna nft full snnncirni rlkti ficnvart spá- mðnnunum. srm hftldu þvl frnm »ð «11 fyrri prftf hnfi vrrið hlut- dr«* i þrirrn *»rft Niðurstoft urnnr voru slðnn mj«c vnndlcca mrtnar or vrcnar. Þnð kom spá- mftnnum þrns vrcnn rnjft* á ftvart. aft vopnið snrrist I hftodun- um á þrim Kncinn þrirrn hrfur rnn viljnft láu hnfn rftir sftr ritt rfta nritt um málið. Arancurinn. þrjátiu prósrnt rfttt. rr rncu brtri rn hnndnhftfs- nðfrrðin. Tilraun þrsni frrinilrc a hrrkur stjornusprkiktnninfnr um nð plánrtur o* fmftingnrsuft ur OC tlmi ráfti Orlogum mannn. Miklu liklrcra tr. »A nðrir þmttir rftfti niAurttoftu stjornuspá ra.nn. og viftakipUvinirair opin- brri sig nft mrira rða minnn Iryti áftur rn korUlrsturinn hefst Mrnn gru þvl fthrsrddir crnRÍft um fltðinnar dyr, þvl enn er I fulhi fildi, nft hvrr tr sift".'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.