Morgunblaðið - 03.01.1986, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
þjóð, sem býr við slík-
þjóðarframleiðslu
Þekki enga
ar sveiflur í
Avarp Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra á gamlárskvöld
Góöir íslendingar.
í ávarpi mínu fyrir ári lýsti ég
þeirri skoðun, að árið 1985 yrði
viðburða- og örlagaríkt ár fyrir
okkur íslendinga og e.t.v. mann-
kyn allt. Ég taldi, að þá gæti ráðist
bæði hvort tækist að stöðva hið
vitfirrta vopnakapphlaup og þrátt
fyrir þrönga stöðu að leggja grund-
völl að nýju framfaraskeiði hér á
landi.
Þetta hefur reynst rétt. Arið
hefur verið viðburðaríkt, bæði á
innlendum og erlendum vettvangi.
Áratugum saman hefur mann-
kynið búið við vaxandi spennu.
Gjöreyðingarvopnum hefur fjölg-
að og þau orðið öflugri. Er nú svo
komið, að ekki þarf nema brot af
því, sem til er, til þess að eyða
mannkyni öllu. Heimsfriður hefur
byggst á ótta við tortímingu.
Þó má segja, að keyrt hafi um
þverbak undanfarin ár, þegar full-
yrt hefur verið, að tilgangslaust
væri að ræðast við. Hefur þá
mörgum þótt sem fokið væri í flest
skjól.
Á þessu varð mikilvæg breyting
við fund forystumanna stórveld-
anna í nóvember sl. Strax eftir að
fundi þeim lauk, átti ég þess kost
að sitja fund með forseta Banda-
ríkjanna ásamt öðrum forsætis-
ráðherrum landa Atlantshafs-
bandalagsins. Þar greindi forset-
inn frá viðræðum sínum við leið-
toga Sovétríkjanna, og svaraði
spurningum fundarmanna. Þessi
fundur verður mér lengi eftir-
minnilegur.
Heyra mátti á ræðum, að menn
önduðu léttar. Bjartsýni gætti,
ekki síður hjá forseta Bandaríkj-
anna en öðrum fundarmönnum.
Vegna fyrri yfirlýsinga höfðu
menn ekki almennt búist við miklu
af fundi leiðtoganna. Ýmsir höfðu
jafnvel ályktað, að honum yrði
slitið í köldu andrúmslofti. Svo
varð þó ekki. Þvert á móti virtist
tjaldið hafa lyfst, kuldinn minnkað
og skilningur aukist.
Að vísu er alltof snemmt að spá
um framhaidið. Engar ákvarðanir
um stöðvun á framleiðslu gjöreyð-
ingarvopna eða fyrstu skref til
afvopnunar voru teknar, og enn
eru óleyst alvarleg deilumál. Sér-
staklega virðast hugmyndir
Bandaríkjamanna um varnir í
geimnum valda togstreitu.
Þótt að sjálfsögðu sé mikill
munur á tækjum til varna og
tækjum til árása, sé ég litla skyn-
semi í þeim hugmyndum. Slíkt
yrði gífurlega kostnaðarsamt og
flestir sérfræðingar telja hug-
myndina vart framkvæmanlega og
geta eins leitt til stóraukins kapp-
hlaups um framleiðslu gjöreyðing-
arvopna. Fullur árangur hefur
ekki náðst fyrr en kjarnorkuvopn
eru fjarlægð og þeim eytt. Áætlun
um notkun geimsins í hernaðar-
skyni má ekki koma í veg fyrir
afvopnun. Ef sambúð stórveldanna
fer batnandi eftir fundinn, sem ég
tel líklegt, trúi ég því, að skynsem-
in ráði.
Án þess að ala í brjósti óraun-
hæfa bjartsýni, skulum við leyfa
okkur að vona, að fundur leiðtoga
stórveldanna boði straumhvörf.
Það mun koma í ljós á næstu
mánuðum.
Á sl. vori sameinaðist Alþingi
um ályktun í afvopnunarmálum. í
því kemur fram meiri samstaða
en aðrar þjóðir hafa sýnt, og þó
að afstaða smáþjóðar skipti ekki
sköpum í viðræðum stórveldanna,
má segja að dropinn holi steininn.
Við eigum a.m.k. að leggja áherslu
á samstöðu íslensku þjóðarinnar,
hvar sem við getum á alþjóðlegum
vettvangi. Á fyrrnefndum fundi
með Bandaríkjaforseta, og á 40 ára
afmæli Sameinuðu þjóðanna gafst
mér tækifæri til þess.
Sveiflur í þjóðar-
framleiðsiu
Á innlendum vettvangi hefur
árið einnig verið viðburðaríkt.
Vafalaust mun þó ýmsum ekki
þykja erfiðleikar einstaklinga og
fyrirtækja boða nýtt framfara-
skeið. Að sjálfsögðu veldur slíkt
áhyggjum, en ég er þó þeirrar
skoðunar, að þetta séu óumflýjan-
legar þrautir fyrir þjóð, sem aðlag-
ast verður gjörbreyttum kringum-
stæðum, m.a. í fjármálum.
Sagt hefur verið, að hagfræðin
sé fyrst og fremst saga. Og vist
er það, að mjög er fróðlegt að skoða
efnahagsþróun hér á landi undan-
farna áratugi.
Hagvöxtur hefur allt frá stríðs-
árum orðið að meðaltali um 2,5
af hundraði á mann á ári. Það er
meira en í flestum öðrum löndum
að Japan undanskildu. Þessi mikli
hagvöxtur hefur hins vegar verið
mjög breytilegur. Þetta sést glöggt
á Iínuriti, sem ég leyfi mér að
bregða hér upp.
Neðra línuritið sýnir breytingar
á þjóðarframleiðslu allt frá árinu
1945. Segja má, að það sýni sam-
felldar sveiflur frá miklum hag-
vexti eitt árið, í samdrátt það
næsta. Mest verður hrun þjóðar-
framleiðslunnar á þremur tímabil-
um, 1948—’52,1967-’68 og 1982-
’83. í öll skiptin stafar það af afla-
bresti. Aðrar sveiflur eru einnig
margar, ýmist vegna þess, að afli
er lakari, eða viðskiptakjör versna.
Ég þekki enga þjóð, sem býr við
slíkar sveiflur í þjóðarframleiðslu.
Það er sannfæring mín, að þarna
sé að Ieita grundvallarástæðu fyrir
efnahagserfiðleikum okkar íslend-
inga. Sérstaklega verður þetta
ljóst, þegar þess er gætt, hvernig
aflaleysi og samdrætti hefur nán-
ast undantekningarlaust verið
mætt. Það sýnir efra línuritið.
Brotna línan sýnir erlendar
skuldir. Athyglisvert er, að nálega
við hvern samdrátt þjóðarfram-
leiðslunnar aukum við erlendar
lántökur. Þannig er samdrættin-
um mætt, einfaldlega með lántöku.
Ekki er ástæða til að fordæma í
öllum tilfellum erlendar lántökur,
ef þau lán eru greidd á góðu árun-
um. Staðreyndin er hins vegar sú,
að skuldirnar halda áfram að vaxa,
þegar á heildina er Iitið, og eru á
árinu 1983 komnar á ystu hættu-
mörk. Þá voru þær orðnar rúmlega
helmingur þjóðar- eða landsfram-
leiðslu.
Með öðrum orðum, þegar afli
bregst og þjóðartekjur minnka,
höfum við Islendingar yfirleitt
ekki dregið úr neyslu eða fjárfest-
ingu, heldur brúað bilið með er-
lendum lánum.
Heila línan sýnir verðbólguna.
Hún rýkur upp á hverju samdrátt-
arskeiði. Erfiðleikum sjávarút-
vegsins er ekki mætt með því að
draga úr kostnaði, heldur með því
að fella gengið. Afleiðingin verður
stöðugt vaxandi verðbólga, sem fer
að lokum úr böndunum í upphafi
ársins 1983.
Hvaða lærdóm má af þessu
draga? Að sjálfsögðu getur verið
eðlilegt að taka lán erlendis til
þess að fjárfesta i nýjum fram-
leiðslutækjum. Öllum má vera
ljóst, að lífskjör hér væru ekki
nema brot af því, sem þau eru, ef
þetta hefði ekki verið gert, og m.a.
fiskveiðiflotinn endurbyggður og
vinnslustöðvar reistar, byggðar
Steingrímur Hermannsson.
vatnsaflsvirkjanir og hitaveitur
eða vegir lagðir, svo dæmi séu
nefnd.
Of geyst og
óvarlega farið
Niðurstaða mín verður þó sú, að
of geyst og óvarlega hafi verið
farið. Allt of oft á samdráttartím-
um hafa erlend lán verið tekin til
neyslu eða óarðbærrar fjárfesting-
ar. Með öðrum orðum, allt of oft
höfum við lifað um efni fram.
Svipað má segja um hinar tíðu
gengisfellingar. Ef menn vilja,
geta þær að sjálfsögðu verið tæki
til þess að bæta afkomu útflutn-
ingsatvinnuveganna, en þegar
þeim fylgir jafnharðan hækkun
verðlags og launa, Ieiða þær aðeins
til aukinnar verðbólgu og enn
meiri erfiðleika.
Þegar vaxandi erlendar skuldir
og verðbólga fara saman, sýnir
reynslan, að við ekkert verður að
lokum ráðið.
Ýmsar þjóðir, sem eru í raun
ríkar af náttúruauðlindum, standa
á barmi gjaldþrots. Erlendar
skuldir þeirra og verðbólga hafa
vaxið svo gífurlega, að öll bönd
hafa brostið.
Ég kynntist í sumar lítillega
einni slíkri þjóð. Þar finnast í
jörðu næstum allir þeir málmar,
sem nýtanlegir eru, þar er olía,
landbúnaðarhéruð ágæt og fiskur
mikill fyrir ströndum landsins.
Samt sem áður virðist gjaldþrot
blasa við.
Hvernig má slíkt gerast? Fjár-
málaspilling virtist á allra vitorði
og viðurkennd. Mútur eru reglan
og hver sem getur flytur fjármagn
sitt úr landi. Auðurinn hefur safn-
ast á fárra hendur, en fjöldinn býr
við hörmulega fátækt. Atvinnu-
leysi er gífurlegt og stór hluti þjóð-
arinnar ólæs og óskrifandi.
Þegar ég skoða þróun mála hér
á landi, fæ ég ekki varist þeirri
hugsun, að skammt hafi verið í
ógöngur engu minni en þær, sem
ýmsar skuldugar verðbólguþjóðir
eiga nú við að stríða.
Það sem fyrst og fremst hefur
bjargað íslendingum er forn arf-
leifð, manndómur og almenn
menntun fjöldans. Þetta eru þeir
kostir, sem gert hafa okkur kleift
að skapa á skömmum tíma ótrú-
iega góð lífskjör. Að þessu leyti
er ástand hér á landi gjörólíkt
því, sem er hjá flestum þeim þjóð-
um, sem gjaldþrot blasir við. Þetta
gerir gæfumuninn. Það var skiln-
ingur almennings og almenn þáttt-
aka, sem gerði stjórnvöldum kleift
að snúa landinu af braut óðaverð-
bólgu og erlendrar skuldasöfnun-
ar. Mikið hefur þegar áunnist,
verðbólga hefur lækkað stórlega
og erlendar skuldir aukist lítið
síðustu tvö árin. Því fer þó víðs
fjarri, að björninn sé unninn.
Boginn spenntur um of
Því miður hefur á árinu 1985
aðeins tekist að halda verðbólgu í
skefjum. Erlendar skuldir hafa
jafnframt heldur aukist, þótt
hægar sé en áður var.
Fyrir þessum slaka árangri eru
ýmsar ástæður. Sumar eru erlend-
ar, einkum fali dollarans og hækk-
un Evrópugjaldmiðla. Það hefur
valdið hækkun vöruverðs, en á
sama tíma minni tekjum flestra
útflutningsatvinnuvega.
Aðrar ástæður eru innlendar.
Sem fyrr höfum við spennt bogann
um of og eytt meiru en við öflum.
Með launaskriði hafa tekjur aukist
langt umfram það, sem atvinnu-
vegirnir þola. Þetta hefur auk þes
valdið óþolandi launamismun.
Þeir, sem við ýmsar undirstöðu-
greinar starfa, hafa setið eftir.
Ekki dettur mér í hug að draga
úr hlut stjórnvalda í lélegum
árangri á liðnu ári. Mikill halli á
fjárlögum á stóran þátt í þeirri
ofþenslu, sem verið hefur. Eg er
einnig þeirrar skoðunar, að um of
hafi verið látið undan kröfum um
gengissig. Að sjálfsögðu getur
gengi aldrei verið stöðugt í verð-
bólgu, en það má ekki síga svo
mjög, að það haldi við eða jafnvel
auki verðbólgu. Auk þess kemur
það atvinnuvegunum að engum
notum, ef það leiðir til aukins
kostnaðar á öllum sviðum. Af því
höfum við langa og bitra reynslu.
Við getum ekki búið við verð-
bólgu, sem er að nokkru marki
hærri en í helstu viðskiptalöndum
okkar og skuldir við útlönd verða
að lækka á næstu árum. f ár greið-
um við erlendum fjármagnseig-
endum 5.800 milljónir króna í
vexti. Það fjármagn verður ekki
notað til kjarabóta eða nauðsyn-
legra framkvæmda.
Leiðin úr þessum vanda, þegar
til lengri tíma er litið, er innlendur
sparnaður og aukin framleiðsla.
Ég efa ekki, að það muni takast.
Hins vegar er ég jafn sannfærður
um, að það verður ekki þrauta-
laust. Við höfum lengi vanist því
að byggja hús og stofna fyrirtæki
með ódýru fjármagni og litlu sem
engu eigin fé. Það er ekki unnt
lengur, og þeir, sem hafa lagt út
í slíkt á síðustu árum, munu eiga
í erfiðleikum á meðan þessi breyt-
ing er að verða. Því er óhjákvæmi-
legt að veita um tíma húsbyggj-
endum og ýmsum atvinnuvegum
aðstoð eins og frekast er unnt. Á
það hefur verið og mun verða lögð
áhersla, en það verður að gera án
þess að kveikja verðbólgueldinn
aðnýju.
Ekki verður bæði
haldið og sleppt
Stjórnvöld munu á árinu 1986
gera sitt til þess að árangur náist.
Það ihun m.a. verða gert með
miklu aðhaldi í fjármálum ríkis-
ins.
Ekki mun verða hvikað frá því
markmiði, að ríkissjóður verði
hallalaus og erlend lántaka hans
ekki umfram afborganir. Það mun
valda samdrætti og, því miður,
einnig valda því, að ýmsir aðilar,
sem hafa notið góðs af þenslunni
munu verða í erfiðleikum. Ekki
verður bæði haldið og sleppt.
Aðhaldssamri gengisstefnu mun
einnig verða fylgt. Atvinnuvegirn-
ir mega ekki gera ráð fyrir því,
að sérhverri kostnaðarhækkun
innanlands verði einfaldlega mætt
með því að fella gengið. Þeir verða
einnig að gera kröfur til sjálfra
sín. Með aðhaldi, aukinni fram-
leiðni og hagræðingu má ná mikl-
um árangri. Það hafa einstakir
atvinnurekendur sýnt.
Á þessu ári hefur kaupmáttur
tekna hækkað verulega. Áð sjálf-
sögðu hefur þetta stuðlað að meiri
viðskiptahalla, eins og reyndar
mikil verslun nú fyrir jólin hefur
sýnt. Ef árangur á að nást á næsta
ári, má kaupmáttur lítið aukast,
en hann á heldur ekki að þurfa að
lækka. Að skaðlausu mætti hann
jafnframt færast nokkuð til
þeirra, sem lægri launin hafa, frá
hinum, sem betur búa.
Allt væri það, sem ég hef nú
rakið, stórum auðveldara, ef lík-
legur væri umtalsverður hagvöxt-
ur á næsta ári. Því miður er því
ekki spáð. Vöxtur þjóðarfram-
leiðslunnar er .aðeins talinn verða
um 2 af hundraði. Það er langtum
minna en var eftir fyrri samdrátt-
arskeið. Þessu veldur fyrst og
fremst að fiskstofnarnir eru taldir
of veikir til þess að auka megi
aflann umtalsvert. Staðreyndin er
hins vegar sú, að þessi litli hag-
vöxtur veitir afar lítið svigrúm til
þess bæði að viðhalda kaupmætti,
draga úr erlendum skuldum og
bæta stöðu atvinnuveganna. Ef til
vill gefur hlýnandi sjór meira
svigrúm til að auka aflann, eins
og margir reyndir sjómenn halda
fram. Ef svo reynist, er sjálfsagt
að nýta það til hins ýtrasta. Ekki
veitir af í þeirri þröngu stöðu, sem
er.
Grundvöllur lagöur aÖ
nýju framfaraskeiði
Góðir íslendingar.
Líklega þykir ykkur ég ræða um
of um erfiðleika og e.t.v. gæta
svartsýni, sem ekki eigi við um
áramót. Rétt er, að efnahagsmálin
hef ég áður heldur forðast við þetta
tækifæri. Því valdi ég þann kostinn
að ræða þau nú, að mér þykir lítið
hafa unnist á því ári, sem er að
Iíða. Það er hins vegar bjargföst
sannfæring mín, að;