Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Frönsk fegurð AP/Símamynd Frakkar hafa að undanförnu verið að velja fegurstu konurnar í hverju héraði landsins og nýlendunum að auki og nú rétt fyrir áramót voru þær eftir 40, sem þóttu bera af öðrum. Kom þessi blómi frönsku kvenþjóðarinnar saman í Lido í París 25. desember sl. en tveimur dögum síðar átti að fást úr því skorið hver yrði kjörin ungfrú Frakkland árið 1986. Mikil slys á Ítalíu um áramótin: 460 manns á sjúkra- húsum vegna bruna- sára af völdum flugelda Tórínó, 2. janúar. Frá fréttarilara Morgunblaðsins, Brynju Tomer. JÓL og áramót á Ítalíu voru með sorglegasta móti í þetta sinn, en sem kunnugt er af fréttum hefur óáran herjað á landið undanfarið. Fjöldi manns hefur látið lífið í slv.sum og árásum og enn fleiri hafa eytt hátíðunum slasað- ir á sjúkrahúsum, aö ekki sé talaö um fjölskyldurnar í Napolí, alls um 2.000 manns, sem þurftu að flýja heimili sín þremur dögum fyrir jól, er bcnsín- tankar þar sprungu. Fórst Glenn Miller yfír Erma- sundi vegna sprengingar? London, 2. janúar. AP. ORRUSTUFLUGMAÐUR úr seinni heimsstyrjöldinni hefur haldið því fram að flugvél meö hljómsveitarstjórann Glenn Miller innanborðs hafi orðið fyrir sprengju sem varpað úr breski flugvél. Hvarf Glenns Miller hefur valdiö miklum heilabrotum gegnum árin. Talsmenn konunglega breska flughersins eru aftur á móti ekki sannfærðir um að vitnisburður flugmannsins standist. Glenn Miller, sem átti drjúgan þátt í að hefja „big-bandið“ til Veður víða um heim Laogst Hæst Akureyri -6 hálfsk. Amsterdam vantar Aþena 12 15 heiöskfrt Barcelona 16 léttskýjaö Berlín +9 +3 skýjaö Brussel 3 8 skýjaö Chicago ■f12 0 skýjaö Oublin 4 8 rigning Feneyjar 2 rigning Frankfurt 3 skýjaö Genf +5 1 heiöskírt Helsinki +12 +6 skýjaö HongKong 10 16 skýjaö Jerúsalem 11 20 skýjaö Kaupmannah. +1 0 snjókoma Las Palmas vantar Lissabon 12 17 rigning London 2 8 rigning Los Angeles 13 20 skýjaö Lúxemborg 2 skúrir Malaga 17 skýjaö Mallorca 17 skýjaö Miami 20 26 skýjaö Montreal vantar Moskva +10 +6 skýjaó New York 1 5 skýjaö Osló +8 +7 skýjaó París 0 8 skýjaö Peking +8 0 skýjaö Reykjavík +2 skýjaö Ríó de Janeiro 20 32 skýjaö Rómaborg 7 +6 skýjaó Stokkhólmur +12 +6 skýjaó Sydney vantar Tókýó 5 10 skýjaö Vínarborg +7 +4 skýjaö Þórshöfn +2 skýjaö vegs og virðingar á fimmta ára- tugnum, var á hátindi ferils síns þegar hann skráði sig í herinn. 15. desember 1944 lagði hann upp frá Englandi í lítilli flugvél og var förinni heitið til Frakklands að skemmta hermönnum með hljóm- leikum. Flugvélin komst aldrei til Frakklands og fannst hvorki tang- ur né tetur af Miller, hinum far- þega vélarinnar, flugmanninum og flugvélinni. Aðdáendur Glenns Miller hafa æ síðan reynt að svipta hulunni af hinu leyndardómsfulla hvarfi tón- • listarmannsins - með litlum ár- angri. Alan Ross, félagi í samtökum aðdáenda Glenns Millers, segist hafa vitað af kenningu um að flug- vél Millers hefði orðið fyrir sprengjum flugvéla breska flug- hersins yfir Ermasundi vegna vitnisburðar Fred H. Shaw, sigl- ingafræðings um borð í Lancaster sprengjuflugvél, sem nú býr í Jó- hannesarborg í Suður-Afríku. Shaw sá kvikmyndina „The Glenn Miller Story", sem gerð var á sjötta áratugnum, og þegar hann skoðaði siglingabók sína komst hann að því að flugvél Millers hafði horfið sama dag og sprengjufluvélafylking sín .hefði varpað út sprengjum yfir Erma- sundi til að létta á sér,“ segir Ross. Shaw skrifaði breska varnarmála- ráðuneytinu, en kenningu hans var hafnað. Ross hafði upp á Victor Gregory, flugmanni vélarinnar, sem Shaw flaug með, og staðfestir hann vitn- isburð Shaws. Gregory segir að daginn, sem Miller hvarf, hafi áhafnarmeðlim- ir sínir greint frá því að lítil flug- vél hafi steypst í sjóinn þegar sprengja sprakk skammt frá henni. Sprengjunum var varpað fyrir borð yfir Ermasundi til að auka flugþol vélanna eftir að sprengjuárás á Þýskaland hafði verið aflýst. Gregory kvað einn meðlim áhafnar sinnar hafa sagt að um sams konar flugvél hefði verið aö ræða og Miller flaug með. „Þetta eru staðreyndir málsins," segir Gregory. „Flugherinn stað- festir að Miller fór í loftið og flaug um þar, sem við vörpuðum sprengjunum fyrir borð til að létta á okkur, á svipuðum tíma og okkur bar að. Þetta var eina flugvél þessarar tegundar, sem hvarf þennan dag og að minni hyggju þarf ekki frekari vitna við.“ Ónafngreindur starfsmaður breska flughersins segir að þessar nýju yfirlýsingar séu haldlitlar og frekari sannanir þurfi til að gera kenninguna trúlega. „Eins og mál- um er nú komið er engin ástæða til að breyta hinni opinberu skýr- ingu á því að Miller fórst: Að flug- vél hans hafi horfið yfir Erma- sundi í slæmu veðri,“ segir starfs- maður flughersins. Fjórir arabískir skæruliðar gerðu sem kunnugt er árás á flug- völlinn í Róm með þeim afleiðing- um að 16 manns hafa látið lífið og 45 eru slasaðir. Árásin hefur valdið mikilli reiði um alla Evrópu og hyggja ítalir nú á nána sam- vinnu við aðrar Evrópuþjóðir um kröftugar varnir gegn hryöjuverk- um og til umræðu er að herða til muna útlendingaeftirlit í landinu. Hvað hert útlendingaeftirlit varð- ar, þurfa ítalir þó að fara varlega í sakirnar, þar sem milljónir ferða- manna koma til landsins á ári hverju og fjöldi héraða byggir afkomu sína á þeim. Öryggi á flug- völlum og járnbrautarstöðvum hefur verið mjög til umræðu og lögðu starfsmenn flugvallarins í Róm niður vinnu í morgun, til að vekja athygli á nauðsyn aukinnar öryggisgæslu. 460 manns leituðu aðstoðar á slysavarðstofum og sjúkrahúsum vegna brunasára af völdum flug- elda. Einn maður lét lífið, en stórir flugeldar og svonefndir kínverjar eru lögum samkvæmt bannaðir á Ítalíu og fyrir áramót voru þrír menn handteknir í Róm og 500 kíló af sprengiefni og stórum flug- eldum sem fundust í íbúð þeirra gerð upptæk. Fimm manns hafa nú látið lífið í kjölfar sprenginga í Napolí er bensíntankar í austurhluta borg- arinnar sprungu í loft upp 21. desember síðastliðinn. 170 manns særðust, þar af sumir alvarlega, en flestir slösuðust lítilsháttar á höndum og fótum. Gífurlegan reyk lagði yfir borgina og tæplega 2.000 manns, sem búa í nágrenni tank- anna, urðu að flýja heimili sín, þar sem ekki reyndist unnt að stöðva eldinn sem kviknaði auk þess sem hætta var á frekari sprengingum. Meginhluta fólksins var komið fyrir í tveimur farþegaskipum sem voru í höfn er sprengingarnar áttu Líbanon: Gemayel og Assad ræða vopnahléið Damaskus, Sýrlandi, 2. janúar. AP. FORSETI Líbanon, Amin Gemayel, er nú í Sýrlandi til viðræðna við Assad forseta Sýr- lands um aðferðir til þess að reyna að halda uppi því vopna- hléi sem gert hefur verið milli kristinna og múhameðstrúar- manna í Líbanon. Vopnahléið var gert fyrir tilverknað Sýrlend- inga, en átök hafa sífellt öðru hvoru brotist út. Því hefur verið haldið fram af talsmanni forseta Líbanons, að forsetanum, sem er kristinn, hafi verið gerð fyrirsát af kristnum mönnum á strand- þjóðveginum norðan við Beirút. Atta af lífvörðum forsetans létu lífið í árásinni, sem gerð var með handsprengjum og byssum. Opinberar heimildir herma að Sýrlendingar vilji fá stuðn- ing Gemayels við vopnahléið, sem var samið um fyrir þremur vikum af forustumönnum þriggja stærstu herfylkinganna í Líbanon. Samþykki Gemeyels er nauðsynlegt vegna þess að fyrr getur samkomulag um nýja samsteypustjórn ekki tekið gildi. Gert er ráð fyrir að sú samsteypustjórn hafi eitt ár til þess að enda borgarastyrjöld- ina, afvopna alla herflokka og láta múhameðstrúarmönnum í té völd til jafns við kristna menn. Forsetinn hefur að undan- förnu í auknum mæli verið gagnrýndur af kristnum mönn- um. Lögregla segir að að minnsta kosti 14 hafi fallið og 40 særst í átökum milli krist- inna hópa um nýárið. Endur- spegla þau átök valdabaráttuna innan raða kristinna manna. Vopnahléið undirritaði fyrir hönd kristinna manna, Elie Hobeika, sem er fyrir meginher kristinna manna, en hann hefur í stöðugt auknum mæli reynt að einangra Gemayel innan kristna samfélagsins. sér stað og í fjölmiðlum var greint frá og rætt við mannmargar fjöl- skyldur sem eyddu jólum og ára- mótum í eins til tveggja manna káetum. Alls hafa nú brunnið upp 25 tonn af eldsneyti og nemur tjón- ið af völdum sprenginganna tugum milljóna líra. Skömmu fyrir miðnætti á Þor- láksmessu rákust saman farþega- lest og vöruflutningalest skammt frá borginni Ferrara með þeim afleiðingum að tíu manns létu lífið og 11 slösuðust. Lestarstjóri far- þegalestarinnar fullyrðir að hafa haft „grænt ljós“, merki um að engin lest væri framundan, og ók því á 100 kílómetra hraða á kyrr- stæða vöruflutningalest. Orsakir slyssins eru ekki ennþá kunnar og deilt er um hvort mistökin hafi verið tæknilegs eðlis eða af mannavöldum. Þess má geta að sjálfvirkur ljósabúnaður með rauðum og grænum ljósum stjórn- ar umferð um 10 þúsund lesta um alla Italíu á hverjum degi. Þá er þess enn ógetið að eld- fjallið Etna á Sikiley vaknaði til lífsins að nýju á jólanótt. í kjölfar- ið fylgdu kraftmiklir jarðskjálftar sem ollu því að nokkur hús og þar með talið eitt hótel hrundu til grunna. Rauði krossinn og björg- unarsveitir frá hernum komu upp tjöldum fyrir fjölda manns sem flúðu hús sín vegna jarðskjálfta- hættunnar. Einn maður lét lífið í jarðskjálftunum og 13 slösuðust. Mesta hættan mun nú liðin hjá, en fólki sem býr á hættusvæðinu hefur enn ekki verið leyft að flytj- ast afturíhússín. Mikill fjöldi ítala heldur jól og áramót hátíðleg í Alpafjöllum og létu þrír menn lífið á skíðum í gær er þeir renndu sér utan almennra skíðabrauta. Þá létust fjögur ung- menni nálægt borginni Ferracina í bílslysi aðfaranótt nýársdags er þau héldu heim á leið að loknu nýárssamkvæmi. ERLENT Gengi gjaldmiðla London, 2. janúar. AP. BANDARIKJADOLLAR lækkaði í dag í gengi gagnvart ýmsum helztu gjaldmiölum heims. I London fór hann niöur fyrir 200 japönsk jen, en þaö hefur ekki gerzt síðan 1979. Talið er, að bollaleggingar um lægri vexti í Bandaríkjunum hafi ráðið mestu um lægra gengi dollarans. Dollarinn lækkaði gagnvart brezka pundinu, sem kostaði 1,44885 dollara síðdegis í dag (1,4460). Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hann fengust 2,43775 vestur-þýzk mörk (2,4450), 2,0520 svissneskir frankar (2,0605), 7,4850 franskir frankar (7,5055), 2,7565 hollenzk gyllini (óbreytt), 1.669,50 ítalskar lírur (1.670,50), 1,40065 kanadískir doll- arar (1,39725) og 199,10 jen (200,60). Gullverð hækkaði aðeins og kostaði það 327,25 dollara únsan (326,75).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.